Alþýðublaðið - 12.03.1988, Síða 18
18
Laugardagur 12. mars 1988
VERÐGÆSLA ALÞÝÐUBLAÐSINS
Hann var óheppinn og gat ekki látiö klippa allt. Mundu að þaö ber að
hafa verðskrá á áberandi stað i rakarastofunni eða á hárgreiðslustof-
unni. Kiktu á hana áður en þú ferö i stólinn...
Teikning: Ólafur Th. Ólafsson.
Heilan eða hálfan
Aö þessu sinni er augum
beinf aö klippingu. Verð var
kannað hjá rökurum og á hár-
greiðslustofum á Reykjavik-
ursvæðinu og á nokkrum
stöðum úti á landi. Verðlags-
stofnun kannaði verð á þjón-
ustu i Reykjavík og nágrenni
í lok september 1986. Fórum
við nú á sömu mið og leituð-
um upplýsinga á sömu stöð-
um — og bættum lands-
byggðinni við.
Eins og glöggt kemur fram
er gifurlegur munur á verði
þessarar þjónustu. Það er
álíka langt i veröi þjónust-
unnar þar sem hún er ódýr-
ust og þar sem hún kostar
allra mest og fjarlægðin er. Á
Höfn í Hornafirði geturðu
sest í rakarastólinn og komið
glaður út fyrir 650 krónur, en
viljir þú sækja sömu þjón-
ustu í Aristókratann í Reykja-
vík verðurðu annað hvort að
sætta þig við að fá tæplega
helminginn klipptan fyrir
sama verð og á Höfn, eða
fara sjaldnar til rakarans en
þeir á Höfn. Við þessu er víst
ekkert að gera. Sumir vilja
skipta við aðila þó að þeir
séu miklu dýrari en aðrir, en
hinir sem fá bakþanka ættu
að íhuga hvort ekki sé ráð-
lagt að skreppa austur í
klippingu eða a.m.k. koma
við hjá klipparanum eystra í
sumarfríinu...
Hvað kostar að
láta klippa sig.
Alþýðublaðið
kannar verð á
herraklippingu.
Niðurstaða: Allt
að 140% munur
KLIPPT 0G SKORIÐ
Á LANDSBYGGÐINNI
Form- Klipping og klipping skegg- karla snyrting
Rakarastofa Ragnars Keflavík 550 800
Rakarastofa Hinriks Akranesi 600 900
Rakarast. Hafnarstr. ísafirói 540 738
Rakara- og hársn.st. Akureyri 785 1235
Rakarastofa Ingva Akureyri 720 1070
Rakarastofa Rúnars Húsavík 725 925
Hárgreiðslust. Hlín Siglufirði 595 795
Rakarastofan Höfn Hornafirði 500 650
Hárgr.st. Hönnu Stínu Neskaupstað 750 880
Rakara- og hárgr.st. Leifs, Selfossi 710 990
Rakarastofa Ástu Hveragerði 640 750
Mismunur
935 krónur
á sömu
þjónustu
„Þeir hlæja aö okkur fyrir
sunnan," sagói einn rakara
okkar úti á landi, þegar hann
frétti að það ætti að bera
saman verð á klippingu í
Reykjavík og á landsbyggð-
inni. Annar kvaö sunnan-
menn kvá „Ekki meir“ þegar
þeim væri sýndur reikningur-
inn að lokinni aðgerð.
Verðalagsstofnun kannaði
formklippingu síðast í sept-
ember 1986. Sé verð borið
saman við könnun okkar nú
kemur í Ijós að verð á klipp-
ingunni hefur hækkað meira
en verölag í landinu á sama
tíma. Sé miðað við hækkun á
vísitölu framfærslukostnaðar
hefur hún hækkaö um 36% á
tímabilinu sept. 1986 - mars
1988 samkvæmt upplýsling-
um Hagstofu íslands. Hjá
flestum hefur klippingin
hækkað um 40-50% og er sú
hækkun meira í samræmi við
launahækkanir á sama tíma.
Lágmarkskaup var um 21
þúsund krónur á mánuði í
september 1986 en er nú
31.500 kr. Er sú hækkun mán-
aðarlauna 50%
RS. Ef þú vilt aka austur á
Höfn í Hornafirði þá sparar
þú 935 kr. miðað við þar sem
dýrast er að láta klippa sig.
KLIPPT 0G SK0RIÐ - SAMANRURÐUR
Formklipping karla Hækkun frá sept. ’86 Klipping og skeggsnyrting
Aristokratinn Síðumúla 23, Reykjavík 980 63% 1585
Bartskerinn Laugavegi 128, Reykjavík 600 33% 850
Bisty Smiðjuvegi 9, Kópavogi 795 47% 1195
Greifinn Hringbraut 119, Reykjavík 770 47% 1020
Hár-Gallerí Laugavegi 27, Reykjavík 790 49% 1170
Hársnyrting Villa Þórs Ármúla 26, Reykjavík 780 42% 1155
Hársnyrtistofan Hár Hjallahrauni 13, Hafnarfirði 770 48% 1150
Rakarastofa Ágústar og Garðars Suðurlandsbraut 10, R.vík 760 41% 1120
Rakarastofa Einars Eyjólfssonar Álfheimum 31, Reykjavík 710 42% 910
Rakarastofa Jörundar Hverfisgötu 117, Reykjavík 780 53% 1125
Rakarastofa Leifs og Kára Njálsgötu 11, Reykjavík 650 44% 950
Rakarastofa Péturs Skólavörðustíg 10, Reykjavík 650 44% 1000
Rakarastofa Sigurðar Ólafssonar Pósthússtræti 2, Reykjavík 740 49% 1115
Rakarastofa Þórðar Helgasonar Skólavörðust. 17b, Reykjavík 600 33% 800
Sevilla Hamraborg 11, Kópavogi 730 49% 1140
Útgjöld
30 þúsund
krónur
á mánuði
Samkvæmt síðustu út-
reikningum á vísitölu fram-
færslukostnaðar ver vísitölu-
fjölskyldan nú 30 þúsund
krónum að meðaltali í mat. í
þeirri frægu fjölskyldu eru
núna 3,66 einstaklingar.
Hvereru útgjöld þinnar
fjölskyldu?
Sendu okkur upplýsingar
um fjárhag heimilisins, um
verðlag eða vörur og þjón-
ustu sem þig langar að for-
vitnast betur um. Skrifaðu
okkur á Alþýðublaðið og
merktu bréfið: Alþýðublaðiö;
neytendasíða, Ármúla 38, 108
Reykjavík.
Við viljum halda úti góðri
neytendasíðu og hvetjum því
lesendur tll aö láta í sér
heyra.