Alþýðublaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 22. desember 1987 FRÉTTIR Samningaviðrœður VMSÍ og VSÍ: ÞAD ÞARF I ANNAN HEIM til að mœta kröfum launþegahreyfingarinnar, segir Þórarinn V Þórarinsson, framkvœmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. Að sögn framkvæmda- stjóra Vinnuveitendasam- bands íslands, Þórarins V. Þórarinssonar er þaö ekki raunhæft að einhver hreyfing komist á samningaviðræður VMSÍ og VSÍ nú fyrir áramót. „Það þarf að fara í einhvern annan heim heldur en heim raunveruleikans til að mæta þeim griðarlegu óskum sem launþegahreyfingin setur fram“ sagði Þórarinn. í samtali við Alþýöublaðið í gær sagði Þórarinn V. Þórar- insson að VSÍ hefði ekki lagt fram neinar formlegar tillögur í samningaviðræðum VMSI og VSÍ. Sagði Þórarinn það ennfremur ekki raunhæft aó einhver hreyfing yrði á þess- um málum nú fyrir áramót. „Við áttum lausar kaffibolla- viöræður við ákveðna for- ystumenn Verkamannasam- bandsins sem leiddu til þess að menn sþurðu sig þeirrar spurningar hvort það væri efni til þess að setjast niður. Niðurstaða Verkamannasam- bandsins varð sú að það væru engar forsendur til þess," sagði Þórarinn. Sagði hann ennfremur að þeir f Vinnuveitendasambandinu hefðu ekki nýverið fundið þá sjóði sem gerðu það mögu- legt að mæta þeim gríðar- legu óskum er launþega- hreyfingin setur fram. Skemmtistaður í húsa- kynnum Nýja bíós: STEFNT AÐ OPNUN Á GAMLÁRS- KVÖLD Stefnt er að þvi aö opna nýjan skemmtistað á gaml- árskvöld í húsnæði Nýja Bíós i Reykjavík. „Ég vona aö þetta geti orðið 700 manna staður,“ sagði Vilhjálmur Svan Jóhannsson, aðaleig- andi staðarins, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Að sögn Vilhjálms verður unnið af fullum krafti fram á síöasta dag við að innrétta. Enn sem komið er hefur litlu verið raskað í húsakynnum biósins, en á verkstæðum er verið að smíða innréttingarn- ar sem að líkindum verða settar upp á milli jóla og ný- árs. Vilhjálmur Svan vildi ekki tjá sig frekar um staðinn og sagði að það yrði bara að koma í Ijós hvernig hann liti út og til hverra hann höfðaði. Guðmundur í. Guðmundsson. GUÐMUNDUR í. GUÐMUNDSSDN LÁTINN Guðmundur í. Guðmunds- son, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, lést á heimili sinu aðfaranótt laugardags. Guðmundur var 78 ára að aldri. Hann hafði átt við van- heilsu að striða siðustu vikur. Guðmundur var fyrst kjör- inn á Alþingi árið 1942 fyrir Alþýðuflokkinn og sat þartil ársins 1965. Hann var utan- ríkisráðherra 1956 til 1959 og jafnframt fjármálaráðherra frá 1958 til ’59. Utanríkisráðherra var hann síðan frá 1959 til ’65 er hann var skipaður sendi- herra. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Rósa Ingólfsdóttir. Þau eignuðust fimm syni og eru fjórir þeirra á lífi. Jólasveinn, að amerískri fyrirmynd, tekur við jólagjafaóskum frá börnunum sem koma í Kringiuna. A-mynd/Róbert Góða veðrið: MENGUN EINN ORSAKAVALDUR? Páll Bergþórsson veður- fræðingur segir að árið í ár verði með hlýjustu árum i u.þ.b. 140 ár. Hann segir að nú sé mildara veðurskeið og að á undanförnum árum hafi hlýnað á norðurhveli og „við höfum átt þetta inni“. Einnig mun kolsýru- og freom meng- un í loftinu eiga þarna hluta að máli. Veðrið verður fólki sífellt meiri ráðgáta og samræður um veðrið heyrast svo til alls- staðar, enda fólk ekki vant því að milt vorveður sé um jólin. Alþýðublaðið hafði samband við Pál Bergþórs- son veðurfræðing og innti hann eftir skýringum á þessu. Sagði hann að langt mál væri að skýra þetta og í raun væri lítil skýring sem hægt væri að gefa. Þetta væri fjórða árið í röð sem væri töluvert mildara en árin þar á undan. Á árunum 80—83 hafi verið mjög hlýtt á norðurhveli jarðar en á sama tima kalt hér. „Þannig að það má segja að viö höfum átt þetta inni“. Líkur séu á að nú séum við á mildara skeiði. Þetta sé hins vegar ekkert einsdæmi, því að á árunum 1933 og 1945 hafi nóvember og desember verið hlýrri en líklegt sé að verði nú. Nú sé hiti þó með því mesta sem verði á þessum árstíma. Árið í ár verði með þeim hlýjustu frá því mælingar hófust í Stykkishólmi árið 1845. Skýringuna á því að á með- an mildir vetur hafi verið hér á landi hafi fólk verið að frjósa í hel sunnar í Evrópu, segir hann vera að oft sé öf- ugt veður í Skandinavíu og Evrópu en hér. Er það vegna þess að á norðurhveli sé al- mennt ríkjandi vestanátt og þegar þær sveiflur sem verði á henni valdi sunnanátt hér, séu líkur á að norðanátt ríki 2—3000 km. austar og vestar. — Hvað með áhrif meng- unar á veðrið? „Það er hugsanlegt að auk- in kolsýra í loftinu og reyndar ýmiss konar mengun önnur sem henni fylgir eigi þátt i þvi að siðustu 50—70 ár hafi verið töluvert hlýrri en þau á undan“. Þetta væri ekki sann- að, en líkur væru þó til þess að tengja mætti þetta sam- an. Fleiri áhrifaríkir þættir kæmu þó einnig til og eiga mætti von á köldum árum inn á milli. Nefndi hann einnig freon sem kemur úr hárlakksbrús- um og slíku, sem eyðist ekki í andrúmsloftinu og eyðilegg- ur ósonlagið. Veldur það kæl- ingu uppi, en hitun niðri við jörð. Kolsýran í andrúmsloftinu skapaði svokölluð „gróður- húsaáhrif” sem felst í því áð sólargeislar komast inn f gegn, en hitageislar frá jörðu komast ekki út og endurkast- ast til baka. Klapparstígur 1 og Laugavegur 148: ÁTTA AÐILAR VILJA KAUPA LÓÐIRNAR Átta aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa lóðirnar Kiappar- stig 1 (Völundarlóö) og Laugaveg 148 (Timburverslun Árna Jónssonar). Ekki hefur fengist uppgefið hverjir það séu sem vilja kaupa. Að sögn Hjörleifs Kvaran framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykja- víkurborgar var óskað eftir því að þeir sem áhuga hefðu á að kaupa umræddar lóðir sendu inn skrifleg svör fyrir 18.,des. Átta aðilar sýndu lóðunum áhuga og er farið að ræða við þá. Taldi Hjörleifur að við- ræðum verði lokið fyrir ára- mót. Ekki vildi hann gef a upp hverjir það eru sem áhuga hafa á að byggja á þessum lóðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.