Alþýðublaðið - 31.03.1988, Page 2
2
Fimmtudagur 31. mars 1988
LÍTILRÆÐI m
Flosi Ólafsson skrifar rW’
AF BRINGUKVILLUM OG HJARTASLÖGUM
Maður er með lærið
í lúkurtum
(Útsöluketsali i sjv.)
Læknavísindi ganga, aö því aö mér er
sagt mest útá það aö finna út, hversvegna
maður deyi og svo auðvitað það að reyna að
koma í veg fyrir það að fólk verði dauðanum
að bráð. — Nema hvað?
Sífellt komafram nýjarog nýjarkenningar
um það hvað það sé sem drepur mann og
hvað beri að varast, ef maður á annað borð
ætlar að lifa dauðann af, sem er auðvitað
óskadraumur allra.
Og alltaf koma fram nýjar og nýjar kenn-
ingar um hollustu og óhollustu. Það sem er
meinholt í dag er bráðdrepandi ámorgun og
ég segi það bara alveg eins og er, elsku vinir
mínir, að fari maður eftir læknisráði sem
maður fékk í gær, þá er vísast að maður lifi
næsta dag ekki af. Og það sem alvarlegra er.
Fari maðurekki að læknisráði, á maður líka
á hættu að drepast.
Það er bókstaflega einsog læknavísind-
unum ætli aldrei að takast aö koma í veg fyr-
ir dauðann, hvernig sem á því stendur.
Nú er frá því aö segja að þegar íslending-
arvoru búnirað þreyjaþorrann og góunahér
á Stormskerinu í ellefuhundruð ár, kom það
í Ijós, að allan tímann höfðu landsmenn vað-
ið í villu og svima um hollustu þess sem
þeirátu sértil lífsviðurværis.
í fávisku sinni héldu menn í ellefu aldir,
að ket og smérhéldi frekar lífinu í fólki held-
ur en dræpi það. En nú á síðari árum hafa
læknavísindin leitt að því gild rök, eða jafn-
vel sannað, að ket og smérsé bráðdrepandi.
Og víst ertalið, að þeirrasem borðafeitt ket
og salt smér, bíði ekkert nema dauðinn,
þegar yfir lýkur.
Og fólk hefur snúist til varnar. Þeir sem
hugsa eitthvað lengra en aðeins til líðandi
stundar, vilja gjarnan lifa dauðann af.
Og þá er að vara sig á feitu bitunum.
Öldum saman hafa íslenskir landbúnað-
arvísindamenn verið að basla við ræktun
sem miðaðist við það eitt að ná upp fall-
þunganum og nú síðustu árin með því að
lækkasauðfétil hnésins. Einsog hendi væri
veifað var svo árangri aldanna einn daginn
varpað fyrir róða og feitt lambaket dæmt
bráðdrepandi. Þar með fór það úr tísku. Og
allir fóru að kaupa horað lambaket, einsog
það er nú geðslegt. Feita ketið fór í O-flokk,
sem almennt er kallaður „Oj-flokkur“ og
hrannaðist uppí ketfjöll, sem ekki var nema
eðlilegt þarsem læknavísindin voru búin að
lýsa því yfir að ekkert væri jafn bráðdrep-
andi og síðubitar og bringukollar.
Því sem íslensku þjóðinni hafði í ellefu
aldir þótt mesta hnossgæti sem völ var á,
voru ekki vandaðar kveðjurnar. Það var ein-
faldlega kallað: „bringukvillar og hjarta-
slög“.
Einsog alþjóð veit drepa bringukvillar og
hjartaslög flesta þá íslendinga, sem drep-
ast á annaó borð, og þess vegna eru lækna-
vísindin auðvitað á fullu að reyna að finna
einhverja bót þessara meina.
Og læknavísindunum hefur bæst óvænt-
ur liðsauki í herferðinni gegn manninum
með Ijáinn. Þetta er Lionshreyfingin á ís-
landi. Lionsmenn hafa verið ólatir við að
safna fyrir dýrum tækjum, sem koma að
gagni í baráttunni við afleiðingarnar af
neyslu á feitu keti.
Þeir hafa gefið spítölunum allskonar fjöl-
múlavíl: Sónara, angíógrafíu, elekt-
rókardíógramma og guð má vita hvað ekki.
Nú er það eins með svona tæki og vinnu-
vélar, að af hagkvæmnisástæðu þurfa þau
að hafa lágmarks- eða réttara sagt hámarks-
nýtingu. Ef menn hætta að éta feitt ket,
fara bringukvillarnir að heyra til sögunni og
þá verða tækin óþörf.
Þess vegna mun það vera að Lionsklúbb-
urinn „Váli“ beitir sér fyrir því þessadagana
að selja gamalt feitt ket á útsölu og er þessi
dæmalausa útsala búin að standa í rúma
viku.
Útsalaátveggjaáragömlu lambaketi í „Oj
flokki“, bringukvillum og hjartaslögum.
Og neytendurnir hafa heldur betur tekið
við sér. Allt vitlaust. Tvöhundruð tonn eiga
að seljast og það fylgir sögunni að þetta
góðgæti þoli ekki geymslu, verði þess-
vegna að étast strax.
Bara einsog skot.
Ég hef ekki komist til að kaupa mér tonn
eða svo, en fengið að njóta þess að sjá þá
sem eru að versla í sjónvarpinu og þar hefur
sannarlega eitt og annað komið fram, sem
einhvern tímahefði þóttsagatil næstabæj-
ar og þykir greinilega enn.
Einn sagði að sér þætti vont ket betra en
gott ket, gott ket væri venjulega vont.
Annar sagði, þegar hann var spurður
hvort hann óaði ekki við því að veraað kaupa
tveggja ára gamalt ket:
— Þetta er nú í fyrsta skipti sem ég hef
fengið að vita í ketbúð, hvað ketið er gamalt
sem ég er að kaupa.
Áreiðanlega margir heima að hugsa það
sama.
Og enn einn sagði:
— Þettaereinsog lambaketið í fegurðar-
samkeppnunum. Alltaf einhver annar búinn
að taka bestu líkamspartana frá.
Þetta fannst mér nú ekki eftirhafandi.
Og einn sagðist svo spenntur, að hann
væri bókstaflega með lærið í lúkunum
Hvað um það. Nú fara páskar í hönd og fer
vel á því að éta síðubitana á föstudaginn
langa, en bringukollana og slögin sjálfa há-
tíðisdagana, ef þettahefurþáekki veriðétið
upp á föstunni.
Það er hvort sem er áreiðanlega eitthvað
til í því sem einhver sagði einhvern tímann:
Eitt sinn skal hver deyja.
Bjóddu konunni þinni í mat
Farþegarnir eru mjög ánœgðir með matinn sem Glóðin í Keflavík
útbýr fyrir okkur. ■ Komið og bragðið á.