Tíminn - 27.10.1967, Síða 6

Tíminn - 27.10.1967, Síða 6
ÞINGFRETTIR TÍMINN FÖSTUDAGUR 27. október 1967. Frumvarpið um byggðajafn- vægissjóð flutt í 6. sinn Gísli Guðmundsson hafði í gær framsögu í neðri deild fyrir frumvarpi sínu um sér- stakar ráðstafanir til að stuðla að verndun og eflingu landsbyggðar og koma í veg fyrir eyðingu lífvænlegra byggðarlaga. Meðlflutnings- menn Gísla að frumvarpinu eru Guðmundur Jónasson, Halldór E. Sigurðsson, Vil- hjálmur Hjálmarsson, Ágúst Þorvaldsson og Sigurvin Ein- arsson, en þetta er sjötta þing ið í röð, sem Gísli flytur þetta mál. í upphaíi imáls síns sagði Gísli, að nieð frumvarpsflutningi þess- TVÖ KJÖRDÆMIS- ÞING Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra verður haldið í Miðgarði við Varmahlíð sunnudaginn 5. nóv. og hefst kl. 2 e. h. Pingmenn fíokksins í kjördæiminu mæta á þingmu. Sijóin kjördæmissambandsins. Kjöædæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Akureyri laugardaginn og sunnudaginn 11. og 12. nóvember. Þingið hefst kl. 14 og fundirnir verða að Hótei KEA. Formenn Framsóknaríélag anna í kjördæminu eru sérstak- lega minntir á þingið, og vinsnm lega beðnir að sjá um, að fulltrúa kjör fari fram sem fyrst. Tilkynn ingar um kjörna fulltrúa óskast sendar til skrifstofu Framsóknar flokksins á Akureyri. Kjördæmis- ráð. um væri gerð tilraun til að spyrna gegn þeirri þróun, sem eftir lik- um að dæma yrði á komandi ár- um mesta vandamiál hins unga íslenzka lýðveldis og gæti haft í för með sér, að aldur þess yrði skemmri en vonir stæðu til. Hætta vofir yfir, sagði Gísli, að fslend- ingar haldi áfram að safnasit sam- an i stórborg og leggja land sitt í eyoi að meira eða minna leyti. Á einum aldarfjórðungi eftir 194ó fjölgaði landsmönnum í heiid um nálega 60%. En svo mjög raskaðist á þessum tíma jafn vægið milli landshluta, að í ein- um landshluta fjölgaði fólki á þess um tíma um nær 134% en í öðr; um fækkaði um rúmlega 19%. í hinum landshlutunum var fjölgun in 9—31% eða hlutfallslega fækk un. í Stór-Reykjavík býr nú meira en helmingur þjóðarinnar sem mun vera heimsmet Fimm sinum hefur þetta frum- varp annað hvort enga afgreiðslu fengiö eða verið vísað frá með þeim rökstuðningi, að þess væri ekki þörf. Þó verður þess nú greimlega vart, að rökstuðningi fyrn miálinu hverju sinni hefur verið veitt athygli, og áhrifa hans er jainvel tekið að gæta. í löggjöf síðustu ára, þó að of skammt sé gengið. Ég sá það. nýiega í blaði mér til ánægju, að borgarstjórinn í Reykjavík hefur í ávarpi til ungra manna í flokki sínum, tekið undir þau sjónarmið, sem hér er um að ræða. Við hin stærstu viðfangsefni þarf óvenjuleg tök, og með smá- tækum ráðstöfunum verður lands- byggð hvorki vernduð né efld hér á landi eins og sakir standa. Hér er im framtíðarm'ál að ræða og þess vegna eiga tímabundnir erfið leikar í stjórnarfari og efnahags- lífi ekki að hafa áhrif á meðferð þess á þingi. Það er efni fruimvarpsins að sér stök og sjálfstæð ríkisstofnun, sem kalla mætti byggðajafnvægis stofnun vinni að verndun og efl- ingu iandsbyggðar með rannsókn um. áætlanagerð og fjárhagsleg- um stuðningi, sem um muni. — Stjórn þessarar stofnunar verði kosin af Alþingi og starfsemi henn ar taki til þeirra landshluta, þar sem bein eða hlutfallslega fólks- fækKun hefur átt sér stað eða er talin yfirvofandi. Frumvarpið gerir ráð fyrir stofnun og starf- semi Byggðajafnvægissjóðs, sem ætiað er það hlutverk að leggja fram fjármagn til þeirrar starf- semi, sem hér er um að ræða, og gert er ráð fyrir að útvegað verði með árlegu lögbundnu framlagi úr ríkissjóði og lántökum með ríkis- ábyrgð og auk þess sem gerð er ráð íyrir að hinn nýi Byggðajafn vægissjóður, ef lögfestur verður, yfirtaki núverandi Atvinnujöfn- unarsjóð og fjármuni hans. Þá gerði Gísli nánari grein fyr- ir einstökum atriðum í frumvarp inu og verður þessa máls getið frekar í Þingsjá Tímans á sunnu dag. Listasöfn og listsýningar utan Reykjavíkur Ingvar Gíslason og Ólafur Jó- hannesson flytja tillögu til þings- ályktunar um listasöfn og listsýn- ingar utan Reykjavíkur. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd til þess að gera til- lögur um stofnun og starfrækslu opinberra listasafna utan Reykja víkur. Jafnframt skal nefndin gera tillögur um það í samráði við sam tök myndlistarmanna, hvernig helzt mætti stuðla að því, að haldn ar verði fleiri myndlistarsýningar (samsýningar og sérsýningar) ut- an höfuðborgarinnar. — Kostnað pr við störf nefndarinnar greiðist úr rikissjóði." í greinargerð segir: Tillaga þessi hefur áður verið flutt, en ekki hlotið afgreiðslu. Fylgdi henni svohljóðandi grein argerð. Landsbyggðin utan Reykjavikur er ærið fátæk að listasöfnum og undantekning, ef myndlistarmenn þjóðarinnar sýna verk sín opinber lega annars staðar en í Reykja- vík. Jafnvel á Akureyri eru mynd listarsýningar fágætir viðburðir Slíkt ástand er engan veginn heillavænlegt. Hversu háskalegt sem það er landsbyggðinni að dragast aftur úr í atvinnulegum efnum — og um það er enginn ágneiningur — þá felst einnig dulin, ef ekki augljós hætta, þeg- ar menningarskUyrði eru að veru leugm mun lakari á einum stað en öðrum. Félags- og menningar- legur ójöfnuður meðal þjóðarinn- ar, hvort heldur er milli einstakra stétta eða landshluta, hefur hættu í för með sér, sem gefa þar nánar gætur og hindra sem framast má verða. Telja má með réttu, að löngum hafi menningarlegur jöfnuður ver- ið aðal íslenzku þjóðarinnar. Lista og bókmenntaáhugi var sameign allra manna, hvort sem þeir vmu efnaðir eða örsnauðir. Menningar skilyrði voru almennt lík í lands hlutunum. Því er vart að heilsa nú á tímum. Ójöfn menningarskilyrði eru næsta áberandi í landinu. Þær tvær listgreinar t. d. sem grósku mestar hafa verið síðustu áratugi, myndlist og tónlist, eru mjög ein- skorðaðar við Reykjavík. Á það þó alveg sérstaklega við um mynd listina. Listsýningar, hver annarri betri, eru tíðum haldnar í höfuð borginni. Líður varla sú vika, að ekki sé eitthvað að gerast í Lista mannaskálanum eða Bogasal Þjóð minjasafnsins. Menntaskólanemar I Reykjavík hafa komið upp tveim ur ógleymanlegum myndlistarsýn- ingum í vetur í húsakynnum skól- Gerö verði áætlun um fullnað- aruppbyggingu þjóðvegakerfisins Gísli Guðmundsson, Ingvar Gisiason, Stefán Valgeirsson, Sig- urvin Einarssom, Ágúst Þorvalds- son, Ásgeir Bjarnaison, Vilhjálmur Hjáimarsson og Guðmundur Jónas son, fiytja tillögu. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á rík- isstjórnina að fela vegamálastjóra að láta svo filjótt sem unnt er. og ekki síðar en fyrir árslok 1968, gera sundurliðaða kostnaðaráætl- un um fullnaðaruppbyggingu þjóð vegai.erfisins á einum áratug, eða sktmmri tíma, ef fært þætti, enda sé í áætluninni miðað við þá gerð vega, sem stefna ber að samkv. 12. g,r. vegalaga, nr. 71, 30. des. 1963, og að tekið verði ríkislán til nraðbrauta og þjóðbrauta, en landsbrautir gerðar fyrir fé úr vegasjóði. Framkvæmdaröð í áætl uninni verði við það miðuð, að lanasbyggð haldist og eflist, svo og æskilegt jafnvægi milli lands- hlutanna. — Kostnaður við áætl- unina greiðist úr rikissjóði". f greinargerð segir: Tiilaga þessi er byggð á álykt- un kjördæmisþings Framsóknar- manna i Norðurlandskjördæmi eystra, er haldið var að Laugum í Reykjadail dagana 2.-3. sept. 1936, en jafnframt höfð hliðsjón af aiyktun 14. flokksþings Fram- sóknarmanna (1967) um vegamál. Með fullnaðaruppbyggingu hrað- brautanna og þjóðbrautanna, væri fengin sú „vandaða hriingbraut" um byggðir sem áætlun kjördæm isþingsins fjallar um, er að jafn- aði mund; verða fær árið um kring, ef að líkuni lætur, enda gert ráð fyrir, að sú framkvæmd verði gerð möguleg með ríkislán- tökurn, en landsbrautir gerðar fynr fé vegasjóðs, eins og um var rætt ályktuninni. Samkvæmi skýrslum vegamála- skrifstofunnar var flokkun þjóð- veganna sem hér segir í árslok 1934: Hraöbrautir Þjóöbrautir Landsbrautir Þjóðvegir í þéttbýli 148,5 km. 2960,9 — 6272,1 — 96,4 — Samtals 9477,9 km. „Þjóðvegir í þéttbýli“ skiptist milli aðalflokkanna þriggja. En ólagt eða ófullgert var talið í árs lok 1964: HraiVorautii 127,9 km. Þjóðbirautir 648,3 — Landsbrautir 2432,5 — Óbruaðar ár á þjóðvegum voru taldar 174. Síðan í árslok 1964 hafa að vísu ýmsir vegakaflar ver- ið fuligerðir, t.d. Keflavíkurvegur, sem ei hraðbraut, og nokkrar brýr byggóai Hins vegar má telja víst, að ængd ófullgerðra þjóðvega sé vantalm eí miða skal við 12 gr. vegajaga og nauðsyn uppbygging- ar cöa endurnýjunar vegamann- virkja. í vegamálum er ísland enn van þróað land og núverandi vegakerfi engan veginn við hæfi þeirra sam g'iagutækja sem keypt hafa verið til iandsins fyrir of fjár, eða byggðarlaganna, sem við það eiga að bua um land allt. Með áætlun þeiiri og stefnuyfirlýsingu um fj'áröflun, sem tillagan f.jaillar um, yrði gert mögulegt að horf ast augu við verkefni, sem ekki er unnt að komast hjá. Hér er um fiamtiðarmál að ræða, sem tímabundnir erfiðleikar í stjórnar far og efnahagslífi mega ekki hafa áhrif á. Flm. er ljóst, að áætlun sú, sem hér er um að ræða, mundi þurfa endurskoðunar við síðar, a.m.k. ýmis atriði hennar, og á það yfir leitt við um allar áætlanir. sem geiðai eru fram í tímann Eigi að síðui mif ætla að hún næði þefm tilgangi. sem að er stefnt og vikið hefur verið að hér a@ framan. ans. Útlend list er einnig sýnd við og við í höfuðborginni. Með þessu er þó alls ekki sagt, að ekkert standi til bóta í listmálum höfuð borgarmnar. Listamannasfeálinn er t. d. gjörónýtt hús og með öilu ósamboðinn sem listsýningarstað- ur. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd, að Reykjavik ein nýtur nær alls þess, sem gerist í myndiist á íslandi. Þessi mál eru almennt í algerri vanrækslu úti um landið. Úr þeim þarf að bæta með sérstöku og skipulegu átaki í anda þeirra tillögu, sem hér er flutt. Þjóðfélaginu ber að búa svo um hnútana, að öllum landsmönn um sé tryggð sem jöfnust aðstaða til að kynnast því, sem gerist og gerzt hefur í listum hér á landi. Með þeim hætti má skapa frjálsa list fyrir fólkið, gera listina að al- menningseign. Eitthvað er bogið við það þjóðfélag, sem stefnir til menningarlegs ójafnaðar. Slík þró un er þeim mun ógeðfeldari hér á landi sem vitað er, að íslenzka þjóðin hefur alvallt verið listeisk og listnjótendur óháðir þjóðfélags stöðu og búsetu. Enda er mikill áhugi á listum í sveitum og kaup stöðum víðs vegar um landið. Þann áhuga má glæðka og veita fullnægju með skynsamlegri list kynningu og stofnun listasafna svo víða sem kostur er. Þeir tilröiu lega fáu listamenn, sem sýnt hafa verk sín úti um land, hafa orðið aufúsugestir. Stofnun listasafna utan Reykja víkur þarf að undirbúa svo vel, að við verði unað um langa framtíð. Fjárhags- og skipulagsgrundvöllur verðui að vera traustur og veita svigrúm til eðlilegrar framþróun ar. Þótt listasöfn séu stofnuð í kaupstað, sýslu eða stærri iands hluta, þá ber þeim eigi að síður að vera á „landsmælikvarða". þau eiga aðeins að sækjast eftir h;nu bezta í listum. En æskilegt er og raunar sjálfsagt, að þau sinni einnig sérstaklega þeirri iistsköp un, sem kann að eiga sér stað inn- an hvers safn'hverfis. Mundi þá væntanlega koma í ljós betur en ella ,hvers virði slík list er í raun og veru. En umfram allt ættu al- mc.iii listasöfn að gefa sem sann asta mynd af listmenningunni á hverjum tíma Annað aðalatriði þessarar tilögu er, að ráð verði fundin til þess að fjölga myndlistarsýningum utan höfuðborgarinnar. Ef til vill er fjölgun listsýninga nauðsynlegur undanfari stærri aðgerða í list- málum landsbyggðarinnar. Virðist það og tiltölulega auðleyst verk- efni. Víða eru sæmilegar aðstæður til myndlistarsýninga, og ef þær væru nýttar sem kostur er, mætti stórlega fjölga listsýningum úíi um land án teljandi viðbúnaðar eða kostnaðar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.