Alþýðublaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. desember 1987
7
„JÓLIN ORDIN SVALLHÁTÍÐ*'
Hvers vegna í óköpunum er
atvinnurekandinn að semja
um laun? Hann getur i raun-
inni velt þeim jafnóðum út í
verðlagið. Það skiptir í raun
og veru ekki máli hversu há
laun eru borguð, ef því er velt
út í verðlagið aftur.
Ég hef horft á það ár eftir
ár að það er samið um kaup.
Og síðan er komið og sagt:
Er ekki hægt að hækka ein-
hversstaðar skatta svo að rík-
ið borgi brúsann? Það virðist
vera ákaflega auðveld leið
líka. Að minnsta kosti eru
þingmennirnir snjallir við að
finna lausnir á því að ná i
skatta.
Þeir tala blákalt í þinginu
um neðanjarðarhagkerfi og
segjast vera á þönum viö að
leita að því. Ég hef ekki orðið
var við að þeir finni það. Það
skyldi þó ekki vera að ein-
hverjir þeirra séu fulltrúar
þessa kerfis? Og að þess
vegna finnist það ekki?“
Að draga kirkjuna í
svaðið
Nú þurfum við að gera hlé
á spjalli okkar því að Sigurð-
ur Haukur er beðinn að koma
og tala á hátíðafundi AA —
samtakanna sem haldinn er
uppi á lofti í kirkjunni. Þar
uppi er honum þökkuð sú
hjálp sem hann hafði veitt
fólkinu er þangað leitaði. í
stuttri tölu sem hann heldur
á eftir segðist hann vera
þakklátur fyrir að hafa mátt
hjálpa. Ég þykjist geta lesió
það úr tárum sumra í salnum
hver eigi að þakka hverjum.
Þegar við setjumst að
Séra Sigurður Haukur
Guðjónsson rœðir um jóla-
hald, tekjuskiptingu og ann-
að þjóðfélagslegt óréttlœti,
spíritisma, trúarofstœki,
heimsfrið og satfivisku
jarðarbúa.
„í dag er fólk farið að koma til min og biðja um skilnað til að
geta lifað.“
spjalli aftur segir Sigurður
Haukur mér frá því að Lang-
holtskirkja hafi verið fyrst
kirkna til að veita AA — sam-
tökunum fundaraðstöðu.
„Þá var talað um að nú
væri endanlega búið að
draga kirkjuna í svaðið. Þaó
var litið á þetta fólk sem
róna“.
I dag eru starfræktar í
Langholtskirkju og mörgum
öðrum kirkjum og safnaðar-
heimilum um land allt AA —
deildir, Alanon— deildir fyrir
aðstandendur alkóhólista og
Alateen — deildir fyrir börn
alkóhólista auk þess opnar
AA — deildir þar sem fólk
getur komið og kynnst starfi
AA — samtakanna þó það sé
ekki alkóhólistar sjálft.
Að reka út illa anda
— Þú ert þekktur fyrir
áhuga á spiritisma?
„Já, ég hef verið forseti
Sálarrannsóknarfélagsins. Ég
hef ákaflega mikinn áhuga á
að kynnast þeim hæfileikum
sem víö búum yfir. Eg er
alinn upp í andlegu umhverfi.
Faðjr minn var mikill dýrk-
andi grískrar heimspeki, en
móðir var mjög dulræn og
kynntist ég þessum straum-
um ákaflega ungur.
Þegar Kristur var á jörðinni
læknáði hann bæði í nálægð
og fjarlægð og virtist geta
séð inn í hugi manna og því-
umlíkt. Þar er talað um að
reka út illa anda; þeir trúðu
þv( að sjúkdómur væri illur
andi sem tekið hefði sér ból-
festu í viðkomandi.
Ég vildi fá að vita hvort