Alþýðublaðið - 04.06.1988, Page 25
Laugardagur 4. júní 1988
25
færinu og fór að draga. Þegar
upp að borði kom sást að
þetta var geysistór þorskur.
Það stóð mjög illa í honum,
en einhverra hluta vegna var
gamli maðurinn ekki með
gogginn viö hendina og hann
fannst ekki. Fiskurinn snéri
sig því af honum og fór. Ég
man eftir því að gamli maður-
inn settist niður á þóftuna,
náfölur í framan og bað Guð
almáttugan að hjálpa sér. Á
meðan við sitjum þarna hvor
á móti öðrum, þá kemur allt í
einu þessi óhræsis sporður
upp með borðstokknum. Afi
rauk strax á fiskinn og náði
báðum höndum utan um
sporðinn og mér er það
minnisstætt að hann beit í
sporðinn og dró hann inn, —
þennan stærðar þorsk. Þarna
skipti fljótt úr sorg í gleði, í
þann mund sem sá gamli var
að biðja Guð almáttugan að
hjálpa sér.
Það var margt sem maður
ólst upp við á sjónum sem
maður bar virðingu fyrir og
hugsaði út í,“ segir Haraldur
og rifjar upp minningarbrot
frá þeim tíma þegar hann
hlustaði á gömlu mennina,
sem lögðu grunninn að sjó-
mennsku hans.
„Það eina sem maður man
eftir að gömlu karlarnir voru
hræddir við á sjónum, voru
illhveli," segir Haraldur og
bætir við að í dag sé um-
ræða mikil um að hvalurinn
éti svo og svo mikið úr sjón-
um, þó hvalafjöldinn í dag sé
ekki nema brot af þvi sem var
fyrir nokkrum áratugum síð-
an. „Ég man eftir að gömlu
karlarnir tóku lífróður í land
ef þeir sáu hval nálægt bátn-
um. Um hvali og sérstaklega
illhveli var aldrei talað á sjón-
um, en þeim mun meira í landi.
Það var venja að tala aldrei
um þá á sjónum."
Samkvæmt sögunum var
svokallaður „stökkull" allra
illhvela verstur. „Hann hafði
þá áráttu að stökkva á bát-
ana. Við héldum lengi vel að
stökkullinn væri bara þjóð-
Haraldur Jóhannsson trillukarl og fiskverkandi í
Grímsey:
„Menn eru
DÆMDIR
til þessara
starfa“
Haraldur Jóhannsson: „Það
hafði mikil áhrif á mig að sjá
þessar skepnur reyna að
bjarga þessu dýri. Ég hét því
að ég skyldi aldrei skjóta
höfrung framar, og vona að
ég standi við það.“
Grímsey: „Það gnauða um þetta sker allir vindar, allra átta. Menn vita
þetta og hafa vanist þvi. Menn telja þetta raunar jafn sjálfsagt og gang
himinntunglanna. Þetta er og verður.“
saga, en svo hefur maður
sjálfur séö þessi stóru dýr
stökkva langt í loft upp og
skella sér niður í sjóinn.
Hvaða hvalur þetta er, veit ég
ekki, en það var mikill ótti í
gömlu körlunum vegna ill-
hvelanna."
Haraldur minnist þess að
einu sinni með afa sínum sá
hann hval ekki ýkja langt frá
bátnum, en þorði ekki að
segja honum frá því. „Ég
vissi aö þaö hefði kostað líf-
róður í land.“
í dag sjást sárafáir hvalir
við Grimsey. Það eru helst
hrefnur sem sjást dag og dag
yfir sumarið, og hnýsur og
höfrungar. Haraldur hefur
reyndar sérstakt dálæti á
höfrungum og trúir að þeir
séu jafnvel allra hvala vitrast-
ir.
Mannlegir höfrungar
„Maður hefur séð ýmislegt
til höfrunganna og undrast
það oft hve skýr hugsun er á
bak við hjá þeim,“ segir Har-
aldur. „Við vorum einu sinni
vestur af Grímseynni þegar
þar voru höfrungavöður, jafn-
vel hundruð höfrunga á lofti
í einu. Þeirra leikur er að
synda með bátunum, þó þeir
hafi margfaldan gang á við
þessar trillur. En höfrunga-
kjötið þykir góður matur og á
einum bátnum taka menn sig
til og skjóta á höfrungana.
Þeir særa einn mikið. Hann
virðist vera að drepast.
Hreyfði sig aðeins I vatns-
skorpunni. Ég var þarna rétt
hjá og sá allt í einu að upp
komu tveir höfrungar, sitt
hvorum megin við hann og
mér sýndist þetta í fyrstu
hrein tilviljun. En þeir tóku
hann á milli sín og lyftu hon-
um upp. Hann sökk síðan
niður aftur, en þá komu þeir
bara aðra ferð og gerðu sama
leikinn, síðan þá þriðju og
fjórðu. Þetta var engin tilvilj-
un þvi þeir voru svo samtaka
í þessu. Það hafði mikil áhrif
á mann að sjá þessar skepn-
ur gera allt sem þær gátu til
þess að bjarga þessu dýri.
Þetta, ásamt fleiri atvikum
sem ég hafði séð áður hafði
mikil áhrif á mig. Ég hét þvl
að ég skyldi aldrei skjóta
höfrung framar og vona að
ég standi við það.“
Haraldur segist margsinnis
hafa séð einstök tilþrif hjá
höfrungum, sem segi sér ým-
islegt um þessar skynsömu
skepnur. „Ég var einn á trillu
og var að fara frá Flatey. Þeg-
Sjá næstu slðu.