Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 06.08.1988, Blaðsíða 22
22 Laugardagur 6. ágúst 1988 ■ I.'.AV V.' r!r) ‘I J TONLIST Rikharöur H. Friðriksson skrifar: FJOLBREYTTIR KORTONLEIKAR Þýskur kirkjukór í Hallgrímskirkju Núna um siðustu helgi hélt þýski kórinn „Kantorei an der Pauluskirche" tónleika í Hallgrimskirkju. Kór þessi er alla jafna kirkjukór við Pálskirkjuna í Hambach, smábæ i Bæjaralandi. Dagskráin var í allra lengsta lagi, einn og hálfur timi án hlés. Hins vegar var hún mjög fjölbreytt og gerði það gæfumuninn að þetta urðu nokkuð vel heppnaðir tónleikar. Til þess að þreyta áheyr- endur ekki of mikið á eintóm- um kórverkum voru með i för söngkonan Margrét Bóas- dóttir, orgelleikarinn Heinz Markus Göttsche og fjórir aðrir hljóðfæraleikarar. Fóru tónleikarnir þannig fram að kórinn söng þrjú eöa fjögur verk í einu en þess á milli voru flutt orgel- eða kammer- verk. Verk þessi vorq mjög misgóð, allt frá nokkuð skemmtilegri tokkötu eftir Max Reger og niður í virki- lega leiðinleg stef og til- brigði eftir organistánn, Heinz Markus Göttsche. Þau UTBOÐ SUNDLAUG í SUÐURBÆ Haf narfjarðarbær leitar tilboða i 4. áfanga byggingar Sundlaugar í Suðurbæ. í verkinu er innifalinn loka- frágangur byggingar, þ.e. lóðargerö, múrverk, flísa- lögn, lagnirog innréttingar. Verktaki tekurvið uppsteyptu mannvirki. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, gegn 25.000,- kr. skilatrygg- ingu. Afhending frá þriðjud. 9. ágúst. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 6. september n.k. kl. 10.00. Bæjarverkfræðingur. hefðu betur verið óspiluð því þetta var tónlist af þeirri gerð sem tónsmíðanemendur á fyrsta ári basla saman með erfiðismunum og láta engan lifandi mann sjá framar eftir að hafa heyrt frumflutning- inn. Þarna hefði vissulega fariö betur á því að hafa venjulegt hlé, heldur en að bjóða áheyrendum upp á svona leiðindi. FJÖLBREYTT VERKEFNAVAL Það sem öðru fremur ein- kenndi þessa tónleika var óvenju fjölbreytt verkefnaval af kórtónleikum að vera. Þar var leitað fanga allt frá Josquin des Prez sem var uppi á síðari hluta 15. aldar og til Guther Kretzschmar sem er nýlátinn. Ánægjulegast var þó að heyra gömlu renaissance tón- skáldin því þau komast allt of sjaldan á verkefnaskrár hér- lendis, og sérstaklega að heyra „El grillo“ eftir Josquin sem lengi hefur verið eitt af uppáhaldslögum greinarhöf- undar. Einnig var mjög ánægjulegt að heyra tvær mótettur eftir Heinrich Schutz, eitt fremsta tónskáld barrokksins sem því miður hefur ekki verið kynnt sem skyldi hér á landi. Sópransöngkonan Margrét Bóasdóttir söng einsögn í Josquin des Prez (ca. 1450-1521) átti verk á tónleikunum. Hann er án efa eitt fremsta tónskáld rena- issance-timans. „Hyrnne" gullfallegu verki eftir Mendelssohn. Margrét hefur ekki mikla rödd, en áferðarfallega og komst hún vel frá sínu. HLUSTAÐ Á HÚSIÐ Húsið sjálft, Hallgrims- kirkja tók mikinn þátt í tón- leikunum, allt of mikinn ef satt skal se^ja. Venjulega þykir það kostur að hafa „lif- andi“ tónleikasal til þess að lyfta dálítið undir tónlistina og létta undir með henni, en þetta var allt of mikið af svo góðu. Mótettan „Lobet den Herrn alle Heiden" eftir Bach varð illilega fyrir barðinu á Hallgrímskirkju. Fíngerður og þéttur kontrapunktvefur hennar fór allur í klessu í óendanlegu bergmálinu. Hvenær ætlar einhver að leggja það til að flutningur kontrapunktískrar tónlistar verði bannaður í þessu ann- ars ágæta guðshúsi. KÓRINN Þegar á heildina er litið var þetta nokkuð góður kór, vel agaður, samtaka og söng hreint. Vissulega langt fyrir’ ofan venjulegan standard á íslenskum kirkjukórum. Hins vegar vantaöi talsvert upp á að jafnvægið milli karl- og kvenradda væri sem skyldi. Karlarnir urðu undir og heyrð- ist litið til þeirra lengst fram- an af. Óhætt er að gefa stjórn- andanum, Carolu Bischoff bestu meðmæli, hún hefur greinilega lagt mikla vinnu i kórinn sinn. Einnig lagði hún töluverða áherslu á uppstill- ingu kórsins, og var gaman að heyra hversu mjög tónn kórsins breyttist þegar upp- stillingu var breytt. Tónleikunum lauk á áhrifa- mikinn hátt þegar kórinn gekk syngjandi í gegnum sal- inn og út. Það var skemmti- legt að heyra hann deyja smám saman út í hljómmik- inn bergmálsmassa kirkjunn- ar. Þetta var viðeigandi endir á tónleikum sem voru að flestu leyti mjög vel heppn- aðir. Felipe Gonzáles, for- maður Alþýöuflokks- ins á Spáni og forsæt- isráðherra. .'Sfsa.sJöífv? ’W* SKRIFSTOFU ALÞÝÐUFLOKKSINS hefur tekist að útvega góð kjör á ferð til Spánar. BOÐIÐ ER uppá tveggja vikna ferð. EF ÞATTTAKA verður næg förum við til Madrid og heimsækjum spænska bræðraflokkinn og skoðum höfuðborgina. FARIÐ VERÐUR 20. septemberog gist í góðum íbúðum á Benidorm. VERÐ frá kr. 32.900.- tvær vikur. NÁNARI UPPLÝSINGAR hjá fararstjóra Guðlaugi Tryggva s: 681866 e.h. og hjá Ferðamiðstööinni s: 28133,Fanney.FJÖLMENNUM til landsins þar sem jafnaðarmenn hafa skapað efnahagsundur. VIVA ESPANA ALÞÝÐUF10KKURINN Guðlaugur Tryggvi Karisson, fararstjóri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.