Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 13. ágúst 1988 LÍTILRÆÐI Fiosi Ólafsson skrifar AF OSLÓ-REMBU Fróöir menn telja aö óbrigöull fylgifiskur harölífis sé svokölluö remba. Til skamms tíma hafa bæði „harölífi“ og „remba“ veriö ótvíræðar skilgreiningar á vissu líkamlegu ástandi en á síðari árum hefur svo málþró- unin beint þessum tveim geöþekku hugtök- um í annan farveg. Þau hafa semsagt fengiö þaö sem kallaö er „yfirfærða merkingu". Nú er svo komið að „remburnar" eru fjöl- margar og flestar af andlegum toga. Sú remban sem mér virðist flesta hrjá þessa dagana er tvímælalaust karlremban og í kjölfarhennarlónarsvo kvenremban og mástundum ekki ámilli sjáhvorri rembunni fylgja meiri átök og jaðrar stundum, að því er virðist, við örvæntingu, líkt og verið væri að rembast í upprunalegri merkingu. Sjaldan hefur íslenska þjóðin verið jafn undirlögð af rembu einsog uppá síðkastið. Það hálfa væri nóg. Um þessar mundir er það semsagt karl- rembaog kvenrembasem öðru fremurhrjáir landann og allt útaf norrænu kvennaráð- stefnunni, „Nordisk Forurn", sem haldin var í Osló á dögunum og lauk á sunnudaginn var. Manni erbaranærað haldaað himinn og jörð ætli að farast útaf þessari Ijúfu og tíma- bæru sammenkomst þar sem tíuþúsund „menn“ af veikara kyninu komu saman til að veltavöngum yfirsérþörfum kvenna í mann- legu samfélagi. Við sem elskum konur, og höfum gert allt frá því við komum undir, hljótum að undrast allt það moldviðri karlrembu sem búið er að þyrla upp að undanförnu útaf þessu tíma- bæra málþingi í Oslóborg. Eðakvenremban sem sveif yfirvötnunum á ráðstefnunni í verdens störste provinsby. Ég meina það. Vei þeim sem í hálfkæringi talar um kvennaráðstefnuna, hvort sem vera kann í ræðu eða riti. Okkur sem elskum konur rennur til rifja hve niðrandi undirtónn hefurverið í umfjöll- un sumra fjölmiðla um þessa merku uppá- komu. Sumirhafalátið íveðri vakaað ráðstefnan hafi ekki verið aðkallandi í stöðunni, aðrir ,hafa beinlínis gefið í skyn að þátttakendur hafi allir verið heldur ólögulegir kvenmenn, sem auðvitað er allsekki rétt, þó eitt og eitt greppitrýni hafi auðvitað þvælst með. Fjölmiðlamenn eiga að vita að miður fagrar konur eiga líka tilverurétt og eiga aö fá leyfi til að vera á mannamótum og á almannafæri, ef þær raska ekki allsherjar- reglu og valda upplausn með útlitinu. Þá hafa karlrembusvínin í fjölmiðlunum gert sér tíðrætt um hina miklu áherslu sem lesbískar konur leggja á það að njóta jafn- réttis til sæðingar á við ólesbískar (Lesb- iske fár ogsá barn — Lige ret til insemin- ation). Auðvitað eru það forréttindi lesbískra að fá að njóta sæðingar án þess að tilkomi ógeðfellt hnauk og hnoð, jukk og juð í fang- brögðum við hrollvekjandi karladjöfla. En þau forréttindi eru dýru verði keypt, einsog dæmin sanna, og það ættu ólesbískar að hafa í huga. Fliklaust er hægt að segja að mikil sam- staða hafi skapast um málefni lesbískra á. ráðstefnunni. Sem betur fer, er mér nær að halda. Auðvitað voru sérþarfir ólesbískra líka ræddar á ráðstefnunni og mikill fengur að því fyrir íslensku þátttakendurna. Krufnar voru til mergjar sérþarfir kúrdískra kvenna, pakistanskra, tyrkneskra, erítreanskra, filipínskra, íranskra, írakskra, júgóslavn- eskraog gyðingakvennaog erekki að efa að niðurstöðurnar úr þeim vangaveltum í starfshópum, grúpputerapíu og teymi eru kjarngott veganesti fyrir íslenskar konur í markvissri kvennabaráttu, sem margt karl- rembusvínið botnar hvorki upp né niður í. Við sem elskum konur og höfum eytt heilli mannsævi í það að reynaað geraþeim til geðs, komatil móts við óskir þeirra, svala þrám þeirra, skaffa þeim til munns og handa, borðs og sængur, og vera þeim inn- anhandar í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu, vitum að sé sérþörfum kvenna ekki fullnægt skapast ófremdarástand, ófremd- arástand sem ekki verður ráðið framúr nema á málþingi kvenna, þar sem konur kafa til botns í sjálfum sér og vandamálum sínum og þá helst tíuþúsund stykki í einu og í grúppum, starfshópum, teymi og hópefli. Og lausnin á aðsteðjandi vanda kvenna fæst, ef sumar halda ræóur um próblemmin í hátalara, og hinar hlusta á. Má þáeinu gilda þó fæstar skilji mikið og flestarekki neitt einsog raunin varákvenna- ráðstefnunni „Nordisk Forum“ í Osló á dög- unum, en þar voru engir íslenskir túlkar. Við sem heima sitjum af því við erum ekki konur, en elskum konur elgi að síður, brjót- um heilann um það dægrin löng hver sé nú í raun og veru grundvallaróhamingja kvenna almennt. Er óhamingjuvaldurinn: meðaldræg, langdræg eða skammdræg kjarnorkuvopn, meinleg örlög miðaldra kvenna í skerjagarð- inum, alþjóðleg kvennasala, austurlenskur magadans, dauði Tarsans, ástandið í Suður- Afríku, grænlenskur grímudans, sæðinga- vandi lesbískra, skortur á næði við matborð- ið, sprogvanskeligheder pá konferencer, skortur á nýjum teoríum um hversdagslífið, óvissa um líf og karríer háskólakvenna, pornóið í norðri eða sérstaða lamaðra kvenna í tempraða beltinu? Eða gæti verið að ástæðunnar til óánægju kvenna sé helst að leita þar sem óánægja karla er mest? Hún amma mín sagði nefnilegaeinusinni við mig: — Þeirsem alltaf eru óánægðir með allt og alla eru það bara vegna þess að þeir eru svo óánægðir með sjálfa sig. Það skyldi þb aldrei vera að eitthvað af konunum á kvennaráðstefnunni í Osló hafi verið svolítið óánægðar með sjálfar sig? Spyr sá sem ekki veit.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.