Alþýðublaðið - 31.03.1988, Side 14

Alþýðublaðið - 31.03.1988, Side 14
14 Fimmtudagur 31. mars 1988 Mynd 4 Krossarnir þrir. Grafikmynd eftir Rembrandt frá 1660. Nakinn Jesúm á jörðu Júðar krossfestu þar með heiftar sinni hörðu, hendur og fæturnar teygt allt og togað var, gekk svo járngaddur nistur gegnu lófa og ristur, skinn og bein sundur skar. (Passíusálmar Hallgrims Péturssonar. 33-4) Langt fram á okkar tíma var myndlistin að mestu leyti bundin kirkjulist eða list sem sótti myndefni sitt til frá- sagna biblíunnar. Síðustu daga Jesús, þegar hann kem- ur til Jerúsalem, síðasta kvöldmáltíðin, atburðirnir í Getsemane og allt fram til upprisu hans á páskadegi; þessir afdrifaríku dagar hafa að sjálfsögðu verið túlkaðir í myndlist allt frá dögum frum- kristninnar. Það leiö hinsvegar tölu- verður timi þar til menn fengu sig til að túlka kross- festinguna, eða Krist á kross- inum í myndum. Á lágmynd- um frá fjórðu öld til dæmis, sem segja frá atburðum dymbilviku, er mynd af því þegar Kristur er krýndur þyrnikórónunni, þegar hann ber krossinn, en ekki kross- festingin sjálf. Ástæðan er vafalaust sú að krossfesting þótti í hinum rómverska heimi, háðuglegust allra af- takna. Það sem einkennir þær fáu myndir frá dögum frumkristninnar sem segja frá krossfestingunni, er að í þeim reyna listamennirnir að komast hjá því að sýna þján- ingunaog skömmina. Kristur stendur á litlum palli á kross- inum, með útstrekkta arma og með burðum sínum gefur hann þessu niörandi aftöku- tæki nýtt innihald, eða, sem trúartákn kristinna manna. Hann er i fullu fjöri og með opin augu, enda er hann guð- inn sem gat yfirunnið dauð- ann. essi útgáfa af fre saran- um í fullu fjöri á krossinum, var reyndar til í mörgum út- gáfum um nokkrar aldir. En á meðan bauð grísk-kaþólska kirkjan, sem kennd var við Bysans, upp á aðra túlkun á krossfestingunni. Þar var Kristur látinn, og af stellingu á krossinum að dæma og andlitsdráttum, þá reyndu listamennirnir að túlka þján- ingu hans. Þessi túlkun sést til dæmis i gömlum rúss- Mynd 1. Kristur á krossinum. Rússneskur ikon frá 16. öld. neskum íkonum. Sameigin- legt með þeim er að likami Krists sveigist til vinstri, frá áhorfandanum séð og augun eru lokuð. (Mynd 1). Fyrir neðan krossinn standa María og Jóhannes. Hann grípur með annarri höndinni um höfuð sér á táknrænan hátt, sem allt frá dögum forn-Grikkja, hafði táknað sorg og örvæntingu. Systir Maríu hefur sömu til- burði í frammi, en Longinus, rómverski hermaðurinn sem rak spjótið í síðu Jesú, held- ur um annað auga sitt. Það á að túlka frelsun hans, og að hann fékk bót á augnmeini sínu er dropi af blóði Krists lak í auga hans. Beint fyrir neðan krossinn er hola, og í henni er hauskúpa eða beina- grind eftir atvikum. Seinni tíma mönnum hættir til að velja einföldustu leiðina í túlkun sinni á þessu fyrir- bæri og telja að það vísi til Hausaskeljastaðar, eöa Golgata. En svo mun ekki vera. Samkvæmt gömlum helgisögnum var gröf Adams á Golgata, á þeim stað er krossinn var reistur. Frá Kristi streymir blóðið niður í gröf Adams, og sem forfaðir allra manna, þá táknar hann þarna allt mannkynið, sem frelsast af blóði Krists. Með öllum þessum tilvísunum og táknum þá urðu krossfesting- armyndirnar að nokkurskonar trúarjátningamyndum. Krossfestingarmyndir Vest- ur-Evrópubúa á miðöldum og langt fram á nýöld, voru með svipuðu sniði og grísk- kajjólsku myndirnar, en þó var þjáning Krists undirstrik- uð enn meir. Á mörgum germönskum myndum hafði

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.