Alþýðublaðið - 12.03.1988, Side 4

Alþýðublaðið - 12.03.1988, Side 4
4_____________________________________________________________________________________________ Laugardagur 12. mars 1988 FRÉTTA SK ÝRING ra Haukur Holm skrifar Wm Gefst þessum börnum aukinn timi til leikja í apríl, vegna verkfalls kennara? KENNARAR MEfl 100 ÞIÍSUND KRONUR A MANUOI Félagsmenn Kennarasam- bands Islands og Hins ís- lenska kennarafélags munu ganga til atkvæðagreiðslu siðar í mánuöinum, þar sem skorið verður úr hvort vilji sé til að beita verkfailsvopninu til að knýja á um bætt kjör. Samkvæmt upplýsingum frá launadeild fjármálaráðu- neytisins eru meðal heildar- laun framhaldsskólakennara um 100 þúsund krónur á mánuði, miðað við verðlag í desember s.l. Eins og fram hefur komið í fréttum, ætla kennarafélögin bæði, Hið íslenska kennara- félag og Kennarasamband ís- lands að afla sér heimilda til verkfalls á næstunni. HÍK fór í verkfall í fyrra sem stóð I u.þ.b. hálfan mánuð, seinni hluta marsmánaðar og árið 1985 þegar þau höfðu ekki verkfallsrétt, lögðu þau áherslu á kröfur sínar meö útgöngu. KÍ fór síðast í verk- fall ( BSRB verkfailinu árið 1984 Starfskjaranefnd Við gerð kjarasamninga s.l. vor, gáfu þáverandi mennta- málaráðherra og fjármálaráð- herra fyrirheit um bætt launakjör kennara. Fylgdi samningnum samkomulag er leiddi til skipunar starfskjara- nefndar, sem skoða skyldi vinnutilhögun og launakjör kennara, með það tyrir aug- um að bæta skólastart i land- inu. Skilaði nefndin tillögum í nóvember s.l. og kennir þar margra grasa. í greinargerð með tillögunum segir m.a. að nefndin telji rétt að auka- greiðslu fyrir heimavinnu og ýmis aukastörf sem kennarar inna af hendi, verði lagðar niður, en í staðinn verði umbunað fyrir önnur störf en beina kennslu með lækkun kennsluskyldu. Ennfremur segir í greinargerðinni að litlu fjármagni hafi verið varið til endurmenntunarnám- skeiða fyrir framhaldsskóla- kennara, þrátt fyrir mikla þörf og beri skólastarfið þess merki á ýmsum sviðum. í tillögum nefndarinnar segir m.a. að til að jafna vinnuálag framhaldsskóla- kennara, verði samið um mis- munandi kennsluskyldu eftir námsgreinum skólans. Lagt er til að hámarkskennslu- skylda verði 26 kennslu- stundir á viku og lægst 21 kennslustund. Telur hún eðli- legast að gera ráð fyrir lægstri kennsluskyldu í móð- urmáli, sérstakar aukagreiðsl- ur verði eftir sem áður vegna nemendafjölda umfram 25 í námshópi og að fullum starfsaldri sé náð eftir 10 ára starf f stað 18 og hækki laun árlega þar til fullum starfs- aldri er náð. Kröfurnar Meðal atriða í kröfugerð HÍK er að gert er ráð fyrir sömu almennu hækkunum pg eru í kjarasamningi VSÍ og VMSÍ og eins og í tillögum starfskjaranefndar, komi Starfsaldurshækkanir fyrr en áður. Hækkanir verði mestar fyrsta árið eða 5% og fari stiglækkandi og verði 1% eftir 10 ára starf. Launa- flokkahækkanir komi til kennara er starfi f dreifbýli, sérstakar álagsgreiðslur j<omi til vegna sérstakra starfa og að gert sé ráð fyrir sérstakri gjaldskrá fyrir út- lögðum kostnaði t.d. vegna afnota af eigin húsnæði, tölvu og bókum. Þess er kraf- ist að samningurinn gildi til áramóta, en viðsemjendur þeirra hafa lagt áherslu á að hann gildi til loka mars 1989. Laun kennara En hver eru svo laun kenn- ara? Samkvæmt upplýsing- um frá launadeild fjármála- ráðuneytisins eru byrjunar- laun grunnskólakennara með full réttindi kr. 48.205. en framhaldsskólakennara kr. 51.140. Fylgdi það upplýsing- unum að sárafáir kennarar vaeru á þessum launum. í samtali við Alþýðblaðið upplýsti Indriði H. Þorláks- son skrifstofustjóri í fjár- málaráðuneytinu að meðal- laun grunnskólakennara í KÍ væru kr. 74. 820, þar af væri dagvinnan um kr. 58.000, framhaldsskólakennari í Kl’ væri með kr. 60.966 í dag- vinnu og meðaltal heildar- launaværi kr. 91.815. Grunn- skólakennari i HÍK væri með kr. 57.892 í dagvinnu og í heildarlaun kr. 77.871, og framhaldsskólakennari í HÍK væri með 63.069 í dagvinnu og kr. 98.703 í meðaltal heild- arlauna. Er þetta miðað við verðlag i des. s.l. og má bæta um 2% ofan á þessar tölur, vegna meðalhækkunar sem kennarar fengu í febrúar. Heildarlaun eru miðuð við sama hlutfall yfirvinnu og aukagreiðslan af föstum launum, eins og þær voru ár- ið 1986. Verið er að reikna út tölur miðaðar við árið 1987, og segist Indriði eiga von á að hlutfallið hafi hækkað, bæði vegna þess að kennsluskylda í grunnskólum hafi breyst og reiknað með að hlutfall ann- arra greiðslna ofan á dag- vinnu sé hærra en áður. Með- altalið vegna aukagreiðslna er miðað við alla kennara, einnig þá sem eru i hluta- starfi. „Ef t.d. í grunnskóla væru aðeins teknir þeir sem eru í fullu starf, þá kæmu verulega hærri tölur út,“ seg- ir Indriði. Að sögn hans er mikið um að kennarar í grunnskólum séu í hluta- starfi. Verkföll framundan? Eins og að framan greinir ætla kennarafélögin að afla sér verkfallsheimildar á næstunni. Hjá KÍ verður gengið til atkvæða um það 17. mars n.k. og er þá miðað við að ef til verkfalls komi hefjist það eftir páska. Hjá HÍK verður atkvæöagreiðsla 18. og 21. mars n.k. og hæfist verkfall þeirra þá 13. apríl. Á fundi sem HÍK hélt fyrr í vikunni var því lýsti yfir, að þrátt fyrir nærri þriggja mán- aða viðræður, hefði sama og ekkert þokast í samkomu- lagsátt. En má þá reikna með að verkfall skelli á í næsta mánuði? „Það er erfitt að segja. Það er náttúrlega lang- ur tími til stefnu, og það ætti að vera hægt að ná samning- um á þeim tíma, hins vegar er ekki útlit fyrir það eins og er, sýnist mér,“ segir Ómar Árnason varaformaður HÍK. Indriði H. Þorláksson vildi engu spá um verkfall.„Ég trúi' ekki öðru en að við finnum leið að einhverri skynsam- legri niðurstöðu en þeirri," segir hann. Það mun því koma í Ijós síðar i mánuðin- um hvort kennarar séu reiðu- búnir að fara í verkfall til að knýja á um kröfur sínar, og hvort kennsla fellur niður í apríl af þeim sökum. Óvíst er hvort nemendur verði hressir með að' fá „aukafrí" svona skömmu fyrir vorprófin.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.