Alþýðublaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.12.1987, Blaðsíða 6
6 Þriöjudagur 22. desember 1987 „Maður hefur það á tilfinningunni aö Kristur sé settur niður í skúffu og geymdur til næstu jóla Viðtal; Haukur Holm ann er sextugur prestur, fæddur í Hafnarfirði. Að loknu guðfræðinámi fékk hann brauð að Hálsi í Fnjóskadal, minnsta presta- kalli landsins með 243 sóknarbörn og þrjár kirkjur. Árið 1963 gerðist hann prest- ur í Langholtsprestakalli í Reykjavík og þá voru 260 manns í næsta húsi við kirkj- una. Hann hefur oft verið um- deildur sem prestur, ekki síst fyrir áhuga sinn á spíritisma, sem sumir vildu að kostaði hann hempuna, en svo fór þó ekki. Núna situr Siguröur Haukur Guðjónsson á móti mér á skrifstofu sinni í Lang- holtskirkju. Hann er hlýr maður, talar rólega og augun í dálítið þreytulegu andlitinu horfa beint í augu viðmæl- andans. Ég spyr hann fyrst um skoðun hans á jólahaldi nú- tímans. Kristur í skúffu „Ég held að það sé að breytast í það sem það var áður en kristnin kom til. Rómverjar notuðu hana til að fagna upprisu sólar og var mikið svall. Einnig var þetta uppskeruhátíð. Núna er þetta uppskeruhátíð hjá mörgum. Við erum búin að lengja þau. Þau byrja í nóvember. Mönn- um hefur þótt ákaflega vænt um jólin, öllum hlýnar um hjartaræturnar þegar talað er um barnið og jólin. Og eftir því sem ég eldist, því meira hugsa ég um það fyrst mönn- um finnst svona óhemju vænt um Krist á jólunum, að þá skuli þeir vera jafn fúsir að gleyma honum á öðrum tímum. Þeir vilja muna eftir honum sem barni i vöggu, en ekki þegar hann var orðinn fullorðinn.” — Eru þetta svallveislur í dag? „Já, ég held að þau séu orðin dálítil svallhátið. í mörgum fyrirtækjum í dag er talið bráðnauðsynlegt að hafa að minnsta kosti eina eða tvær jólaglöggssamkom- ur til að fagna jólunum. Fjöldi heimila hefur hreinlega ekki efni á því að lifa um jól- in. Þegar maður er farinn að geta gengið inn í verslanir og séð bifreiðar innpakkaðar í jólaborða, sem jólagjafir, þá fer maður að hugsa hvar þetta endi. Ég hef séð þetta í tveimur verslunum. Ég held að þetta fari að breytast á ný. Ungt fólk er farið að finna hvað það er orðið mikið af umbúðum utan um kjarnann. Þau tala um að hátíðin sé ekki orðið neitt nema umbúðirnar. Mað- ur hefur svona á tilfinning- unni að Kristur sé settur nið- ur i skúffu og geymdur til næstu jóla“. Skilnaður af fjárhagsástœðum — Hvernig er að vera sálu- sorgari í Reykjavík í dag? „Alveg ægilegt. Ég get nefnt að ég var i átta ár prestur úti á landi og þurfti aldrei að tala á milli hjóna. Núna koma kannski fimmtán til tuttugu manns á dag. Alltaf meira og meira ber á því að þetta eru vandamál sem skapast af því að fólk sér ekki fram á hvernig það á að lifa. Það er talað um aukn- ingu á hjónaskilnuðum. En hversu oft er það ekki vegna þess að hjónin hafa þurft að vera að streða í kannski tíu ár og hafa í raun og veru aldrei hist? Hætt að þekkj- ast. Annað mjög merkilegt er að í dag er fólk farið að koma og segist þurfa að skilja til þess að geta lifað. Við erum búin að koma því þannig fyrir að einstaklingar, einstæð móðir, eða eintæður faðir fá allt aðra fyrirgreiöslu. í raun og veru er fólkið ekkert að skilja, nema bara á pappírun- um“. Oréttlœti í launaskiptingu — Er það þá aðallega fólk sem er að skilja sem leitar til þín? „Nei, það kemur fólk af öll- um mögulegum ástæðum. Þeir sem hafa orðið undir í baráttunni. Bilið á milli ríkra og fátækra er alltaf að breikka. Ég man ekki eftir að hafa heyrt annað á hverju einasta ári, en að hækka eigi laun þeirra lægstu. Þeir þurfa að berjast fyrir kannski tvö- þúsund króna hækkun. Á sama tíma fréttir maður að fólk sem hefur tvöhundruð- þúsund krónur í mánaðarlaun hafi hækkað við sjálft sig svo að það skiptir jafnvel tugum þúsunda. Og það er eins og þetta komi okkur ekki við. Alltaf þykjumst við vera að bæta ástandið, en alltaf versnar það“. — Nú er talað um að það sé góðæri, en framundan óðaverðbólga eða verri lifs- kjör. Hverjir veröa undir? „Þeir smáu og þeir eru alltaf þeir sömu. Það er alltaf talað um að það eigi að hjálpa þeim, en ég held að auðurinn sé alltaf að færast á færri hendur. Og kinnroða- laust segja menn sem hafa kannskitvöhundruöþúsund króna mánaðartekjur að óbreytt smánarlaun eigi að nægja þessu fólki. Það er dálítið merkilegt í sambandi við staðgreiðslu- kerfi skatta, að við getum ekki einu sinni látið 85 ára gamalt fólk í friði. Við erum farin að lifa það hátt að við þurfum að taka skatt af lif- eyristekjum. Ég held að við ættum að forðast að láta þessa menn ráða því hvernig laununum er skipt i þjóðfé- laginu, þvi þeir hafa alltof mikil laun sjálfir til þess að geta skilið lifsafkomu lág- launafólks." — Verður þessu breytt? „Ég held ekki. Maður heyrir í fjölmiðlum í dag að válegar blikur séu á lofti. Af hverju? Af því að nú stendur fyrir dyr- um að semja um laun þeirra sem verst eru settir. Og þá er hafinn upp áróður sem skal bylja á hlustum þangað til við förum að trúa honum. Það gæti jafnvel farið þannig að við förum að kenna í brjósti um vesaiingana sem hafa það betra. Ég spyr:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.