Alþýðublaðið - 07.11.1987, Side 7
Laugardagur 7. nóvember 1987
7
Það kom ekkert annað til
greina."
En, ef þú hefðir lent í öðru
sæti?
„Þá væri ég hættur. Ef
menn eru með jafnmikil um-
svif og ég er ekki um annað
að ræða en að vera fremst-
ur.“
í dag ertu vinsæll
Ólafur Laufdal er fæddur I
Vestmannaeyjum lýðveldis-
árið. Foreldrar hans ólu
manninn ( Austur-Eyjafjalla-
hreppi, en fluttust til Eyja, af
þvl að það „var ekki allt of
mikið að bíta og brenna I
sveitinni," eins og Ólafur
segir.
Guðlaug Guðbrandsdóttir
og Jón Ólafsson fluttust til
Reykjavíkur, þegar Ólafur
Laufdal sonur þeirra var 11
ára. Hann er næstelsturö
systkina.
„Ég er kannski fæddur inn
I það starf sem ég sinni i
dag. Byrjaði sem pikkolló á
Hótel Borg þegar ég var 12
ára og fór að læra aö verða
þjónn 15 ára. Það ár var ég
llka kokkur á síldarbát meö
einn og kvart hlut."
Vildirðu alitaf vera fremst-
ur?
„Nei, ekki held ég það, en
ég var alltaf söluhæstur,
hvort sem þaö var I blaðasölu
eða i þjóninum.
Þv( er ekki að neita að
þetta virðist heppnast hjá
mér. Fyrir þremur árum vildi
t.d. ekki nokkur maður koma
inn á Hótel Borg. Ég tók
hótelið á leigu og eyddi ein-
hverjum tugum milljóna I
breytingar. Nú verðurðu helst
að fara I biðröð til þess að
komast ( hádegismat eða
kaffi á Borginni.1'
Er þessi hæfni i fingrunum
á þér?
„Ég hef fært starfsfólk,
sem ég ræði við á hverjum
degi. Starfsemin gengi alls
ekki, ef ég hefði ekki svona
gott fólk. Og ég er með á
fimmta hundrað starfsmenn."
Fylgistu með öllum allan
daginn?
„Eins vel og hægt er. Ég
funda t.d. reglulega með
framkvæmdastjórum allra
deilda. Svona verður þetta að
vera. Þetta er þannig bissn-
ess. í dag ertu vinsæll — á
morgun ertu kannski búinn...
Ef eitt dæmi gengur ekki upp
verðurðu aö finna upp á
nýju."
Óttastu að það geti komið
upp hjá þér?
„Ekki f dag. Ég er oröinn
svo stór að það gerist ekki.
Ég er að byggja stærsta sam-
komusal (landinu og á þann
stærsta fyrir."
Af Bítlakynslóðinni
Fyrir 6 árum opnaði Ólafur
Broadway, breiðvang mikinn
neðst I Breiðholti. Olafur
segir að margir hafi spáö sér
falli þá. En hann sneri á allt
og alla, og fór að flytja inn
skemmtikrafta úr útlöndum,
sem aðeins höfðu sést hér
stöku sinnum áður — einu
sinni eða tvisvar á ári.
Ólafur telur upþ röð af
stórstirnum fyrir mig. Það er
augljóst að gamla bltlatlma-
bilið er endurvakið.
„Ég er af Bltlakynslóðinni.
Ég var búinn að sjá fyrir mér
1 hillingum að ef til vill gæti
þetta gerst á íslandi, að
þessir skemmtikraftar gætu
komið hingaö. Og með Hótel
íslandi sem ég er aö reisa
get ég tekiö á móti enn
stærri sýningum að utan en
áður. Það var bylting meö
komu þessara skemmtikrafta
til íslands. Það verður enn
ein byltingin þegar ég opna
ísland."
Ólafur trúir þvl að með
Hótel íslandi verði hægt að
halda samkomur hér á landi
sem hafi fram að þessu veriö
taldar óhugsandi. Ekki slst
eigi þetta við útlendinga sem
séu þegar farnir að renna
hýru auga til íslands með
stórar ráðstefnur.
Ég spuröi hann hvort það
væri ekki þó um mettun að
ræða fyrir:
„Jú, þaó má að vísu segja
það. Við erum aö baka sömu
kökuna eins og fjölmiðlarnir
gera I dag, en ég hef trú á því
að við eigum eftir að skapa
enn meiri gjaldeyri en við
gerum I dag I veitingahúsa-
og hótelrekstri. Ég er llka I
þessu vegna spennunnar.
Það eru ekki einungis pen-
ingar sem eru I boði. Ég hef
t.d. ekkert við það að gera að
bæta húsum á mig. Afkoman
er engu betri en með einu
húsi. En þetta er mitt fag. Ef
þú vilt ná meiri árangri I
starfi, þá geturöu stækkað
viö þig og náð meiri völdum."
Ólafur segir aö margir vinir
úr Glaumbænum gamla séu
með honum I dag. Hann hafi
skemmt sér með þeim á
árum áður. Nú séu þessir
sömu menn I vinnu hjá
honum. Ólafur nefnir meðal
annarra af Glaumbæjartlman-
um Gunnar Þórðarson og
Rúnar Júllusson. „Það er
afturhvarf I dag,“ segir
Ólafur. „Ungt fólk hallar sér
ekki að pönkinu lengurog
diskóið er úr tisku. Útvarps-
stöðvarnar hér heima og er-
lendis leika gömlu Bltlalög-
in.“
Ef ekki.... verðurðu
undir
Hvað er mest virði í dag?
„Frelsið er gott — svo
langt sem þaö nær. En það
er orðið of mikið. Það er
komiö út I talsvert miklavit-
leysu."
Hvað áttu við?
„Það er t.d. allt of mikið
byggt I landinu. Og ég tek
þátt I þvl. Annars verður mað-
ur undir I baráttunni. Blla-
innflutningurinn og allar
þessar verslanir sem rlsa eru
endaleysa. Menn kroppa aug-
un hver úr öðrum með þessu
háttalagi. Ég er hér enginn
eftirbátur, en ef þú tekur ekki
þátt I þessum darraðadansi
ertu undir.
Þetta er stjórnleysi. Ég er
t.d. á móti þessum hömlu-
lausa innflutningi. Frekarvil
ég að íslenskur iðnaður sé
styrktur. Mér finnst þaö t.d.
agalegt að allar saumastofur
séu að fara á hausinn og
sömuleyðis húsgagnafram-
leiðsla."
Þú vilt hömlur...
„Það eru allt of margir að
fást viö lltið. Ég get tekið
dæmi:
Ég er að byggja stórt hótel.
Á hverjum degi hafa tugir
manna samband við mig.
Þettaeru óllklegustu menn,
sem hafa afkomu át þvi áð
flytja inn skrúfur eða eitt-
hvert sérhæft dót. Allirvilja
vera sjálfs slns herrar, en ég
held að það sé allt of stór
hluti þjóöarinnar sem er kom-
inn út I verslun og viðskipti."
En hvernig getur þetta
gengið upp?
„Stundum finnst manni
ótrúlegt hvaðan allir þessir
peningar koma. Krökkum eru
t.d. I dag gefnar utanlands-
feröir til þess að fara á mála-
skóla. Hverjum hefði dottiö
sllkt I hug áöur. Þá varð
maöur að sjá fyrir sér sjálf-
ur.“
Er þessi lausung andstæð
þinni þjóðfélagsmynd...?
„Auövitað vill maður frelsi,
en ég held að þetta sé komiö
á vitlaust spor. Sjáðu frelsið
sem varð til þess að við höf-
um bllasölur yfirfullar af verö-
lausum bllum."
Þú vilt skorður en ekki
taumlaust frelsi. Viltu ekki
beita þér pólitískt tii þess aö
hafa áhrif?
„Ég er ekki I pólitlk, og_
ætla mér ekki út I hana. Ég á
fullt I fangi með minn fyrir-
Ólafur Laufdal: „Ég bý i góðu
húsi, á góða konu og fjölskyldu.
Ég er hamingjusamur. Það er
mér nóg.“
Myndin er af Haukanesi 10,
heimili Ólafs Laufdals og fjöl-
skyldu, 540 fermetra einbýlis-
húsi.
Ólafur Laufdal hugsar ekki
smátt, þegar veitingahús eru
annars vegar.
Hér rís Hótel ísland, hótel með
120 herbergjum og víðáttumikl-
um sölum, sem rúma> 2500
manns i einu.
„Það verður enn ein byltingin,
þegar ég opna ísland,“ segir
Ólafur
Hótel Borg.
„Ég tók hótelið á leigu og eyddi
einhverjum tugum milljóna í
breytingar," segir Olafur Laufdal.
Viðtal:
Þorlákur Helgason
Það fer fremur litið fyrir Stjörn-
unni, útvarpinu sem Ólafur er
með i bara til þess að styðja við
bakið á vinum sinum.