Alþýðublaðið - 04.06.1988, Page 37

Alþýðublaðið - 04.06.1988, Page 37
' Laugardagur 4. júní 1988 Á SVIÐI OG UTAN Eyvindur Erlendsson skrifar .37 HAF OG HETJUR Haf og hetjur Úr því nú er sjómannadag- urinn þá er hollt aö nota tækifæriö og hugsa um ein- hverja þá hluti sem í senn eru voldugri, hollari og áþreif- anlegri en listirnir — hafiö og hina hraustu menn. Þessi dagur er raunar aö miklu leyti til þess ætlaöur aö linku- menn i landi þakki hetjunum fyrir sig og viðurkenni, þó ekki sé nema einn dag á ári, þakkarskuld sína við hina hraustu sem alla hina daga ársins berjast fyrir lífi sínu og annarra viö geig og háska hinnar köldu, djúpu og duttl- ungafullu keldu. Viö skulum þá heldur ekki gleyma því að einnig listirnar, heimspekin, trúarbrögöin — öll mennt ög menning, lifir á þessu háska- legu starfi; listin er þeir fisk- ar sem afgangs eru þegar all- ir hafa fengið nóg aö boröa, er haft eftir einum okkar mesta listamanni og spek- ingi, sem einnig var sjómað- ur — og hraustmenni. En úr því á hann er minnst þá ligg- ur jafnframt í augum uppi tvennt: Aö það virðist aldrei ætla aö takast, hversu mikið sem Jóhannes Kjarval dró af fiskum, svo og aörir menn, aö láta nokkurn fisk ganga af til aö fóöra listina enda þótt honum hafi fundist hún þaö einaverðmæti sem væri þess vert að leggja fjármuni í, og jafnframt hitt aö menn sem hætta á sjó og fara aö stunda listir, með „fast undir fótum“ eru þar meö oftast búnir aö setja sig í þúsund sinnum meiri háska (sálar- háska aö minnsta kosti) en þeir nokkru sinni voru í úti á hinni votu gröf. Því líf manna er hvarvetna hlaöið lífsháska.’Hann býr ekki i hafinu sérstaklega, eöa illviörunum. Hann er innifal- inn í lífiö sjálft og okkur gef- inn um leið og þaö. / lífsins ólgusjó Viö erum semsagt öll seld undir þann mikla dóm og hin endanlegu úrslit baráttu vorr- ar fyrirfram ráöin, hvað sem líður garpskap og góöum vilja. Hér þýöir því ekki aö spyrja aö leikslokum heldur einungis aö því hversu menn standa sig þá stund sem stríðið varir. Til þess aö standa sig er betra aö hugsa sem mest um hina hraustu og æðrulausu menn en reyna að velta sér ekki um og upp úr raunum og ævisögum þeirra sem í sífellu eru aö „missa fótanna" „renna á rassinn" „skripla á skötum" eða „lenda á eyrnasneplun- um“ svo dæmi séu tekin af hressilegu oröfæri um þessa hluti. Viö beinum því aödáun okkar og sem mestu af sjón- inni, aö hinum sísigrandi hetjum, meö svalvindana í heitan faöm sér, en guöi sé lof, þá er mönnum jafnframt gefin vorkunn og hjálpsemi við hina sem ekki þola mik- inn gust. Tilvera vor manna byggist á þessum tvennum lyndiseinkunnum: aðdáun á þeim hrausta og hjálpsemi viö hinn veika. An þeirra yröi „Listin eru þeir fiskar sem afgangs eru þegar allir hafa fengið nóg að borða, var haft eftir einum okkar mesta listamanni og spekingi, sem einnig var sjómaður — og hraustmenni. “ aldrei sjúkum liknað, engum hvítvoðungi komiö til manns og aldrei neinum úr sjávar- haska bjargaö. Án þeirra yröi öll hin fagra list í útideyfu, — hjálpar. Sjómaður dáðadrengur... Framhald visunnar þekkja menn: hann var drabbari eins og gengur, hann sigldi úr höfn út á svalfexta dröfn þeg- ar síldin sást ekki lengur... Þannig hafa menn haft ímynd sjómannsins. Hann er hraustur en villtur og hæpinn á að treysta, eins og líafiö sjálft, nema þaö aö hann get- ur rokið til og rifið upp lífs- björg handa heilum þorpum og borgum áeinni nóttu, þegar gefur og sá gállinn er á honum. Þessvegna verður líka aö fyrirgefa honum þótt hann fari á sjóðandi fyllirí, sviki þá sem vildi hann elska umfram allt og á hann treysta, lendi í áralöngum vill- um í lífsins ólgusjó. Kannske kemur hann aldrei aftur, kannski lendir hann i brjál- aðri síld annarsstaðar, kannski gengur hann í ham- arinn meö nornum og tröllum í rauöljósahverfum stórborga, langt í burtu og kannski hirð- ir „sá sem átti hann“ sinn feng og samsamar endan- lega hans ólgandi skammlifa blóö sínu eigin — eilífa. En komi hann nú einhverntíma aftur til sinna þá er oft tekið viö honum á ný, kannski oft- ast, og hann elskaður meir en sá sem dvaldi kyrr og vakti kannski yfiröllu þvi sem hann forsómaöi. Þaö er kannski ekki réttlæti en þaö er nú samt hinn einkennilegi og óviðráðanlegi galdur lífs- ins, sem Guö hefur skapaö. Viö eigum erfitt meó aó skilja hann engu síður en hafiö. Viö skynjum aö hann hefur sín lögmál, rétt eins og hafiö þyngdarlögmál og bylgjuhreyfingu, en hann er nákvæmlega jafn óútreiknan- legur, dyntóttur og tillitslaus og þaö. Hvaö veldur? Er það kannski tryggðin sem mestu stjórnar i lifi mannanna og veldur því aö þeir koma alltaf til baka, hversu langt sem þeir þvæl- ast frá sér sjálfum og sínum? Eöa er þaö geigurinn? Þrátt fyrir allt er þaö líkn sem viö þurfum og hún ein um það er lýkur. Hetjan einn- ig. Og þótt menn haldi hana óttalausa þá er það ekki rétt. Hinir stærstu og sterkustu sægarpar sem ég hefi þekkt báru allir „Hina miklu ógn“ í brjósti og töluðu viö mig um þaö, þegar þeir voru fullir. Annaö mál var aö þeir kunnu aö umbera ógnina í sjálfum sér og sjálfan sig í ógninni, standa sína plikt, taka hrot- una þegar hún kom og storm- inn þegar hann kom, í tveim oröum sem þeim er svo tamt að nota: „standa klár“. Ævintýri úr Eyjum Ég hef sennilega aldrei lent í eins ógnvænlegu brimi og á landleguballi í Eyjum. Fékk þó ýmsa sullsama ferö með gamla Herjólfi og stóö oft, lostinn klökkri hrifningu niðri á Skansi ad horfa á fiskiflotann koma inn, hlað- inn, í þessháttar ferðum aö iöulega var annar hver bátur horfinn meö rá og reiða en hinir rambandi, sitt á hvaö, á hliðinni, drifnir ógegnsæju, hvítu særoki. Svona balli er ekki hægt aö lýsa, allra síst hljóöum þess sem byrja með lágværum kliö, líkt og öldur hjala viö steina en breytast svo í þungan nið og siðast í brimöskur, ýmist rísandi, ým- ist fallandi, líkt og Atlants- hafið i ham. Þaö er þrifið í axlir, þrifiö í rassa og þung- um hnefum skellt á trýn. Brennivínsflöskum grýtt í veggi af alefli. Mönnum lika. Götur fullar, eftir dansinn af hálfbjargarlausum mönnum aö staulast heim. Ég er ekki hrifinn af svona samkomuhaldi en hitt veröur að játast aö strax að morgni voru þessir sömu menn komnir niður á kajann þar sem Lagarfoss var að slitna upp í hávaðaroki og slagviöri, búnir aö binda allan vörubíla- flota staöarins viö skiptiö, og undir gjörsamlega æörulaus- um skipunum hafnsögu- mannsins gamla, sem í svona tilfellum tekur víst viö ábyrgö á skipinu, héldu þeir þarna áfram aö leysa, binda, hífa, slaka, kúpla, gefa inn og skipta um gíra til skiptis eftir því sem aldan þrýsti skipinu, ýmist viöráðanleg eöa óvið- ráðanleg, aö og frá. Hvaö eft- ir annað voru afturhjól bíl- anna komin út á kant. Engum brá. Þar voru einnig komnar konur meö bita og heitt kaffi handa mönnum sínum sem ekki máttu taka fæturna af fótstigum bílanna né báöar hendur af stýrinu alla þessa fjóra klukkutíma, en héldu áfram að handleika sveifar sínar, kaöla og festingar meö þeirri blöndu af mýkt og handfestu sem þeir lögöu þessar sömu hendur á brjóst kvenna sinna, — uns ólguna haföi lægt og þetta mikla skip lá kyrrt, — bundið. Afgangsfiskarnir Sjómannslífið hefur breyst. Skipin eru tryggari. Menn segja aö þaö sé orðinn meiri háski aö vera innanum bíla- umferðina á þurru landi held- ur en úti á hinum votu veg- um. Ég veit ekki hvort þaö er satt. En sé þaö svo, þeim mun sárara er til þess aö hugsa aö afgangsfiskar þeir sem Jóhannes Kjarval talar um skuli sífellt fara til þess að kaupa þessi háskalegu tæki og svo að byggja hallir sem enginn hefur þörf fyrir og virðist f því efni vera alveg sama hvaö þessir fiskar veröa margir. Það viröist endalaust vera óútskýrö þörf fyrir fleiri hallir. En þaö mega líka sjómenn sem aðrir vita aö hér er vandsiglt. Viö vitum aldrei, á hverri tíö hvort ein- hver listamaöur, Jóhannes eöa annar, er meira viröi en bíll. Þetta er háski listarinnar, — háski lífsins, óháöur því hvort viö erum á hafi eða ekki hafi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.