Alþýðublaðið - 31.10.1987, Side 15

Alþýðublaðið - 31.10.1987, Side 15
Laugardagur 31. október 1987 15 leiddu tölvur, eða svonefndar súpertölvur. Þeir uppgötvuöu röntgenleysibyssuna. Þeir fullkomnuðu ýmsa leysi- geislatækni sem áðurvar óþekkt. Þeir þróuðu rafeinda- byssuna og lausa elektrónu leysinn (Free Electron Laser). Á örfáum árum lögðu þeir grunninn að stjörnustrlðs- tækninni. Þessi tækni var byggð á mörgum eldri hug- myndum en var samt algjör bylting; nýsköpun í tækni sem átti eftir að setja alþjóð- leg stjórnmál á annan end- ann. Það voru þessir strákar sem drukku kók og spiluðu rokk (frístundum sinum sem voru höfundar stjörnustríðs- ins. Það var þekking þeirra og uppgötvanir í þessum sól- brenndum dal Kaliforníu sem lýsist upp að næturþeli af stórkostlegum stjörnuhimni, sem gaf Ronald Reagan for- seta efni í hina frægu stjörnustriðsræðu í mars- mánuði 1983 þegar hann gaf grænt Ijós á geimvarnaráætl- unina. 10—50 milljónir doliara að sprengja eina sprengju Það er einkennileg tilfinn- ing að standa i miðju þessu vígirta þjóðfélagi þar sem stjörnustriðið hófst. Michael Ross, blaðafulltrúi Livermore; brosmildur, dökk- hærður náungi á fertugsaldri með alskegg og snögg svör, segirvið mig: „Lowell vinnur hérna ennþá, en stjörnu- striösstrákarnir upphaflegu eru langflestir farnir aftur til háskóla sinna. En það eru aðrir komnir I staðinn. Og Edward gamli Teller er hér enn. Hann er reyndar kominn á eftirlaun en vinnur hér sem ráðgjafi. Ég gæti útvegað þér viðtal við hann en því miður er hann erlendis þessa stundina." Ross segir mér að tilrauna- stofur Livermore séu mjög margþættar og hér fari alls kyns starfsemi fram. Hér eru kjarnorkuvopn hönnuð og teiknuð og einstakar tilraunir fara fram, en hér eru ekki kjarnorkusprengjur sprengd- ar í tilraunaskyni. Það fer fram I Nevadaeyðimörkinni að langmestu leyti. „Hér vinna visindamenn og tækni- menn,“ segir Ross brosandi. Og bætir við: „Þetta eru einu tilraunastofurnar í Bandaríkj- unum sem hafa þekkingu og mannafla til að framleiða kjarnorkusprengjur. En þú Edward Teller er guðfaðir Liver- more. Umdeildur visindamaður sem hallaði sér að hœgrisinnuðum stjórnmálamönnum og áhrifamönn- um innan viðskiptalifsins og hers- ins. Honum og eftirmanni hans tókst að veiða helstu ungu vísinda- mennina til Livermore. verður að muna að samsetn- ingin erorðin mjög flókin — ekki síst með tilliti til örygg- is. Við kærum okkur ekki um að skemmdarvargar eða hryðjuverkamenn komist í formúlurnar okkar.“ Hér eru sterkustu tölvur í heimi. Ross segir við mig: „Tölvur eru bæði ódýrar og hagnýtar fyrir vopnaiðnaðinn. Tilraunir með kjarnorkuvopn eru hins vegar mjög dýrar. Það kostar 10 til 50 milljónir dollara að sprengja eina kjarnorkusprengju í tilrauna- skyni.“ Livermore-rannsóknastof- urnareru í eigu Kaliforníuhá- skóla en fá styrki viða að, bæði frá því opinbera og einkaaðilum. „Frá stjórnvöld- um fáum við mestu pening- ana frá orkumálaráðuneytinu en ekki varnarmálaráðuneyt- inu,“ segir Ross brosandi. „En ef vel tekst þá fær varn- armálaráðuneytið bomburnar en ekki orkumálaráðuneytið. En auðvitað er hægt að nota kjarnorku til annars en vopnaframleiðslu." Vísindi og siðfræði Við göngum eftir litlum bílalausum götum. Húsin á báða bóga eru lág og úr ódýru efni; aldur þeirra og út- lit ber með sér að sum hafi verið byggð í stríðinu. Ungir menn, berir i stuttbuxum eru i blaki á litlum velli við göt- una. Svitinn glampar á brúnni húð þeirra. Hitinn fer hækk- andi enda að nálgast hádegi. Við göngum inn á skrifstofu Ross. Þar hittum við Kent G. Johnson; hressilegan, rauð- hærðan mann á miðjum aldri. Hann er aðstoðarstjóri við þróunar- og varnarkerfisáætl- un rannsóknarstofanna. „Við í Livermore stofnuð- um eigin deild eftir að Reag- an hélt stjörnustríðsræð- una,“ segir Johnson. „Grúpp- an okkar vinnur að ýmsum tækninýjungum geimvarnar- áætlunarinnar." Þegar ég spyr hann hvern- ig honum finnist sem vís- indamanni að fást við rann- sóknir á geimvarnarvopnum, svarar hann að bragði: „Við erum að hjálpa til viö varnir landsins." Vísindamennirnir sem ég hitti í Livermore voru ekki fúsir að ræða um siðfræði vinnunnar á öðrum forsend- um en þessum; þeirværu að leggja sitt á vogarskálarnar til að tryggja öryggi og varnir lands síns. í bókinni „Stjörnustríðsmenn" (Star Warriors) sem blaðamaðurinn og Pultizer-verðlaunahafinn William J. Broad skrifaði um vísindamennina að baki stjörnustrlðsáltluninni, telur hann að flestir vísindamenn- irnir slævi óþægilegar hugs- anir af siðfræðilegum toga með þekkingu sinni. Þeir eru með öðrum orðum svo niður- sokknir i rannsóknir sínar á sínu sviði að þeir horfa sjaldnast yfir heildina fyrr en eftir á. Margir þeirra fá þá bakþanka eins og sjálfur Ein- stein varð frægur fyrir. Uppi- staðan I andófshreyfingu vis- indamanna gegn kjarnorkuvá I Bandaríkjunum eru eldri vis- indamenn. Broad bendir einnig á, að þegar visinda- menn eru ungir eru þeir kappsfullir og ( mikilli sam- keppni við aðra vlsndamenn. Margir eru með Nóbelsverö- launin I sigti. Rannsóknastof- ur eins og Livermore er að- gangur að tækjum, pening- um og möguleikum sem hvorki háskólar né fyrirtæki Lawrence Livermore — rannsóknar- stofurnar liggja í sólbökuðum dal suðuraustur af San Fransisco í A'- Kaliforniu. Háþróað tœknisamfélag vísindamanna sem fást við byggingu kjarnorkusprengja og geimvarnar- vopna. Það var hér sem stjörnu- stríðið hófst.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.