Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 7
LáiigaráagW'ta.'ágúst 1988 7 Jón Sigurðsson um vaxtafrelsið ÞYÐIR EKKI AO FLENGJA SJÓINN. ÞEGAR HANN ÚFNAR Embættismaöurinn sem gerðist pólitikus. Sumir segja að hann hafi stjórnað þvi sem hann vildi sem forstjóri Þjóðhagsstofn- unar. Sjálfur segir Jón Sigurðs- son að fátt hafi komið sér á óvart í stóli ráðherra og þing- manns. MÍNAR SÝSLUR ERU MARGAR — Er ekki rólegra að vera i Þjóöhagsstofnun? „Ég er ekki viss um að ég myndi nota orðið rólegra," segir Jón Sigurðsson. „Hver maður ber mikið af sínu ann- ríki innra með sér. Þeir sem eru önnum kafnir í einu starfi eru það yfirleitt í öðrum störfum sem þeir taka að sér. Ég neita því hins vegar ekki að það er tætingssamari tilvera að vera I stjórnmálum og sérstaklega að standa fyrir fleiru en einu ráðuneyti. Sýslur mínar eru margar sem ráðherra og hvert og eitt væri verðugt verkefni." — Þú segir „tætingslegt“ en svo ertu þingmaöur líka. Finnst þér rétt að fr-am- kvæmdavald og löggjafarvald sé með þeim hætti á einni og sömu hendi? „Það væri á margan hátt skynsamlegt að þingmenn sem verða ráðherrar víki sæti sem þingmenn, en auðvitað verða þeir jafnan að vera í tengslum við þingið. Ég held að menn muni aldrei verða afkastamiklir ráð- herrar nema þeir séu I góðu sambandi við þingið, og það þýðir að þeir verða að starfa með þingmönnum og þing- nefndum. Þingræðið er stundum sagt þungt I vöfum, en það er áreiðanlega spurning um að læra að vinna með því.“ — Hvað hefur komið þér mest á óvart við árs veru þína i þingi og rikisstjóm? „Það hefur ekki margt komið á óvart, nema hvað þriggja flokka samstarf er vandasamt. Þríhyrningsform- ið er erfitt form fyrir stjórnar- samstarf. Stjórnin hefur þrátt fyrir ýmsa erfiðleika komió mörg- um góðum málum fram á fyrsta starfsárinu. Ég nefni fyrst endurskipu- lagningu á tekjuöflun ríkis- sjóðs, þá undirbúning að- skilnaðar dómsvalds og fram- kvæmdavalds, breytingar á bifreiðaskoðun, aukiö útflutn- ingsfrelsi, kaupleigukerfið og ýmsa lagahreinsun." UPPSTOKKUN Á FJÁRMAGNSMARKAÐI NAUÐSYNLEG — Hvaða mál eru á dag- skrá í þinum ráðuneytum? „Framundan eru mörg mál en meðal annarra má nefna löggjöf um fjármagnsmarkað- inn, stofnanir utan banka- og sparisjóðakerfisins. Ný lög- gjöf um eignarleigur og verð- bréfaviðskipti til að gera þessa starfsemi öruggari og tryggari fyrir þau sem í við- skiptunum eiga. Líka til þess að tryggja það eftir föngum að allir sem við fjármagns- miðlun starfa lúti sömu starfskjörum. Þessi frumvörp eru að líta dagsins Ijós og verða þáttur í þeirri uppstokkun á fjár- magnsmarkaðnum, sem ég tel að þurfi að gera, ef lag á að komast á lánaviðskipti í landinu og viðunandi jafn- vægi að nást. Til þess þarf fleira að gerast en eingöngu að stilla rétt saman stjórn fjármála og peningamála á liðandi stund. Það þarf líka að huga að sjálfu skipulag- inu og starfsreglunum, og að mínu áliti líka að opna fyrir meiri fjármagnsviðskipti milli íslands og annarra landa. Núna er óhæfilegur munur og spenna milli íslenskra lánskjara og erlendra vegna þess hve veróbólgan er hér mikil. Þessi met þarf að jafna en án þess að tefla peningaleg- um sparnaöi í tvísýnu." — Þú hefur verið kallaður frjálshyggjugaur í vaxtamál- um. Þú vilt ekki hamra þá niður nema með nokkurri vit- und markaðarins? „Ég vil heldur flokka mina afstöðu i þessum efnum und- ir raunsæi en að velja henni aðrar einkunnir, því að þótt með stjórnvaldsákvörðunum væri sagt aö vextir skyldu lækka, þá er alveg víst að með þeirri dreifingu ávaldi og viðskiptum og fjármagni, sem sem betur fer er hér í landinu, myndu verða við- skipti með afföllum, sem breyttu þeim kjörum sem stjórnvöld ákvæðu. Stjórnvöld komast aldrei hjá þeirri þörf að koma jafn- vægi á í grundvallarstærðun- um til að ná raunvöxtum niö- ur f eölilegt horf. Það þýöir jafnvægi í ríkisfjármálum, og það þýðir hófleg eftirspurn I landinu. Þetta er markið sem viö keppum að. Mér er engin launung á því að ég tel raunvexti nú alltof háa. Þeir fá ekki staðist til lengdar, en leiðin til að ná þeim niður er einmitt sú sem við höfum valið — hún er torsótt, og hefur ugglaust orðið erfiöari en við hugöum í fyrra, þegar stjórnin var mynduð. Vandamálin voru áreiðanlega djúpstæðari en menn sáu þá, og að hluta má líka rekja vandamál liðandi stundar til þess aö það var ekki tekið nógu fast á í byrj- un. Ég minni á að i stjórnar- myndunarviðræðunum vild- um við harðari upphafs- aðgerðir." EKKI NÁÐ NÓGU STERKUM TÖKUM Á FJÁRMÁLUM OG PENINGAMÁLUM — Hvaö hefur brugðist? „Ég tel að vió höfum ekki náð nógu sterkum tökum á efnahagsmálum, þar með tal- in fjármálin og peningamálin, sem við förum með, ráðherrar Alþýðuflokksins. Það stafar af því að það hefur ekki náðst samstaða í stjórninni og þingflokkum hennar að gera þær ráðstafanir sem duga í útgjaldastjórn og tekjuöflun til þess að ná end- um betur saman.“ — Hvaö ætti nákvæmlega aö gera sem ekki er sam- komulag um? „Samkomulag er gott um meginstefnuna, en vandinn er framkvæmdin. Það er erfitt að ná samkomulagi um lækk- un útgjaldaog breytingu á sjálfvirkni I útgjaldakerfi hins opinbera, sem er nauðsyn- legt að ná fram. Áherslan hjá okkur var fyrsta árið á tekju- hliðina. Á því er enginn vafi að á einu ári voru gerðar róttækari og meiri skattkerf- isbreytingar en gerðar hafa verið á mörgum árum áður. Þetta er trappa til að standa á, en við erum bara með hálfnað verk og varla það. Við þurfum að snúa okkur að því eins og fjármálaráðherra hef- ur margoft lýst yfir að ná betri tökum á útgjaldahlið- inni í næstu fjárlögum, og það á við alla málaflokka.“ — Þú talar mikiö um forsendur sem þurfi aö vera. Það þurfi að ná jafnvægi i tekjum og gjöldum ríkisuns m.a. en getur fólk hlustað á þetta? Er ekki sú staða kom- in upp að fólk stendur frammi fyrir því aö ráöa ekki viö þá vexti sem eru á mark- aðnum, og meira að segja fyrirtækin eftir a.m.k. tveggja ára mikið góðæri koma og segja: Við getum þetta ekki heldur. Hvað á að gera i svona ástandi? Á aö bíða „forsend- anna“? „Ég held að núna séu einmitt fyrstu teiknin að þetta sé að snúast við. Ég held að framundan séu straumhvörf á lánamarkaðn- um, vextir eru byrjaðir að lækka. Til þess þarf að gera breytingar, sem ég hef tæpt á I okkar samtali. Þar á meöal tel ég að vel komi til álita að líta á lánskjaravisitöluna og hugsanlega auka vægi er- lendra gjaldmiðla í henni. En eingöngu, ef það er gert sem hluti af stærri heild, þar sem jöfnuður í ríkisfjármálum og styrkari stjórn á lánsfjármál- um hins opinbera eru þættir í lausninni. Það kemur til dæmis fram í samkomulagi því sem náð- ist milli ríkis, viðskiptabanka, sparisjóða og verðbréfafyrir- tækja um sölu spariskírteina ríkissjóðs að raunvextir lækka nokkuð. Lækkunin er ekki mikil, 0,5%, en mjór er mikils vísir. Hún er vísbend- ing um það að verðbréfafyrir- tækin finna hjá sér þörf til þess að ná öruggri ávöxtun — líklega af því að að hluta til er orðið erfiðara að fá þessi „ávöxtunartækifæri", eins og það er kallað í aug- lýsingum.“ — Hefur þjóðfélagið getað gengið á þeim vöxtum sem menn hafa verið að taka lánin á? „Vextir hafa skotið yfir markið, og ástæðurnar eru margar. I fyrsta lagi var við því að búast í kjölfar frelsis til vaxtaákvarðana hjá lána- stofnunum að þær seildust of langt, vegna þess að eftir- spurnin bregst ekki nógu fljótt við háum vöxtum. Menn átta sig ekki á því hvað fjár- magn er dýrt og halda áfram að taka lán. Og við mikla vaxtabyrði eykst fjárþörfin. En þaö er ekki rétt að segja I öllum greinum að það sé fjár- magnskostnaðurinn sem sé að sliga fyrirtæki og einstakl- inga. Fjármagnskostnaðurinn og vandinn sem honum fylgir er oft fylgikvilli annars konar og djúpstæðari fjárhags- vanda — þ.e.a.s. hjá fyrirtækj- um er um hallarekstur að ræða og í grundvallarskilyrð- um rekstrarins, og hjá ein- staklingum og fyrirtækjum eru dæmi um að menn hafi reist sér hurðarás um öxl í framkvæmdum og útgjöld- um. Því bjargaekki lágirvext- ir til lengdar, heldur gætu gert illa verra." AÐ „LÆKKA ‘ FJÁRMAGNSKQSTNADINN MEÐ VALDBODI — Áttu við að menn hafi dembt sér út i að taka lán á háum vöxtum, þó að vitað væri fyrirfram aö um halla væri aö ræða? „Stundum getur þetta verið ástæðan, og þá kemur spurn- ingin: Ef jafnan er slegið undan, næst þá nokkurn tím- ann hið langþráða jafnvægi. Það eru merki um að þetta sé að snúast við. Bílainn- flutningur hríðfellur. Það er að koma fram rekstrarvandi í verslunar- og þjónustugrein- um sem döfnuðu mjög á upp- gangsskeiðinu. Spurningin er þessi: Kom- umst við nokkurn timannn út úr verðbólguvandanum, sem er afleiðing þenslunnar sem hefur ríkt hér að undanförnu, ef slaki fær aldrei að koma fram. tf menn bregðast við honum fyrirfram með því að fjármagna alla þörf sem þannig rís með erlendum lán- um eða með þvi að „lækka“ fjármagnskostnaðinn með valdboði í ótíma. Raunhæfur árangur I því að ná verðbólg- unni niður næst þá fyrst að jafnvægi er í sjónmáli bæði á launamarkaði og lánamark- aði.“ — Er þetta samt ekki tví- hyggja, að ætla að ná eðli- legu jafnvægi sumpart við til- verknað ríkisvaldsins eins og í ríkisbúskapnum, þegar við höfum það svart á hvítu að þessum markmiðum er koll- varpað? Menn sömdu um bílainnflutninginn, sem hvorki götur né menn ráða við, og menn hafa samið um laun, sem gerir það að verk- um að verðbólgan verður 70% meiri á þessu ári en rík- isstjórnin ætlaði. Þarf ekki i ijósi þessa í raun meiri forsjárhyggju ríkis- valdsins en þig dreymir um? „í fyrsta lagi er verðbólgan sem þú nefnir fjarstæða. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.