Alþýðublaðið - 07.11.1987, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 07.11.1987, Qupperneq 14
14 Októberbyltingin 70 ára: Laugardagur 7. nóvember 1987 MEIRI SÓSÍALISMA — segir Igor N. Krasavin, sendiherra Sovétríkjanna á íslandi ' / dag eru 70 ár liðin frá Októberbyltingunni í Rússlandi. Alþýðublaðið rœddi við sendi- herra Sovétríkjanna, Igor N. Krasavin í til- efni dagsins um þróunina í Sovétríkjunum á undanförnum 7 áratugum, fallna leiðtoga, Stalínisma, perestrojku og glasnost, stefnur og áherslur í innanríkis- og utanríkispólitík landsins fyrr og nú, öryggismál og mögu- leika á varanlegum friði í heiminum. „Eðli sósialísks lýðræðis, þ. e. þjóðarvalds, er fólgið í því að skapa að- stæður fyrir virka og sanna aöild alls verkafólks og samtaka þeirra .. “ Októberbyltingin heldur áfram Nú — 70 árum eftir bylt- ingu Lenins og félaga — eru Sovétrikin að taka miklum stakkaskiptum í umbreyting- um, sem nefndar hafa verið perestrojka og glasnost. Er flokksforystan í Sovétríkjun- um að lýsa því yfir að upp- runanlegar hugmyndir bylt- ingarinnar hafi verið rangar? „Þvert á móti — þær breyt- ingar, sem eiga sér stað inn- an endurskipulagningarinnar í þjóðlífi okkar eru fyllilega í samræmi við markmið Októ- berbyltingarinnar. Hinn mannúðlegu sjónarmið sem fólu í sér frelsun mannsins undan arðráni, hungri, eymd, fáfræði, undan hörmungum og niðurlægingu heims- styrjaldarinnar og hugsjónir félagslegs réttlætis leiddu verkamenn, bændur og her- menn í áhlaup Októberbylt- ingarinnar. Hvað eðli varðar og mannúð er núverandi stefna runnin upp úr jarðvegi hinna marx-lenínísku kenn- inga og er ekki bara fram- hald, heldur þróun meginhug- mynda byltingarinnar í októ- ber.1917. „í sögunni er ekki að finna byltingar, sem var að sigri loknum hægt að setja í vas- ann og lifa sfðan á frægð- inni,“ skrifarV.I. Lenfn. Hvers vegna má sósíalismi, sem ætlað er að framkvæma efna- hagslegar og andlegar um- breytingar í þjóðfélaginu enn beturen hinu kapftalíska kerfi, ekki að fara nokkrum sinnum gegnum byltingar- kenndar umbreytingar til þess að framkalla allan styrk sinn og kristallast svo að lok- um sem nýtt þjóðfélagslegt og efnahagslegt fyrirkomu- lag. Hin sögulega reynsla hefur sýnt og sannað, að hið sósí- alíska þjóðfélag er ekki tryggt fyrir stöðnunartilhneig- ingu og jafnvel ekki fyrir al- varlegri kreppu á sviði félags- mála og stjórnmála. En til þess að komast út úr kreppu og ástandi, sem boðar kreppu, er nauðsynlegt að gera byltingarkenndar ráð- stafanir. Það er það sem við köllum núna „perestrojku" og „glasnost." Aðalatriðið er að sóslalisminn getur fram- kvæmt byltingarkenndar um- breytingar, þar sem hann er I örri þróun I eðli sínu. í þessu samþandi er táknrænt að ávarp M.S. Gorbachjovs, aðal- ritara miðstjórnar KFS, sem hann flutti nýlega á hátíða- fundi I Kreml I tilefni af bylt- ingarafmælinu, bar yfirskrift- ina: „Októberbyltingin og endurskipulagningin: Bylting- in heldur áfram.““ Úrslitaorð verkafólksins — Hvaða kerfisbreytingar eru mestar fyrirhugaðar í Sovétrikjunum og hverjar munu hafa mest áhrif á líf al- mennings í átt til hins betra? „Efnahagslífið verður auð- vitað það, sem við leggjum mesta áherslu á. En jafnframt erum við að reyna að breyta siðferðislegu og sáirænu ástandi í þjóðfélaginu, þar sem við höfum gert okkur grein fyrir því aö nú er ekki hægt að komast af án þess að umfangsmikil breyting eigi sér stað á sviði hugsun- arháttar og sálfræði, á sviði skipulagningar, stíl og að- ferða í starfi alls staðar — bæði í flokknum og í ríkis- kerfinu og hjá þeim, sem um stjórnartaumana halda. Við erum komnir að þeirri niðurstöðu, að án þess að virkja hinn mannlega þátt, þ.e. án þess að taka tillit til hins mannlega þáttar, án þess að hafa í huga hina fjöl- þættu hagsmuni fólksins, vinnukollektíva, almennings- samtaka, hinna ýmsu þjóðfé- lagshópa, án þess að styðj- ast við þessa aðila, án þess að fá þá með í virkt starf, er óhugsandi að leysa eitt ein- asta vandamál, óhugsandi að breyta ástandinu í landinu. Einmitt í þessu er fólgið eðli lýðræöisþróunar i Sovét- ríkjunum. Hið sósíalíska lýð- ræði hlýtur fyrst og fremst að einkennast af því að það tryggir úrslitaorð verkafólks- ins. Það að fá fólkið með í alla þróun í lífi okkar er kjarni alls þess sem við gerum. Við viljum, að verkafólkinu finnist það vera sannir húsbændur í fyrirtæki sínu: að það kjósi sér yfirmenn og að þeir leysi málefni er varða áætlana- gerð, móti framtíðarþróunina, taki þátt í skiptingu hagnað- arins og leysi félagsleg vandamál. I stuttu máli sagt — meiri sósíalismi þýðir meira lýðræði, eins og M.S. Gorbachjov er sífellt að leggja áherslu á. Þá verður allt þjóðfélagið „umsteypt" i katli endurskipulagningarinn- ar og þá fyrst og fremst mað- urinn sjálfur. Þá verður um að ræða endurnýjað þjóðfélag." Glasnost er ekki tilraun — En hve miklar breyting- ar þolir hið kommúníska kerfi? Er ekki hætt við að glasnost-tilraunin fari úr böndunum og verði einskon- ar innri gagnbylting? „í þessari spurningu gang- ið þér líklega út frá þeim hugleiðingum, sem eru út- breiddar á Vesturlöndum, að sósíalisminn „sé að ganga sértil húðar“ og leiði þjóðfé- lagið inn í blindgötu. Hin gagnrýna skilgreining okkar á því ástandi, sem skapaðist í Sovétrikjunum í lok áttunda áratugárins og í upphafi þess níunda, er stundum túlkuð í þessum anda. Og samkvæmt rökfræði þeirra er aðeins ein útgönguleió: Að fá að láni hinar kapítalísku aðferðir í rekstri þjóðarbúskaparins og almenningssamtaka, að láta sig „reka“ í átt til kapítal- isma. Þetta er mikil villa (sem vissir aðilar reyna að telja al- menningi í heiminum trú um í ýmsum myndum og það ekki í fyrsta skipti). Hér getur ekki verið um tvenns konar sjónarmið að ræða: Allar um- breytinar okkar erum við að framkvæma i samræmi við hið sósíalíska val, flokkur okkar og þjóð leitar svara við þeim spurningum, sem lífið spyr, innan ramma sósíalism- ans, en ekki utan hans. Við mælum öll okkar mistök og villur á sósíalískan mæli- kvarða. Sá, sem elur með sér vonir um að við munum hvika út af hinni sósíalísku leið, á eftir að verða fyrir beiskum vonbrigðum. Allar okkar áætlanir á sviði endurskipu- lagningarinnar, bæði í heild og einstakir þættir hennar, byggjast eingöngu á regl- unni. Meiri sósíalisma. M.S. „Auðvitaö hefur persónuleiki hvers og eins leiðtoga okkar sem var lifandi maður eins og við, sett sinn svip á stefnuna," segir sendi- herra Sovétríkjanna á íslandi við Alþýðublaðið. Gorbachjov kallaöi endur- skipulagninguna leið til „nýs lífsanda“ sósíalismans í há- tíðarræðu sinni. Einmitt vegna þess eiga sér stað í landi mínu, í þjóð- félaginu róttækar umbreyt- ingar. T.d. verður nú kjörið í stöður yfirmanna í fyrirtækj- um og stofnunum; fleiri en einn aðili verður í framboði til Ráðanna; stofnuð verða fyrirtæki, sem erlendir aðilar eiga hlut í; verksmiðjur, fram- leiðslufyrirtæki, samyrkjubú og ríkisbú eiga að standa undir sér; aflétt er takmörk- unum á undirfyrirtækjum, sem sjá móðurfyrirtækjunum fyrir landbúnaðarafurðum; starfsemi samvinnufyrirtækja verður efld; hvatt verður til einkarekstrar i smærri fram- leiðslu og verslun; fyrirtækj- um og verksmiðjum, sem ekki standa undir sér, verður lokað, svo og visindastofnun- um og æðri menntastofnun- um, sem ekki sýna árangur ( starfi. Blöðin eiga að starfa betur, þrengja sér inn á öll svið þjóðfélagsins, fjalla um málefni, sem áður voru „bannefni." Allt er þetta eðli- legt og nauðsynlegt, þó að þetta gerist ekki án erfiðleika — bæði hjá almenningsálit- inu og innan flokksins. Hvað viðkemur glasnost, er ekki um að ræða tilraun. Hér er um að ræða þátt, sem ekki verður skilinn frá þróun aukins lýðræðis. Við erum ekki hræddir við að þeir, sem ekki likar endurskipulagning- in í landi okkar, geti fært sér verkfæri glasnost í nyt. Glas- nost kemur fyrst og fremst við þá, sem eru vanir að vinna upp á gamla mátann. Við höfum ekki pólitíska stjórnarandstöðu sem slíka og þess vegna er engin hætta á gagnbyltingu. En þetta þýðir ekki að ekki þurfi að berjast gegn þeim, sem ekki sætta sig við endur- skipulagninguna af ýmsum ástæðum. Aðalatriðið er fólg- ið i því að sú stefna, sem flokkurinn er að framkvæma treystir á sjálfstætt og skap- andi starf fjöldans, á stuðn- ing þess. Um þetta vitnar stöðugur straumur bréfa, Sem daglega berast stofnun- um flokksins og til ráðanna, til ritstjórna dagblaða og tímarita, skoðanakannanir, sem æ oftar eru gerðar í landi okkar.“ Ekki skipanir að ofan — í 70 ára sögu byltingar- innar i Sovétrikjunum hefur stjórn landsins og túlkun hinnar kommúnisku stefnu einkennst mjög af leiðtogum þjóðarinnar. Þannig hefur hin opinbera stefna tekið miklum breytingum undir stjórn Leníns, Stalíns, Krúsjovs, Brénevs, Andropovs og nú Gorbachjovs. Er hinn sovéski kommúnismi í raun og veru einræðisvald? „Ég held að eftirfarandi orð V.I. Leníns séu í beinum tengslum við þessa spurn- ingu. „Sósíalisminn verður ekki skapaður með skipun að ofan. Lifandi og skapandi sósíalismi er verk fjöldans sjálfs.“ Eðli sósíalísks lýð- ræðis, þ.e. þjóðarvalds, er fólgið í þvi að skapa aðstæð- ur fyrir virka og sanna aðild - alls verkafólks og samtaka þeirra að lausn allra mikil- vægra mála, er varða rikið og þjóðfélagið. En það væri barnalegt að halda að stíll og aðferðir ráðamanna í landinu og afstaða í skilgreiningu og lausn vandamála hefði ekkert breyst i 70 ára sögu ríkis okk- ar. Þetta er háð bæði hlut- lægum og huglægum ástæð- um. Fyrir hin ýmsu tímabil i þróun Sovétríkjanna eru ein- kennandi sérstakir þættir, sem ekki eru aðeins tengdir hinu raunverulega ástandi, heldureinnig sjónarmiðum og persónuleika þeirra manna, sem fóru í farar- broddi flokksins og rikisins. Það er sennilega þetta, sem þér kallið breytingu á hinni opinberu stefnu. Uppbygging sósialisma átti sér ekkert fordæmi og krafðist þess að sífellt væri verið að leita nýrra lausna. Sú sköpun nýs lífs, sem V.l. Lenín hóf, færði okkur margt, sem áður hafði ekki verið til. Tímabilið eftir að Lenín lætur af störfum, þ.e. þriðji og fjórði áratugurinn, skipa sérstakt sæti í sovéskri sögu. Þetta voru ár þar sem mikið var afrekað, svo mikið að það var á mörkum mann- legra möguleika. Iðnvæðing- in, samyrkjubúskapurinn, menningarbyltingin, fjölþjóða ríki var fest í sessi, Sovétríkin öðluðust stöðu á alþjóðavett- vangi, ný form í stjórnun efnahagslífsins — allt þetta hafði miklar afleiðingar. Auk þess varð til á þessu tímabili, stjórn- og fyrirskipanakerfi forystu flokks og ríkis, skrif- ræði festist í sessi, en Lenin hafði varað við hættunni á því. Allt þetta varð til þess að farið var að dýrka persónu J.V. Stalíns, farið var að brjóta lög og gerræði fjórða áratug- arins átti sér stað. Árás hins fasíska Þýska- lands á okkur, varð erfið raun fyrir hina sósíalísku skipan okkar. Við stóðumst þessa eldraun. Við endurreistum þjóðarbúskapinn, sem styrj- öldin hafði lagt í rúst og náð- um langt einkum á sviði efnahags, vísinda og tækni,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.