Alþýðublaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 22. desember 1987 11 „Klikkaði Færeyingurinn“ i bátnum sinum. Líklega verður báturinn seldur, og andvirðið látið renna í sjóð, sem Ove Joensen stofnaði til að byggja sundhöll fyrir börnin i Nolsö, heimabæ Joensen. ÆVINTYRINU ER LOKIÐ „Klikkaði Fœreyingurinn ‘‘ Ove Joensen, hefur róið í sína hinstu Af einhverjum ástæðum öðlast fólk, sem hefur náö þvi takmarki, sem það hefur sett sér, djúpan innri frið sem geislar út frá því. Þannig verkaði Ove Joen- sen á fólk. Sumir kölluðu hann Ove ræðara, aðrir „klikkaða Færeyinginn" aldrei þó á illkvittinn hátt heldur í aðdáunartón. Gleðin bókstaflega geislaði af hon- um, þegar hann hélt „inn- reið“ sína í Kaupmannahöfn, á hlýjum ágústdegi árið 1986. Þá var hann að koma úr róðri, sem hafði varað í 42 sólar- hringa og verið 1700 km. langur. Róðurinn hófst í Fær- eyjum, yfir Atlantshafið, Norðursjó, gegn um Lima- fjörð, Kattegat og Eyrarsund að takmarkinu: Litla haf- meyjan við Löngulínu í Kaup- mannahöfn. Þar var honum ákaft fagnað af íbúum Kaup- mannahafnar. Eftir að hafa gert tvær mis- heppnaðar tilraunir á árunum 1984 og 1985, hafði hann sýnt og sannað að þetta væri hægt. Bátinn, „Diana Victoría" smiðaði hann sjálf- ur. Hann lét sér það í léttu rúmi liggja að hann var stundum kallaður „klikkaði Færeyingurinn", var meira að segja svolítið hreykinn af því. Nú er Ove Joensen allur. Það má kalla það kaldhæðni örlaganna að í róðrarferð sem tekur aðeins einn og hálfan tíma, skuli hann, af óþekktum ástæðum drukkna. Ferðinni var heitið til Skále- • fjord, á milli Runavik og Nolsö, þár sem hann ætlaði að heimsækja móður sfna. Sundhöllin Sendum landsmönníwi öllum nýársk\ieðjur. Pökkum viðskipíin á árinu. Hinn heimsfrægi bátur hans hefur nú verið fluttur til Nolsö. Reiknað er með að hann verði seldur til ágóða fyrir sjóð sem Ove Joensen hafði stofnað, í því skyni að koma upp sundhöll eða sundlaug í þessu litla samfé- lagi, svo börnin þar gætu lært að synda. Sjórinn var hans heimur, líf hans og yndi. Hann vissi að hafið gat verið hættulegur vinnustaður. Samt lærði hann aldrei að synda, en Ove vildi sjá til þess, að börnin í heimabæ hans fengju tæki- færi til þess. Þrákálfur Ove Joensen varð þrjátíu og átta ára gamall. Þeir, sem hann blandaði mest geði viö kölluðu hann stundum þrá- kálfinn, af þvi hann kunni ekki að gefast upp. Vinir hans og þeir voru margir, sögðu hann vera hressan náunga, broshýran og alltaf með brandara á vörunum. Róðra Ove gerði skörp skil á milli kunningja og vina, og þeir voru ekki margir sem hann opnaði sig fyrir en ef hann á annað borð opnaði hug sinn einhverjum vina sinna, þá var það upp á gátt og vináttan gulltryggð. Þannig vini ætlaði hann að heilsa upp á í Nolsö um leið og hann heimsækti móður sína eftir langa útiveru. Gamlir skútukarlar myndu kannast við manngerð eins og Ove Joensen sann- kallaðan járnkarl! Hann byrjaði að sigta um höfin blá sem kornungur maður, sigldi á allskonar skipum hingað og þangað í heiminum. Hann var óþreyju- fullur og öðlaðist fyrst innri ró, þegar hann fékk tækifæri til að gera draum sinn að veruleika: Langi róðurinn frá Nolsö til „litlu hafmeyj- arinnar". Ove Joensen eignaðist hvorki fjölskyldu eða heimili. Þegar hann kom til Kaup- mannahafnar eftir fjörutíu og tveggja sólarhringa siglingu með sjálfum sér, afhentu full- trúar borgarstjórnar Kaup- mannahafnar, honum gjöf, uppábúið hjónarúm! Seinna sama dag hoppaöi elskuleg ung stúlka upp í rúmið til hans og á næstu dögum sáust þau hér og þar haldast í hendur og láta vel að hvort öðru. Vinir hans vonuðu að nú færi hann að festa ráð sitt og seinna trúði Ove þeim fyrir því, að hann hefði næstum því fallið fyrir freist- ingunni! Allt umstangið og frægðar- Ijóminn í sambandi við ferða- lagið var orðið of mikið fyrir einfaraeðli hans og hann dreif sig aftur til Færeyja, konulaus en með „Diana Victoria" í farteskinu. Ove Joensen treysti á mátt sinn og megin. Það blessist á úthöfunum en ekki I Skále- fjord. (Det fri Aktuelt)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.