Alþýðublaðið - 04.06.1988, Síða 11

Alþýðublaðið - 04.06.1988, Síða 11
Laugardagur 4. júní 1988 11 FRETTASKYRING Ingólfur Margeirsson skrifar Gorbatsjov á erfiða flókksráðstefnu framundan: BJÖRNINN TAMINN? Gorbatsjov Sovétleiðtogi hefur kvatt Reagan Bandaríkjaforseta í Moskvu og snýr sér nú að valdabaráttunni í Kreml. Framundan í þessum mánuði er ráðstefna Sovéska kommúnístaflokksins þar sem framtíð umbótastefnunnar — perestrojku — mun verða lögð í hendurnar á hinum 5 þúsund ráðstefnugestum. Og að sjálfsögðu er pólítískt líf Gorbatsjovs einnig að veði. Gorbatsjov fékk ekki stóra vinninginn úr leið- togafundinum, en engu að síður styrkti Moskvu- fundurinn Sovétleiðtogann fyrir fund flokksþings- ins. Og Gorbatsjov er með mörg tromp á hendinni — og í erminni — til að tryggja áframhaldandi völd sín og framtíð umbótastefnunnar. 19. ráöstefna Sovéska kommúnistaflokksins — og sú fyrsta síns eðlis siöan 1941 — mun vera afgerandi fyrir áframhaldandi völd Gorbatsjovs sem Sovétleið- toga og umbótastefnu hans sem ýmist hefur gengið und- ir heitinu glastnost eða perestrojka. Allt frá því að Gorbatsjov komst til valda i apríl 1985 og hóf að bylta sovésku þjóðfé- lagi með umbótastefnu sinni, hefur perestrojkan verið ný von um opnara þjóðfélag, aukið félagslegt og pólítiskt frelsi og umbætur í efna- hags- og atvinnumálum. Það hefur verið haft á orði að Sovétrikin séu orðin eitt alls- herjar málfundarfélag. Beðið eftir brotlendingunni En margir hafa líka beðið eftir magalendingunni, ef ekki brotlendingu Gorbatsjovs. Slikar umbætur hafa verið reyndar áður; bæði Krútsjeff og Brésnjeff áttu sln þiðutimabil og tilraunir til aukins lýðræðis og frelsis í Sovét. Þær tilraunir mistók- ust — eða voru kveðnar i kút- inn réttara sagt. Og nú — þremur árum eftir að umbótastefna Gorbatsjovs kom fyrir augu alheimsins — er margt sem bendir til þess að leiðtogi Sovétríkjanna kominn i einhverjar ógöngur með umbótastefnu sína. Flokksforystan virðist þó sameinuð um að að leysa efnahagsvandann í Sovét, en engu að síður hefur Gorbatsjov ekki tekist að bæta lífskjör hins almenna sovétborgara á þann hátt að hann hafi fengið fulla trú á tilraun leiðtogans. Árangurinn ( þjóðfélaginu er þó auðsær; umræðan hefur opnast mjög mikið og staðreyndir um fortlðina hafa verið birtar, prent- og mál- frelsi aukið til muna, en þó innan ákveðinna marka. Eins og t.d. kom í Ijós þegar sovésk yfirvöld misstu þolin- mæðina gagnvart Grigory- ants, ritstjóra tímaritsins Glastnost og opinskáum greinum og fréttum blaðsins. Sameinuð flokksforysta; og þó. Jegor Lígatsjov, næst- æðsti sovéska kommúnista- flokksins hefur unnið gegn umbótastefnu Gorbatsjovs, bæði Ijóst og leynt. Sem valdamesti maður eftir Gorbasjov, hefur Lígatsjov mikil áhrif og ummæli hans nýverið þar sem hann lofaði Stalín fyrir styrk og festu við uppbyggingu hins sovéska þjóðfélags, hafa ekki fallið í geð Gorbatsjov-sinna. Hins vegar hefur sjálfur Sovétleið- toginn aftekið með öllu að víkja Ligatsjov úr embætti eða reka hann úr flokknum. Sennilega kýs Gorbatsjov fremur að halda friðinn en opna djúpa gjá milli glast- nostfylkingarinnar og ihalds- mannanna með því að ráðast á Lígatsjov. Aðalritari og aðrir valdamenn kjörnir til ákveðins tíma? Hins vegar er það velþekkt staðreynd, að Stalín er eng- inn guð í augum Gorbatsjovs og félaga. Fremur goðgá. Og því er almennt spáð að eitt af stóru skrautnúmerum Gorbatsjovs á flokksráðstefn- unni i mánuðnum verði sögu- leg herferð gegn Jósep heitn- um. Það mun ekki aðeins vera hugsun Gorbatsjovs að setja Stalín í rétt sögulegt Ijós, heldur er herkænska hans sú að einangra gömlu stalínistana, þar á meðal Lígatsjov. Það er einnig áhyggjuefni fyrir Gorbatsjov, að nýleg skoðanakönnun í Sovétrikjunum sýnir, að 34 prósent aðspurðra telur hlut- verk Stalíns afgerandi við uppbyggingu sovésks þjóðfé- lags. Þessum hugmyndum m.~4fuarm> a»> verður Gorbatsjov að ryðja úr vegi til að geta haldið áfram umbótum sínum. Það er ennfremur áhuga- vert, að stuðningsmenn Gorbatsjov hafa byggt upp geysiöfluga sveit aðstoðar- manna sem munu prenta og birta allar ræður sem fluttar verða á ráðstefnu Sovéska kommúnistaflokksins. Til að auðvelda innlendum og erlendum vinnu og fréttir af flokksþinginu? Já — en um- fram allt til að opinbera og einangra andstæðinga pere- strojkunnar. Annað tromp sem Gorbat- sjov mun hafa í erminni er að fjarlægja hina hefðbundnu flokksembættismenn sem sitja stjarfir og aðgeróarlaus- ir á flokksþingum. Hugmynd Gorbatsjovs mun vera sú, að stokka hinni 5 þúsund manna ráðstefnu upp, og gegnumsýra hana af glast- nost. Pravda orðaði þetta svo fyrir nokkru: „Valið er á milli þögulla, aðgerðarlausra áhorfenda eða framvarðar- sveitar umbótasinna." Enn eitt tromp: Gorbatsjov mun mjög sennilega leggja tillögu þess efnis fyrir ráð- stefnuna, að allir æðstu valdamenn kommúnista- flokksins verði kjörnir til ákveðins tíma, þar á meðal aðalritarinn. í viðtali við bandaríska fréttatímaritið NEWSWEEK, fyrir leiðtoga- fundinn, svaraði Gorbatsjov að menn yrðu að bíða og sjá hvort slík tillaga kæmi fram á fundinum, en sjálfurværi hann hugmyndinni fylgjandi. Pólitískt mikilvœgi friðar Vandinn sem Gorbatsjov á fyrst og fremst við að glíma, er að sanna að umbótastefn- an sýni árangur. Efnahagsleg- an árangur og pólítískan. Efnahagslegi árangurinn verður að koma í Ijós heima fyrir með betri fjárhag ríkis- ins og framförum og vexti í þjóðfélginu. Pólítíski árang- urinn verður að koma í Ijós i alþjóðapólítíkinni. Þar er þýð- ingarmest fyrir Gorbatsjov að sýna fram á styrka stöðu Sovétríkjanna á alþjóðavett- vangi. Þar sem fjárhagslegir og tæknilegir yfirburðir Bandaríkjamanna i vopnum eru Ijósir, sérstaklega eftir geimvarnaráætlun Reagans, er friðurinn æ mikilvægara stjómtæki Gorbatsjovs. Og tíminn vinnur með hon- um, því heimurinn vill frið og afvopnun. Friðarpólítík Gorbatsjovs, jákvæður vilji til samninga við Bandaríkja- menn um gagnhliða afvopn- un, og eyðingar skamm- drægra sem langdrægra Gorbatsjov Sovétleiðtogi getur átt pólitiskt lif sitt og umbótastefnu sinnar undir flokksráðstefnunni nú í júni. En leiðtoginnhefur mörg tromp á hendi og sum i erminni og liklegt að hann fái rússneska björninn til að dansa i glasnost-takt við sig. (Teikning Finn Graff/Arbeiderbladet) vopna, hefurkomið Banda- rikjamönnum dálítið í opna skjöldu. Og þó friðurinn sé meginmálið, er mönnum einnig Ijóst, að gagnkvæm eyðing allra kjarnorkuvopna stórveldanna, minnkar ekki aðeins forskot Bandaríkja- manna á Sovétmenn, heldur gerir stórveldin með nokkrum pennastrikum að jafningjum í herstyrk. Og færir Gorbatsjov mikinn pólítískan sigur heimafyrir. En auðvitað gerir þessi stefna þá kröfu til Gorbat- sjovs að hann sé trúverðugur. Hann hefur gert allt til að sanna það, kallað heim her- sveitir (á réttum tima fyrir Moskvufundinn) frá Afganist- an, sýnt lit i mannréttinda- málum heimafyrir og lýst því yfir nýverið i Belgrad, að sovéskar hersveitir muni aldrei oftar ráðast inn i austur-evrópskt þjóðland. Sagan frá Ungverjalandi 1956 og Tékkóslóvakíu 1968 muni aldrei endurtaka sig. Tékkneskur húmoristi sagöi nýverið, að 1968 hafi Rússar komið á skriðdrekum inn í Tékkólsóvakíu til að berja niður umbótastefnu Dubceks, en nú 20 árum síð- ar kæmu þeir brosandi til baka og hvöttu menn til að taka upp gömlu Dubcek- stefnuna! Lenín spenntur fyrir vagninn Samfara umbótastefnu sinni og byltingarkenndum hugmyndum í átt til frelsis og lýðræðis, hefurGorbat- sjov mjög hampað Lenín gamla. Sennilegasta skýring er sú að með þvi að undir- strika styrk lenínismans í perestrojkunni, vilji Gorbat- sjov tengja hina sögulegu byltingarhefð við tilraunir sín- ar og fá virðulegan og viður- kenndan blæ sosialsimans á perestrojkuna. Hann vill ein- faldlega taka upp hanskann þar sem Lenín sleppti hon- um. Þetta er einnig skýring á nauðsyn þess að ófrægja Stalín. Stalín afmyndaði sósíalismann og engum hef- ur tekist að fá rétta mynd á þá göfgu stefnu aftur — fyrr en Gorbatsjov kom til skjal- anna. Stalín var með öðrum orðum svikari — og innan sviga má einnig lesa að þeir sem enn fylgja Stalin í and- anum, séu einnig svikarar. Og skæöustu andstæðingar Gorbatsjovs og glastnost eru einmitt hallir undir sterka miöstýringu í anda stalín- isma. Þetta er hefð sem Rússar eru orðnir nokkuð slungnir í — að finna sökudólga og koma á þá svikara- og land- ráðastimpli. Og aðalhug- myndafræðingur og helsti ráðgjafi Gorbatsjovs, Alexander Yakovlev, hefur einmitt verið að vinna að því að endurvekja heiður látinna bolsévikka, sem Stalín lét taka af lífi. Gorbatsjov hefur sjálfur beðið um að frum- gögn frá valdatíma Stalíns verði lögð fram á flokksráð- stefnunni í júní, til að sanna persónulegan þátt Stalins í ýmsum morðum og aftökum. Fjölmiðlar tryggja völd Gorbatsjovs Gorbatsjov hefur verið afar iðinn og kænn að koma vel frá sér hugmyndum pere- strojkunnar. Hann skrifaði meira að segja metsölubók á Vesturlöndum um hina nýju umbótastefnu. Og hann er áhugasamur um að koma fram í fjölmiðlum og skapa jákvæða imynd af sjálfum sér — og Raisu sem bandaríska fréttatímaritið TIME helgaði síðasta tölublað sitt. Að margra áliti hafa vestur- lenskir fjölmiðlar tryggt Gorbatsjov i sessi. Hin sterka mynd leiðtogans er- lendis og heima fyrir einnig, hafi gert það að verkum að erfitt muni vera fyrir aftur- haldsmenn f valdastöðum að hagga við Gorbatsjov. Sú hallarbylting gæti reynst Sovétríkjunum of dýrkeypt. í þrjú ár eru sovétborgarar búnir að fá reykinn af réttun- um. Það gæti þýtt nýja bylt- ingu ef réttirnir vær bornir frá þeim aftur. Það eru því allar líkur á því að Gorbatsjov hafi tekist að temja sovéska björninn. Alla vega að sinni. -4-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.