Alþýðublaðið - 12.03.1988, Side 5

Alþýðublaðið - 12.03.1988, Side 5
Laugardagur 12. mars 1988 5 FRÉTTIR GJALDÞROT BLASIR VIÐ Vcmskil um 200 millj. Landakotsspítali riöar á barmi gjaldþrots. Gunnar Már Hauksson skrifstofustjóri spítalans segir viö Alþýöublaöið aö ef ekki komi til björgunarað- geröa veröi aö loka deildum svo hægt veröi aö greiða starfsfólki laun. Vanskilaskuldir Landakots- spítala eru taldar vera hátt í tvöhundruö milljónir króna. Skuldirnar liggja aðallega hjá ýmsum ríkisstofnunum. Þessi slæma staða er farin aö koma alvarlega niður á rekstri spítalans og blasir við að loka deildum. Hingað til hefur verið hægt að greiða starfsfólki laun, en það verð- ur ekki hægt á næstunni nema gripið verði til stór- tækra samdráttaraðgerða. Gunnar Már Hauksson skrif- stofustjóri spítalans segir að- spurður að raunverulega sé Landakotsspitali gjaldþrota í dag. Þessi slæma skuldastaða Landakotsspítala hefur átt töluverðan aðdraganda. Spít- alinn er sjálfseignarstofnun en ríkið keypti hann árið 1977 af kaþólskum nunnum sem höfðu rekið hann frá upphafi. Að sögn Gunnars er ógreiddur halli frá árunum 1983-’85 um 28 milljónir króna. Frá árinu 1986 er hall- inn um 35 milljónir og á ann- að hundrað milljónir frá árinu 1987. Skuldirnar hafa þvi hrúgast upp eins og snjóbolti. Hall- inn hefur síðan verið borinn upp af ýmsum lánadrottnum, sem eru sem fyrr segir aðal- lega ríkisstofnanir. Hingað til hefur verið hægt að greiða læknum, hjúkrunar- fólki og öðru starfsfólki laun. Það hefur hins vegar verið gert með því móti að tekið hefur rekstrarfjármagn sem renna hefurátti til annarra verkefna. Forsvarsmenn spítalans hafa um nokkurt skeið átt í viðræðum við ríkið. Umræður hafa verið nánast samfleitt í gangi í eitt ár, en þá fór málið til sérstakrar umfjöllunar hjá ríkisendurskoðun. Um ára- mótin lauk ríkisendurskoðun sínu starfi og í dag er staða málsins rædd í heilbrigðis- ráðuneytinu, sem síðar send ir málið til fjármálaráðuneyt- isins. KJttRUM — og vöxtum ríkissjóðs Vextir á skyldusparnaði hækka verulega ef nýtt frum- varp um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun rikis- ins nær fram að ganga. Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra lagði fram frumvarpið á Alþingi í fyrra- dag og mun tala fyrir frum- varpinu n.k. þriðjudag. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að vextir af skyldusparnaði sem nú eru 3.5% hækki verulega og verði ákveðnir til eins árs í senn frá áramótum að telja. Eiginfjárstaða Arnarflugs er neikvæð um 228.2 millj. kr. og heildarfjárhæð skamm- tímaskulda er um 241 millj. kr. hærri en samtala veltu- fjármuna. Hagnaður á síð- asta ári nam 4.8 millj. kr. og innborgað hlutafé á árinu 1987 nam samtals um 112.6 millj. kr. Þessar upplýsingar komu fram er ársreikningur Arnarflugs 1987 var lagður fram á aðalfundi félagsins í gær. Gunnar Már sagði aðspurð- ur að ekki yrði hægt að greiða laun á næstunni nema gripið yrði til stórtækra að- gerða, svo sem loka deildum. Vextirnir ákveðist af ávöxt- unarkjörum hjá ríkisbönkum og þeim vöxtum sem ríkis- sjóður býður á hverjum tíma. Allt frá því að skyldusparn- aður var lögleiddur árið 1957 hefur tilgangur laganna verið tviþættur; annars vegar að tryggja það að ungt fólk legði fyrir fé af launum sínum til 26 ára aldurs sem myndi síö- ar nýtast því þegar það keypti sér húsnæði, hins vegar að tryggja Byggingarsjóöi ríkis- ins greiðan aðgang að fjár- A fréttamannafundi er Arn- arflug boðaði til f gær sagði Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdarstjóri félagsins, að fyrri hluta ársins hefði rekst- urinn ekki gengið vel þar sem fjárhagsstaða hefði enn verið mjög slæm vegna hins stórfellda tapreksturs áranna á undan. Engu að síður hefði tekist, á fyrsta ári endur- skipulags Arnarflugs, að snúa við blaðinu og sýna lít- ils háttar hagnað, eöa um 5 „Það er Ijóst að við verðum að gera ráðstafanir ef við fá- um ekki björgun. Slíkar ráð- stafanir eru í undirbúningi," Alþýðublaðið spurði hvort magni sem nota ætti til út- lána. Ávöxtun skyldusparnaðar hefur hins vegar dregist mjög aftur úr öðrum sparnaðarleið- um. Um síðustu áramót varð skyldusparnaður ekki lengur frádráttarhæfur til skatts skv. nýju skattalögunum. Saman- burðurinn varð þá enn óhag- stæöari. Frumvarp félags- málaráöherra sem tryggja mun leiðréttingu á kjörum skyldusparnaðarreikninshafa, byggist á niðurstööum nefnd- milljónir króna. Árið í fyrra var fyrsta árið sem tilvera flugfélagsins var nær ein- göngu byggð á áætlunarflugi á milli íslands og meginlands Evrópu og var reksturinn, þar af leiðandi, nokkuð dreginn saman. Velta fyrirtækisins var 548 milljónir króna á móti 781 milljón króna árið áður. Innanlandsflug Arnarflugs hafði lengi verið rekstrinum þungur baggi og viö endur- skipulagningu var til umræðu ekki mætti segja að spítalinn væri gjaldþrota í dag? „Það má í sjálfu sér segja að spít- alinn sé gjaldþrota," sagði Gunnar Már Hauksson. ar sem ráðherra skipaði þ. 28. des. s.l. Auk vaxtahækkanana gerir frumvarpið ráð fyrir að inni- stæður á skyldusparnaðar- reikningi sem ekki eru leystir út við 26 ára aldur, skuli halda áfram að bera sömu ávöxtun og fyrr. Vextir á skyldusparnaði 1987 námu 64.7 millj. kr. Vaxtaprósenta var þá 3.5%. Með vaxtabreyt- ingu mun Byggingarsjóður ríkisins þurfa að greiða hærri vexti en hingað til. MILLJ. KR. um að leggja það alveg niður. Við nánari athugun var hins vegar ákveðið að gera tilraun til áframhaldandi reksturs, með breyttu formi. Var þá stofnað sérstakt hlutafélag um reksturinn, Arnarflug inn- anlands h/f, og var tilgangur- inn að gera hann stjórnunar- lega sjálfstæðari. Ekki náði þetta nýja félag hagnaði á þessum fyrstu mánuðum sín- um en Arnarflugsmenn binda miklar vonir um betri árangur á þessu ári. Jóhanna Sigurðardóttir leggur fram frumvarp um hœkkun vaxta á skyldusparnaði: VEXTIR ÁKVEÐIST AF ÁVÖXTUNAR RÍKISRANKANNA Afkoma Arnarflugs: EIGINFJÁRSTAÐAN NEIKVÆÐ UM 228 Hagnaður ef rekstrinum í fyrra nam 4.8 millj. kr.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.