Alþýðublaðið - 23.07.1988, Page 7
táúgái-dagur'23:fúlí T98Ö
Andrés Andrésson, aðalbókari
„Nota tímann til að dytta að húsinu. “
Benedikt Lund, lög-
reglumaöur
„Treysti því að
þetta skili mér
betri konu. “
„VONA AÐ HÚN VERÐI
BÚIN AÐ ÞV0!“
ANDRÉS ANDRÉSSON,
aöalbókari hjá Bílaborg,
sagöi eiginkonu sína hafa
ákveöiö fyrir tveimur til þrem-
ur mánuðum aö fara á Nord-
isk Forum. Þetta er í fyrsta
sinn, sem hún fer í burtu af
heimilinu í svona langan
tíma, en samt kveöst Andrés
síður en svo hafa fyllst kvíöa
viö tíöindin. Hann væri
þokkalega fær um aö bjarga
sér í eldhúsinu þessa tíu
daga og þetta hlyti því allt aö
bjargast. Ekki var hann þó
búinn aö ákveöa neitt í sam-
bandi viö eldamennskuna.
Þau mál færu svolítið eftir
þvl hvort synirnir tveir, 17 og
22 ára, yrðu I mat eöa ekki.
„Maður gefur nú engar yfir-
lýsingar um sllkt fyrirfram!“
sagöi hann og brosti íbygg-
inn. „Annars getur vel veriö
að ég bregði undir mig betri
fætinum og grilli eða eitt-
hvað í þeim dúr. Ég hef ákaf-
lega gaman af því. Annars er
ég einfaldlega ekkert farinn
aö hafa áhyggjur af þessu.
Maóur kaupir bara eitthvað,
sem fljótlegt er aö matbúa. -
Svo getur líka verið aö ég láti
vinkonur strákanna bara um
að elda ofan í þá!“
Andrés sagöist ekki hafa
neitt viö sérstakar kvennaráð-
stefnur aö athuga, en karla-
samkundur í sama dúr væri
engin þörf á að halda —
þ.e.a.s. ekki ennþá! Þaö væri
hins vegar sjálfsagt að halda
fundi um málefni kvenna, á
meðan konurnar teldu sig
hafa af þeim gagn og gaman.
Andrés kvaðst því vona aö
ráðstefnan tækist vel og kon-
urnar kæmu ánægóar heim.
Hann sagöist raunar gjarnan
vilja vera fluga á veggnum í
Osló og heyra hvaö fram
færi. „En bara smástund!"
bætti hann síðan viö, eftir
andartaks umhugsun.
Þegar blaöamaður spuröi
Andrés hvort hann byggist
við því að eiginkonan kæmi
eitthvað breytt til baka, hló
hann og sagðist vona inni-
lega aö svo yrði ekki. „Þetta
er vonandi ekki það alvarlegt,
að þær snúi aftur alveg heila-
þvegnar!" Hann haföi hins
vegar litlar áhyggjur af þvf að
frúin yröi með mikla yfirvigt á
heimleiðinni. Honum skyldist
aö Osló væri með dýrari
borgum heim að sækja, svo
þaö yröi eflaust Iftiö gert af
reyfarakaupum.
Andrés Andrésson kvaðst
kannast viö nokkra aðra
karla, sem einnig yröu gras-
ekkjumenn á meðan ráð-
stefnan stendur yfir. Þaó
heföi hins vegar ekkert borist
í tal þeirra á meðal aö taka
upp á einhverju skemmtilegu
á meöan konurnar væru í
burtu. Sjálfur sagðist Andrés
helst búast viö því aö nota
tímann til aö dytta að ýmsu í
húsinu, sem setið hefói á
hakanum. Einnig kæmi til
greina að hann brygöi sér í
heyskap uppi í sveit.
Lokaspurningin var sú,
hvort hann ætti von á því aö
eiginkonan yrði búin að þvo
allan þvott, þegar hún færi.
Svarió kom að bragði:
„Já, það ætla ég aó vona!
Það hanga aö vísu einhverjar
leiöbeiningar uppi á vegg við
þvottavélina, en ég er ekki
vanur aö sinna þeim málum
— frekar en því aö strauja og
pressa. En hver veit... Ef á
þyrfti að halda, gæti maður
svo sem prófaö þetta."
„YRDI FEGINN, EF FRÚIN
LÆRÐI AÐ SAUMA í 0SLÓ“
BENEDIKT LUND, lögreglu-
maöur í Mosfellsbæ, er al-
vanur því aö sjá um hin ýmsu
verk innan húss. Fyrir sex ár-
um tók hann sér t.d. frí í þrjá
mánuöi til þess að annast ný-
fædda dóttur sína eftir að
eiginkonan fór aftur í vinnuna
aö loknu barnsburðarleyfi.
Blaöamaöur rabbaöi við
Benedikt um Nordisk Forum.
— Hefur þaö staðið lengi
til ad konan þin færi á nor-
rænu ráöstefnuna í Osló?
Benedikt: Já, ,hún var
nánast ákveöin í þessu frá
upphafi, held ég. Hún frétti
af ráðstefnunni fljótlega eftir
áramót og varö strax áhuga-
söm um að fara. Þetta eru
mál, sem hún hefur mikinn
áhuga á, og þess vegna
hvatti ég hana eindregið til
að taka þátt.
blm: Þú öfundar hana
ekkert af því aö vera að fara?
Benedikt: Vissulega er
skemmtilegt að feröast og
það gæti veriö gaman aö
vera á leiðinni til Noregs, en
ég öfunda hana ekkert. Karlar
hafa líka svo lengi veriö
drottnunarvaldið I þjóöfélög-
unum að viö þurfum ekki
jafnmikið á svona ráðstefnu
aö halda og konurnar. Við
karlmennirnir erum heldur
ekki haldnirsömu kjaftafíkn-
inni og kvenþjóöin!
blm: Heldurðu að ráö-
stefnan skili einhverju áþreif-
anlegu?
Benedikt: Ég treysti því
náttúrlega að þetta skili mér
betri konu til baka!
Hins vegar er ég svolítið
óhress meö þaö — fyrir hönd
þeirra kvenna, sem virkilega
eru í þessu af lífi og sál —
hve margar konur ætla aö
fara út, þó þær segist engan
áhuga hafa á þessum málum.
Þær eru bara aö komast í
ódýra skemmtiferð. Ég held,
aö þannig þenkjandi konur
muni skemma heildarsvip
ráöstefnunnar. Ein sagöi mér
t.d. um daginn aö samið
hefði veriö við Norðmenn um
aö ráöstefnukonurnar mættu
koma meö aukaskammt af
bjór og vini inn í landið!
Raunar hef ég enga trú á því
aö þetta sé rétt, en svona er
hugsunarhátturinn. Og aöra
spuröi ég hvernig henni litist
á dagskrána og svarið var
þaö, aö henni heföi ekki einu
sinni dottið í hug að lesa pró-
grammið!
Ef þetta viöhorf er algengt
meðal kvennanna, veróur ef-
laust erfitt að halda aftur
svona ráöstefnu. Það verður
a.m.k. erfiðara að fá styrki hjá
verkalýðs- og fagfélögunum í
næsta skipti. Mér finnst, að
það ætti aö styrkja þær kon-
ur mjög vel, sem hafa áhuga
og löngun til aö vinna aö
jafnréttismálum. En láta hin-
ar flakka.
Konan mín hefur veriö á sí-
felldum fundum allt frá því
hún ákvaö aö fara á ráöstefn-
una. í þessari viku er hún t.d.
á þremur fundum. Þetta hef-
ur eiginlega gengiö fyrir öllu
ööru I vetur, enda finn ég vel
hve þetta er henni mikilsvert.
Svona á þaö líka að vera.
blm: Þekkirðu aðra karl-
menn, sem veröa „skildir eft-
ir“ í ágústbyrjun?
Benedikt: Reyndar ekki.
Ég heimsótti aö vísu einn
kunningja minn í vetur og
sagöi honum, aö það væri al-
veg upplagt fyrir konuna
hans aö fara á Nordisk For-
um. Hún var strax óskaplega
spennt fyrir þessu og langaði
mikið, þangaö til ég sagöist
alveg geta séö um manninn
hennar á meðan. Viö gætum
skemmt okkur og jafnvel
skroppið saman á Þjóöhátíð-
ina í Vestmanneyjum. Þá
guggnaði hún! Þoröi ekki að
skilja hann eftir.
blm: Hvernig helduröu aö
þér muni ganga meö elda-
mennskuna?
Benedikt: Það veröur nú
ekkert vandamál, enda elda
ég eflaust oftar en eiginkon-
an. Hún dræpist a.m.k. fyrr úr
hungri en ég! Það segi ég al-
veg satt. í gær var ég t.d. aö
dunda viö aö búa til einar 150
fiskibollur og láta í frystinn.
Og ég bý til slátur og allt
mögulegt.
Þaö eina, sem mér gengur
illa meö, er þvottavélin. Mér
gengur bölvanlega aö læra á
hana. Ég er líka fjári lengi aó
setja i vélina, þar sem ég les
leiöbeiningamiöann á hverri
einustu flík til aö sjá hvaöa
hitastig hún þolir. Að vísu hef
ég eitt ráð viö því. Það er að
setja þvottinn bara á nógu
vægan hita. Mér finnst þaó
öruggast. Ég strauja hins
vegar alltaf, vegna þess aö
konan nennir því aldrei.
Þegar ég varö þrítugur,
stríddi frúin mér meö því að
gefa mér saumavél í afmælis-
gjöf, en ég hef ekki leyft
henni aö snerta vélina. Fyrst
hún var gjöf til mín, hlýt ég
aö eiga hana! Svo konan hef-
ur ekki fengið að snerta
saumavélina. Ég sauma allt á
heimilinu.
Heyröu annars — heldurðu
nokkuð aö hún geti lært aö
sauma þarna úti í Osló? Mik-
iö ofboðslega yröi ég þá feg-
inn!
blm: Er þetta mannmargt
heimili hjá ykkur?
Benedikt: Nei, nei. Viö
eigum bara eina sex ára dótt-
ur. Ég verö i sumarfríi á þess-
um tíma og hugsa um hana.
Þaö getur líka vel verið aö ég
skreppi meö dótturina noröur
í land og heimsæki foreldra
mína, því konan mín veröur
lengur í Olsó en sem nemur
ráöstefnunni. Hún er nefni-
lega rannsóknarlögreglu-
þjónn og er aö fara á nám-
skeið hjá norsku lögreglunni.
Svo ég fæ þokkalegt frí út úr
þessu!
blm: Myndi þig langa til
aö vera ósýnilegur áheyrandi
aö því sem fram fer á Nord-
isk Forum?
Benedikt: Nei, alls ekki.
Þaö held ég aó gerði hvern
mann brjálaðan. Ég héldi það
ekki út að hlusta á þetta
blaður allan daginn. Raunar
hef ég séö hluta af framlagi
BSRB-kvenna, sem konan
min kom meö heim á videó-
spólu. Blessunin varö nú svo-
Iftiö sár út í mig þá. Þaó var
einhver léleg mynd í sjón-
varpinu þaö kvöldiö, en ég
kaus frekar aö horfa á hana
en þetta jafnréttisprógramm.
Ég reyndi f tíu mfnútur og
gafst síðan upp. Efnið höfö-
aöi ekkert til mfn, enda er
þetta ekki karlaráðstefna —
en ég var líka að stríöa henni
meö þessu.
blm: Telurðu Ifklegt aö þú
farir einu sinni eöa oftar út
aö boröa á meðan frúin er er-
lendis?
Gisli Þór Guömundsson
„Ekkert farið að bjóða mér í
mat ennþá. “
Benedikt: Nei, alveg
örugglega ekki!
blm: Ekkert farinn aö
bursta dansskóna?
Benedikt: Dansskóna!?
Nei, ég er sko ekki farinn að
gefa þvi gaum. Ég fer á ball,
þegar mér sýnist. Þaö þarf
ekkert svona til að ég fari út
aö skemmta mér. Ef eitthvaó
er, verður erfiðara fyrir mig
aö komast á ball á meðan
konan er í burtu en þegar
hún er heima.
Annars gengur náttúrlega
ekki aö spyrja svona um mín
mestu leyndarmál á prenti —
loksins þegar ég losna viö
konuna af landinu! Svörin
gætu orðið hræðilegt áfall
fyrir fjölskylduna. Fyrir utan
þaö, aö frúin gæti líka hrein-
lega hætt viö aö fara!
„ÞETTA ER
BARA UPPHITUN“
GÍSLI ÞÓR GUÐMUNDSSON
er einn þeirra, sem sjá á eftir
konunum sínum til Osló-
borgar eftir tæpa viku. Þau
hjón eiga rúmlega átta mán-
aöa gamla dóttur, sem veröur
eftir hjá pabba sínum, en
hann vinnur í Kassageröinni
á daginn og f unglingaat-
hvarfi á kvöldin. Gísli tjáöi
blaðamanni, aö þaö heföi
strax lagst vel í sig aö konan
færi til Noregs og taldi litlar
líkur á þvi aö hann yröi orö-
inn illa farinn af svefnleysi,
þegar hún kæmi til baka.
Þetta væri líka bara upphit-
un, þvf konan færi aftur út í
tvær vikur í september.
Svo vill til að Gísli hand-
leggsbrotnaöi nýveriö og má
ekki vinna líkamlega vinnu í
nokkurn tima. Þess vegna
getur hann verið heima hjá
Alfrúnu, dóttur sinni, á dag-
inn. Kvöldvinnuna getur hann
hins vegar stundað áfram og
haföi litlar áhyggjur af því aö
þau mál leystust ekki á far-
sælan hátt, þó ömmur og
aðrir aöstandendur væri
stungnir af i sumarfrí. „Ég
hef nokkrum sinnum þurft aö
taka stelpuna meö mér í
vinnuna, en í fyrsta sinn sem
þaö gerðist afsakaöi ég mig í
bak og fyrir og sagöist veröa
að passa hana. Hugo Þóris-
son, sálfræðingurinn sem ég
vinn með, sagöi þá við mig:
„Ég passaði aldrei börnin
min, en ég var mikið meö
þeirn!" Hann hefur sem sagt
mikinn skilning á þessum
málum.“
Gfsla finnst Nordisk For-
um eiga fullkominn rétt á sér,
engu sföur en aörar ráöstefn-
ur. Finnst þetta raunar bráö-