Alþýðublaðið - 13.08.1988, Qupperneq 19

Alþýðublaðið - 13.08.1988, Qupperneq 19
Laugardagur 13. ágúst 1988' 19' Á SVIÐI OG UTAN Eyvindur Erlendsson skrifar Jæja, sumariö er að renna út. Grösin farin aö sölna. Ójá. Timi kominn fyrir alvarlegár hugleiðingar. Bráðum fara leikhúsin að reyna að láta til sín taka, bókaútgefendur næstu jólavertíðar nú þegar komnir á fullt span. Hins- vegar er svosem ekki um neitt sérstakt eitt að fjalla i dag vegna þess að allt það sem er að gerast er enn í deiglu, hugmyndir og undir- búningur sem varla þýðir neitt um að tala, ekki fremur en íþróttamann sem stendur í marki sínu, iðandi með lausu löppinni og horfandi fast á rána framundan: við vitum ekki hvort þetta er merkilegt augnablik hjá honum fyrr en hann hefur stokkið. Góð tilraun er einskis virði, — nema hún takist. En það er margt í bígerð get ég sagt þér. Við bíðum hausts og vetrar, sem er allra árstíða bestur; hvítur og tær, og við sjáum hvað úr verður. Á meðan við bíðum; al- mennar hugleiðingar, — handa þeim sem ekki eru ennþá í útlöndum eða hafa eitthvað ennþá miklu þarfara að gera. Maður hver er listamaður að því leyti að hann elur með sér draum: Draum um fegurð og samræmi sem vantar uppá að sé ríkjandi í lífi hans. Þessi draumurer bjarmi eða leiðarstjarna sem sífellt fer fyrir á vegferð mannsins og færist fram um leiö og áfanga er náð. Suma dreymir langt (fjarska en aðra til næsta dags, hvern eftir sínum guðsgáfum, mennt og þroska. Það getur verió svo smár draumur sem sunnudagsbíltúr í sveitinni eða þá svo stór að hann varði hugsýnir um líf alls mann- kyns um fjarlæga framtíð, um „nýtt og betra líf handa fá- tækum mönnum". FEGURDARDRAUMURINN Menn hafa fæstir aðstöðu til að fullgera drauma sina í huga sér, hvað þá að láta þá rætast. Önnur verk ganga fyr- ir, — ímyndunarafl skortir og mátt. En þeir hneigja sig þá jafnframt fyrir hverjum þeim öðrum manni sem nær að gera líkingu jsessa fegurðar- draums, i orði, í myndverki, í mússik eða sjónleik. Þar með er fædd þörfin fyrir lista- manninn, þann sem gefur sig sem mest óskiptan að þessu verki. Menn skilji mig nú samt ekki svo að listamaður fáist við það eitt að búa til eitthvað fallegt, eitthvað sætt og Ijúft til að hugga sig við í amstri lifsins. Nei. Listaverk er ekki hvað minnst saman- sett úr átökum, — átökum þess sem er þráð og þess sem hindrar að því verði náð. En fegurðardraumurinn vakir ævinlega að baki hvers listaverks, hversu „Ijóta hluti“ sem listamaðurinn setur á blað. Því fjarlægari sem þessi draumur er veruleikanum og stærri í sniðum, þeim mun meiri tíma, hæfni, elju og kunnáttu þarf til að koma 0 honum í skynjanlega sýn fyrir aðra menn, þannig að þeir kannist við hann sem sinn, — þeim mun meiri snillingur telst sá sem það leysir af hendi. Þetta er í raun hin einfalda forsenda þess og ástæða að fagmaður í listum verður til. Allar aðrar forsendur eru falskar. Kjarval orðaði það svo að miklu listamannsefni er gefið fri frá vinnunni til þess að hann geti sinnt þessum draumsjónum fyrir aðra menn. FYRIRBÆRIÐ LISTAMAÐUR Sumir hafa þó á fyrir- bærinu „listamaður" aðrar skýringar. Meir að segja þá að listamenn verði þeir helst sem ekki er hægt að nota til nokkurs þarflegs eða þá að hinu leytinu að fegurðar- draumurinn sé guðlegur inn- blástur, tilraun Guðs til að framkalla sjálfan sig í sál mannsins og að það sé annaðhvort hinn heilagi andi sjálfur eða einhverskonar demónar sem reki listamann- inn áfram til sinnar vinnu. Ég skal viðurkenna að stundum verður mér á að hugsa um hlutina með ein- hverjum slíkum hætti. En ég skal þá líka viðurkenna að ég er að verða gamall og aldri fylgir aukin hugarleti og beygur við andlegt átak. Hugmyndir manna um að listamenn séu skrítnir fuglar og af einhverjum ailt öðrum toga en annað fólk, bræður þó, en bornir í öfuglíki sem ekki beri að stjaka við af því maður skilur ekki Guðs ætl- un hvort eð er, — þær hug- myndir eru líka sömu ættar; sprottnar af leti hugans og löngun til að sleppa billega. Það sem gerir listamann ólíkan hinum venjulega smá- borgara, í framgangsmáta o o sínum, er að starf hans bein- línis krefst þess, ef hann ætlar að láta það takast, aö hann lifi ekki í sjálfslygi og uppgerð en sé sifellt aó láta reyna á hið forna spursmái: Hvað er sannleikur? Hneigðir hans og þarfir eru allar þær sömu og hjá hin- um: Hann vill kvenmann (sé hann karl, nóta bene, og „réttu megin við garðinn"), hann vill gjarnan ganga vei til fara, skemmta sér á vertshús- um, verða efnaður, eiga sum- arbústað til fjalla og bíl til að fylla af börnum og aka þang- að. BOTNLEYSA TILVERUNNAR Hinsvegar getur hann ekki gengið, ekki heilshugar, til þess loddaraleiks sem, með ástundun, gefur slík tæki- færi. Hann verður aö vita og muna stöðugt að fjöldi allra hinna viðurkenndu verðmæta er fals og blekking. Allir bankamenn vita að peningar eru fölsk verðmæti. En þeir forðast að horfa á það. Þeirra atvinna er að taka þátt i leik- araskapnum. Allir læknar vita að engu mannslifi verður bjargað, að dauðinn er hin eina rökrétta afleiðing lífsins. En þeir forðast að leiða hug- ann að því. Það er betra að hugsa um kaupið sitt. En listamaðurinn er neydd- ur til þess að horfa í botn- leysu tilverunnar, sjá stöðugt í gegnum allt það blekkinga- kerfi sem mannkynið hefur fundið upp til að deyfa kvíða sinn gagnvart morgundeg- inum. Slíkri sjón fylgir vissu- lega mikill háski. Það er nær vís von þunglyndis og svart- sýni ásamt með enn skelfi- legri geðsjúkdómum og/eða drykkjuhneigð. Enda eyðilagt margan mann. Má kannski segja að það eyðileggi oss alla, aðeins mishægt. Ef til vill sker það úr um árangur manna í listum hversu lengi og náið þeir þola að horfa niður í þetta gínandi ómæli sem veröldin er. Flestir taka þann kostinn að bakka frá eða taka fyrir augun: láta lygina gilda að hluta. Annað yrði ekki bæri- legt. En hinn heiðvirði og kröfu- harði listamaður lítur á sig sem þjón mannaog þeirrar listar sem svo margir treysta á að geti fært þeim einhver ófölsuð svör. Hann geturekki svikið trúnað þann sem hann hefur bundið við sitt fólk og getur legið líf við á örlaga- stundum i ævi einstaklinga sem þjóða að við brennandi spurningum fáist tær svör. Þessvegna er það nú að menn i listum eru sífellt í einhverskonar uppreisn; gegn sjálfum sér ef ekki vill betur, — vegna þess að hegðun okkar hættir til þess í sífellu að hneigjast til þess fals og þeirra blekkinga sem skapa eiga sálinni frið og ró, stöðva hin lýjandi átök. Menn sættast við linkuna með tímanum. Að endingu linast þeir algerlega. Þannig er lögmáliö. HIÐ ANDLEGA ÚTHALD Og svo koma í sífellu nýir tímar og heimta nýjan skiln- ing. Menn skyldi því ekki undra þótt sífellt sé verið að reyna að stofna ný leikhús, gera nýjar kvikmyndir, finna upp nýjan máta í myndverkum, nýja hrynjandi og nýja merk- ingu orða. Menn eru að reyna að kom- ast hjá því að orð þeirra eða ■ myndir verði túlkaðar „sam- kvæmt vana“ þ.e. rangtúlk- aðar. í reyndinni hefur það verið svo, hvarvetna í veröldinni, að stofnanir á borð við leikhús hafa ekki andlegt úthald til að vera skapandi og merki- legar í meira en tíu ár. Þá eru þau komin í föst hjólför og hætt að ryðja nýja og merki- lega vegi. Leikararnir eru orðnir frægir og vinsælir, hafa heiður og frama að verja og geta ekki tekið áhættu. Raunar þekkja menn það líka vel aö áhorfendur hafa sterka tilhneigingu til að skoða hvern höfund og hvern leik- ara sömu augum i sýningu núdagsins eins og hann birt- ist þeim í sýningu gærdags- ins eða jafnvel í hitteðfyrra; þeir hlæja jafnvel að vissum leikurum, þótt þeir séu ekki hlægilegir, af því einu að síð- ast voru þeir hlægilegir, í ein- hverjum allt öðrum leik. Þessvegna þyrfti að skipta um leikhús og leikara á tíu ára fresti. En auðvitað læt ég mér ekki detta í hug að það verði gert. Það yrði Ijóta ringul- reiðin. Menn þora ekki einusinni að horfast í augu við hug- myndina, hvað þá fram- kvæmdina.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.