Alþýðublaðið - 12.03.1988, Qupperneq 8
8
Laugardagur 12. mars 1988
Alþýðuflokkurinn
getur því miður
ekkert treyst því
að góðu málin
komist að...
hugsi sem svo aö Jóhanna
sé sterk og hún geti barist
sem áöur fyrir sínum málefn-
um. Ég er hundóánægö meö
stuðning þingflokksins og
þaö skulu menn vita aö þau
mál sem Jóhanna berst fyrir
eru aö stórum hluta mál sem
Samband Alþýóuflokks-
kvenna hefur unnið aö og
flokkurinn lagt blessun sína
yfir á flokksþingum, birt í
stefnuskrám flokksins og
gert að aöal kosningamálum.
Þaö er þvi mjög alvarlegur
hlutur fyrir okkur konurnar í
Alþýðuflokknum ef við finn-
um að þaö er ekki fullur
stuðningur við okkar mál,
sem Jóhanna berst fyrir á
þingi."
— Ertu aö tala um klofn-
ing milli karla og kvenna í Al-
þýðuflokknum?
„Það hefur aldrei verið
klofningur milli þeirra i
flokknum, vegna þess að
jafnaðarstefnan er svo sam-
ofin þjóðfélagsaðstæðum og
uppbyggingu i fjölskyldumál-
um. Þó að við konur segjum
að allt séu fjölskyldumál
hvort sem um er að ræða
skattamál eða dagvistarmál,
þá viðurkennum við að það
þýðir ekkert að hrópa á meira
fjármagn til félagsmála nema
að fjármagn sé til. Vönduö
stefna í efnahagsmálum er
þess vegna nauðsynleg alveg
eins og það er ekki hægt að
slíta félagsmál úr samhengi
og hengja þau sérstaklega á
konumar."
— Þú kallar þaö „hugs-
unarleysi11 aö þingflokkurinn
styöur ekki nægilega Jó-
hönnu á þingi, en benda ekki
aögeröir ríkisstjórnarinnar
sem neyöa Jóhönnu til aö
greiða sératkvæöi á þingi, til
þess að það sé einfaldlega
ekki stuðningur við félags-
málaráðherra?
„Auðvitað er ég sár-
óánægð með að menn láti
það henda sig að storma
ekki í pontu og fylgja málefn-
um Alþýöuflokksins eftir og
mótmæla ekki því, aö það
skuli vegið að Jóhönnu með
ummælum um slakleg vinnu-
brögð. Það er ófyrirgefanlegt,
og ég verð að viðurkenna að
vinnubrögðin í sambandi við
niðurskurð í félagsmálaráðu-
neytinu langt umfram önnur
ráðuneyti eru méróskiljan-
leg. í fyrsta lagi er það veikt
fyrir ríkisstjórn að mál skuli
keyrð áfram í andstöðu við
ráðherra. í öðru lagi skil ég
ekki þá ákvörðun að beita
hnifnum svo mjög að einu
ráðuneyti, og það er athyglis-
vert að samgönguráðherra
gerir ráð fyrir þvi aö niður-
skurðurinn til samgöngumála
sé aðeins frestun og muni
verða bættur á fjárlögum
næsta árs. Því hlýt ég að
gera þá kröfu sem formaður
Húnæðismálastjórnar að
skerðingin til húsnæðismála
nú verði bætt á næsta ári.
Eins mætti spyrja um Jöfn-
unarsjóð sveitarfélaga, sem
nú er skertur þrátt fyrir gefin
loforð. Ég er ósátt við þau
vinnubrögð að ekki skyldi
setið yfir efnahagsaðgerðun-
um þar til allir ráðherrar gátu
sætt sig við þær.“
Skoðanalausar lufsur?
— Ertu aö gagnrýna fjár-
málaráðherrann sem heldur
um peningakassann?
„Eg gagnrýni ríkisstjórnina
sem slíka, því að þetta er
ekki einleikur fjármálaráð-
herra. Mér finnst það hlálegt
fyrir samstarfsaðila Alþýðu-
flokksins í ríkisstjórn að því
sé stillt upp þannig að allt
sem er gert séu verk Alþýðu-
flokksins, og öðrum stjórnar-
liðum þá væntanlega lýst
sem skoðanalausum lufsum
— hins vegar hlýt ég að túlka
það þannig að þeim þyki
harla gott að vera Alþýðu-
flokksins i ríkisstjórn miðist
við það að Alþýðuflokkurinn
sé gerður að blóraböggli í
vondu málunum, en aðrir ráð-
herrar spila stikkfrí með yfir-
lýsingar út og suður.
Það vekur traust fólks ef
ríkisstjórn stendur saman.
Hér I Kópavogi hef ég setið í
bæjarstjómarmeirihluta i 10
ár. Oll þessi ár hefur okkar
aðalsmerki verið samstaða
um mál, þó að I örfáum tilvik-
um hafi hefðbundin skipting
meirihluta og minnihluta riðl-
ast. Á sama tíma hefur það
gerst hjá ríkisstjórnum að
það er rekin heiftarleg fjöl-
miðlapólitík. Menn virðast
reikna með því að það skipti
engu máli hvað er sagt fyrir
kosningar. Fólk reiknarorðið
með því að málin sem lofað
var að standa við fyrir kosn-
ingar, komi alls ekkert fram.
Þar með gerir fólk ekki leng-
ur kröfur til kosinna fulltrúa í
rikisstjórn. Þeim er jafnvel
hampaö sem svíkja mest,
vegna þess að það sem
stendur upþ úr er hvernig
hverjum og einum tekst að
hasla sér völl í fjölmiðla-
áróðrinum. Fyrir bragðið
verður umræðan í þjóðfélag-
inu um stjórnmálamenn svo
neikvæð, og fólk væntir lítils.
Fólk treystir því ekki, ef boð-
aðar eru erfiðar aðgerðir til
að veita góðum málum braut-