Alþýðublaðið - 07.11.1987, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 07.11.1987, Qupperneq 9
9 Laugardagur 7. nóvember 1987 SKOTMA RKIÐ Viðtal: Kristján Þorvaldsson Sigfinnur Karlsson formaður Alþýðusambands Austurlands: ÓLAFUR DREPUR ALÞÝDURANDALAGID Sigfinnur Karlsson í Neskaupsstað hefur um áratugaskeið leitt verkalýðsbaráttu í Austurlandsfjórðungi. Hann hefur verið andlit sinna manna út á við og fram að þessu hefur enginn ógnað veldi hans. A aðalfundi Verkamannasambandsins, sem lauk á Akureyri um síðustu helgi, mátti hins vegar sjá veikleikamerki. Karlinn gaf ekki lengur kost á sér til trúnaðarstarfa inn- an VMSÍ og sagði að þeir vildu sig ekki lengur fyrir austan. — A þingi Verkamanna- sambandsins gafst þú ekki lengur kost á þér í stjórn og framkvæmdastjórn. Björn Grétar Sveinsson formaður Jökuls á Höfn og flokksbróð- ir þinn tók þitt sæti. — Þú sagðir siðan í blaðaviðtali að þeir vildu þig ekki lengur þarna fyrir austan. Er það svo? „Þegar ég fór í pontu og tilkynnti, að ég myndi ekki gefa kost á mér hvorki í stjórn eða framkvæmda- stjórn, þávissi ég ekki annað en þetta væri ósk frá for- mönnum félaganna á Austur- landi. Síðan kom I Ijós þegar menn fóru að grafast fyrir um þetta, að þetta var bara kom- iö frá einum manni sem tal- aði við mig. Eftir því sem hann segir, þegar ég talaöi við hann slðar, hafi ég mis- skilið þetta. Formenn félag- anna hérna á Austurlandi hafa talað við mig eftir að þetta skeði. Þeir segja að aldrei hafi verið minnst einu orði á þetta við þá, enda seg- ir maðurinn sem oröaði það við mig að ég ætti að hætta, að þetta hefði komið frá hans eigin brjósti." — Var þetta arftaki þinn, Björn Grétar? „Þetta var Hrafnkell. Björn Grétartalaði aldrei um þetta viö mig.“ — Er þetta valdabarátta? „Ég vil ekkert segja um það. Ef þetta hefði ekki kom- ið upp á hygg ég að ég myndi hafa setið eitt kjörtlmabil í viðbót. Þegar ég var búinn að tilkynna fundarheim þessa ákvörðun, þá kom fjöldi manns til mín og báðu mig um að taka þetta til baka. Fulltrúarnir frá Keflavlk sóttu það t. d. fast, að ég hætti ekki og eins margir aðrir sem ekki voru tengdir Austurlandi. Mér var llka sagt það, aö for- maður Fram áSeyöisfírði hafi verið mjög óhress með þetta. Hins vegar er þetta búið og gjört og ég er sáttur við þetta. Eg vona bara að eftir- maður minn standi sig, þvi það fara ekki allir I fötin mín með það sem ég er búinn að afreka I gegnum tímann. Þetta er búið að vera mitt lífsstarf frá því ég var 26 ára gamall og stanslaust hef ég verið I þessu síðan 1943. — Það hlýtur að vera hörku innbyrðis barátta þarna hjá ykkur í Alþýðusam- bandi Austurlands? „Nei. Ég myndi ekki segja það, enda mun ég reyna stýra því að það komi ekki upp. Ef menn vilja að ég vlki úr ein- hverju, þá mun ég frekar velja það, helduren láta menn ber- ast hér á banaspjótum um hver eigi að taka við.“ — Nú hefur verið sagt að sambandið hafi í gegnum tíð- ina staðið vel saman fyrst og fremst vegna þín. Er þetta ekki að breytast og sjá menn ekki fram á það að samband- ið muni sligast á næstunni? „Nei. Ég hef ekki neina trú á þvl. Það er meiningin hjá mér sjálfum að hætta á aðal- fundinum á næsta ári, sem verður sennilega I september. Það er ekki þar með sagt að ég sé búinn að láta allt úr höndunum þó að annar taki við. Ég get vel hugsaö mér að vinna með næsta formanni og koma honum inn I mín störf. Það gengur enginn inn I sætið mitt án þess að hafa nokkra reynslu af því áður, því þetta er mikiö starf. Eg hef oft lagt nótt viö dag og ekki sett það fyrir mig að vinna um helgar. Ég var t. d. heima næstslðasta sunnu- dag. Þá sagði konan að það væri fyrsti sunnudagur síðan um áramót sem ég væri heima." — Er gamla Norðfjarðar- veldiö að falla? „Nei. Ég hef ekki trú á þvl. Það hlýtur að koma etn.hver annar sem getur borið höfuö og herðar yfir aðra hérna, þó að ég hætti." — AlþýðubaruiaAagið Wrð- ist vera að missa tökm fyrir austan. Að sama skapi er „Norðfjarðarveldið" ekki það sama og áður. Eruð þið ekki að missa tökín? „Já, Alþýöubandalagiö er búið að missa forystuna hérna á Austurlandi. Ef held- ur fram sem horfir þá missir það einnig forystuna I Nes- kaup.stað, þá missa þeir meirihlutann I næstu kosn- ingum. Það er auövitað ósk- andi að það yrði ekki. — Ég er Alþýöubandalagsmaður, en ég er hundóánægður með þá.“ — Hvers vegna? „Það er þessi valdabarátta I flokknum sem er að keyra allt I kaf. Það eru vissir hópar sem stefna að þvl að eyöi- leggja flokkinn, að mlnu mati.“ — Hvaða hópar eru það? „Þeir taka það til sín sem eiga þetta. Það vita allir hvað ég á við.“ — En hvað finnst þér um forystuna á Austurlandi. Menn segja þetta ekki vera jafn glæsilega menn og hér áður? „Það fer enginn íslending- ur I föt Lúðvlks Jósepssonar. Það er ekki fættdur sá l’slend- ingur ennþá getur tekið við af honuíh" — En* sam&k]ptavan4afnál m«ti verkafýéshreyfmgar á landsbyggðinni og í Reykja- vtk? „Það hefur alltaf verið svo- Iftill kurr á milli. Með samflot- unum seinni árin hafa félögin þurft að koma sér saman um ýmsa hluti og færst nær hvort öðru. Hér áður fyrr streittist hver á móti öðrum. Ég gæti trúað þvl, aö stefni I þennan gamla kurr aftur. Það yrði vofveiflegt fyrir verka- lýðshreyfinguna ef sú stefna kæmi upp og þarf að vinna gegn henni af öllu afli. — Sameinaöir stöndum við og sundraöir föllum, stendur einhvers staðar í góðri bók. Ég held mig við það.“ — Á formannafundi Verka- mannasambandsins í haust gengu formenn 11 verkalýðs- félaga út, þegar greidd voru atkvæði um kröfugerð. Meiri- hluti þessa hóps voru félagar þínir, Austfirðingar. Hvað finnst þér um þá ákvörðun? „Ég var ekki sáttur við það. Ég hafði borið fram tillögur til málamiðlunar I kröfugerð- arnefndinni og vissi ekki bet- ur en þeir sem voru óánægð- ir væru búnir að sætta sig við hana. Svo kom annað á daginn. Björn Grétar hafði veriö með athugasemdir, greidcti atkvæði með þessu en gerði sem sagt athuga- semdíf vtð I hvaða ftokk við- komandi hópar rööuðust. Það kom bara ekki nðgu skýrt fram hjá honum. Eg áttaði mig t. d. ekki á þvl fyrr en eft- „Eg hef alltaf verið á móti Ólafi. Ég sagði reyndar strax þegar hann gekk úr Möðru vallarhreyf- ingunni, vegna ágreinings við Ólaf heitinn Jóhannesson, að hann myndi drepa Alþýðubanda- lagið. Og það er að koma fram. “ ir fundinn að hann hefði ver- ið með athugasemdir um að fiskvinnslufólkið yrði I efsta þrepinu. En hann greiddi at- kvæði með þessari tillögu minni og Sigurður Ingólfsson llka.“ — Þessi viöbrögð hafa þá komið þér á óvart? „Já. Það kom mér á óvart þegar þeir snerust allir svona hatrammlega gegn þessu. Ég átti þessa tillögu og hefði ekki getað gengið út af fundi með þeim. Þeir hefðu raunar verið farnir heföi ég ekki reynt að afstýra því áður.“ — Hvernig líkar þér við Ásmund Stefánsson? „Við Ásmundur erum miklir vinir og ég held mikið upp á hann. Eg veit að hann á eftir að verða mikil stjarna á ís- landi og segi ekkert meira um það:“ — Hefur verið unnið gegn þér í Alþýðubandalaginu? „Já, já. vissir hópar hafa unnið linnulaust gegn mér slðan þetta fræga Bjarnfríð- armát kom upp. Þjóðviljinn gerði þaö til dæmis mjög skarpt og ég hætti að kaupa Þjóðviljann og hef ekki gert það siðan." — Hljópstu á þig? „Nei. Þetta var allt á mis- skilningi byggt. Hún mis- skildi þetta sjálf og síðan stöppuðu aörirstálinu í hana til að láta hana misskilja það.“ — Það er verið að kjósa formann í Alþýðubandalag- inu, hvernig lýst þér á Ólaf Ragnar? „Ég hef alltaf verið á móti Ólafi. Ég sagði reyndar strax þegar hann gekk úr Mööru- vallarhreyfingunni, vegna ágreinings við Ólaf heitinn Jóhannesson, að hann myndi drepa Alþýöubandalagiö. Og það er að koma frarn." —r Hvernig lýst þér á hfnn framb^óðandann, Sigriði? „fMér lýst nokkúð vel á hana og hefði gefið henni mitt atkvæði hefði ég verið kosinn á þetta þing.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.