Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 2
iARPr ipJiTjh .o i'jy^bioyutíJ J-áúgardagor-6.-ágúst 1988’ LÍTILRÆÐI Flosi Ólafsson skrifar AF VINNUÞRÆLKUN Aö mínum dómi hvílir farsæl sambúð, heimilishald, bú og barnalán á fjórum horn- steinum. Sá fyrsti er aö morgunverður sé alltaf til reiöu þegar maöur kemur á fætur, annar aö hádegisveröur sé á borðum á réttum tíma, þriöji aö búiö sé aö snæða kvöldverö og vaska upp, þegár sjónvarpiö byrjar á kvöldin - og fjórði aö allir séu komnir í háttinn þegar mér finnst ráðlegt að ganga til hvílu. Einsog allt gott og grandvart fólk hlýtur aö sjá í hendi sér, eru þetta ekki miklar kröf- ur og ætti aö vera lafhægt fyrir jafnnægju- saman mann og ég er, að vera lukkunnar pamrfíll, Ijómandi af lífshamingju dægrin löng. Ég man hvaö ég var óumræöilega ham- ingjusamur þegar ég bjó meö henni ömmu minni. Sú sambúö var eiginlega óaflátan- legurdans á rósum, einfaldlega vegna þess aó amma gætti þess alltaf vandlega, aö framangreindar lágmarkskröfur um matinn á réttum tíma væru í heiðri haföar. Þegar ég kom aö morgunverðarborðinu, rauk úr hafragrautnum, mjólk í mjólkur- könnunni og kanell á boröinu til aö gera grautinn lystugri. Belgfullur af hafragraut hoppaöi ég út í sólskinið og beið þess í blíðunni aö klukkan yröi á mínútunni tólf, því þá beið mín mid- dagsmaturinn einsog lög gera ráö fyrir. Klukkan á mínútunni þrjú fékk ég mjólkur- glas og kleinu og klukkan á mínútunni sjö settist ég svo viö kvöldverðarborðið og átti svo frí á kvöldin. Þettavoru miklirdýröardagarööru fremur vegna þess aö hornsteinum heimilishalds- ins varö ekki haggað. Maturinn var alltaf á sínum staö á réttum tíma. Svo var þaö aö ég stofnaði heimili meö konunni minni og átti frá upphafi þá ósk heitasta aö þar yröi allt sem líkast því sem það var hjá ömmu. Ég er ekkert aö kvarta, ég tek þaö skýrt fram, en þó verður það aö segjast einsog er, aö milli jórjá og fjóra áratugi hef ég verið aö reyna að beina heimilishaldinu í sama far- veg, einsog þaö var hjá henni ömmu minni. Lunginn af lífshlaupi mínu hefur farið í þessa baráttu, sem ég hef, svona meö sjálf- um mér, stundum kallað leit aö lífsham- ingju. Nú er frá því aö segja, aö konan mín — blessunin, sem erallragóðra gjalda verð, þó hún fari ekki í fötin hennar ömmu, já sem- sagt konan mín vinnur úti. Frá klukkan hálf- níu á morgnana til klukkan hálfsex á kvöld- in. Þessi háttur er hafður á til þess að fylgj- ast meö tíðarandanum. Vera frískur, opvakt og ungur í anda. Svara kalli tímans. En sá er bara gallinn á gjöf Njarðar að þessi þrotlausa útivinna konunnar, til aö tolla í tískunni, kemur æði oft niöur á lífs- hamingju minni. Þaö kemur fyrir oftar en góöu hófi gegnir aö maturinn sé ekki tilbúinn á réttum tíma. Og þá dregur ský fyrir sólu í annars heiö- ríku lífi mínu. Hún hefur klukkutíma í mat, frá klukkan tólf til eitt. Þettaveldur því aö hún geturekki sinnt þeirri frumskyldu sinni aö hafa há- degismatinn tilbúinn á borðinu heima klukkan, á mínútunni tólf. Hinsvegar nær hún því oftast aö hafa eitthvert snarl tilbúiö um hálfeitt leytiö, sérstaklega ef hún er á hjóli í vinnunni, sem hún ernú raunaroftast yfir sumartímann. Hún nær því yfirleitt ekki aö vaska upp eftir hádegismatinn og ganga frá, af því aö hún þarf aö vera mætt aftur „niöurfrá" klukkan eitt. Mér finnst óneitanlega dálítið þungbært aö aldrei skuli vera vaskað upp eftir hádeg- ismatinn heimahjá mér fyrr en einhverntím- ann á kvöldin og þá er þaö gert í vél. En ég læt mig hafa þetta af því ég er nú einu sinni svo elskuleg manneskja. Svo var þaö í fyrrakvöld, að ég svona eins- og fann þaö á mér aö kvöldmaturinn yröi ekki tilbúinn á réttum tíma, klukkan sjö. Ég gekk framí eldhús og sannreyndi aö ég átti kollgátuna. Pottar og pönnur voru ókomnar á eldavélina, ekki búiö að leggja á borö, en viö eldhúsborðið sat elskuleg eigin- kona mín óvenju brúnaþung og var að lesa tímaritiö Þjóölíf. Mér tókst aö halda stillingu minni, af því ég er á síðari árum og einkum eftir að ég hætti aö drekka, oröinn svo yfirvegaöur. Ég tók svo til oröa afskaplega elskulega: — Hvurnig er þaö eiginlega, er maturinn ekki að veröa til? Hún leit uppúr Þjóðlífi og sagöi meö festu: _ — Ég er búin í vinnunni. Ég er þaö glöggur maöur aö ég skil fyrren skellur í tönnum og fann aö nú var hallar- bylting í uppsiglingu. Ég ákvaö aö nota gömlu, góöu lempnina og sagöi afar varlega: — Er eitthvaö aö? — Ekki annað en þaö, svaraði konan mín, aö hér í þessu virta tímariti er fræðileg, já raunar hávísindaleg úttekt á vinnutíma fólks á íslandi, og nú hef ég endanlega feng- iö þaö staöfest, aö störf mín hérnaá heimil- inu eru ekki til. Útivinnandi húsmóöir, sem tekur til við heimilisstörfin um leiö og hún kemur úr „vinnunni", er — ef mark er á þessari vís- indagrein um vinnuþrælkun takandi — bara í fríi heimahjá sér, þó hún vinni fjörutíu stunda vinnuviku í næturvinnu heima, eftir aö hún er búin aö vinna fjörutíu stundir úti. Svo bendir hún mér á töflur, kúrfur og línurit í þessarj vísindalegu úttekt um vinnuþrælkun á Islandi og segir svo: — Á maöur aö taka mark ávísindamanni, sem fjallar um vinnuþrælkun á íslandi, án þess aö hafa hugmynd um þaö aö hámark vinnuþrælkunarinnar er þaö þegar útivinn- andi húsmóöir þarf aö bæta á sig þungu heimili eftirerfiðan vinnudag? Og hvort sem þiö trúiö því nú, eöa ekki, góðir hálsar, þá hugsaöi ég sem svo: — Þetta er nú alveg hárrétt hjá henni. Hvað er Gucci að gera í 33000 fetum? J tollfrjálsu versluninni um borð eru gjafasett og snyrtivörur frá Gucci, Cartier, Estee Lauder og YSL ■ Silkislœður og silkibindi frá Chanel, Galimberti og Basile ■ Skartgripir frá Pétri Tryggva og Peter Van Der Mark ■ Auk þess myndavélar, útvarpstœki, barnaleikföng, ferðastraujárn, vekjaraklukkur, leðurvörur og fleira og fleira.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.