Alþýðublaðið - 04.06.1988, Síða 8
8
Laugardagur 4. júní 1988
Sagan af Litlu gulu hænunni á vel við. Allir vilja éta af þjóðar-
kökunni, en hver á að baka hana?
„Jú, en ég segi það að fólk
hefur komið sér í vítahring af
mikilli vinnu.“
Á sjónum er ekkert
val
— Ef sjómenn þurfa að
„fækka sjálfum sér“ til að
halda uppi tekjum og fólk
vinnur meira á landi er það
ekki dæmi um vanmátt stétt-
arfélaganna?
„Sjómenn eru aðeins rúmir
7 þúsund og 13 þúsund í
vinnslunni. Þetta er undir-
stöðuatvinnugrein þjóðarinn-
ar. Á sama tíma fjölgar fólki í
starfsgreinum eins og bönk-
um, hjá fjölmiðlum og hjá
hinu opinbera. Er það dómur
um verkalýðshreyfinguna að
sjómenn verða færri á skip-
unum? Ég bendi á að ákvæði
í kjarasamningum um lág-
marksfjölda í skipunum eru
svo til óbreytt, en mönnum er
heimilt að vera færri. Áhöfnin
getur ákveðið það með út-
gerðarmanni að færri séu um
borð og skiptahlutur hærri á
hvern. Ef við miðum t.d. við
sfðustu vertíð ætla ég að út-
gerð og sjómenn hefðu orðið
að gefast upp vegna þess að
þeir hefðu aðeins getað fisk-
að fyrir kauptryggingu, ef
kjarasamningum hefði verið
fylgt. Með því að fækka
mannskapnum gátu menn
hangið yfir tryggingunni á
hlut.
Slysatíðni hefur aukist en
ég tel einnig að þeir sem
koma úr skóla sem skip-
stjórnarmenn hafi ekki nægi-
lega reynslu, og það hafi
einnig aukið á slysahættu.
Áður fyrr urðu menn árum
saman að vera á sjó áður en
þeir hlutu réttindi, voru fyrst
hásetar, síðan bátsmenn og
svo stýrimenn. Þá var eftir-
sótt að vera á sjónum. Það er
ekki lengur ævintýraljómi yfir
sjómannsstarfinu. í dag vega
menn og meta hvort þeir eigi
að fara út á sjó.
Sjórinn hefur visst aðdrátt-
arafl en í dag þarf töluvert til
að menn geri sjómennsku að
lífsstarfi. Starfstími manna á
sjó og annað sem fylgir er
ekki til að lokka. Það hefur
t.d. verið rannsakað að maður
sem stígur ölduna eyðir álika
orku og sá sem vinnur verk-
smiðjustörf. Menn endast
þetta á sjó frá tvítugu og
fram að fertugu."
— En heldurðu að þetta
sé nokkuð öðruvísi hjá iðnað-
armönnum? Er ekki smiður-
inn búinn að fá nóg hálf-
fertugur?
„Það kann að vera, en
sjáðu til smiðurinn á þó val
um að fara úr akkorði (tíma-
vinnu, en á sjónum er ekkert
val. Mönnum leyfist ekki að
gefa eftir þar.“
Peningurinn togar í
menn
„í dag eru menn að taka að
sér frystihúsavinnu úti á sjó
á frystitogurunum — auk
þess að veiða. Einn togari
með 26 manna áhöfn er að
taka að sér hlutverk 70-80
manna frystihúss. Það sér
hver maður að þessi skip
plumma sig, og menn segja
þetta er það sem koma skal
— en ímynda menn sér hve
mikil vinna liggur að baki hjá
áhöfninni? Menn eru algjör-
lega búnir eftir tvær ferðir og
verða þá að endurbyggja
sig.“
— Er þetta ekki undan-
sláttur sjómanna að leggja
meira og meira að sér til
þess að hljóta sæmileg laun?
„Peningurinn togar i menn.
Vissulega þéna menn —
og þá koma fjölmiðlarnir og
fólkið f landi og leggja sam-
an tvo og tvo og fá út árstekj-
ur mannanna."
— Heldurðu að hlutur sjó-
manna sé minni í dag en fyrir
aldarfjórðungi?
„Já. Við höfum gögn i
höndum um sem sýna að sjó-
menn fá minna út úr tekjun-
um í dag en fyrir 25-30 árum.
Meöallaun háseta á sið-
asta ári voru 1350 þúsund
miðað við stöðuna allt árið.
En þá skulum við gæta þess
að enginn vinnur allt árið,
þannig að launin eru mun
minni.“
— Berið þið minna úr být-
um í dag en áður vegna þess
að útgerðin tekur raunveru-
lega meira til sín í dag en
fyrr?
„Ekki segja þeir, en i þrí
eða fjórgang að undanförnu
hefur rikisstjórn sett lög sem
hafa minnkað hlut sjómanna.
Kostnaður útgerðar hefur
að einhverju leyti vaxið t.d.
olían og vegna þessa hefur
útgerðin réttlætt stærri hlut
til sfn en áður.“
Æðstur meðal
jafningja
— Þú segir að það sé ekki
mjög eftirsóknarvert að fara á
sjóinn í dag. Er það meðal-
jóninn sem fer á sjó í dag?
„Nei það er ekki hann. Það
geta ekki allir farið á sjó, sá
sem ekki stendur sig til sjós
verður að fara í land. Við eig-
um gott fólk enn til að fara á
sjóinn. Viðhorfin eru allt önn-
ur en þegar ég var að byrja á
þessu. Dj.. hafi það menn
máttu varla drekka kaffi fyrir
látum.“
— Var það samkeppnin
um plássið..
„Já, ef menn stóðu sig
ekki fengu þeir bara pokann í
land.
Skipstjórarnir voru guðir
sem varla mátti tala við. En
þetta hefur breyst. í dag er
meiri samvinna milli allrar
skipshafnarinnar en áður. Þó
að skipstjóri hafi alræöisvald
eins og áður er hann í dag
„æðstur meðal jafningja" um
borð.
Til hvers erum við
með þjóðkjörna
þingmenn?
— Hvað hefur áunnist í
baráttu sjómanna fyrir betri
aðbúnaði og bættum kjör-
um?
„Tækninni hefur fleygt gíf-
urlega fram og létt mönnum
störfin og aðbúnaður hefur
batnað mjög, þó stór hluti
flotans sé of gamall. Það eru
skip í flotanum sem eru
mönnum ekki bjóðandi. Þeim
er haldið við vegna kvótakerf-
is og annars sem við búum
við. Deilan í Fiskveiðasjóði
þessa dagana um lán til
nýrra skipa endurspeglar viö-
horfin. Lái mér það hver sem
vill að ég vilji hvetja til endur-
nýjunar flotans og þar með
meira öryggis minna félaga
um borð i nýjum skipum.
Hins vegar er það stað-
reynd að fiskiskipaflotinn er
allt of stór og við höfum ekki
hvatt til meiri stækkunar.
Þvert á móti höfum við varaö
við flotastærö okkar allt frá
1978 á okkar þingum. Það
verða einhverjir aðrir að taka
ábyrgðina af of stórum flota.“
— Enginn vill taka ábyrgð
á þvi.
„Nei, en til hvers erum við
með þjóðkjörna fulltrúa á Al-
þingi. Eiga þeir ekki að stíga
á bremsurnar. í stað þess
hefst hagsmunapotið og
hrepparígurinn."
Hýbýlin eru mörg
„Það er erfitt að vera í for-
svari fyrir sjómenn. Ég hef
sagt það bæði í gamni og
alvöru, að sjómenn eru
mestu einstaklingshyggju-
menn sem fyrirfinnast í ver-
öldinni. Kannski er það af
eðlilegum aðstæðum, því að
þeir þurfa að hugsa um sjálf-
an sig en samt í samvinnu
við aðra.“
— Hvernig gengur þér aö
sameina einstaklingshyggju
þeirra þinni hugsjón?
„Misjafnlega, því að i mínu
starfi verð ég að hugsa um
heildina. Hýbýlin eru mörg
og hinar ýmsu veiðigreinar
geta boðið upp á hagsmuna-
árekstra milli sjómanna. Það
er oft erfitt að ætla sér að
vera sameiningartákn allra og
finna réttu leiðina, og vera í
því hlutverki að bera klæði á
vopnin, þegar árekstrar
verða.“
— Ertu sáttur við hlut
stjórnmálanna i dag?
„Þegar ég fór út í að vinna
fyrir sjómenn hét ég þvi að
tengjast ekki einni stjórn-
málahreyfingunni annarri
frekar. Að sjálfsögðu hefur
Óskar Vigfússon sínar póli-
tísku skoðanir, en ég ætla að
þær hafi aldrei komið fram i
mínu starfi. Ég hef haft það
mottó að þakka þaö sem vel
er gert hvort sem þaö er
runnið frá hægri eða vinstri,
en læt báða arma vita af því,
ef mér finnst gengið á rétt
minna manna.
Ég er í miðstjórn ASÍ og
fram að þessu hef ég flokk-
ast þar sem hlutlaus, þó að
reynt sé að draga alla í dilka.
Lengi vel var önnur mann-
eskja á þeim stað sem ég er,
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.
Nú er hún fokin í vissan
flokk, og spurning hvort ég
er einn eftir.
Þegar allt kemur til alls
geri ég engan greinarmun á
flokkunum. Við höfum haft
yfir okkur ríkisstjórnir meö
öllum litum, og ég fæ ekki
séð að þeir hafi hikaö við að
lögfesta ákvæði sem hafa
skert kjör launafólks. Það er
ekki af illri trú áverkalýðnum
sem menn gera þetta."
— Verkalýðshreyfingin
hefur verið gagnrýnd fyrir of
mikið samflot stjórnmála-
skoðana og að hún komi fyrir
bragðið ekki eins beinskeitt
fram.
„Að sjálfsögðu má margt
segja um verkalýðsforystuna,
en þó held að ósekju hafi
veriö vegið aö forystunni.
Stundum blöskrar manni
hvernig menn gagnrýna fé-
laga sem eru að berjast fyrir
bættum kjörum.
Mér finnst t.d. að Ásmund-
ur Stefánsson hafi unnið af
fullum heilindum, en margir
hafa orðið til þess að reka
rýtinginn ( bakið á honum.
Hvers vegna?"
Höfum ekkert að
fela
— Hefur verkafólk borið
nægjanlegan hlut frá borði?
„Nei, alls ekki. Fólk sem
vinnurvið undirstöðuatvinnu-
greinarnar fær miklu minna
fyrir verðmætin sem það
skapar miðað við margt ann-
að fólk sem hefur miklu
minni verðmæti á bak við
sig.“
— Hver ræður þessum
hlutaskiptum?
„Ef maður vissi það. Að
sjálfsögðu á verkalýðshreyf-
ingin sök á þessu máli ekki
síður en aðrir. Ég segi t.d að
feluleikurinn við taxtakaup
hefur leitt af sér tortryggni
manna í milli. Þegar svo er
komið að menn fela launa-
umslagið fyrir félögum sín-
um, þá býður þetta upp á
vissa togstreitu og tor-
tryggni. Atvinnurekendavald-
ið hefur tekið þátt í þessum
leik, en eina atvinnugreinin
sem hefur ekkert að fela eru
fiskveiðarnar. Um leið og
komið er að landi er hægt að
reikna út hlut manna um
borð og fyrir bragðið verða
sjómenn fyrir barðinu. Fjöl-
miðlar miklast yfir háum
launum, en gefa því sjaldnast
gaum hver verðmætin eru
fyrir þjóðarbúið.
Við höfum ekkert að fela,
en hvernig er þetta í öðrum
atvinnugreinum?“
Þjóðina alla á
hlutaskipti
„Ég sagði að fólki fjölgaði
í starfsstéttum í landi án
þess að tomma sé gefin eftir
i kaupi. Sjómenn verða hins
vegar að búa við það að laun
þeirra verða aldrei stærri en
hlutaskiptin segja til um.“
— Finnst þér aö með
þessari fjölgun í landi sé ver-
ið að taka af þeirri köku sem
sjómenn skapa?
„Ég er sannfærður um það.
Það þarf enginn að segja mér
að það góöæri sem við erum
að stíga út úr, sé ekki komið
úr verðmætum hafsins. Ytri
aðstæður á mörkuðum
hleyptu þenslubákninu inn í
okkar þjóðfélag.
Kostnaður hefur hækkað
um tugi prósenta á sama
tíma og verð hefur haldist
óbreytt. Hvað gerði það að
útseld vinna við útgerðina
hefur hækkað um 70% milli
ára í óbreyttu fiskverði — og
hvert fóru þessir peningar?
Verðmætasköpunin er i
sjónum. Hún verður hvergi
annars staðar. Hún verður
ekki í Kringlunni."
— Hafið þið ekki fengið
ykkar hlut?
„Nei, alls ekki. Sagan af
Litlu gulu hænunni á við. All-
ir vilja éta af þjóðarkökunni,
en hver á að baka hana?
Síðan kemur bakslag í
seglin, og þá eiga sjómenn
að halda aftur af sér. En ætla
aörir að gera það? Nei, taxta-
kaupið í landi lækkar ekki.
Það hækkar jafnvel.
Ég segi að þjóðin þarf öll
að vera á hlutaskiptum eins
og sjómennirnir. í svo sveiflu-
kenndu efnahagslífi og við
búum við, væri mikil þörf á
að allir væru á hlutaskiptum.
Við nytum góðs, þegar vel
gengi en kjörin drægjust
saman, þegar slægi í bak-
seglin."
Svo er flaggað á
sjómannadaginn
— Eru sjómenn nógu
sterkir að halda fram mikil-
vægi þess að draga fisk úr
sjó, eða vill þjóðin bara halda
í gamla drauminn um ríka
sjómanninn og að hann skuli
sko ekki hafa hátt um sín
kjör?
„Ég furða mig oft á því að
þjóð sem ájafn mikið undir
þessari atvinnustétt skuli
ekki láta hana njóta meira
sammælis en raun ber vitni.
Ég segi að fjölmiðlar hafi
svikið. Eigum við að kné-
krjúpa fyrir fjölmiölunum til
þess að skýra okkar mál? Er
ekki sjálfsagt að fjölmiðla-
fólk kynni sér þetta sjálft
eins og það á mikið undir
þessu.
Fjölmiðlar mættu hafa
Ijóðlínur Arnar Arnarsonar i
huga:
“..flytja þjóðinni auð,
sækja barninu brauð,..“
— En menn flagga á sjó-
mannadaginn?
„Já, svo flagga menn á sjó-
mannadaginn og sumir með
krókódílstárin í augum og
tala um hetjur hafsins, en
þeir gleymast oft þess i
milli.“