Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 13. ágúst 1988 FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson skrifar FA AÐ STUNDA EIGNAR- LEIGU Á FASTEIGNUM Eigið fé að lágmarki 8%. Bankaeftirlit Seðlábankans hafi eftirlit með eignarleig- unum. Eignarleigurnar eingöngu hlutafélög og innborgað hlutafé 10 milljónir að lág- marki. Meirihluti stjórnar hvers fyrirtœkis verði búsettur á Islandi. Samruni eignar- leigufyrirtœkja óheimill nema með leyfi ráðherra. í tilraun stjórnvalda til aö hemja „gráa markaöinn" svo- kallaða hefur mikil vinna ver- ið lögð i það i viðskiptaráðu- neytinu á síðustu mánuðum aö semja frumvarp um fjár- mögnunarleigufyrirtækin eða eignarleiguna eins og það er nú kallað. Á siðasta ári kom i Ijós að þetta nýja fyrirbæri á íslensk- um peningamarkaði hafði mikið umleikis og námu leigussmningar á árinu rúm- lega fjórum milljörðum kr. Fjögur eignarleigufyrirtæki höfðu náð fótfestu á síðasta ári og sexfaidaðist efnahagur þeirra á árinu m.a. á útgáfu verðbréfa á innlendum mark- aöi. Leigusamningar fyrir- tækjanna jafngiltu um 1,5% af öllum lánum lánakerfisins í landinu. Með aðgerðum viðskipta- ráðherra á síðasta ári var gripið i taumana og erlend lán eignarleiganna tak- mörkuð viö 70% af verðmæti leigu- og lánssamninga. Nú á að koma föstum böndum á þessa starfsemi og er það liður í þeim viðfangsefnum sem unnið er að t tengslum við efnahagsaðgerðir rikis- stjórnarinnar. Er gerð tillaga um að eigið fé eignarleigufyrirtækja, að viðbættum víkjandi lánum frá eignaraðilum, skuli á hverjum tíma ekki nema lægri fjár- hæð en sem svarar 8% af heildarskuldbindingu hvers og eins. Tillagan um að eigið fé eignarleigufyrirtækjanna svari til 8% af heildarskuld- bindingum þeirra á hverjum tíma kann að mæta mót- spyrnu á fjármálamarkaðn- um, en þetta mun vera í sam- ræmi við áform um að setja lágmarkskröfur um eigið fé hjá verðbréfafyrirtækjum til að gæta fyllsta samræmis. EFTIRLIT Lagt er til að bankaeftirlit- inu verði falið eftirlit með starfsemi eignarleigufyrir- tækja og.aö eftirlitinu verði heimilaður aðgangur að gögnum og upplýsingum sem það telur sig þurfa á að halda. Einnig mun vera mælt fyrir um skyldu eignarleigu- fyrirtækja til þess að veita upplýsingar um reksturinn vegna opinberrar hagsýslu- gerðar. Þegar reynt er að setja bönd á þennan markað verða menn að líta á starfsemina alveg frá grunni og skilgreina hvað hún felur í sér. Mun vera lagt til í frumvarpinu að eign- arleiga verði afmörkuð í lög- gjöfinni frá því sem venjulega er nefnt „leiga" því þarna selur leigusali hlut í leigu gegn umsömdu gjaldi I til- tekinn lágmarksleigutíma og skv. sérstökum skilmálum um eignar- eða afnotaréttinn. Til eru ýmis form eignarleigu (eða „leasing" eins og fyrir- bærið nefnist á ensku) sem skipta má i fjármögnunar- leigu og rekstrarleigu. Gera frumvarpssmiðirnir skýran greinarmun á þessu tvennu enda þörf á skýrum skilgrein- ingum vegna skattareglna því eðlilegast þykir að skattaleg- ar byrðar verði lagðar á leigu- taka fremur en leigusala. SKYLDUR Verði frumvarpið að lögum mun eignarleigufyrirtækjum aðeins heimilað að stunda sína starfsemi skv. leyfi við- skiptaráðherra og eru skilyrði fyrir veitingu þess a.m.k. þrenns konar skv. heimildum Alþýðublaðsins: (1) Fyrirtæk- ið sé hlutafélag og nemi inn- borgað hlutafé þess a.m.k. 10 milljónum kr. (2) Meirihluti stjórnar félagsins sé búsett- ur hér á landi og (3) fram- kvæmdastjóri sé búsettur hérlendis og ríkisborgari á e.h. Norðurlandanna, fjárráða og með óflekkað mannorð. Heimilt verði að stunda eignarleigu með fasteignir jafnt og lausafjármuni og er ekki gert ráð fyrir að undan- skilja eignarleigustarfsemi sem kann að verða stunduð vegna fasteigna en nánari skilyrði um slíka eignarleigu verði sett í reglugerð. Hugmyndir ganga líka út á að eignarleigufyrirtæki hafi ekki með höndum aðra starf- semi en eignarleigu eða ná- skylda starfsemi i nafni þess félags sem eignarleigu stundar. Þá ber eignarleigu- fyrirtækjum að haga starf- semi sinni á þann veg að við- skiptamenn þess njóti jafn- ræðis um upplýsingar, verð og önnur viöskiptakjör og eru einnig I smíðum ákveðnar reglur um form eignarleigu- samninga sem ætið þarf þá að gera skriflega þar sem lágmarksleigutimi, vaxta- ákvæði og önnur kjör og svo réttur til riftunar er m.a. tíundaður. VIÐURLÖG Eins og fyrr segir er sett ákveðið 8% lágmark á eigið fé eignarleigufyrirtækja og ef því verður ekki hlítt tekur bankaeftirlit Seðlabankans til sinna ráða. Getur það krafið endurskoðanda fyrirtækisins þegar I stað um reiknings- uppgjör og er ráðherra jafn- vel heimilt að afturkalla starfsleyfi eignarleigufyrir- tækis ef eigið fé er ekki auk- ið umfram lögboðið lágmark. Þá er lagt til að samruni eignarleigufyrirtækja verði óheimill nema að fengnu samþykki viðskiptaráðherra. Eru rökin þau að slíkt kunni að skerða samkeppnina á markaðnum þó að í sumum tilvikum geti hann verið æskilegur til að leysa alvar- legan fjárhagsvanda slíkra fyrirtækja. Vegna skattareglna hefur reynst nauðsynlegt að skil- greina kaupleigu sérstaklega þannig að Ijóst sé í lögum hver sé greinarmunurinn á fjármögnunarleigu og sér- stakri tegund fjármögnunar- leigusamninga innan eignar- leigusamninga. Það verður hins vegar höfuðverkur al- þingismanna að ákveða hvaða skattalega meðferð mismunandi fjármögnunar- leigusamningar eiga að fá.' Meginspurningin er sú hvort eignarréttur flyst til leigutaka eða ekki. Verði eignarleigurnar um- svifamiklar á fasteignamark- aðnum gætu spurningar á. borð við Hver á hvað og hvenær? orðið flókið úrlausn- Sjúkrahúsið á Húsavík sf. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Óskast til starfa nú þegar eöa eftir samkomulagi. Húsavík er 2.500 manna bær meö góöar samgöngur og þjónustu, aðstööu til íþrótta og útivistar. í sjúkrahúsinu eru almenn deild, fæöingardeild og langlegudeild, samtals 62 rúm. Hringió eða heimsækiö okkur og kannið kjör og aöbúnað. Hjúkrunarfors^jóri simi 96—41333

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.