Alþýðublaðið - 12.03.1988, Qupperneq 13
Laugardagur 12. mars 1988
13
Norrœnt tœkniár
Opið hús á
Landspítala
í tilefni Norræns Tækniárs
1988 veröur opiö hús á Land-
spítala á morgun, sunnudag
13. mars klukkan 13-18. Þang-
að eru allir velkomnir og geta
kynnt sér starfsemi Landspít-
alans og nýjustu tækni sem
íslensk sjúkrahús hafa upp á
að bjóða.
;Landsp(talinn er með
stærstu vinnustöðum á land-
inu því þar vinna að jafnaði
2.000 manns við mjög fjöl-
þætta og umfangsmikla
starfsemi.
Bygging Landspitala hófst
1925 og var fyrsti sjúklingur-
inn lagður inn þann 20. des-
ember 1930. Frá þeim tíma
hefur stöðugt verið unnið að
endurbótum og stækkun á
húsnæði og tækjabúnaði
spítalans, í samræmi við
auknar kröfur og framfarir í
heilbrigðisþjónustu.
Þann 12. febrúar 1985 hóf-
ust tramkvæmdir viö K-bygg-
ingu Landspítala. Ákveðið er
að bygging verði reist í tveim-
ur áföngum og miðast fyrri
áfangi við að krabbameins-
lækningadeild sé starfhæf. í
fullbyggðri K-byggingu verður
fullkomin skurðdeild, ný gjör-
gæsludeild, röntgen- og
myndgreiningardeild, eðlis-
fræðideild, dauðhreinsun
áhalda og krabbameinslækn-
ingadeild.
K-bygging verður því sann-
kallað musteri hátækni í
læknisfræði á íslandi. Fyrri
áfangi K-byggingar verður
tekinn í notkun nú i haust og
ráðgert er að Ijúka bygging-
unni allri ekki síðar en árið
1994.
MYNDASAGA>
Hér hefur göngu sína
í Alþýðublaðinu
myndasaga. Höfundur
er Kristján Jón
Guðnason, verkamað-
ur. Hver kafli er að
jafnaði sjálfstæður í
hverju blaði. Slegið
verður á ýmsa strengi
eins og fram kemur í
fyrsta skammti frá
Kristjáni.
Ej aetUlli tara a’ó \ÓLq ykkvr
vda bh i knnv kóa aijtm^ 1
<xh nv cr nój p\áss 1 aeöra
4yr\r aUa A\yn-i9vsmehn j
alvej hój p\ás$j
4yt\r aWa'.
\>V S«^vr ek\u ^ytMt aUa, VtW.c<
ewi^rihi 05 \>or$4evh 65 lón fta\<\vm
Et\v a\vet^ 4rá \>ér hvaóvt' yaV)
er Lvrv tew Keíut roáóa’b
ViósnaitWsri'atutivm Viý» mér
100g MEIRIJOGURT
ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS !*
* Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt í 180 g dósum.
Tílheyrir þú samrýndri fjölskyldu sem kemur sér
saman um hlutina, þar á meðal bragðtegundir?
Þú drýgir heimilispeningana með því að kaupa
eina stóra dós af jógúrt frekar en 2-3 litlar.
Það er óneitanlega smábúbót þessa dagana. ___________
HVER VILL EKKIGERA GÓÐ KAUP? nnS"
Sjáðu nú til: 500 g dós af jógúrt kostar 73 kr.*
180 g dós af jógúrt kostar 33 kr.*
Sem sagt: Það er 20,4% ódýrara að kaupa stóra dós.
leiðbeinandi verð.