Alþýðublaðið - 06.08.1988, Qupperneq 20

Alþýðublaðið - 06.08.1988, Qupperneq 20
20 Laugardagur 6. ágúst 1988 Á SVIÐIOG UTAN Eyvindur Erlendsson skrifar Beitir Gulli ofbeldi? Fyrirsögnin er hér sett upp sem spurning, til þess að hún veki forvitni þína, lesari minn. Mér er þetta afturámóti engin spurning: hann gerir það. Hér er átt við Guðlaug Bergman, öðru nafni Gulla í Karnabæ. Sigurður Guðjóns- son ritar ágæta grein um hávaðaofbeldi nútímans í Þjóðviljann þar sem hann jafnar garginu sem dælt er yfir fúsan jafnt sem ófúsan úr hverskyns glymskröttum á almannafæri; á vinnustöðum, í rútum, í strætó og á götum úti, — jafnvel í sundlaugum (sem þó eru viðurkenndar hvíldar og griðastaður fyrst og fremst) við hernað, of- sóknir og nauðgun. Við Sig- urður vitum báðir vel að sum- ir hafa gaman af þessu, finnst lífið jafnvel ein auðn án þessa sífellda hávaða (sem það kallar músík). Helst eru það svokallaðir „hressir unglingar“ og driftarsamir menn á besta aldri. Ég leyfi mér þó að kalla þá frekar sjálfumglatt og borubratt gengi sem gefur skít í alla til- litsemi við annað fólk. HINN BORUBRATTI MINNIHLUTI Hinir borubröttu eru, enda þótt það kunni að koma mörgum þeirra á óvart, í mikl- um minnihluta. Þeir eru hins- vegar mest áberandi, vegna sinnar fyrirferðarmiklu sjálf- umgleði og algjöru blindu á annað fólk. Úr aftursæti rút- anna æpir þetta lið í sífellu „hakka, hakká' og bílstjórinn nennir ekki öðru en hlýða enda þótt hann viti fullvel að meirihluti farþeganna, þeir sem skipa öll hin sætin, er fyrirferðarlítið fólk, þreytt af vinnu sinni vió að sjá aftur- sætavarginum fyrir þörfum sinum (og óþörfum) og þráir það eitt að hafa FRIÐ rétt á meðan það fær að sitja kyrrt og aka. Þessu fólki veldur hinn linnulausi lemjandi „tónlistarinnar" og millum- lagablaðursins ekki einasta leiðindum, — hann veldur þvi hreinni kvöl. En það má svo- sem segja að það sé ekki hvítt að velkja, þetta fólk er kvalið hvort sem er og mest af striti ásamt tilheyrandi gigt, höfuðverk og sálar- angist sem fæst af því að róa undir krakkavörgunum sín- um, troða í þá og hlaöa utan- áþá og undir þá. Það er ekki vant að mylja undir sjálft sig og lætur því yfir sig ganga, hljóðalaust. Það hugsar með sér: „Þetta er vist bara svona heilbrigt og kraftmikið ungt fólk en ég afturámóti bara orðinn gamall og kargur". Einhvernveginn kemur eng- um í hug að það sé ekki endilega sjálfgefiö að „heil- brigt og kraftmikið ungt fólk“ eigi að hafa allan forgang í hvívetna og ævinlega að fá aö fara sínu fram hvort sem það kemur öðrum mönnum: gömlum, miðaldra eða ung- um börnum, betur eða verr. SKEFJALAUS SJÁLFSHYGGJA Vitur bókmenntafræðingur hefur sagt, aðspurður um megineinkenni nútímahugs- unarháttar: „Einkenni vors samtima er ofbeldi hans gagnvart öllum öðrum tímá'. Semsagt skefjalaus sjálfs- hyggja sem svarar umsvifa- laust athugasemdum allra þeirra sem öðruvísi eru með hreinni fyrirlitningu og niöur- lægjandi svíviröingum: „Gamla drusla sem ættir að vera dauð!“ „Djöfuls menn- ingarviti!" „Hættu að grenja og haltu kjafti barnandskoti!" „Djöfuls sveitadurgur!" „Djöfuls karlpungur, kellíng- arpussa, kúristi, sérvitringur og aumingi!" „Hakka! Hakka!“ Auðvitað er þetta hreint uppeldisleysi og ekkert ann- að og stafar í fyrsta lagi af einhverri óskilgreindri dýrkun frelsis, sem verður að flokk- ast undir sérviskutrúarbrögð, án skynsemi, — í öðru Iagi af því að þjóðin flutti snögglega úr sjávarþorpum og sveit þar sem uppeldi barna kom af sjálfu sér i tengslum viö vinnuna sem börnin eltu for- eldra og venslamenn til og, í þriðja lagi af upplausn tím- ans í sambandi við heims- styrjöldina miklu og yfir- drottnun nýrra þjóða (Breta og Ameríkana) í landinu, þar sem gömlum gildum var hrundið en engin ný fyllilega viðurkennd. Fólk brast sið- ferðisþrek, — það vissi ekki hvaða hegðun átti að teljast heppileg og hver óheppileg, það vissi ekki hvað kenna skyldi börnum (þeir sem þá datt í hug að þeim þyrfti eitt- hvað að kenna) og valdi þvi þann kostinn að kenna þeim ekki neitt. Nema kannski: „Vertu dug- legur, láttu ekki vaða ofaní Þig“- SJÓNVARP - OFBELDISTÆKI NÚTÍMANS Uppskeran er sú að upp eru komnar í landinu heilar tvær kynslóðir uppeldislauss fólks — það eldra komið vel - á miðjan aldur og margt hvað farið að stjórna stórum fyrir- tækjum. Fyrirtækin ganga ágætlega, ekki síst í tísku- og fjölmiðlabransanum, án nokkurrar umgengniskunn- áttu við aðra en sérumlíka, — á framsækninni og dugggnaðinum einum sam- an. Meir að segja rekur þetta fólk svokallaðar menningar- stofnanir fullum fetum og þær ganga ágætlega á sama lögmáli hins eilífa streymis og sóknar, eins þótt menning finnist þar engin. Meöal annarra orða: Þaö er Ijóta raunin að vera starfs- kraftur i listum og lenda akkúrat inn í þeim tíma þegar þessum guðs volaða almenn- ingi vorrar þjóðar finnst það toppurinn á öllum listframa að komast í sjónvarp! Sjónvarp er ekki vettvangur fyrir listir* Sjónvarp er orustu- vettvangur fyrir uppa aö vinna við og tímadrápstól fyr- ir þá sem horfa, líkt og síð- degisblöð. Sumir, einkum í Ameríku, nota sjónvarp líkt og arineld. Menn láta lifa á þessu, finnst gaman að finna fyrir flökti Ijóssins og ein- hverju kyrrlátu, óáreitnu lífi og hreyfingu. En þeir eru ekk- ert að spekúlera í því. Sjónvarp er eitt af þeim of- beldistækjum sem nútíminn beitir gegn vitund manna, — um annað fólk og aðra tíma meðal annars. En Gulla í Karnabæ er vorkunn. Hann þarf ekki að vera svo ofbeldissinnaður þótt hann láti ausa lamandi hávaöamengun út í Austur- strætið. Hinir borubröttu eru nú einu sinni kúnnarnir hans, hann græðir á þeim aura. Og honum finnst svo gaman að græða aumíngja stráknum. Kannski finnst honum það meir að segja nauðsyn, jafn- vel fyrir þjóðarhag. Svo hann verður auðvitaö að fá að gera það! OFBELDIÐ Á ÞJÓÐVEGUNUM Ofbeldið og tillitsleysið á þjóðvegunum er hrikalegt. Hinir borubröttu virðast ekk- ert sjá þar annað en skiltin sem segja að leyfður sé niu- tíu kilómetra hraði. Og svo aka þeir á þessum níutíu (helst dálitið meira). Þeir ætla sko að nota rétt sinn. Þeir hata allt sem fer hægar og finnst það vera að sýna sér óvirðing og ósvífni, — jafnvel Hraðskreiða Sterka Bílnum sínum líka. Einkum er þeim uppsigað við ómálga dýr og eins við sveitamenn sem reyna að komast af af- leggjurunum heimanað frá sér inn á þjóðvegina. Fót- gangandi, útlendinga hata þeir ekki heldur fyrirlíta þá og reyna að ausa á þá skít undan hjólunum upp úr drullupollum. Sjálfur bý ég vió þjóðveg númer eitt. Oft er alls ekki hægt að bíða eftir því að svo langt vérði milli bíla að eng- inn þurfi að hægja á sér þeg- ar maður ekur inná. En þurfi nú einhver hinna borubröttu á stóru leikföngunum þess þá skal ekki standa á flaut- inu, ruddalegum framúrakstri og puttamerkjum sem þeir hafa lært í amrískum hasar- myndum og tákna klám. Þetta gátu þeir þó lært! (Þótt þeir viti sjálfsagt fæstir hvað það táknar.) AF LÍKFYLGD OG PÚSTRÖRSLAUSUM DRUNUM Hér á Suðurlandsundir- lendinu ríkir sá siður enn að líkfylgdir fari hægt. Þurfi að fara um þjóðveginn, milli kirkna, er haldiö 30-40 km meðalhraða. Það þykir sjálf- sagt að óviökomandi vegfar- endur hægi á sér þegar þeir mæta líkfylgd og menn fara ekki framúr líkfylgd jafnvel þótt þeir eigi brýnum erind- um að gegna. Hvað sem brösóttum samskiptum manna líður, hér sem annars- staðar, þá skal hverjum og einum sýnd þessi virðing a.m.k. einu sinni áður en hann hverfur af yfirborði þessarar jarðar og inn til hennar. Tengdamóðir mín var hljóð- lát og elskuleg stritandi kona. Hún vann sínum en „sóttist ekki eftir að vera í nefndum, né sóttust aðrir eft- ir að hafa hana í þeim“ eins og segir á einum stað. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir það að hún hafði verið út úr heim- inum meira en tvö ár og burt- flutt úr sinni heimasveit fyrir meira en tíu árum, þá komu allir hinir gömlu sveitungar, ungir sem gamlir,að votta henni þessa hinstu virðingu en okkur samkennd. Sigurður prestur flutti vandaða ræðu, byggða á hans djúpu virðingu fyrir MANNINUM, hver sem hann er (kannski líka Guði soldið), Garðar Cortes söng af því hann er kunningi þessa fólks. Athöfnin hæglát og virðuleg. Svo var sigið af stað austur í Villingaholt, eftir þjóðveginum, hægt. Löng lest. Nokkrir útlendingar, sem héldu að þetta væri venju- legur umferðahnútur og þekktu ekki til landssiöar, fóru framúr á meðan gatan var enn tvær akreinar á báða bóga. Öllum var sama um það. Um tiu kílómetra leiö eftir þjóðveginum slógu aðrir vegfarendur sér hæversklega í för með okkur og biðu þess að lestin sveigði út af vegin- um. Enginn spurði hvar þáð yrði eða hve töfin yrði löng. Nema tveir borubrattir á stór- um jeppum misstu þolin- mæðina á „þessu djöfuls drolli á helvítis varginum" steyptu sér útaf og geystust framúr eftir hestabrautinni og nú ekki á níutíu — heldur svona hundrað og þrjátíu kílómetra hraða, með tilheyr- andi töffum, púströrslausum drunum (það sýnir kraftinn í manni). Nú vildi ekki beturtil en svo að i einu kastinu tók annar jeppinn niðri á mis- hæð og drifskaftið hrökk í sundur með háum hvelli, stakkst niður í jörðina og drekinn varö stopp. Munaði víst minnstu að það lemdist upp um gólfið fyrst og ylli slysi. Það sárasta við þetta atvik var þó það að maður fann fyr- ir illri og óviðeigandi þórðar- gleði innra með sér, mitt í geðblæ af óskyldum toga og sögðu mér fleiri að þeir hefðu einnig fundiö til hins sama: „Gott á hann, bölvað kvikindið“. Margt er nú ekki gott í henni verslu en verst að finnatil illgirni i garð náunga síns. Sæmileg almenn hegðun dregur úr likum á að hún kvikni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.