Alþýðublaðið - 06.08.1988, Síða 9

Alþýðublaðið - 06.08.1988, Síða 9
Stalín við skrifborð sitt á skrifstofu sinni i Kreml. Fyrir ofan hann hangir mynda af Karli Marx. Með aldrinum einangraði Stalin sig æ meir og var haldinn sjúklegu ofsóknarbrjálæði. en farið var af staö. í hvert skipti sem við kom- um á landsetrió voru læsing- arnar orönar fleiri og öflugri en áður og öryggisgæsla haföi veriö efld. Háir, tvöfaldir varnarveggir voru í kringum landareignina og milli þeirra var sleppt lausum varóhund- um. Þar að auki voru alls kyns rafkerfi á staðnum sem fóru i gang ef einhver óboð- inn hefði hætt sér inn á stað- inn. Um leið og við vorum komnir inn fyrir landareign- ina, héldu „fundirnir" áfram. Stalín innleiddi þessi vinnu- brögð strax að loknu stríði og þau tíðkuðust allt til dauða hans. Hvorki ríkis- stjórnarfundirnir, fundir Æðsta ráðsins eða miðstjórn- ar voru með fastri dagskrá. Vorosjilov hershöfðingi ásamt Beria, böðli Stalíns. — Þetta er kjúklingalifur, Nikita, Hefurðu reynt hana? — Nei, ég gleymdi því, ég verð að prófa. Þannig var það með sér- hvern rétt. Einhver okkar varð að bragða á réttinum áður en Stalin þorði að snerta hann. Sá eini sem slapp við að bragða á réttunum var Beria. Hann var nefnilega grænmet- isæta og fékk mat sinn send- an frá eigin húsi, einnig þegar við vorum í veislum Stalíns. Og hann borðaði alltaf grænmetiö án hnífa- para; stakk grænmetinu ofan í sig með löngum fingrum. Drykkjan var látlaus í veisl- um Stalíns. Hann skálaði við alla í gríð og erg og enginn þorði að andmæla. Sumir eins og Bería, Malenkov og Mikojan urðu að hvísla að þjónustustúlkunum að blanda sér litað vatn til að blekkja Stalin, því þeir þoldu ekki sama magn af áfengi eins og einvaldurinn. Einu sinni komst Stalín að þessu og trylltist af reiði. Hann hafði ennfremur gaman af því að niðurlægja gesti sína þegar þeir voru nær bjargar- lausir af ölvun. Hann auð- mýkti okkur alla á einhvern hátt. Einu sinni fékk hann mig til að dansa úkranískan þjóðdans. Ég varð að sitja á hækjum mér og sparka út löppunum og það var alls ekki auðvelt fyrir mann með mitt vaxtarlag. En ég reyndi að gera það besta úr stöð- unni. Eða eins og ég sagði við Mikojan eftir á: „Hygginn maður dansar þegar Stalín Stalíns var ríkisstjórn lands- ins hætt að sinna störfum. Fundirnir snerust aðallega um veisluhöld og kvikmynda- sýningar þar sem Stalín var í stöðugu hlutverki gestgjaf- ans enda jókst drykkja hans jafnt og þétt síðustu æviárin. Krúsjoff lýsirvel þessari stemmningu síðasta tímans á valdaferli Stalíns: „Ríkis- stjórnarfundirnir gengu yfir- leitt fyrir sig á eftirfarandi hátt: Þegar Stalín kom til Moskvu frá landsetri sínu, lét hann skrifstofu miðstjórnar- innar boða okkur til fundar. Við hittumst annað hvort á skrifstofu hans í Kreml eða í kvikmyndasalnum í Kreml. Við horfðum á kvikmynd eftir kvikmynd og í hléunum milli sýninga, ræddum við laus- lega eitthvert málefni sem snerti hag ríkisins. Stalín valdi kvikmyndirnar sjálfur. Hann nefndi þær „herfang sigursins" — og þær voru sendar frá Vestur-Evrópu. Margar myndanna voru amer- ískar. Stalín hafði sérstakt yndi af kúrekamyndum. Eftir hverja sýningu var Stalín vanur að halda langar ræður og níða myndirnar og inni- hald þeirra eftir þestu hugs- anlegri uppskrift sósíalískrar hugmyndafræði, en að ræðu- höldunum loknum heimtaði hann að fá að sjá nýja kú- rekamynd. Engin kvikmynd- anna var með textuðum þýð- ingum, en ráðherra kvik- mynda, l.l. Bolsjakov var vanur að þýða samtölin meö hárri raust. Hann þýddi af öllum tungumálum. í raun- inni kunni hann ekkert mál- anna, hann fékk einhvern til að segja sér söguþráð mynd- arinnar áður en hún var sýnd og reyndi síðan að þýða myndina eftir minni. Við stríddum honum oft á þýð- ingum hans, sérstaklega Bería. Það gerðist iðulega að Bolsjakov misskildi samtöl eða hann rak í vöröurnar og tók þá að lýsa myndinni sem var hreinn óþarfi þvf við gát- um sjálfir séð þegar menn stóðu upp eða gengu yfir götu. Þegar þetta gerðist var Stalín og Churchill gantast milli funda á Jalta ráöstefnunni 1945. Bería vanur að stríða ráð- herra kvikmynda og hrópaði t.d. :„Nú hleypur hann, nú stekkur hann upp í bílinn.“ Stalín horfði aldrei á kvik- myndir annars staðar en í bíósalnum í Kreml og sýning- artækin voru úrelt. Þegar sýningunum var lokið var Stalín vanur að segja: „Jæja, nú væri gott að fá sér eitt- hvað í svanginn." Og þótt fæstir okkar hefðu lyst á mat, þorði enginn okkar að mótmæla. Allir sögðust vera glorhungraðir. Svör okkar voru orðin eins og ósjálfráð viðbrögð. Matarveislurnar stóðu fram á morgun. Stalín svaf alltaf út, langt fram á síðdegið en við þurftum alltaf að mæta á skrifstofum okkar snemma næsta morg- un. Smám saman urðu þess- ar veislur að hreinni martröð. Matarveislur Stalíns voru venjulega haldnar á landsetri hans fyrir utan Moskvu. Við keyrðum þangað í svörtum límósínum og Stalín ákvað ávallt hverjir ættu að sitja í hvaða bíl. Enginn vissi I hvaða bíl hann hafnaði eða hvaða leið bíllinn keyrði, þvi við ókum aldrei saman eða sömu leið. Hræðsla Stalíns viö að vera drepinn var orðin slík að hann gaf bílstjórunum skipun um leiðimar sem keyrðar voru andartaki áður Krúsjoff og Stalín þ. 1. maí 1932. En fundir „innra hringsins" gengu eins og úrverk. Stalín var ekki aðeins hræddur við að vera myrtur á leiðinni milli Kreml og land- setursins. Hann þorði ekki að bragða á einum einasta réþti, ekki einu sinni í eigin húsi„ nema að einhver okkar smakkaði á réttinum fyrst. Við urðum allir að taka þátt í þessu sjónarspili. Þegar við komum að veisluborðinu, varð hver og einn okkar að bragða á einhverjum rétt- anna, áður en Stalín þorði að snerta diskana. segir dansaðu!" I þessum endalausu veisl- um sagði Stalín langar lyga- sögur af sjálfum'sér og hetjudáðum sínum. Þótt allir okkar vissu að hann láug framan í opið geðið á ökkur, þorði enginn að andmaéla eða leiðrétta Stalín." Lýsingar Krúsjoffs á fei^a- lögum „innsta hringsins" með Stalín eru einnig spaugi- legar og óhugnanlegar. Stalín gat verið staddur hvar sem var i Sovétrikjunum þegar hann langaði að fá „félagana" til sín til að lyfta glasi eða stytta sér stundir. Þá skipti það engu hvar menn voru staddir, í Moskvu eða í sum- arleyfum víðs vegar um Sovétríkin; menn urðu að koma þegar í stað og kasta frá sér öllu sem þeir voru að fást við. Enginn þorði annað- Oft hafði Stalín ekki neina aðstöðu að bjóða upp á fyrir gesti sína sem komu víðs vegar frá og gestirnir urðu stundum að sofa í einni kös á gólfinu hjá gestgjafanum. „TREYSTI EKKI EINU SINNI SJÁLFUM MÉR“ Krúsjoff nefnir mörg dæmi þess að Stalín hafi þjáðst af mikilli ofsóknarbrjálsemi síð- ustu æviár sín og borió mikið vantraust til félaga sinna. Á einum stað skrifar Krú- sjoff: „Dag einn árið 1951 kallaði Stalín mig á sinn fund í Afon. Ég var þá staddur i Sotsji og Mikojan sem stadd- ur var í Sukhumi, fékk einnig skilaboð frá Stalín að mæta á hans fund. Dag einn þegar við Mikojan fengum okkur göngu í garðinum, kom Stal- ín út á svalirnar. Hann tók ekki eftir Mikojan og mér. „Ég er búinn að vera,“_sagði hann við sjálfan sig. „Ég treysti engum, ekki einu sinni sjálfum mér.“ Á öðrum stað lýsir Krúsjoff líðan mannanna í „innsta hring“ og hve óöruggir þeir voru gagnvart Stalín: „Við sem tilheyröum hinum „innsta hring'1 vorum allir jafnvaltir i hnakknum. Meðan hann treysti okkur nokkurn Stalin ásamt dóttur sinni Svet- lönu. veginn, fengum við frið til að lifa áfram og vinna störf okkar. En um leiö og Stalin treysti einhverjum ekki leng- ur, byrjaði hann að rannsaka hann náið þangað til að tor- tryggni hans náði hámarki. Þá var tími viðkomandi runn- in út og aðeins tímaspursmál hvenær hann yrði tekinn af lífi. Þetta átti við um alla , einnig þá sem börðust við hlið Stalíns og í flokknum og fyrir hagsmuni flokksins. Margir af nánustu og dygg- ustu vopnabræórum Stalíns voru teknir af lifi. Að lokum vorum við aðeins lítill hópur sem hittumst hjá Stalín — Bería, Malenkov, Bulganin og ég. Jafnvel Bulg- anin var ekki alltaf boðiö í málsverðina fyrir innsta hring hjá Stalín. Fyrir hvert ár sem leið var Ijóst að Stalín hrak- aði, ekki aðeins líkamlega, heldur einnig andlega. Hann hætti að muna nöfn okkar og það reitti hann ósegjanlega til reiði." M0L0T0V OG BANDARÍSKA EINKALESTIN Eins og áður hefur komið fram, fékk Stalín megnustu óbeit á Mikojan og Molotov

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.