Alþýðublaðið - 04.06.1988, Page 24
„í Grímsey og á mörgum
öörum stöðum er þetta ein-
asti eini atvinnuvegurinn.
Þaö má því kannski segja að
menn séu dæmdir til þessara
starfa. Þeir sem ætla sér eitt-
hvaö annað, veröa bara aö
koma sér burt,“ segir Harald-
ur Jóhannsson í Grímsey
sem stundað hefur róöra í
yfir 50 ár mestan part frá
Grímsey, þar sem hann er
uppalinn.
Átta ára til sjós
„Fyrsta sumarið sem ég
réri, var ég átta ára. Og ég
segi „réri“, því þaö var ekki
fyrr en fimmta sumarið sem
ég var á bát með vél í,“ segir
Haraldur.
Á þessum tíma var ein-
göngu stunduð sjómennska
yfir blásumarið. Höfn í
Grímsey var nánast engin og
kallast varla heldur höfn í
dag. Bátar voru teknir upp
þegar leið á haust, í sept-
ember, og úr því var ekki róið
nema þegar skroppið var á
árabátskænu, sem hægt var
að kippa á land eftir hverja
sjóferð.
„í þá daga voru stundaðar
ekta handfæraveiðar," segir
Haraldur. „Þá voru ekki kom-
in þessi gerviefni sem eru í
dag. Færin dregin upp i bát-
inn, en ekki hringuð upp á
rúllur eins og gert er með
nælonið."
Línuveiðar voru einnig
stundaðar og sumir réru með
línu allt sumarið. „Þá var
beitan ekkert vandamál því
síld var vaðandi í kringum
eyjuna mestan part sumars-
ins. Oft á tíðum var allt svart
af síld og ekki sást neitt síld-
arskip því þau þurftu ekki svo
langt.“ En Haraldur man
einnig eftir því, þegar allt var
fullt af síldarskipum, sérstak-
lega í brælum, austanbræl-
um þegar leið á sumarið."
Þau komu í var upp við eyj-
una. Ég man að ég heyrði tal-
að um að þarna hefðu verið
talin á fimmta hundrað skip.
Þetta voru Norðmenn, Sviar,
Danir, Færeyingar og Finnar
að ógleymdum íslendingum.
Og eftir stríð voru Rússar
þarna líka. Manni fannst mik-
iö til um þegar fór að dimma
á haustin. Það voru engin úti-
Ijós og engin rafmagnsljós í
Grímsey á þessum tíma. Það
var eins og stór borg að sjá
allt uppljómað á síldarflot-
anum þarna úti fyrir.
Svo fór heldur betur að
draga úr þessu," segir Har-
aldur og leynir sér ekki að
hann saknar þessa tíma.
„Eins og allir vita er engin
síldin og engin síldveiðiskip-
in i dag. Umskiptin frá því
sem ég man sem stráklingur
eru því mikil á þessu sviði.“
Breytingar hafa einnig orð-
ið miklar í veiðunum frá
þessum tíma. Haraldur segir
ef til vill mestu byltinguna
hafa orðið fyrir 11-12 árum
síðan þegar Grímseyingar
byrjuðu á þorsknetaveiðum.
Hann hefur tekið saman afla-
tölur, sem sýna að aflinn frá
árinu 1975 hefur farið úr 730
tonnum í 2300 tonn 1986.
Þessi afli er nánast veiddur
af sama bátaflotanum.
Stærsti báturinn er 29 tonn.
„Sumir segja hann 29 tonn-
um of stóran vegna hafnleys-
unnar,“ bætir Haraldur við.
Þá eru þrír 11 tonnabátar, en
hitt eru allt bátar undir 10
tonnum.
„Sem betur fer er höfnin
ekki sú sama og ég man eftir
sem stráklingur, því þá var al-
gjör hafnleysa," segir Har-
aldur.
Það var algengt að gerði
þau veður að menn misstu
báta upp, ef ekki var tekið
nógu snemma á land að
haustinu til, jafnvel eftir að
kom bryggjustúfur þurftu
menn að taka báta upp á
hverju kvöldi, vildu þeir róa
um haust.
„Grímseyingar voru alltaf
lélegir með að útvega sér
tæki til að setja með. Spil til
að setja, fyrirfannst ekki,“
segir Haraldur. „Aðalaðferðin
var að setja bakið undir þá.
Þetta var auðvitað mikið álag
á mannskapinn þvi það þurfti
ekki bara að setja eina trillu,
heldur kannski 5-6“
Illhveli og
lífróður í land
Haraldur byrjaði að róa
með afa sínum. „Fjórða sum-
arið lagðist hann veikur og
dó úr krabba og seinnipart
sumarsins, þegar ég var tólf
ára gamall, réri ég einn á
smákænu. Mér fannst það
allt í lagi, en þegar leið á
sumarið var mér komið fyrir
hjá gömlum karli, sem réri á
samskonar bát. Ég læröi
margt af þessum gamla
manni, sem var einn af þess-
um kynlegu kvistum sem
njóta sín best á stöðum eins
og í Grímsey."
Haraldur minnist einnig
afa síns.
„Það var annan eða þriðja
róðurinn sem ég fór með afa,
þá beit á hjá mér fiskur sem
ég réði ekkert við. Afi tók við