Alþýðublaðið - 04.06.1988, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 04.06.1988, Qupperneq 9
1| áfd'ágfe P tiVáf R y§ð FRÉTTASKÝRING Pl Ómar Friðriksson skrifar Þessa mynd tók Daníel Bruun í þá gömlu góöu daga þegar land- búnaðurinn var laus við þau vandamál sem hann á viö aö etja i dag. i Landbúnaðurinn: NÚ VANTAR ar w HÁLFAN MILUARÐ Hundrað milljónir í niðurgreiðslur. Engin heimild í fjárlögum. Siðar á árinu þarf að taka ákvarðanir um a.m.k. 350 milljónir til útflutnings- uppbóta Talsmenn landbúnað- arins segja að nú þurfi 100 milljónir að koma úr ríkissjóði til að greiða niður nýja bú- vöruverðið sem tók gildi í gœr. Þessar hundrað milljónir koma sem reiðarslag yfir þá sem hafa með fjármál ríkis- ins að gera því fyrir þessari upphœð er engin heimild í fjárlögum. Nýja búvöruverðið sem hefur hœkkað um 7-10%, er aðeins ákveð- ið til bráðabirgða þar sem engin samþykkt hefur verið gerð í ríkis- stjórninni um niður- greiðslurnar sem land- búnaðarmenn segja að þurfi til að greiða niður áhrif söluskatts á mat- vöru. í mars voru þess- ar hœkkanir greiddar niður af ríkissjóði um 40 milljónir króna. Samkvœmt útreikning- um um mánaðamót voru niðurgreiðslur þeg- ar komnar talsvert fram úr greiðsluáœtlunum ríkissjóðs. Úr fjármála- ráðuneytinu fregnum við að þar hafi verið óskað eftir útreikning- um á niðurgreiðslum og að þar muni menn ekki taka þessum hundrað milljóna króna reikningi þegjandi því hann þýði breytingu á fjárlögum. Fyrr í vikunni kynntu land- búnaðarráðherra og fram- kvæmdanefnd búvörusamn- inga skýrslu um framkvæmd búvörusamninganna og horf- urnar til ársloka 1992. Þar kom fram að vegna þess að innanlandssala kindakjöts á síðustu tveim árum var mun minni en ráð var fyrir gert í forsendum búvörusamninga vantar í ár alls 356 milljónir króna í útflutningsuppbætur umfram það sem heimilað hefur verið. Á síðasta ári kom svipuð staða upp sem var leyst með skammtimalántöku sem verið er að greiða á þessu ári. Á fréttamanna- fundinum í vikunni lét land- búnaðarráherra að því liggja að svipuð leið yrði e.t.v. farin varðandi þessa upphæð nú og vandinn fluttur yfir á næsta ár með lántöku innan- lands. Stefnt er aö þvi að reka ríkissjóð hallalausan í ár og með efnahagsráðstöfun- um sínum í síðasta mánuði setti ríkisstjórnin sér það markmið að við fjárlagagerð fyrir næsta ár skuli miðað við að jöfnuður verði í ríkisbú- skapnum og því markmiði verði m.a. náð með þvi að draga úr lögbundinni sjálf- virkni ríkisútgjalda. Búast má við nokkrum átökum i ríkis- stjórn um þessi ríkisútgjöld í landbúnaðarhítina. Á árinu er ætlað í fjárlög- um að 2.950 milljónir króna fari til niöurgreiðslna og þar af eru áætlaðar niðurgreiðsl- ur vegna endurgreiðslu á söluskatti 1.290 milljónir. Heildarútgjöld til niður- greiðslna og útflutningsbóta á árinu eru alls 3.993 milljón- ir króna skv. fjárlögum og fyrstu þrjá mánuði ársins voru alls greiddar 1.470 milljónir til þessara hluta sem er um 61% hækkun frá árinu á undan. Hækkuðu sér- staklega niðurgreiðslur mikið á milli ára sem rekja má til þess að neytendum hefur að hluta til verið bætt verð- hækkun búvara vegna skatt- kerfisbreytinganna sem gerð- ar voru um síðustu áramót. Á fyrsta ársfjórðungi hækkaði þessi liður einn um 390 milljónir kr. og til útflutnings- bóta og riðubóta var varið 863 milljónum sem er 280 milljónum króna hærri upp- hæö en á síðasta ári. Á fyrrnefndum frétta- mannafundi héldu forsvars- menn landbúnaðarins því fram að ríkisútgjöld til land- búnaðar hafi stórlega minnk- að á undanförnum árum. Ut- gjöld ríkissjóðs vegna land- búnaðar og niðurgreiðslna sem hlutfall af vergri lands- framleiðslu hefði verið 2.5% á árinu 1983 en var komið niöur í 1.7% á síðasta ári og hefur því lækkað um 0.8% á árabilinu, eða um 1.6-1.7 milljarða kr miðað við verðlag áriö 1987. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra,sem gegnir störfum fjármálaráðherra þessa dag- ana í fjarveru Jóns Baldvins Hannibalsonar.segir í samtali við Alþýðublaðið að ákveðið hafi verið að breyta fyrir- komulagi niðurgreiðslna fyrir næsta framleiðsluár sem hefst í haust. Nú er verið að athuga hvernig allar greiðslur til landbúnaðarins standa miðað við maílok. „Ástæðan er m.a. sú að það eru vís- bendingar um að nióur- greiöslurnar hafi farið fram úr greiðsluáætlunum og ég vil ekki taka ákvörðun um breyt- ingar á niðurgreiðslunum fyrr en það fæst botn i hvernig þetta mál stendur," sagði ráðherrann. Að sögn Jóns Sigurðsson- ar er áætlað að þar sé um 90 milljón króna viðbótarþörf að ræða en á móti kemur svo söluskattur. Nú er stóra spurningin hvort þetta rímar allt við eldri áætlanir og kveðst ráðherra ekki hafa fengið fullnægjandi svör við þvi. Þetta mál verður tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Hugmyndir um breytingu á fyrirkomulagi niöurgreiösln- anna ganga út á að kerfið verði einfaldað. Greiðslur hafa dreifst nokkuð í marg- flóknu niðurgreiðslukerfinu; greitt er sérstaklega vegna vaxta og geymslukostnaðar og útsölustarfsemi auk hinna venjulegu niðurgreiðslna og auk þess sérstakra niður- greiðslna vegna ullar o.s.frv. „Mér finnst nauðsynlegt að fá færri og skýrari farvegi i þetta,“ sagði Jón Sigurðsson en að öðru leyti taldi hann ekki tímabært að fjalla nánar um þessar breytingar. i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.