Alþýðublaðið - 12.03.1988, Síða 21

Alþýðublaðið - 12.03.1988, Síða 21
Laugardagur 12. mars 1988 Austan úrSovét berast þær fregnir aó armenar séu aö rísa upp og heimta rétt sinn; yfirráö yfir landi því sem þjóöin býr á og hefur bú- iö á um aldir, sameiningu þjóðarfjölskyldunnar undir eigin stjórn og það sem merkilegast er; þeir vilja ráöa því sjálfir hvaö telst Armenía og hvaö ekki. Nú kynnu einfaldir menn aö vera hvumsa og spurja: Er þaö ekki einfalt mál? Eru ekki grikkir, grikkir og ítalir, ítalir á sama hátt og armenar eru armenar og skulu ekki landamæri dregin, meö ein- földum hætti, samkvæmt því? Því miður er málið ekki nærri svo einfalt. Frá okkar íslenska sjónarhóli kynni það aö viröast svo, vegna þess aö vió búum á einstaklega af- mörkuðu landi, Atlatnshafið sjálft hefur séð okkur fyrir fjögur hundruö milna vernd- arbelti, I landfræðilegum skilningi, í allar áttir. Eöa svo hugsa menn. En þótt mílur teljist í hundruöum til næstu stranda þá er þaö engin trygging þess aö landamæri séu klár. Ekki heldur hér á landi. Þarf ekki lengra aö leita raka en þeirra aö þótt viö búum hér, greinilega afmörkuð, norður í hafi, þá er annarhvor kollur sem fyrir ber á götu dökkur, franskur, — og önnur hver augu eru síst af öllu blá upp á norrænu. Meir að segja finnst orðið u.þ.b. fimmtug- asta hvert skinn í islenskum barnaskólum — svart! Nú skal því ekki neitað aö vér erum nýjungagjarnir með afbrigðum, kvenfólkiö ekki síður en vér karlar. Sjófarend- ur frá öðrum löndum hafa sagt aö á íslandi þurfi ekki annað en nefna fjarlæg lönd þá liggi kvenfólkiö undir eins flatt, uppíloft og meir aö segja karlarnir, eiginmenn þeirra, feóur, bræður og synir reiöubúnir að hjálpa til. Nú jæja. Ekki þarf þaö nú svo sem aö vera satt, ekki fremur en þjóósagan sem gekk um heiminn allan í dentíð um þaö aö sviar væru allir montnir heima og gengju þar með stifaö hálstau en afturá- móti alltaf augafullir og dónalegir utan landsteina. En sænskar stelpur og kerlingar æ og ævinlega og hvarvetna til í allt. Tómt bull. Menn sem ég þekki vel og trúi, sann- reyndu aö hvorttveggja var rangt. Og þeim brœðrum Hvaö sem því Iíður er aug- Ijóst aö þjóðablöndun geng- ur hratt eins þótt hin mestu úthöf skilji. Þeim mun merkilegra er aö þjóö á borö viö armena skuli ennþá vera til í þessum heimi, í landi sem hefur svo sem enga aðgreiningu frá þeim sem liggja í kring og hefur reyndar verið vaöiö yfir, linnulaust, um allar aldir, ým- ist af tyrkjum, rússum eða mongólum, já og fjölda ann- GLASNOST OG PERESTROJKA? arra kappsamra þjóöa. Að minnsta kosti tvisvar hefur veriö reynt aö útrýma þessari þjóö, gersamlega. Mistókst í bæöi skiptin. En hvers vegna í ósköpun- um taka menn sig til og ákveða að einhverri þjóö þurfi aö útrýma? Hvers vegna datt Hitler og þeim bræörum í hug að ráðast í svoleiðis stórvirki aö útrýma gyðing- um? Nú svarið er auðvitað ein- falt. Gyðingar voru of gáfaöir en nasistarnir, afturámóti, of duglegir. Þeir, það er nasist- arnir uröu aö fá nægilega mikilúöleg verkefni aö vinna. Og hvaö gat talist þessum hetjum verðugt verkefni ef ekki það aö ganga milli bols og höfuös á því fólki, gyöing- unum, sem allir vissu að bar af þeim sjálfum í flestu tilliti, nema hernaði og grimmd. Þaö var meir aö segja altalaö að gyðingarnir hefðu skapaó hina margfrægu þýsku menn- ingu, næstum því uppá eigin hönd, án verulegrar þátttöku þjóöverja. Skiljanlegt aö menn langi til aö útrýma svoleiðis fólki. Guð útbýtti löndum Armenía er rýrt aö land- kostum enda segja armenar sjálfir í brandaraskyni, aö þeir hefóu verið síöastir í biö- rööinni þegar Guö útbýtti löndum. Hins vegar hafi hann séö aö sér, sá gamli, þegar að því kom, daginn eftir, að útbýta gáfum. Þá haföi hann armena fyrsta í röðinni. Fyrir þetta hafa aðrar þjóð- ir hatað armena, sem skiljan- legt er. Rétt eins og gyöinga. Munurinn á þessum tveim þjóöum er hins vegar sá aö gyðingarnir hafa ekki getaö foröast að vera áberandi, sennilega fyrir þaö að kristin- dómurinn, sem þeir reyndu á sínum tíma að koma i veg fyrir, rauk eins og eldur í sinu út um allan heim og fór hvar- vetna með óorö um gyðinga. Armena henti ekkert slíkt. Og enda þótt þeir séu ekki síður en gyöingarnir, klókir í viöskiptum og pólitík, þá hef- ur almenn athygli ekki beinst eins aö þeim. Samt eru þeir út um allan heim. Meir aö segja eru nokkrir slyngir verslunarmenn hér á landi af armenskum ættum. Og ef menn hugsa sig um þá munu þeir fljótlega finna, meðal frægðar- og afreksmanna, nöfn þaöan runnin. Þau enda á jan: Mikojan, Karajan, Sarojan, Petrosjan, Vaganjan o.s.frv. Svo eru sumir sem kjósa að vera í felum eins og t.d. Kasparov sem hefur breytt nafni sínu til líkingar viö „fína fólkið" austur þar, — rússana, en heitir í raun og veru Kasparjan eöa eitt- hvaö svoleiðis. Og gleymum ekki mússíköntum eins og Lisitsíjan og Katsatúrijan. „Þá yrðir þú að drekka meirau í Armeníu er, auk alls ann- ars, framleitt eitt fínasta brennivín veraldar. Þaó ber heitið Ararat, framleitt úr vín- berjum, rétt eins og cognag- iö þeirra í frans og reyndar nefnt konjak. Sagt er að strax eftir aö þeir komust upp á lagió meó þessa bruggun og suöu hafi þeir sem aö vín- gerðinni unnu tekiö slíku ást- fóstri viö verk sitt aö þeir hafi verið ölvaöir af þvi síðan, kynslóðum saman. Þeireru taldir fæöast undir áhrifum af þessari merkilegu blöndu og sagðir ekki skilja hugtakiö „allsgáöur". Þetta er ralið einsdæmi. Enda var það svo aö þegar sovétstjórninni þótti mikið viö liggja aö ná góöum verslunarsamningi við islendinga, með síld, ullar- vöru og hráolíu, þá buöu þeir okkur þetta fræga konjakk, sem er svo torfengið að ekki einu sinni aðallinn i Sovétt- inu getur gengiö aö því vísu, — til sölu í Ríkinu. En þá sannaóist, einu sinni sem oftar, aö það er ekki á vísan aö róa meö oss landa. Þaö keypti þetta nefnilega eng- inn! Nema undirritaöur og svo Páll Heióar. Svo var mér sagt, fyrir tveimur árum aó Páll Heiðar væri hætturog aö þeir nenntu ekki aö flytja þetta inn fyrir mig einan. „Þú yröir þá að minnsta kosti aö drekka meira“, sagði Einar Ólafsson, i Ríkinu. Ég treysti mér ekki til þess. Og þar með týndust þau litlu tengsl sem vér höföum við Armeníu. Og raunar gæti verið aö þessi tregöa við armjanskt konjakk hafi stórskemmt og allt aö því eyöilagt alla versl- un okkar vió hiö mikla ríki i austri, vegna þess aö þótt samþykkt sé aö rússar séu einir mestu slúbbertar, þá eru þeir ekki meiri slúbbertar en svo aö þeir telja sér ekki skylt aö versla viö þess hátt- ar þjóöir sem ekki kunna aö meta armjanskt konjakk. Telja þaö jafnvel ekki ómaks- ins verx aó þekkja svoleiöis lýö. Mitt líf hefur ekki breyst En þaö er nú ekki málið. Þess vegna er ég aö skrifa um armena í dag aö ég er dálítið undrandi. Hverskonar er eiginlega þessi nýupp- runna gorbasjofstíð? Getur verið að hún sé slík aö jafn- vel feluþjóð eins og armenar, sem um aldir hafa haft það eitt sér til verndar aö þykjast ekki vera til, geti farið að rísa upp, framan í öllum heimi og heimta réttlæti? Þaö væru aldeilis tíðindi. En ég ætla nú aö bíða og sjá hvaö setur. Mitt líf hefur ekki breyst ennþá viö tilkomu hins nýja, þjóöum dáða leið- toga. Eftir sem áöur eru bréf min stöðvuö í pósti. Hverjum svo sem ég skrifa austur þar, aö einum undanteknum, þá fæ ég aldrei nokkurt svar. Fyrr en það kemst í lag mun ég ekki greiða félaga Gorbatsjov, né heldur neinum öörum leiötoga þessa mikla ríkis mitt atkvæöi. ,Enda var það svo aö þegar sovétstjórninni þótti mikið vió liggja aó ná góóum verslunarsamningum við íslendinga, meö síld, ullarvöru og hrá- olíu, þá buðu þeir okkur þetta fræga konjakk sem er svo torfengiö að ekki einu sinni aðallinn í Sovéttinu getur gengið að því vísu“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.