Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 6
Sú óvenjulega staða mun koma upp íágústbyrjun að mörghundruð íslenskir karlar verða gras-
ekkjumenn í u.þ.b. tíu daga. Slíkt ástand hefur tœpast nokkru sinni skapast fyrr hér á landi,
þvíflestar konur gera lítið af því að skilja mennina sína eftir með börn og bú — hvað þá að
þœr geri það í hópum. Við höfðum uppi á fimm körlum, sem verða orðnir kvenmannslausir
um nœstu helgi, og spurðum hvernigþetta legðist íþá. Búastþeir viðþví að verða orðnir niður-
brotnir, glorhungraðir, skyrtu- og sokkalausir, þegar konurnar snúa aftur? Eða eru þeir
kannski fullir tilhlökkunar og sjá fyrir sér unaðslegar dýrðarstundir á veitinga- og danshús-
um?
Eins og kunnugt er ætla rúmlega sjöhundruð íslenskar konur á kvennaráðstefnu Norður-
landaráðs — Nordisk Forum — í Osló. Flestar dvelja konurnar í tíu daga í Noregi, þar sem
þær œtla m.a. að frœðast, bera saman bœkur sínar, njóta lífsins og slappa af. Margar hafa
verið að safna fyrir þessari ferð í langan tíma og undirbúningurinn hefur tekið á sig ýmsar
myndir. Einstaka kona hellti sér út í norsku-
nám, aðrar dustuðu rykið af gömlu góðu
dönskunni með því að lesa Alt for
damerne og Familie Journal og konur
á Suðurlandi skiptust á sniðum að
,Ég er nú svolítið j J ) léttum sumarpilsum og blússum
fyrir ferðina.
Gera má ráð fyrir því, að töluverð-
ur fjöldi þessara kvenna sé giftur
eða í sambúð. Það leiðir hugann
óneitanlega að því hvað karlpening-
urinn ætli að aðhafast á meðan
„betri helmingurinn“ er úti í Osló.
Skyldu þeir vera konunum reiðir
fyrir að œtla að yfirgefa þá? Lang-
ar þá með til Noregs? Eru þeir
áhyggjufullir? Hrœddir um að geta
ekki bjargað sér? Eða bíða þeir
þess kannski með óþreyju að konan
komi sér út á Keflavíkurflugvöll,
svo þeir geti farið að hafa það náð-
ugt?
Við fengum fimm tiivonandi gras-
ekkjumenn til að tjá skoðanir sínar
á norrœnu kvennaráðstefnunni og
segja frá því hvernig þeir œtla að
bjarga sér á meðan konan er fjar-
verandi.
í byrjun ágústmán-
aðar verða nokkur
hundruð íslenskir
karlar grasekkju-
menn í rúma viku, á
meðan konur þeirra
sækja norrœna
kvennaþingið í
Ósló.
Fyllast öll veitinga-
og danshús lands-
ins, eða verður
mesta annríkið í
þvottahúsunum?
eftir
Jóninu
Leósdóttur