Alþýðublaðið - 23.07.1988, Page 18

Alþýðublaðið - 23.07.1988, Page 18
18 Síldarsöltun - stjórnunarstarf Ríkismat sjávarafurða óskar eftir að ráða mann í áhugavert stjórnunarstarf. Hafir þú þekkingu og áhuga á verkun og mati á saitsíld, getur þetta verið starf fyrir þig. Umsóknum ber að skila til Ríkismatsins, á eyöublöðum, sem þar fást, fyrir 15. ágúst n.k. Nánari upplýsingarfást á skrifstofu Ríkismatsins, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, s. 91 - 627533 Ríkismat sjávarafurða hefur að leiöarljósi: * Aö stuðla að auknum hráefnis- og vörugaaðum íslenskra sjávarafurða. * Aö þróa starfsemi sína þannig að hún veröi einkum fólgin í miðlun þekkingar og faerni og að skapa sjávarútveginum réttar forsendur til starfa. * Að verða í krafti þekkingar sinnar og reynslu forystuafl í gaeöamálum. * Að skapa samstarfsvettvang stjórnvalda og sjávarút- vegsins í stöðugri viðleitni þeirra til aö auka þekkingu og færni í vinnubrögðum og vörumeðferð. * Að móta afstööu þeirra sem við sjávarútveg starfa til gæöamála og efla almenna gæöavitund. Ríkismat sjávarfuröa telur það vera helsta verkefni sitt að stuðla að vönduðum vinnubrögðum svo fslenskar sjávar- afurðir nái forskoti á markaðnum vegna gæða og þar með hærra verði en ella. Útboð Svartárdalur um Fjósaklif, 1988 t//æ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 1,4 r km, magn 21.000 m3. * Verki skal lokið 30. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 25. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 8. ágúst 1988. Vegamálastjóri \ Útboð Vesturlandsvegur, Eskiholts- lækur — Gljúfurá, 1988 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreind verk. Lengd vegarkafla 6,9 km, fyllingar 117.000 m3 og grjótnám 26.000 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vega- gerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 25. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 15. ágúst 1988. Vegamálastjóri KRATAKOMPAN Alþýöufólk Vestmannaeyjum Kvöldveröarfundur Næstkomandi mánudagskvöld kl. 19 verður kvöld- veröarfundur á Veitingastaðnum Munanum. Þing- mennirnir Kjartan Jóhannsson og Sighvatur Björgvinsson mæta á fundinn ásamt framkvæmda- stjóra flokksins Guðmundi Einarssyni. Tilkynnið þátttöku í síma 11422 eigi siðar en i hádeg- inu á mánudag. Fjölmennum. Alþýðuflokkurinn i Vestmannaeyjum. FERDASKRIFSTOF- AN Á SÖLULISTA / haust á að stofna hlutafélagið Ferðaskrifstofa íslands hf og á ríkið þá að draga sig úr ferðabransanum. En hvað tekur við? Á siðustu dögum þing- haldsins i vor var samþykkt stjórnarfrumvarp, þar sem kveðið er á um sölu á tveim- ur þriðju hlutum Ferðaskrif- stofu ríkisins til starfsmanna skrifstofunnar, þegar hlutafé- lag verður stofnað 1. september næstkomandi. Þrátt fyrir að lögin hafi verið samþykkt og línur lagðar er enn margt óljóst í framtiöar- skipan mála hjá hinu nýja hlutafélagi og t.d. hversu margir starfsmannanna vilja gerast hluthafar. Að sögn Kjartans Lárussonar hefur lítt verið aðhafst í máli þessu að undanförnu vegna anna, en hann vildi að öðru leyti ekk- ert tjá sig um málið, sem væri í biðstöðu. Þegar máliö var til umræöu á þinginu í vor kom berlega í Ijós að markmið þess er umdeilt. Andstæöingar máls- ins töldu að hér ætti að selja ríkisfyrirtæki bara til þess aö selja og væri mottó pilsfalda- kapitalismans í forgrunni, þar sem ríkið á að sjá um það sem óarðbært er, en losa sig við fyrirtæki sem bera sig. Reyndar hafði umræðan átt sér stað um nokkurra ára skeið og á valdatímabili ríkis- stjórnar Steingrims Her- mannssonar hafði verið samþykkt að breyta fyrirtæk- inu í hlutafélag, þar sem starfsmenn þess ættu 30% hlutafjár. Nú er kveðið á um að þessi hlutur verði tveir þriðju hlutafjárins og inni í myndinni eru alls um 40 starfsmenn, þar af um 20 starfsmenn skrifstofunnar sjálfrar og síðan um 20 hótel- stjórar Edduhótelanna og einhverjir aðrir. ÓUÓS ATRIÐI Ferðaskrifstofa ríkisins var stofnuð 1936 og annaðist frá upphafi landkynningu og þjónustu vió erlenda ferða- menn. Rökin fyrir lögunum voru fyrst og fremst þau, að bylting hefði átt sér stað í ferðamálum, ferðamálaráð væri komið til skjalanna og ótal feröaskrifstofur er kepptu á markaði ferðaiðnað- arins. Því hafi veigamikill hluti af upprunalegu hlut- verki skrifstofunnar verið fal- inn öðrum og í Ijósi þessa þótti eðlilegt að draga á þennan hátt úr hlutverki ríkis- ins. Eftir aö fyrst hafði verið samþykkt að starfsmenn ættu 30% hlut í fyrirtækinu kom í Ijós lítill áhugi þeirra á slíkri minnihlutaeign, en hann jókst til muna þegar þvl var breytt í meirihlutaeign. Samgönguráðherra lýsti því yfir í vor að hann væri sannfærður um að þetta fyr- irkomulag myndi auka veg fyrirtækisins og verða til efl- ingar ferðamálum í landinu. Skúli Alexandersson, Alþýðu- bandalagi, taldi hins vegar ekkert á móti þvl að stjórn- völd hefðu á hverjum tíma slíkt fyrirtæki til að beita sér fyrir í ferðamálum og taka fyrir sérstaka ferðaþætti. Danfrlður Skarphéðinsdóttir, Kvennalista, minnti á að skrifstofan hefði aldrei fengið þau fjarframlög sem þó væru lögbundin í fjárlögum og var- aði við þeirri tilhneigingu að selja ríkisstofnanir nánast af handahófi. Guðmundur Ágústsson, Borgaraflokki, spurði hvers vegna ríkið ætti að halda eftir einum þriðja hlut í fyrirtækinu, ef á annað borð væri verið aö breyta eignarforminu, og vildi að öðru leyti ekki binda söluna við starfsmenn skrifstofunn- ar. Eiður Guðnason, Alþýðu- flokki, sagði það deginum Ijósara aö ríkið ætti ekki að basla við að reka ferðaskrif- stofu. Andstaðan við frum- varpið var þó ekki ýkja hörð, heldur til þess tekið að mörg atriði væru óljós og ýmsum spurningum ósvarað. EDDUHÓTELUM L0KAÐ? Þannig var sérstaklega vik- ið að rekstri Edduhótelanna, sem höfðu þriggja ára samn- ing. Þau eru yfirhöfuð rekin í skólum og ferðamálasamtök landshlutanna hafa viðrað áhuga sinn á því að nýta þennan vettvang sjálf, ef á annað borð á að fara að breyta fyrirkomulaginu. Eftir þriggja ára aðlögunartíma nýja hlutafélagsins yrði það í verkahring menntamálaráð- herra að skera úr um fram- haldið og er þá spurt: Fær nýja fyrirtækið áfram inni í skólunum, einkafyrirtæki, sem ríkiö er I aukahlutverki? Ennfremur liggur fyrir, að sum Edduhótelanna hafa ekki beinlínis þótt hagkvæm, þótt flest þeirra séu það, og má þá spyrja, hvort nýir meirihlutaeigendur sjá sig knúna til að láta hrein arð- semissjónarmið ráða og loka einhverjum hótelanna af sinni hálfu. Sjúkrahúsiö á Húsavík HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Hvernig litist ykkur á að koma til liðs við okkur á Húsavík. Okkur vantar hjúkrunarfræðinga til starfa í haust. Kynnið ykkur kjör og aðbúnað. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96- 41333.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.