Alþýðublaðið - 23.07.1988, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 23.07.1988, Qupperneq 10
10 Laugardagur 23. júlí 1988 TÓNLIST Jór Bjarki Bentsson skrifar VEISLA í jeppa á fjalli eða í sumarhúsinu. Ekkert mál ef þú hefar G-þeytirjómann meðferðis. Skál og gaffáll duga til að þeyt'ann. Hvort þú snarar svo íram heilli rjómatertu eða írsku kafR fer eftir tileíhinu. G geymsluþolinn Peytiriómi LAUS STAÐA Laus er til umsóknar staöa sérfræðings í íslenskri málfræði við Islenska málstöð. Verkefni einkum á sviði hagnýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og fræðsla og ritstjórnarstörf. Til sérfræðings verða gerðar sams konar kröfur um menntun og til lektors í íslenskri málfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 18. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 19. júlí 1988. Eiginkona m(n, móöir, tengdamóðir og amma Guðlaug Sigurjónsdóttir hárgreiðslumeistari, Skeiðarvogi 69, verður jarðsungin í Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. júli kl. 13.30. Ólafur Galti Kristjánsson Ágústa Jónsdóttir Guðmundur Reynisson Kristján Ólafsson Björg Árnadóttir Erla Ólafsdóttir Þorsteinn Oanielsson Ólafur Örn Ólafsson Áslaug Alfreðsdóttir og barnabörn Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. KlSS™* Camerata Nova heldur tónleika í Kristskirkju KLASSÍSK TÓNLIST OPNAR NÝJAR VÍDDIR — segja Signý Sœmundsdóttir söngkona og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari Hljómsveitin Camerata Nova heldur tónleika í Krists- kirkju i dag, laugardag, klukk- an fjögur síðdegis. í Camer- ata Nova eru ríflega 30 manns, ungt fólk sem ýmist stundar tónlistarnám eða er nýlega útskrifað. Stjórnandi er Gunnsteinn Óiafsson, en hann hefur stundað tónlistar og tónsmíðanám m.a. i Ung- verjalandi og á Ítalíu, og nemur nú tónsmiðar og hljómsveitarstjórn i Freiburg i Þýskalandi. Signý Sæmundsdóttir syngur ein- söng með hljómsveitinni og Hávarður Tryggvason leikur einleik á kontrabassa. Blaða- maður spjallaði við þau Signý og Hávarð í vikunni og spurði fyrst um þeirra nám. Signý: „Að loknu námi hér heima hélt ég til Vínar- borgar þar sem ég var í fimm ár við framhaldsnám f tón- listarháskólanum. Því námi lauk ég nú i vor. Hávarður: Ég hef stundað nám f París undanfarin ár og er nú i framhaldsnámi við einleikaradeild Konservator- isins ( París.“ — Er námsfólki ef til vill hollara að fara utan i fram- haldsnám heldur en læra meira hér heima? Signý: „Það er mjög já- kvætt að stunda sitt fram- haldsnám erlendis þvi f öllu listanámi skiptir umhverfið miklu máli. Það er mjög þroskandi að kynnast nýju fólki og nýjum straumum. Samkeppnin er llka geysi- hörð úti og þá leggur fólk harðar að sér.“ — Nú er tónlistarnám frá- brugðið öðru námi hvað varð- ar heimavinnu? Signý: „Við verðum stöð- ugt að halda okkur i þjálfun. Söngvarar eyða helst að minnsta kosti hálftíma á dag f hreina raddþjálfun. Við það bætast þau verkefni sem verið er að vinna að hverju sinni. Óperusöngvarar æfa sig gjarnan 4-5 timá á dag, en þá verða þeir líka að gæta sín að þreyta ekki röddina því þá er voöinn vís.“ Hávarður: „Hjá mér fara að jafnaði 4-5 tímar á dag í æfingar, þar af klukkutími í hreina þjálfun og fingraæf- ingar. Þegar stór verkefni liggja fyrir getur æfingatím- inn farið í 7-8 klukkustundir. Það er heldur ekki hægt að æfa marga tíma í striklotu án hvíldar, þannig að oft fer allur dagurinn í æfingar." — Hvernig gengur að finna einleiksverk fyrir kontrabassann? Hávarður: „Það hefur vissulega ekki verið skrifað eins mikið fyrir kontrabass- ann og mörg önnur hljóðfæri. Það er (rauninni fyrst á tutt- ugustu öldinni að tónskáld fara að semja stór verk sér- staklega fyrir bassann. Á nítjándu öldinni komu fram nokkrir bassasnillingar, til dæmis Bottisini, sem bæði sömdu fyrir hljóðfæriö og léku á tónleikum, og þá vakn- aði áhugi tónskálda á bass- anum. En eftir eldri meistara eins og Beethoven, Mozart og Brahms er ekkert til fyrir kontrabassann. Bassaleikarar taka lika oft verk sem samin eru fyrir önnur hljóðfæri og umrita þau fyrir bassann." — Fyrsta verkið á tónleik- unum verður einmitt kontra- bassastykki. Hávarður: „Já, það er Consertino fyrir kontrabassa og strengjasveit eftir Lars Erik Larsson. Larsson er eitt þekktasta tónskáld Svía á þessari öld, en hann verður einmitt áttræður á þessu ári. Þetta verk er það ellefta f röð slfkra einleiksverka fyrir hin ýmsu hljóðfæri, sem hann samdi á árunum 1953-57.“ __r=_£íðan leikur hljómsveit- in Consert í D fyrir strengja- sveit eftir Igor Stravinsky, þann mikla meistara i óm- þýðum ómstríðum. Því næst er horfið aftur um rúma öld því þriðja verkið á efnis- skránni er „Ah, perfido, spergiuro", konsertaría eftir Beethoven. Signý: Þessi konsertarfa fyrir sópran og hljómsveit er sú eina sem Beethoven samdi. Hún er mjög drama- tísk og erfið, spannar yfir mikið raddsvið. Hlutur hljóm sveitarinnar er stór og ákaf- lega krefjandi. Arían er f ít- ölskum stfl, en textinn er lagður i munn konu sem hefur verið yfirgefin af elsk- huga sínum og hún hellir ýmist úrskálum reiði sinnar yfir hann eða syrgir hann og lofar eilffri tryggð." Hávarður: „Tónleikunum lýkur síðan með Sinfóníu í D-dúr, Pragsinfónfunni eftir Mozart, sem er númer 38 í röðinni. Þannig fikrum við okkur aftúr í tfma, byrjum í nútímanum svo að segja og endum i háklassík." — Það er skemmtileg til- breyting, en að lokum, nú er mikill áhugi á alvarlegri tón- list i landinu. Haldið þið að hann endist? Bæði: „Eftir því sem hraðinn og álagið I þjóöfélag inu eykst, leitar fólk meira eftir slökun og tilbreytingu. Klassfsk tónlist er tilvalið at- hvarf frá hversdagsamstri og opnar manni nýjar víddir ef maður gefur sér tfma til að hlusta. Margireru hræddir viö þessa tónlist og halda að þeir þurfi að skilja hana til hlftar til að geta notið henn- ar, en það er hinn mesti mis- skilningur. Og þegar menn á annað borð eru farnir að hlusta á þessa tónlist, þá verður ekki aftur snúið.“ í Camerata Nova er fólk sem hefur áhuga, kraft og hæfileika. Þeirsem hafa gaman af að láta ferska vinda blása um gamla tóneyrað ættu þvf að gera sér ferð í Kristskirkju í dag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.