Alþýðublaðið - 12.03.1988, Page 20

Alþýðublaðið - 12.03.1988, Page 20
20 Laugardagur 12. mars 1988 TONLIST Gunnar H. Ársæisson skritar Ein góð frá Liverpool Þaö hafa komið margar góöar og merkilegar hljóm- sveitir frá Liverpool á Eng- landi. Fyrst ber náttúrlega aö nefna Bítlana sálugu, fræg- ustu hljómsveit allratíma held ég aö sé óhætt að full- yrða, Echo & the Bunnymen, sú magnaða sveit er einnig frá þessari merku borg. Og hér bætist ein viö. Þetta er tríóiö The Christians sem ný- verið sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu og ber hún nafn triósins. The Christians saman- stendur af þeim bræörum Garry og Russel Christians (þá vitið þiö hvaöan nafniö er komið) og Henry Priestman. Hljóðfæraskipunin er þannig að Garry sér um söngin, Russel bróðir hans spilar á saxafón og syngur bakraddir. Henry spilar á hljómborð, gítar og þenur einnig radd- böndin i bakröddum þegar með þarf. Til aðstoðar á þessari plötu hafa The Christians Mike Bulger á gítar, Tony Jones á bassa og Paul Barlow á trommur. Tónlistin á plötunni er skemmtileg blanda af soul- tónlist, blús, poppi, rokki og jafnvel gospeltónlist. Það er alls ekki auðvelt að fella hana undir eina ákveðna skil- greiningu en mest finnst mér áhrifin vera frá soultón- listinni og á þaö aðallega við um sönginn og raddsetn- inguna. Alls eru níu lög á plötunni og eru þau öll eftir hljóm- borðsleikarann Henry Priest- man. Þau eru hvert öðru betra og erfitt að taka eitt sérstakt út úr. Sem dæmi mætti þó nefna lögin For- gotten Town, Ideal World og And that’s why. Útsetningar laganna eru einnig vandaðar og vekur skemmtileg notkun trommuheila í lögunum For- gotten Town og Hooverville sérstaka athygli mina. The Christians er virkilega góð plata sem venst betur og betur með hverri hlutstun. Lögin eru hvert öðru betra, segir Gunnar. DAGVIST BARIVA. BREIÐHOLT Fálkaborg — Fálkabakka 9 Dagheimilið/leikskólinn Fálkaborg óskar eft- ir starfsmanni eftir hádegi nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 78230. VESTURBÆR Hagaborg — Fornhaga 8 Starfsfólk óskast í eldhús. Um er að ræða 6 klukkustundir á hverjum degi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í st'ma 10268. Hagakot — Fornhaga 8 Fóstra eða fólk með uppeldislega menntun óskast til starfa í Hagakoti. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 29270. Ægisborg — Ægissíðu 104 Fóstrur og annað starfsfólk óskast til starfa í Ægisborg. Um er að ræða heila og hálfa stöðu. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14810. Konur í ASÍ Kynningarfundur um kvennaþingið Nordisk Forum, sem haldið verður í Osló 30. júlí til 7. ágúst n.k. verður í Sóknarsalnum Skipholti 50a, Reykjavík þriðjudaginn 15. mars n.k. kl. 20.30. ÞREYTTIR KARLAR Undirbúningsnefndin FLUGLEIÐIR Alveg verður maður gáttað- ur þegar maöur hlustar á svona plötur. Ósjálfrátt fer maður að vorkenna aum- ingjans mönnunum fyrir að standa í þessu. Standa i hverju gæti einhver spurt. Jú, að semja eins lög og texta ár eftir ár og það með góðri samvisku að viröist. Þegar svo er komið er eins gott að hætta þessu fyrir fullt og allt. Þessi sjöunda og nýjasta plata verður seint talin með tímamótaplötum í rokksög- unni því tónlistin hjá kalla- greyjunum er gjörsamlega stöðnuð og gott betur. Það segir sig því sjálft að sem lagasmiðir eru meðlimir Toto að syngja sitt síðasta. Lang- flest lögin á plötunni falla undir það sem ég kýs að kalla iðnaöarrokk og hefur allt yfirbragð fjöldafram- Langflest lögin falla undir þaö sem ég kýs aö kalla iðnaöarrokk og hefur allt yfirbragð fjölda- framleiöslu yfir sér, segir Gunnar í umsögn um Toto. leiöslu yfir sér. Tónlist fram- leidd eftir formúlum og í rauninni er það gróf móðgun við neytendur að bjóða þeim uppá plötu sem þessa. Að visu hafa þessir náungar samið verulega góð lög s.s. Rosanna, Africa og 99. En það dugir ekki að reyna að semja þessi lög uppá nýtt, sama hvort þau heita Pamela (í Dallas??) eða eitthvað annað. Pamela er einmitt nafnið á því lagi sem einna helst hefur heyrst á öldum Ijósvakans af þessári plötu. Menn lifa bara einfaldlega ekki endalaust á fornri frægð. Tómt mál að tala um. Að vísu er einn hlutur sem vert er að geta. Það er hljóð- færaleikurinn. Hann er pott- þéttur en sama gamla „Toto- soundið" spillir þar fyrir því undanfarnar plötur hafa svo til allar hljómað eins. Niður- staöan er því sú að hljóm- sveitin ToTo sé að breytast í tónlistariegan steingerving. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn þriðjudaginn 22. mars 1988 í Kristal- sal Hótel Loftleiða og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins, tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar ( hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins Reykjavíkurflugvelli, frá og með 15. mars nk. frá kl. 09.00—17.00. Afhendingu atkvæóaseðla lýkur á hádegi fundardags. Stjórh Fiugleiða hf.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.