Alþýðublaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 22. desember 1987 MtffiUBLMÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaður helgarblaös: Blaðamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Valdimar Jóhannesson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Hólm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. í SKRÚFSTYKKI STJÓRNARANDSTÖDUNNAR Sú undarlegastaðaerkomin uppáAlþingi íslendingaað stjórnarflokkarnir og stjórnarandstaðan eru farin að stunda hrossakaup um þjóðþrifamál vegna tímaleysis. Stjórnleysi ríkisstjórnarinnar og innri átök hafa leitt til þess að stjórnarfrumvörþin hrannast nú upp á síðustu dögum fyrir venjulegt jólaleyfi Alþingis. Ríkisstjórnin hef- ur óskað eftir samningaviðræðum við stjórnarandstöð- una um að Ijúka þinghaldi fyrir jól og boðist til að endur- greiða hluta af söluskatti á fisk og fresta frumvarpi um verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga fram yfir áramót. Stjórnarandstaðan notfærói sér þrengingar ríkisstjórnar- innar meó því að koma með gagntilboð sem fólst í því að ekki yrði lagður matarskattur á innlendar matvörur og að ríkisstjórnin skuldbindi sig til að grípa ekki til gengisfell- ingar eða efnahagsráðstafana með bráðabirgðarlögum í þinghléi. Þessu gagntilboði hafa fulltrúar ríkisstjórnar- innar og stjórnarflokkanna hafnað. Þessi vinnubrögð eru forkastanleg. Forystuleysi og seinagangur ríkisstjórnarinnar hafa valdið því, að stjórn- arandstaðan sem að öllu jöfnu er bæði veik, ósamstæð og duglaus hefur náð undirtökum á Alþingi. Stjórnarandstað- an hefur skyndilega öðlast völd vegna tímaleysis ríkis- stjórnarinnarog stjórnarfiokkannaog eru í raun i aðstöðu til að semjaum hvaðamál sem er. Enda hefur komið ádag- inn að stjórnarandstaðan er ósmeyk að fara fram á grund- vallarbreytingar á stefnu ríkisstjórnarinnar með tromp tímaleysisins á hendi. En í sjálfu sér getur ríkisstjórnin sjálfri sér um kennt að hafa ekki haft dug eða framsýni til að leggja fram stjórnarfrumvörp meó viðráðanlegum fyrir- vara. Þess geldur ríkisstjórnin nú, blýföst í skrúfstykki stjórnarandstöðunnar. KYNJAKVÓTI ÚTVARPSRÁÐS r A fyrsta fundi nýkjörins útvarpsráðs var samþykkt að beina þeim eindregnu tilmælum til yfirmanna fréttastofa sjónvarps og hljóðvarps að „unnið verði markvisst að því að auka stórlega hlut kvenna sem viðmælenda í fréttum og fréttatengdum þáttum hjá Rikisútvarþinu“. í greinar- gerð sem fylgdi tillögunni var bent á niðurstöður í könnun SigrúnarStefánsdótturfjölmiðlafræðings áfréttum ríkis- sjónvarpsins sl. 20 ár en þar kom fram að konur voru að- eins 13 prósent viðmælenda. Jafnréttisbarátta er góð og víða er pottur brotinn í þeim efnum í íslensku þjóðfélagi. Það hlýtur þó að skjóta skökku við ef byrja á jafnréttisbar- áttuna á viðmælendum fréttastofa Ríkisútvarpsins, og setjaeinhvern kynjakvótaútvarpsráðs áfólk í fréttum. Slík tilmæli eru fyrst og fremst heimskuleg og sýna mikla vankunnáttu útvarpsráðsmanna á fréttaflutningi og vinnslu frétta. í öðru lagi eru slík tilmæli móðgun við fréttastjóra og fréttamenn fréttastofa Ríkisútvarpsins. Fréttamat og viðtöl tengjast ávallt atburðum, ekki kyn- ferði. Ójafnrétti kynjanna er víða að finna í þjóðfélaginu. En það er ekki hlutverk fréttastofu eða fréttaritstjórna að breyta því ástandi, helduraðeins að gefa hlutlausar fréttir úr þjóðfélaginu. Ef fréttastofur og ritstjórnir ættu að fara að vinna eftir ríkisskipuðu kynjaeftirliti yrðu fréttirnar mjög skondnarog gæfu hvorki hlutlausa né rétta mynd af því þjóðfélagi sem við búum í. Kynjakvóti útvarþsráðs er talandi dæmi um þær villigötur sem þetta blessaða ráð álþast öðru hverju inn á. Blessunarlega sáu tveir fulltrúar í útvarþsráði að sér, Markús Á. Einarsson og Guðni Guð- mundsson og sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Við skul- um vona að þessi fyrsta samþykkt nýkjörins útvarþsráðs hafi verið glapþaskot og ráðið taki upp alvöruvinnubrögð í framtíðinni. JÓLAMYNDIR KVIKMYNDAHÚSANNA Stjörnubíó: ISHTAR Gamanmynd með stór- stjörnunum Dustin Hoffman og Warren Beatty. Franska fegurðardísin Isabelle Adjani er einnig í aðalhlutverki. Ishtar fjallar um tvo félaga í New York sem ganga með þann draum í maganum að verða frægir lagasmiðir og söngvarar. En þar sem þeir eru bæði falskir, ólagvissir, komnir af besta aldri og á all- an hátt kolómögulegir í slíkt, verður fátt um fína drætti. Skuggalegur umboðsmaður kemur þeim þó til arabaríkis þar sem félagarnir vonast eft- ir frægð og frama. En skömmu eftir komuna til Afr- íku flækjast vinirnir í erfið innanríkismál. Sagan verður ekki sögð lengri, en þess má geta að leikstjóri er Elaine May og hinn frábæri kvik- myndatökumaður Vittorio Storaro (sem unnið hefur mikið með leikstjóranum Bertolucci) er bak við vélina. Jólamynd Stjörnubíós er Ishtar með Warren Beatty og Dustin Hoffman sem leika vonlausa söngvara og lagasmiði sem reyna aö meika það í arabaríki. Háskólabíó: ÖLL SUND L0KUÐ (No Way Out) Magnþrungin spennumynd í leikstjórn Roger Donaldson. Myndin segir frá sjóliðsfor- ingja sem gerist starfsmaður í Pentagon. Sjóliðsforinginn lendir í ástarsambandi við hjá konu varnarmálaráðherr- ans og drepur hinn síðar- nefndi stúlkuna í afbrýðis- kasti. Reynt er að hilma yfir morðið með sögu um sovésk- an njósnara í Pentagon. En málin flækjast enn þegar CIA reynir að grafa upp sannleik- ann í morðmálinu og I Ijós kemur að sovéskur njósnari er staríandi í Pentagon. I aóalhlutverkum stórleikarar eins og Gene Hackman, Kev- in Costner (The Untuchables) og Sean Young. Háskólabíó sýnir afbragðs- spennumynd „Oll sund lokuð“ með Gene Hackman og skötu- hjúunum Sean Young og Kevin Costner. Bíóborgin: Á VAKTINNI (Stakeout) Grín-, fjör-, og spennumynd um tvo lögreglumenn í Seattle-borg sem eiga að hafa hendur í hári á forhert- um strokufanga. Þeir fylgjast með húsi unnustu hans en sennilegt þykir að þar muni glæpamaðurinn laumast inn. Afleiðingarnar verða hins vegar þær að annar lögreglu- maðurinn verður ástfanginn af stúlkunni og þá flækjast málin. Lögreglumennina leika þeir Richard Dreyfuss og Emilio Estevez en stúlkuna leikur Madeleine Stowe. Glæpamanninn leikur Aidan Quinn. Leikstjóri er hinn vani John Badham. Emilio Estevez og Richard Dreyfuss í aðalhlutverkum í jóla- mynd Bíóborgarinnar „Á vaktinni" (Stakeout). Bíóborgin: SAGAN FURÐULEGA (The Princess Bride) Ævintýramynd f leikstjórn Rob Reiners. Myndin gerist á miðöldum og segir frá Sól- eyju og Westley. En ástum þeirra er ógnað af prinsinum illa Humperdink og ýmsar aðrar ævintýraverur koma til sögunnar. Aðalhlutverk: Cary Elwes, Robin Wright og Peter Falk. Regnboginn: SÍÐASTI KEISARINN (The last Emperor) Stórmynd í leikstjórn ítalans Bernado Bertolucci (m.a. Last Tango in Paris og 1900). Bertolucci tók myndina í Kína 1986 og ( samvinnu við kínversk yfirvöld. Myndin segir sögu síðasta keisara Kína, Pu Yi sem varð keisari 1908, aðeins þriggja ára gamall. Kvikmyndin er enn- fremur saga hinna geysilegu þjóðlífsbreytinga í Kína á þessari öld, þegar landið breyttist úr keisaraveldi í lýð- veldi og slðar kommúnista- ríki Maos formanns. Pu Yi átti furðulega ævi; keisari hálfs mannkyns, vestrænn glaumgosi, málaliði Japana, fangi Rússa og síðar Mao- liða og loks endurhæfður sem garðyrkjumaður ( Pek- ing. Hann dó árið 1967. Síðasti keisarinn er epísk stórmynd sem enginn ætti að missa af, enda tekin öll I Kína í stórkóstlegu umhverfi. Kvikmyndatökumaðurinn er Vittorio Storaro og framleið- andi Jeremy Thomas sem frægur er fyrir framleiðslu á breskum framúrstefnumynd- um. Meðal margra frægra leikara ber að nefna Peter O’Toole sgm leikur kennara keisarans unga í byrjun aldar- innar. B-salur Regnbogans: AÐ TJALDABAKI (The Fourth Protocol) Spennumynd eftir sögu Forsyths. Lítil kjarnorku- sprengja springur í óvina- landi. Hafa Rússar svikið samninginn við Bandaríkin? Leyniþjónusta stórveldanna I brennidepli. Aðalhlutverk Michail Caine og Pierce Brosnan. Laugarásbíó: STÓRFÓTUR (Bigfoot) Gamanmynd fyrir alla fjöl- skylduna frá Spielberg-verk- smiðjunum. Henderson-fjöl- skyldan ekur á loðiö flykki upp f fjöllum, sem minnir á blöndu af górilluapa og snjó- manni. Furðudýrið Stórfótur verður hins vegar gæludýr fjölskyldunnar og ansi rúm- frekt sem slíkt. Fyndin mynd og stundum spennandi í leik- stjórn William Dear. Aðalhlut- verk: John Litgow, Melinda Dillon og Don Ameche. Bíóhöllin: UNDRAFERDIN (Inner Space) Enn ein Spielberg-fram- leiðslan í leikstjórn Joe Dante. (Sama liðið og gerði Gremlins). Ævintýra- og spennumynd sem fjallar um iðnnjósnir, háþróaða visinda- tækni og örsmækkun lífvera. Hetjurnar eru skondnar: taugaveiklaður starfsmaður í stórmarkaði, drykkfelldur flugkappi og yndisfögur fréttakona. Aðalhlutverk í höndum Dennis Quid, Martin Short og Meg Ryan. Bíóhöllin: STÓRKARLAR (Big Shots) Leikstjórinn Robert Mandel segir frá tveimur ung- lingsstrákum sem stela dýr- um Benz af bílþjófum og fara suður á bóginn í föðurleit. Eltingarmynd fyrir alla fjöl- skylduna. Aðalhlutverk: Ricky Buster og Darius McCrary. Bióhöllln sýnir „Undraferðina11 (The Inner Space) með Martin Short, Meg Ryan og Dennis Quid i aöalhlutverkum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.