Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.07.1988, Blaðsíða 9
Laugarda'gur 23. fúlí' 1988 Læknisskoðun á salerninu Allt dettur þeim nú í hug í Japan. Nýverið komu þar t.d. á markaðinn salernisskálar, sem geta rannsakað heilsu- far notandans. í hvert sinn, sem eigandinn sinnir kalli náttúrunnar, kannar tölvukló- settið blóðþrýsting hans og púls — þ.e.a.s. ef hann situr á setunni — og þaö getur einn- ig varað hann við hættu á sykursýki og nýrnasjúkdóm- um. Þetta gerist þannig að þvagið er sjálfkrafa mælt og upplýsingar sendar beint á næsta sjúkrahús. Læknarnir þar hringja síðan í notanda salernisins og segja honum niðurstöðurnar. Þetta undra- tæki kallast „asa ichiban", ef einhver skyldi hafa áhuga, en það útleggst víst „í býtið á morgnana". I fangelsi fyrir að sofa hjá útlendingum? Enn sem komið er hafa fáir Asíubúar fengið alnæmi og er mönnum þar um slóðir auðvitað mikið í mun að svo verði áfram. Á Indlandi hafa einungis 24 látist úr þessum hræðilega sjúkdómi, en 400 hafa greinst smitaðir. Ind- verska heilbrigðisráðuneytið hyggst bregðast við vandan- um áður en hann verður óvið- ráðanlegur og í því skyni var læknaráðið þar í landi beðið um ráðleggingar. Þær reynd- ust vera á þá leið, að best væri að banna kynmök við út- lendinga með lögum. Þetta úrræði er nú til alvarlegrar at- hugunar í ráöuneytinu, þó svo Ijóst sé að nauðsynlegt verður að breyta stjórnar- skránni, ef draga á fólk fyrir dómstóla af þessum sökum. Tillaga framkvæmdastjóra læknaráðsins hefur hins vegar orsakað gífurlega reiði margra Indverja — einkum meðal útivinnandi yfirstéttar- kvenna í helstu stórborgum, enda ku þær orðnar mun frjálslegri í kynlífsmálum á seinni árum en áður var. Eina von andstæðinga til- lögunnar er sú, að stjórnin setji aldrei lögin, þar sem hún sjái að ómögulegt muni reynast að fylgja þeim eftir. Reglugerð, sem skyldar alla útlendinga til að láta eyðni- prófa sig ef þeir ætla að dvelja lengur en ár á Ind- landi, er hins vegar gengin í gildi. Og m.a.s. diplómatarnir sleppa ekki við að sýna slík vottorð. Matur fyrir milljón á dag Þegar menn heyra minnst á Wimbledon kemur tennis- (þróttin auðvitað fyrst upp í hugann, en þar fer líka margt annað fram. Það er t.d. risinn upp heilmikill iðnaður í kring- um þjónustu við hina 30 þús- und gesti, sem daglega mæta til jpess að fylgjast með tenniskeppninni í þær tvær vikur sem mótið stend- ur. Stöndug fyrirtæki og sterkefnaðir einstaklingar gera gjarnan fastan samning við veitingamenn og eru þannig með frátekið veitinga- tjald með öllu tilheyrandi í hálfan mánuð. Á boðstólum eru gómsætar krásir eins og humarsalöt, reyktur lax, fersk jarðarber, rjómatertur og hið ómissandi kampavín — enda kostar þetta sitt. Eitt fyrir- tæki borgaði líka rúma mill- jón á dag fyrir veitingar ofaní sitt liö. Því miður urðu örlög kræs- inganna I ár ekki þau að lenda í maga rika fólksins, vegna þess að miklar rign- ingar settu strik í reikning- inn. Fólkið hafði einfaldlega ekki lyst á kampavíni og kavíar í úrhellisrigningu og því varð að henda hinum dýru matföngum á haugana. Þjónn, sem vann i veitinga- tjaldi Rolls-Royce fyrirtækis- ins, sagði t.d. i samtali við breska fjölmiðla að hann hafði hent humarsalati fyrir u.þ.b. 40 þúsund íslenskar krónur á degi hverjum. Tertur voru líka látnar fjúka, ef búið hefði verið að skera af þeim eina einustu sneið, og annað i þeim dúr. Þegar veitingamennirnir voru spurðir hvers vegna þeir gæfu ekki matinn frekar á sjúkrastofnanir, sögðust þeir ekki þora það vegna hættu á matareitrun. Þegar lax, nauta- steik, humar og slíkt hefði staðið á framleiðslufötum í heilan dag væri ekki um annað að gera en setja það allt beint í tunnuna. Spilling Starfsfólk Evrópuþingsins hefur hótað verkfalli, vegna þess að því ofbýður hvernig þingmennirnir nota áhrif sín til að koma ættingjum og vinum í þægileg embætti i Brussel og Strassbourg. Munu margir orðnir áhyggju- fullir vegna þess hve mikið af óhæfu fólki hefur fengið ábyrgðarstöður innan þings- ins og segist starfsfólkið því verða að grípa til sinna ráða. I yfirlýsingu frá starfsmanna- fundi segir: „Formaður í póli- tískri nefnd getur látið ráða hvern sem er — alveg eins og Caligula keisari gat á sínum tíma látiö gera hrossið sitt að næstæðsta valda- manni í Róm.“ Er búist við því að þingmönnunum verði gert lífið leitt í haust, ef þeir láti ekki umsvifalaust af þessari pólitísku spillingu. 1*11 A 'V ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Garðyrkjudeildar Borgarverkfræðings óskar eftir til- boðum í framkvæmdir við gerð hverfis- og sparkvall- ar við Skeljagranda. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000.- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudag- inn 11. ágúst næstkomandi kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frjkirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik DAGVI8T BARJVA. Daggæsla á einkaheimilum Leyfisveitingar fyrir daggæsiu barna á einkaheimilum hefjast að nýju 1. ágúst - 1. október 1988. Athugið að umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Dagvistar barna í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Nánari upplýsingar í síma 27277. Umsjónarfóstrur. ‘(30); nýjum umbúðum Krydd er kjarni fæðunnar Kjörbók Landsbankans L Afturvirk vaxtahækkun á 16 og 24 mánaða innstæður. Engu að síður er Kjörbókin algjörlega óbundin. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.