Alþýðublaðið - 12.03.1988, Side 10

Alþýðublaðið - 12.03.1988, Side 10
10 Laugardagur 12. mars 1988 MMÐUBMÐIÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri Valdimar Jóhannesson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Umsjónarmaður helgarólaðs: Þorlákur Helgason Blaðamenn: Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Sigrlður Þrúður Stefánsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdls Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Slðumúla 12. Áskriftarsfminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. A BATAVEGI Skoöanakönnun sú er Skáís geröi fyrir Helgarpóstinn á fylgi flokkanna er aö mörgu leyti athyglisverö. Nú styttist í ársafmæli rikisstjórnarinnar og hlýtur skoðanakönnun um fylgi flokkanna aö endurspegla aö hluta til vinsældir stjórnarinnar sem slíkrar, mat einstaklinga á hvernig ein- stakir flokkar hafa staðið sig í ríkisstjórninni og hvernig stjórnarandstööuflokkarnir hafa komist frá sínum hlut. Þaö fyrsta sem blasir viö augum er hið gífurlega hrun Borgaraflokksins. Þaö virðist Ijóst að Borgaraflokknum hafi ekki tekist að haslasérvöll sem stjórnmálaafl kring- um ákveðnar þjóðfélagshugmyndir, heldur hafi veriö póli- tískur skyndibitastaöur í múgæsingunum fyrir kosningar og eins konar samúöarhreyfing kringum Albert Guö- mundsson. Þegar sú tilfinningaalda hefur gengið yfir, virðist flokkurinn ekki hafanógu sterkan málflutning til að ná trausti kjósenda. Þveröfuga sögu er aö segja um Kvennalistann sem samkvæmt skoðanakönnunum er aö festa sig í sessi sem sterkt stjórnmálaafl og orðinn næst- stærsti flokkur þjóðarinnar. Hitt ber þó aö skoða, aö sennilega hefur Kvennalistinn megnaö að safna saman fylgi stjórnarandstæðinga í þjóðfélaginu og óánægju- raddanna. Hvort sú líming endist til þess að veita Kvenna- listanum stóran kosningasigur í næ°*- kosningum skal ósagt. Greinilegt er þó að hin „mjt ..iai“ Kvennalistans virðast höfða til almennings hversu óábyrgur og óraun- sær málflutningurinn er á stundum. Sjálfstæðisflokkurinn getur vel við unað að bæta við nokkrum þrósentustigum, og í sama streng geta Alþýðu- flokksmenn tekið. Hins vegar verða framsóknarmenn að bíta í það súra epli að hrapa töluvert í fylgi. Af þessum niðurstöðum má að sjálfsögðu draga margar ályktanir. Samkvæmt skoðanakönnun Skáíss standa ríkisstjórnar- flokkarnir sterkt eða með samanlagt 63% fylgi. En það er ennfremur Ijóst að uppsveifla Sjálfstæðisflokksins bendir til þess að samband sé á milli fylgisaukningar flokksins og hruns Borgaraflokksins. Fall Framsóknar má eflaust að einhverju leyti rekja til umræðunnar um SÍS en vafalaust hefur athafnaleysi framsóknarmanna í ríkis- stjórninni og „stikkfrí-pólitík“ átt sinn hlut í minnkandi gengi þeirra f ummræddri könnun. Alþýðuflokkurinn hefur nú 14.5% fylgi. Hið mikla persónufylgi Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herrasem ersamkvæmt skoðanakönnun Skáíss næstvin- sælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar, hefur án efa haft áhrif á vaxandi hag Alþýðuflokksins. En því má ekki gleyma, að hinn mikli fimbulvetur flokksins virðist nú á enda. Skattkerfisbreytingarnar og annar flórmokstur kall- aði á óvinsælar aðgerðir en nauðsynlegar ef halda átti verðbólgu í skefjum, tryggja hallalaus fjárlög, koma í veg fyrirerlendarlántökurog haldagengi stöðugu. Hin ábyrga efnahagspólitik sem Alþýðuflokkurinn axlaði nær einn í ríkisstjórninni, kallaði á pólitískt hugrekki. Almenningi virðist nú Ijóst að þessar aðgerðir voru nauðsynlegar og er farinn að skynja hin jákvæðu áhrif kerfisbreytinganna þar sem tekjuliðir rikissjóðs voru endurhannaðir til að skapa skilvirkt og réttlátt skattakerfi sem getur fjár- magnað velferðarþjóðfélagið. Kjósendur eru farnir að skilja að sá ríkisstjórnarflokkur sem mest var skammaður, var eini ríkisstjórnarflokkurinn sem hafði hugrekki og hugmyndir til að spretta upp þjóðarvömbinni, nema burt krabbameinið og setja sjúklinginn i rétta eftirmeðferð. Sjúklingur á batavegi er þakklátui. Það sýnir hið vaxandi fylgi Alþýöuflokksins. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Ragnar Lár: Kenningar um hvernig listamenn eru „búnir til“. RAGNAR Lár myndlista- maður með meiru segir hressilega frá lífsskoðunum sínum í nýjasta tölublaði af hinu nýja karlatímariti sem heitir því einfalda nafni „Við karlmenn." Einkum eru sjón- armið Ragnars varðandi list- ina og listakaup athyglisverð. Heyrum fyrst hvað Ragnar Lár hefur að segja um lista- mannalaun: „Ég fæ ekki annað séð en svoköliuð listamannalaun undanfarinna ára hafi verið hlægiiegar sposlur, sem að mestu eru til komnar vegna ýmiss konar kunningsskapar, klíkuskapar og þrýstings, jafnvel pólitísks þrýstings. Þetta á einkum við um lægsta flokkinn, en i þann flokk raðar hin pólitíska út- hlutunarnefnd eftir geöþótta og jafnvel þeim aöferðum sem að ofan er getið. Allt öðru máli gegnir um svonefnd starfslaun. Það er að minnsta kosti nokkurt vit í þeim. Það getur bókstaflega skipt sköpum fyrir listamenn að fá starfslaun til lengri eða skemmri tíma. Starfslaunin gera listamanninum kieift að vinna óskiptur að list sinni og það er honum ómetan- legt. Skilyrðin fyrir starfs- laununum eru þau, að lista- maðurinn sýni afrakstur vinnu sinnar, þann tíma sem hann var á laununum, og er ekkert sjálfsagðara.“ Um galleríin og „bisness- inn“ í kringum listina, segir Ragnar Lár: „Það er ekkert nema gott að segja um öll þau galleri sem skotið hafa upp kollin- um á undanförnum árum. Þó er eitt um sum þeirra aö segja, sem mér finnst alvar- legt mál og varasamt. Ráða- menn sumra gallerianna hafa fetað í fótspor erlendra lista- verkabraskara og tekið sér, sjálfdæmi i því að segja við- skiptavinum sínum hvað sé „listaverk í dag“ og er mikil og ógeðfelld spákaup- mennska á bak viö þetta. Það var til dæmis i hæsta máta ógeðfellt þegar haldin var sýning á verkum ungra myndlistamanna um árið í opinberum sýningarsal og auglýst að starfsmenn eins gallerísins yrðu á staðnum til að ráðleggja fólki við kaup á myndverkum. Þess má geta að viðkomandi galleri stóð ekki að sýningunni. Erlendis tiðkast það, að fjársterkir aðilar „kaupi“ listamenn og „búi þá til“, ef svo mætti að orði komast. Viðkomandi listamaður er þá á samningi og málar samkvæmt vilja „eigandans", en í staðinn fær hann nóg til hnífs og skeiðar og vinnuaðstöðu. Þaö sem á sér stað er nokk- urn veginn það sama og verið hefur í fréttum varðandi hljómsveitina Sykurmolana, en þeir sem þá hljómsveit skipa virðast hafa það bein í nefinu, að hafna þeim tilboð- um sem hafa í sér fólgið, að tjáningarfrelsi þeirra sé skert. í nútímaþjóðfélagi er það tiðkað að „búa til eftirspurn". Þessi aðferð hefur einnig verið notuð hér á landi hvað iistamenn varðar. Ein aðferð- in er sú að láta koma fram myndir á listaverkauppboðum eftir óþekktan listamann. Þeir sem uppboðið sækja þekkja að sjálfsögðu hvorki haus né sporð á viðkomandi listamanni né verkum hans. En þegar til uppboðsins kem- ur berast boö i umrædd verk og eru þau seld á furðugóðu verði. Að sjálfsögðu eru þessi tilboð tilbúningur einn, en gestir uppboðsins sjá og heyra að þarna er um eftir- sótt verk að ræða og fara að velta vöngum yfir þeim efni- lega listamanni sem þarna er á ferðinni. Síðan er málinu fylgt eftir með blaðaviðtölum og greinum. „Plottið" er lang- timaáætlun og endar gjarna með stórsýningu á besta staö. Áróðrinum er fylgt eftir í fjölmiðlum, eftirspurnin hefur verið búin til og þá er ekki að sökum að spyrja.,, Steingrimur: Sameiningartákn kvenna? TÍMINN birtir skemmtilega fyrirsögn á frétt um skoðana- könnun HP og Skáíss á fylgi flokkana og persónuvinsæld- um einstakra stjórnmála- manna. Á fréttasíðu blaðsins stendur: „Utanríkisráðherra nýtur hylli kvenna." Þetta er nokkuð frumleg athugasemd gagnvart manni sem enn einu sinni er kosinn vinsæl- asti stjórnmálamaður ís- lands, þó svo að saxast hafi á fylgi hans og Jóhanna Sigurðardóttir hafi skotist upp sem ný aðalstjarna á persónuvinsældarlista stjórn- málanna og hreppt 2. sætið i skoðanakönnun HP. En lesum hvernig Tíminn fer að því að skilgreina Stein- gríminn sem „utanríkisráð- herra sem nýtur hylli kvenna.“: „Þessar niðurstöður hafa þó engin áhrif á vinsældir Steingrims Hermannssonar, formanns Framsóknarflokks- ins og utanrikisráðherra. Hann er enn langefstur á lista yfir vinsælustu stjórn- málamennina, svo sem i undanförnum könnunum. Nú hefur verið athugað hvaðan þessi mikli stuðningur kemur og vekur athygli hvílíkrar gif- urlegrar kvenhylli Steingrím- ur nýtur. Rúmlega fimmt- ungur fylgis hans i vinsælda- kosningunum kemur frá kjós- endum Kvennalista." Tíminn er með öðrum orðum að segja að áhang- endur Kvennalistans sjái Steingrím í sjálfum sér eða öfugt. Þetta er athyglisvert. Það hlýtur að þýða að annaö hvort er Steingrímur í stjórn- arandstöðu eins og margir hafa haldið fram eða að Steingrimur sé orðinn að sameiningartákni íslenskra kvenna. Alpýðnblaðið s«n» éi rnt kua armm ■ Gamla Bló BH TAYLOR SKIPSTJÓRI. Stórfengleg og spennandi kvikmynd gerð eftir hinni áhrifamiklu sjóferða- og æfintýrasögu Ted Lesser: Souls at Sea. Aðalhlutverkin leika hin- ir vinsælu og ágætu leik- arar: GARY COOPER, Georgc Raft og Frances Dee. Myndin bönnuð börnum innan 14 ára. Fffldjörf bankaráns- tilraun i OSLO, 15. marz. FB. ,/~V?ANALEGA bíræfnisleg til raun til bankaráns var gerð i Horten í Noregi í gær. Rétt áður en lokað var kom ungur maður inn í Hortens Pri- vatbank og gekk að gjaldkeran- um og miðaði á hann skamm- byssu. Sextán ára piltur — sendill — sá þegar hvað var á seyði, hljóp út til þes að kalla á lög- regluna, en lítill Opelbíll, sem úti var, ók þá af stað. Þá varð bankaránsmaðurinn smeykur og hljóp út, en yfirlögreglu- þjónn að nafni Endrestad elti hann og handsamaði. Fangelsanir og sjálfsmorðíAust urríki. Gyðingaofsóknirnar i al- gleymingi. LONDON í gærkveldi. FÚ. HITLER skipaði svo fyrir í dag, að allir embættis- menn í Austurríki skyldu sverja scr hollustueið, en að engir Gyðingar mættu gegna opinber um embættisstörfum. Daglega eykst tala þeirra Gyðinga, sem handteknir eru í Austurríki. í dag var handtek- inn meðal annara, Louis de Rothschild barón, bankaeigandi — en hann er af Gyðingaættum. C AMÞYKKTIR verka- ^ lýðsfélaganna um frv. um stéttarfélög og vinnudeil- ur eru nú sem óðast að berast til Alþýðusambandsins. Verklýðsfélag Akureyrar. ..Verklýðsfélag Akureyrar tel- ur eðlilegt að sett sé vinnulög- gjöf sem tryggi aðstöðu verka- lýðssamtakanna í landinu og álitur að frumvarp það um stéttarfélög og vinnudeilur, sem samið hefir verið að til- hlutun stjórnarflokkanna og sent hefir verið verkalýðsfélög- unum til umsagnar sé eftir at- vikum ekki óaðgengilegt ‘fyrir verkalýðssamtökin og sér ekki ástæðu til að krefjast breytinga á því eða mæla á móti samþykkt þess.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.