Alþýðublaðið - 22.12.1987, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 22.12.1987, Qupperneq 8
8 Þriðjudagur 22. desember 1987 „Til voru þeir klerkar sem vildu ad hempan yröi tekin af mér þegar upp komst um áhuga minn á spiritisma, og þegar ég varð forseti Sálarrannsóknarfélagsins lokuðust allar dyr á mig.“ þetta væri bundið við hann einan, eða hvort aðrir byggju yfir þessum hæfileika. Ég hef verið það heppinn að fá að kynnast mörgum af mestu miðlum aldarinnar mjög náið. Þeir hafa öðruvísi heyrn held- ur en við, öðruvísi augu en við og er gefinn meiri máttur en okkur flestum. Margt af því sem að skyggnt fólk talar um, er að finna kringum okk- ur. Kirkjan hefur fordæmt þetta, samt birtir hún myndir af helgum mönnum með geislabaug um höfuðið. Það hefur einhver skyggn málari byrjað á að mála áruna sem er í kringum okkur. í dag er hægt að taka af þessu mynd- ir. Það er útgeislun frá öllum hlutum. Sumir geta lesið úr þessari útgeislun líkamlegt ástand eða andlegt ástand. Hún breytist eftir því hvernig líðan manns er. Þetta vakti athygli mína og ég fór að leita að svona hlutum oq hef fundið þá ákaflega víða. En ég er ekki kominn til að segja að þetta eigi að vera trúarbrögð. Það er ég hrædd- ur við, og fyrir sumum verður þetta að trúarbrögðum. Það er ekkert nýtt að þetta sé kallað kukl og andatrú í niðrandi merkingu. Þeir sögðu meira að segja við Krist að með fulltingi Belsebúbs, foringja illu and- anna , ræki hann andana út. Þeir voru að segja að skratt- inn stjórnaði þessu, en ekki aö þetta væri mátturinn til að geta læknað. Þess vegna kom það mér ekkert á óvart að til voru þeir klerkar sem vildu að hempan yrði tekin af mér. Af því að ég hafði áhuga á þessu“. Allar dyr lokuðust — Varstu fyrir miklu að- kasti? „Já það var mikið. Það mátti heita að allar dyr lokuð- ust fyrir mér þegar ég gerðist forseti Sálarrannsóknarfé- lagsins. Þá var ég talinn svona frekar óæskilegur sauður í hjörðinni. Mér finnst heimska að binda sig við boðorðin í Mósebók, þegar þeir þurfa ekki annað en að lesa upp- hafið á níunda kafla Postula- sögunnar til að sjá þegar Sál er að breytast í Pál postula. Einhver mesti slátrari krist- inna manna sem uppi hefur verið var Páll postuli áður en hann breyttist. Hann breyttist í Pál þegar hann heyrði rödd tala til sín af himnum. Þeir sem voru með honum þótt- ust hafa heyrt skruggur. Alla- vega hafði þetta þau áhrif á Pál að hann varð blindur. Hann var á leiðinni til Damaskus. Þar var starfandi náungi sem hét Annanlas, hann var gæddur lækningar- mætti. Hann heyrði rödd sem sagði honum að fara i ákveð- ið hús og leggja hendur yfir Sál og hann myndi fá sjónina aftur. Það gerði hann og upþ reis Páll postuli sem er dug- legasti predikari sem verið hefur. Þessu vill kirkjan gleyma. Eg hef stundum sagt við þá að þeir ættu að lesa jóla- guðspjallið. Það er engill sem talar við Maríu. Þá benda þeir mér á að hann sé engill, en ekki rödd af himn- um. Ég held að það sé eitt og það sama; að englar séu ekki einhver útdauð fuglategund. Jósep flýr með barnið eftir ábendingu frá draumamanni. Eg skil ekki hvernig í ósköp- unum menn lesa Nýja Testa- mentið, an þess að fá áhuga á að fá að vita eitthvað rneira". Að standa eða falla með skoðun sinni — Er prestastéttin um- burðalyndari nú? „Já; það held ég. Þetta fer allt í sveiflum. Ég hef lesið greinar eftir menn sem hafa skrifað á móti spíritisma, en hringja siðan í mig og biðja mig að hleypa sér inn um bakdyrnar, ef þú skilur hvað ég meina. Það er merkilegt að þegar menn verða gamlir, þá eru þeir óhræddir við að láta skoðanir sínar í Ijós. En ég segi: Af hverju í ósköpun- um gerðuð þið þetta ekki fyrr? Annaðhvort hefurðu skoðun, stendur með henni eða fellur, eða lætur það eiga sig.“ — Hvað er dauðinn? „I raun og veru getum við kallað hann vistaskipti. Eins og uppfærsla um bekk i skóla. Sjálsagt mörg stig. Sumir halda því fram að þetta sé eillf hringrás, það er nú hlutur sem að ég á dálítið erfitt með að sætta mig við. Að menn fæðist aftur. Þaö er áberandi I listum, að það fæðast stundum börn, eins og t.d. Mozart, sem virðast vera fullskapaðir listamenn án þess að maður geri sér grein fyrir því hvernig þau hefðu átt að hafa tækifæri eða tima til ná þessum þroska“. — Hvernig trúmaður ertu? „Ég er mikill trúmaður, en ég stend mig að því að ég er líka ákaflega efagjarn. Ég hef stundum fyrirframan mig texta sem ég á að tala um en get það ekki, finn ekki nokkra tengingu textans við lífið. „Það eru ákveðin batamerki að tveir voldugustu sláturhússtjórar heims setjist niður og skrifi undir plagg um afvopnun.“ Siðan kannski eftir tvö til þrjú ár, þá allt í einu sé ég það. Ég stend mig líka að því, að það sem ég taldi vera mik- inn sannleika fyrir tíu árum, sé ég að er argasta heimska í dag. Ég er líklega trúmaður í likingu við Tómas, ég þarf að þreifa svolítið á hlutunum. Ofstœki og sársauki — Ertu umburðarlyndur gagnvart öðrum trúarbrögð- um? „Já ég er það. Það er vegna þess að ég lærði einu sinni setningu sem er á þann veg, að maöur á aldrei að segja að maður hafi fundið sannleikann, heldur að láta sér nægja að maður hafi fundið sannleika. Og einnig það, að ég get ekki lýst neinu nema að það sé minna en ég sjálfur. Ef einhver ætti til dæmis að lýsa húsi, þá gæti sá aðeins lýst þeirri hlið sem snýr að honum. Hluturinn verður að vera það íitill að maður geti haft hann í lófan- um. Ég er ekkert viss um það að mín skoðun sé endileg sú rétta eða réttari en skoðun þín. Það er ekki víst að viö stöndum og horfum á þaö sama þegar við erum að lýsa því. Til þess þyrfti ég að vera I þínum sporum og þú í mín- um. Ég hef átt samræður við lögfræðing sem er búddisti og við uppgötvuðum að við áttum svo margt sameigin- legt. En þetta hafa trúar- brögðin ekki gert, heldur ver- ið að karpa um það sem þau eiga ekki sameiginlegt og lát- ið skerast í odda“. — Hvað með samtök eins og Ungt fólk meö hlutverk? „Þeir hafa verið ákaflega heiðarlegir. Ég gleymi því ekki þegar einn af þeim hringdi til mín og sagði að það væri bænarefni hjá þeim þann veturinn að ég sæi að mér og segði af mér. Þetta fannst mér vera hreinskilnis- lega sagt og ég þakkaði honum innilega fyrir. Mér fannst þetta vera óvenjulegt, maður er vanari því að verið sé að bfta i hæla og slfkt. Ég er sannfærður um að þeir vinna mjög merkilegt og gott starf, en ofstækið er líka mikið hjá mörgum og það er hættulegt. Þeir benda mér á að þeir hafi unnið mikla sigra t.d. í sambandi við eiturlyf og fleira. En ef ég meiði mig á hendi, þá kannski finn ég til. En ég hætti að finna til í þessari skeinu ef ég særi mig ennþá meira annarsstað- ar. Þannig geturofstæki oft upprætt einhverja þjáningu. En ofstæki getur líka verið hreinn sjúkdómur." — Nú er Búddatrú í tölu- verðum uppgangi hér á landi. „Ég hef tekið eftir því að þar sem kristin kirkja hefur farið, að þar eru mestu fram- kvæmdirnarog framfarirnar. Það hlýtur að segja okkur eitthvað um það að trúar- brögðin eru ekki öll eins, þó að þau séu sprottin af sömu rót. Mér finnst merkilegt að í slóð kirkjunnar finnum við flest af þessu sem að við erum að stæra okkur af, t.d. skóla og líknarstofnanir, en við veröum að kyngja því líka að við finnum margt af því versta, stríð og þess háttar. Það þýðir ekki að kristin kenning hafi brugðist.heldur erum við alltaf að prófa nýja og nýja guði“. Við fljótum alltaf ofan á — Er einhver kærleikur í þjóðfélagi okkar? „Já ég held að hann sé til. Mér fannst japönsk kona segja dálítið merkilegt í sjón- varpinu um daginn. Hún sagði að mismunurinn á okk- ur og þeim væri hvað okkur þætti óskaplega vænt um okkur sjálf. Það er nóg af kærleika, en ég held að við snúum honum mest að okkur sjálfum. En það jákvæðasta við íslenskt þjóðfélag er það að það skiptir engu máli hvaða axarsköft við gerum; við fljótum alltaf ofan á. Auð- lindir þessa lands virðast svo miklar og gjafirnar sem land- ið gefur svo stórar, að það virðist engin leiö aö sigla þessu skeri í kaf, hversu mik- ið sem við reynum með heimskulegri stjórnun og fáránlegum aðgerðum." Tveir voldugustu sláturhússtjórar heims — Er maðurinn að tortíma heiminum? „Ég held að maðurinn eigi eftir að batna sem slikur. Ég vek athygli á þvl aö bara þetta einfalda atvik að tveir voldugustu sláturhússtjórar heims skuli setjast niður og skrifa undir þlagg um afvopn- un; þetta bendir til þess að við séum á réttri leið. En hvers vegna skrifa þeir undir? Þeir gera það örugglega af því að þeir sjá það að þeir geta ekki haldið fólkinu bak við gaddavíra og í skugga kjarnorkusprengjunnar. Fólk hefur kristna samvisku þótt það stundi ekki allt kirkjuna, og sú samviska hrópar: Við viljum frið ájörðu! Gegn þessu ákalli jaröarbúa geta ekki leiötogar stórveldanna staðið lengur. Að því leyti hefur siðfræði kirkjunnar sigrað. Því ég fullyrði, að kristnin hefur kennt fólki að greina milli þess sem er rétt og rangt.“ — Ertu sáttur yiö lífiö? „Já ég er það. Ég á besta samstarfsfólk sem nokkur klerkur getur óskað sér. Þennan glæsilega kór sem er hér og stjórnandi hans, Jón Stefánsson er tímamótamað- ur. Ég get ekki hugsað mér að nokkur klerkur á landinu hafi betri aðstöðu en ég. Þannig ef að starfiö er ekki nógu gott, ,að þá er það mér að kenna. Ég vildi svo sannarlega geta gert meira, en öllu eru takmörk sett," segir séra Sigurður Haukur Guðjónsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.