Alþýðublaðið - 07.11.1987, Page 5

Alþýðublaðið - 07.11.1987, Page 5
Laugardagur 7. nóvember 1987 5 ____________FRÉTTIR_________ BORGIN Á EKÍcF TJÖRNINA Að minnsta kosti er ekki neinar eignarheimildir að finna hjá Borgarfógetaembœttinu. Eignarhald á tjörninni mikið lögfrœðilegt álitamál. Það er alls ekki sjálfgefið að Reykavíkurborg eigi Tjörn- ina. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarfógetaembættinu eru engar skráðar eignar- heimildir til hjá embættinu. Þá er spurningin hver á Tjörnina. Og ef Reykjavíkur- borg á hana ekki, eða að minnsta kosti ekki alla, geta þá yfirvöld hafið byggingu Ráðhúss á fyrirhuguðum stað? Hæstaréttarlögmaður sem Alþýðublaðið leitaði álits hjá sagði að ekkert lægi fyrir að borgin hefði rétt á að byggja á þessu landi og að hugsan- lega hafi landið verið í einka- eign eins eða fleiri aðila. Þá hafi gilt þau ákvæði, sem sennilega hafa gilt frá land- námi um netalög, að menn sem áttu land að vatni hafi átt rétt á vatninu einnig. Að mati lögmannsins fyrnast réttindi yfir fasteign ekki. Á móti kæmi það að menn gætu unnið rétt yfir fasteign með hefð. Sem dæmi hefði borgin hér á árum áður tekið ís af Tjörninni, og ef hún hef- ur gert það í kannski tuttugu ár, án þess að nokkur gerði athugasemd við það, að þá hefði borgin öðlast rétt til ístöku þar. það sama gilti um skautasvell það sem borgin hefur útbúið fyrir borgarbúa árum saman. En að sínu mati væri engin hefð komin á varðandi ráðhúsbyggingu I Tjörninni. Til að svo mætti vera, hefði þurft að byggja þar ráðhús án nokkurra at- hugasemda, láta það standa I tuttugu ár og þá væri hefðin komin. Sagöi lögmaðurinn að sér þætti flausturslega að mál- inu unnið hjá yfirvöldum, sér- staklega þegar haft væri í huga að um 750 milljón króna framkvæmd væri um að ræða. • Alþýðublaðið hafði sam- band við Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlög- mann, sem þykir manna fróð- astur um eignarrétt á landi. Sagði hann að til að finna út hver ætti Tjörnina þyrfti að skoða öll afsöl, kaupsamn- inga og heimildir um hvernig lönd hafa gengið á milli manna þarna I nágrenninu. Sjálfsagt væri heimikið lög- fræðilegt álitaefni að feta sig í gegnum það. „Hvort að Reykjavikurborg eða einhver annar á þetta, er engin leið að svara nema gera á þvi ná- kvæma rannsókn," sagði Jón Steinar. Reiknaði hann með að þurfa að taka sér vikufrí frá öðrum störfum til að svara spurningunni. LOGFRÆÐIUTTEKT A SKYLDUM BORGARINNAR Bjarni P. Magnússon vill aö skyldur borgarinnar og valdsvið gagnvart einstaklingum verdi rannsakaöar. Ýmis lög full af verndarákvæðum, en mörkin mjög óljós Á hraðferð heim úr skólanum. Þeim liggur á þessum ungu mönnum, sem vonlegt er i svona veðri. Og hvaðan þeir eru að koma, fer vist ekki milli mála heldur. A—mynd: Róbert. Jafnréttisráð g KONUR VALDAMINNII LAUNÞEGASAMTÖKUM Bjarni P. Magnússon flutti tillögu á fundi borgarráðs, er miði að því að fá úrskorið ..AGALEGA LEKKERT" Orðin agalegt, gasalegt, lekkert og kósí virðast vera notuð meira af konum heldur en körlum. Karlmenn nota hinsvegar frekar orð eins og „múraður“ og „röff“. Þetta ásamt fleiru kemur fram í rit- gerð Steinunnar Stefánsdótt- ur, „Um mun á orðavali kvenna og karla“ sem er birt i stúdentabiaðinu Mími. „Breskarog bandariskar framburðarrannsóknir hafa leitt í Ijós að konur tala meira fágað mál helduren karlar.“ Fæstar konur myndu því tala um að einhver væri „blek- aður“. I ritgerð Steinunnar kemur fram að það sé stór munur á orðanotkun á milli aldurs- hópa. Eldra fólkið virðist til- einka sér slangur þeirra yngra en þaö viðheldur ekki slangri foreldra sinna. „Kósí, æðislegt, glatað og meiri- háttar“ eru þau orð sem yngra fólkið notar mikið oftar heldur en eldra fólkið. Þar á móti notar eldri kynslóðin frekar orð eins og „ódann- aður, glimrandi, raffinerað" o.fl. Ef rannsakaður er munur á notkun litaorða hjá fólki eftir kyni og aldri virðast konur nota nákvæmari litaheiti en karlar. Konurnar nota litar- heiti sem vísa til matar t.d. sítrónugult og karrýgult en karlar segja þá frekar gul- brúnt eða grængult. Eins segja karlar frekar bleikt og beinhvítt þegar konur kalla litinn húðlit eða drappað. Lit- ir sem konur kalla t.d. leir- rautt, fær hins vegar heitið rústrautt eða „kúkabrúnt" hjá karlmönnum. hverjar skyldur borgarinnar séu gagnvart borgurunum og hvert valdssvið borgarinnar sé. Að sögn Bjarna eru skilin mjög óljós. Nefnir hann dæmi um mál sem átti að samþykkja, en var síðan neit- að vegna þess að í Ijós kom að borgin hefði átt annars yfir höfði sér skaðabótamái. Á fundi borgarráðs s.l. þriðjudag flutti Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi Al- þýðuflokks tillögu þess efnis að borgarráð samþykkti að leita álits tveggja lögfræð- inga, þó ekki borgarstarfs- manna, á skyldum borgarinn- ar gagnvart borgurunum, þeg- ar gerðar væru breytingar á nánasta umhverfi (Deirra. ALÞÝÐUBLAÐIÐ innti Bjarna eftir tilurð þessarar tillögu. Að áliti Bjarna úir og grúir I skipulagslögum, bygginga- lögum og í náttúruverndar- lögum af ákvæðum sem gera ráð fyrir að tekið sé tilliti til eignar-, umgengis- og al- mennsréttar einstaklingsins. Þetta væri bersýnilega sett í lögin til að vernda einstakl- inginn gagnvart heildinni og einnig gagnvart yfirvöldum. „Tillaga mín gengur út á það að tveir lögfræðingar verði fengnir til aö semja álitsgerð um hvað hugsan- lega kunni aö koma upp á, þegar gerðar eru breytingar á umhverfinu og hvernig yfir- völdum beri að hegða sér sbr. ágreininginn um grennd- arkynninguna vegna Tjarnar- innar og Túngötu 12.“ Að sögn Bjarna vefst ekkert fyrir honum að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi aldrei ætlað aó láta grenndarkynn- ingu fara fram á Túngötunni, en formaður bygginganefndar hafi tjáð sér sem svar við fyr- irspurn sinni að kynningin muni fara fram. „Ég er viss um að það kæmi ýmislegt í Ijós sem sýnir að réttur einstaklings- ins er miklu meiri en við höldum. Ég er hvorki að þessu til að kvelja yfirvöld, né afsala mér völdum, heldur til að fá skýrt fram hvert sé valdsvið sveitastjórna. Auð- vitað ber sveitastjórnamönn- um að fara að lögum.“ Nefndi Bjarni nýlegt dæmi um er menntamálaráðuneytið ætlaði að kaupa einbýlishús í Stigahlíð undir dagskóla fyrir fötluð börn þar sem kenna átti þeim að umgangast um- ferðina. Þegar afgreiða átti málið í borgarráði komu í Ijós efasemdir um lögmæti breyt- ingarinnar hjá borgarritara vegna mótmæla frá nágranna hússins. Eftir að málið var kannað nánar kom á daginn að eng- inn vafi léki á því, að ef borg- arráð hefði samþykkt breytta notkun hússins, hefðu ná- grannarnir getað fariö í skaðabótamál við borgina. „Það þurfti því að neita þessu ágæta erindi, þótt ein- hugur og mikill velvilji væri fyrir því aö samþykkja breyt- inguna.“ Taldi Bjarni að þetta sýndi að það þurfi að fá skýrt úr því skorið hverjar skyldur borgar- innar séu og hvert valdsviðið sé. Konur eiga minni þátt í stjórnum, nefndum og ráðum heildarsamtaka launafólks, en efni standa til miðað við kynjahlutföll í aðildarfélögum þessara samtaka. í stjórnun félaganna sjáifra er ástandið hins vegar mun betra. Jafnréttisráð hefur nýverið kannað þetta mál og niður- stöðurnar voru birtar i gær. Um heildarsamtökin þrjú, ASI, BSRB og BHM gildir að hlutur kvenna í stjórnum að- ildarfélagnna er [ nokkuð góðu samræmi við hlutfall kvenna i félögunum, en þeg- ar ofar dregur í valdastig- anum. Sem dæmi má taka Al- þýðusamband íslands en konur eru tæpur helmingur . félagsmanna í sambandinu. í sambandsstjórn ASÍ eru kon- ur hins vegar aðeins rífur fjórðungur fulltrúa, þriðj- ungur miöstjórnar eru konur og rifur fjórðungur samninga- nefndar á síðasta ári voru konur. Könnun jafnréttisráðs átti einnig að ná til Vinnuveit- endasambandsins, en aðild aö þvi eiga fyrirtæki en ekki einstaklingar og því óhægara um vik að framkvæma sam- jöfnuð af þessu tagi. I niður- stöðunum kemur þó fram að frá miðju ári 1985 sat engin kona í sambandsstjórn né framkvæmdastjórh VSÍ.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.