Alþýðublaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 2
2
Þriöjudagur 22. desember 1987
LITILRÆÐI
Flosi Ólafsson
skrifar
AF JÓLAHUGLEIÐINGU
Þaö er skrítið aö núna þegar jólahátíöin
fer í hönd er ég ekkert sérstaklega að hugsa
um himnafeðgana, aldrei þessu vant.
Ég ereiginlega mest aö hugsa um lamba-
keþ þó skömm sé frá aö segja.
Eg held ég sé bara kominn meö lambaket
á heilann og þá helst lambaket af gömlu
sem allir eiga aö halda aö sé lambaket af
ungu.
I svefni og vöku kemst ekkert aö nema
lambaket, líklega af því aö mig langar svo í
lambaket en get ekki keypt það af því aö ég
fæ aldrei aö vita hvort lambaketið sem er til
sölu er af ungu eóa gömlu.
Og sem ég sit hérna heltekinn af þessari
undarlegu lambaketsfóbíu fara undarlegar
minningar aö hrannast upp í hugann.
Ég man eftir því — óljóst aö vísu — að
einhverju sinni, endur fyrir löngu var ég á
skrítnu ferðalagi, einu af þessum undarlegu
skemmtiferóalögum, sem stundum var far-
iö í fyrirvaralaust í dentíö og aö því er virtist
án takmarks og tilgangs.
í þessari för voru tveir menn, — auk bíl-
stjóra — ég og einn af framámönnunum í
einhverju sláturfélagi, ekki man ég glöggt
hvaöa sláturfélagi, en þó minnir mig aö þaö
hafi verið eitthvert sláturfélag á Suöurlandi.
Þetta var um sauðburðinn einmitt þegar
dagurinn hefur tekió aö sér hlutverk nætur-
innar og leikur einsog engill.
Já þetta var snemma morguns og vorblíö-
an engu lík.
Þegarviö vorum komnironúr Vatnsskaröi
og oní Skagafjörðinn var þaö aö við sáum
fyrstu lömb sumarsins.
Ég var milli svefns og vöku — ég veit ekki
hvers vegna — þegar sláturfélagsmaðurinn
allt í einu hrópaöi:
Stopp!!!!
Og svo fórum viö útúr bílnum til aö pissa,
fá okkur einn, taka sólarhæðina, njóta vor-
blíöunnar og skoöa litlu lömbin.
Þá var þaö að sláturfélagsmaðurinn setti
sig í stellingar og flutti Ijóö:
Elsku litlu lömbin smá
leika sér í haga
Þau verða gul og græn og blá
við geymslu uppá snaga.
Þessi kveðskapur fékk svo á mig aö ég
missti stjórn á tilfinningunum og brast í
grát. Ég kastaði mérágrúfu áþjóðveginn og
grét ofaní mölinaog hjólförin ávíxl þangað
til sláturfélagsmaöurinn tók mig bókstaf-
lega í fang sér, dró mig útaf veginum og fór
aö hugga mig á skurðbarminum.
Þaó var líka heppni því annars hefði
mjólkurbíllinn, sem einmitt fór hjá í þessari
andrá, ekið yfir höfuðió á mér í hjólfarinu.
Og þá væri ég sko ekki aö setja saman
þessa jólahugleiðingu.
Og ég grét og grét meö ekkasogum og
hljóðum. Tárin láku sko ekki niður kinnarn-
ar, þau streymdu ekki niðurum hálsmáliö.
Nei, þau spýttust útúr augunum í hálsakot-
ið ásláturfélagsmanninum og svo í kjöltuna
á honum þegar ég var hniginn niður.
Og þarna sat sláturfélagsmaðurinn með
mig á vegkantinum í Skagafiröinum og
reyndi aö hugga rnig, þó honum mætti vera
það Ijóst aö ég var óhuggandi.
— Af hverju þurfa blessuö litlu lömbin
aö deyja, öskraöi ég á milli ekkasoganna.
— Þaö er lífsins gangur aö deyja, svaraði
sláturfélagsmaöurinn og ég fékk bókstaf-
lega krampaflog af harmi.
— Þú getur nú huggað þig við þaö að eitt
sumar í lífi lambs er á við tíu ár af manns-
ævinni sagöi nú sláturfélagsmaðurinn, og
nú eigaöll þessi litlu lömb sumariö fyrirsér
til aö ná fallþunganum.
Við þetta róaðist ég til muna, þurrkaði tár-
in af maganum á mér, bringunni, hálsmálinu
og úr hvörmunum. Síöan snýtti ég mér og
við fengum okkur einn, ég og sláturfélags-
maöurinn.
Svo keyrðum við niðrá Krók.
En hvernig sem á því stóö, gat ég ekki
gleymt vísunni:
Þau verða gul og græn og blá
við geymslu uppá snaga
Eftir langa þögn snéri ég mér að slátur-
félagsmanninum og sagöi:
— Hversvegna þarf aö bíða með blessuö
litlu lömbin uppásnagaþartil þau eru orðin
gul og græn og blá? Af hverju eru þau ekki
étin strax, áöur en ketið fer að grænka?
— Þú skilur þetta ekki vinur, svaraði
sláturfélagsmaðurinn. Þaö er ekki hægt aö
fara að éta nýju lömbin fyrr en búið er aö éta
eins mikið af gömlu lömbunum og hægt er.
Og þegar búiö er aö éta gömlu lömbin eru
nýju lömbin oröin gömlu lömbin og svona
koll af kolli.
Nú saug ég uppí nefiö, en lét ekki eftir
mér aö fara aö gráta aftur.
Þegar við komum niðurá Krók var mann-
söfnuður fyrir framan læknisskúrinn, en
uppá honum stóö Rúnki predikari og öskr-
aöi guðsorð útí veöurblíðuna.
Viö stigum útúr bílnum, ég og slátur-
félagsmaðurinn en ofanaf skúrþakinu ósk-
aöi Rúnki prédikari okkur til Heivítis, þar
sem hann sagöi veragrát og gnístran tanna.
— Þaö er nú víðar grátur og gnístran
tannaen þar, hugsaöi ég og saug uppí nefiö.
Og þáöskraði Rúnki og baröi biblíunasvo
blöðin fuku úr henni:
— Og hvað stendur ekki í opinberun
Jóhannesar 5. kapítula 12.-14. versi:
— Maklegt er lambið hið slátraða að fá
máttinn og ríkdóm og visku og kraft og heið-
ur og dýrð og lofgjörö, og lambinu sé lof-
gjörðin og heiðurinn og dýrðin og krafturinn
um aldir alda.
— Og hafiði þaö helvítin ykkar, bætti
hann við til áherslu.
Þessi gamla minning kom einsog uppí
hugann áðan þegar ég var í ketbúö aó gera
jólainnkaupin og sá ekki betur en allir
sneyddu hjá lambaketinu, sem er þó besti
og Ijúffengasti matur sem hugsast getur.
Og ég hugsaði sem svo:
Þaö erekki bændum að kenna, þó lamba-
ket sé ekki lengur keypt. Þaö eru einhverjir
aðrirsem hafatekið fráþví lofgjöröina, heiö-
urinn, dýröinaog kraftinn.
Það væri kannske hugsanlegt aö neyt-
endum rynni reiðin og þeir færu að kaupa
lambaket aftur, ef þeir ættu ekki endalaust
á hættu að ketið væri oröiö gult og grænt og
blátt af geymslu uppá snaga árum saman.
Og því segi ég:
— Elsku hjartans sláturfélagar. Takið frá
oss neytendum nagandi efann um aldur
lambaketsins. Segið okkur bara eins og er,
hvort ketið sem þiö eruö með á markaðnum
er af ungu eöa gömlu.
Þá veröum við neytendur svo undurglaöir
og förum að boröa lambaket aftur og sem
oftast.
Gleðileg jól