Alþýðublaðið - 07.11.1987, Page 18

Alþýðublaðið - 07.11.1987, Page 18
18 Laugardagur 7. nóvember 1987 VERÐLA UNAKROSSGÁTA NR. 3 Stafirnir 1—16 mynda málshátt. Sendiö lausnir á Alþýðu- blaöiö, Ármúla 38, 108 Reykjavik, merkt VERÐ- LAUNAKROSSGÁTA nr. 3 fyr- ir 17. nóvember. Verölaun eru bókin Jónas Árnason, viðtalsbók, sem Svart á hvitu gefur út. Dregiö verður úr réttum lausnum. Dregið hefur verið úr rétt- um lausnum (fyrstu gátunni Lykilmálshátturinn var Auð- lærð er ill danska. Verðlaunahafi er Hlíf Matthiasdóttir, Hæðargarði 40, 108 Reykjavik. Fær hún senda bókina Hlutskipti manns. Fjölmargir sendu inn lausnir og hvetjum við enn fleiri til þátttöku. Kristniboðs- dagurinn Kristniboðsdagurinn er að þessu sinni sunnudaginn 8. nóvember. Kristniboðsins verður minnst í kirkjum landsins og á nokkrum sam- komum. íslenskir kristniboðar hafa starfað að þessum málum í mörg ár m.a. er 34 ár slðan íslendingar hófu starf meðal Konsóþjóöflokksins í S- Eþíóþlu. Þarer nú mikiö unn ið á vettvangi kirkju, skóla, heilsugæslu, þróunarhjálpar o.fl. í Pókot í V-Kenýu hafa risið fjórir söfnuðir, fimm skólar verið byggðir fyrir fé frá íslandi. Á þessu ári þarf að safna hátt á áttundu mill- jón króna og nú I dag vantar tvær milljónir upp á þá upp- hæð. Kristniboðssambandið væntir þess að landsmenn vilji styðja þarft málefni. Framlög má afhenda ( Aðal- skrifstofunni, Amtmannsstlg 2 B eða á glróseðil nr. 65100-1. Aðallundur Aðalfundur Norræna fé- lagsins I Garðabæ verður haldinn á sunnudaginn, 8. SMÁFRÉTTIR nóvember. Hann hefst kl. 20.30. og er fundarstaður kennarastofa Garðaskóla, gengið inn hjá bókasafni að sunnaverðu. Náttúru- og umhverfismál frá sjónarhóli barnanna í samvinnu við foreldraráð Selásskóla fer Náttúruvernd- arfélag Suðvesturlands I heimsókn (Selásskóla v/Sel- ásbraut og skoöar sýningu á verkum sem 6—12 ára börn hafa unnið að. Á sýningunni lýsa þau I texta og myndum hvaða náttúruvernd og um- hverfisvernd er frá þeirra sjó- arhóli. Einnig veröur sýnt myndband og nokkrar skyggnur frá undirbúningi sýningarinnar. Þetta er sjötta vettvangs- ferö NVSV og allir eru vel- komnir með. Sýningin er á sunnudag kl. 14.00. í fréttatil- kynningu um ferðina segir enn fremur að auöveldast sé að aka að Selásskóla frá Rauðavatni. Bergljót Baldursdóttir Ljósvakinn í gær, föstudag hóf nýjasta útvarpsstöðin, Ljósvakinn, út- sendingar. Stöðin er I eigu ís- lenska útvarpsfélagsins og sendir út á Fm. 95.7 allan sól- arhringinn. Ljósvakinn mun fyrst og fremst leika tónlist og þá helst rólega popptónlist, klasslska tónlist, jazz og gömul og ný dægurlög. Öll tónlistin verður leikin af geisladiskum eða böndum sem bjóða upp á sambærileg hljómlistargæöi. Stefán S. Stefánsson og Bergljót Baldursdóttir eru dagskrárgerðamenn Ljósvak- ans á virkum dögum. Afmœliskaffi Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík 60 ára Afmæliskaffi I Holiday-lnn klukkan 15.00 sunnudaginn 8. nóvember. Kl.03.00 Húsið opnað og boöiö er upp á kaffi og meðlæti. Kl.03.30 Bjarni P. Magnússon veislustjóri setur afmælið. Afmælisræður: Fulltrúi F.U.J. Valgerður Halldórsdóttir Fulltrúi S.U.J. Erlingur Kristensen. Fulltrúi eldri félaga Sigurður E. Guð mundsson Kl.04.30 Veislugestum gefið oröið. Kl.05.00 Jóhanna Linnet syngur með undirleik. Kl.05.30 Útnefning Heiðursfélaga. Kl.05.45 Veislulok. Afmælisnefnd FUJ.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.