Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. ágúst 1988 15 EINN ÚR FJÚLSKYLDUNNI Eins og gömul gardína fyrir hornglugga a Ómar Ragnarsson skiptir um búning á miðnætti 31. ágúst og fer að leika með „hinu liðinu“. Þá hættir hann að vera opinber starfsmaður á ríkissjónvarpinu, eftir 19 ára dvöl, og gengur til liðs við Stöð 2. „Þetta leggst bara vel i mig. Ég veit aö það getur orðið erfitt, og það er bara gaman,“ segir Ómar um bún- ingaskiptin. Þegar undirbúningurinn að stofnun Stöðvar 2 var hafinn gaf Ómar út þá yfirlýsingu að honum dytti ekki í hug að yfirgefa sinn gamla vinnu- stað. „En síðan þá hefur margt breyst,“ segir hann. „Stöð 2 hefur færst í aukana og er mjög í sókn, og þar virðast stjórna menn sem eru bæöi djarfir, metnaðarfullir og áhugasamir, og ætla sér stóra hluti.“ AÐ KLÍFA FJALLIÐ Velgengni Stöðvar 2 átti stóran þátt í að breyta við- horfi Ómars um að skipta um vinnustað. Einnig stefnir allt í það að 98% landsmanna geti náð útsendingum Stöðvar 2, ef þeim býður svo við að horfa, og þar á bæ hafa menn mikinn áhuga á að ná til svo stórs hóps lands- manna. Ríkissjónvarpið hefur enn yfirburðina úti á landi og segist Ómar sakna þess að Björnssyni dagskrárstjóra. „Þetta á allt eftir að koma í ljós,“ segir hann. Og hvað með Stiklurnar? „Það er allt á huldu. Þær eru eitt af því sem ég mun sakna, en það eru ýmsar hug- myndir að brjótast í manni, sem ég á sjálfsagt eftir að ræða betur. Sannleikurinn er sá að ég hef tekið það ansi alvarlega að vinna á fullu hjá ríkissjón- varpinu þangað til nákvæm- lega daginn sem ég fer,“ segir Ómar. ÚR KR í VAL Hann tekur það meira að segja svo alvarlega, að hann hefur aðeins einu sinni komið á Stöð 2, og það var þegar hann gerði samninginn við þá. Og þangað ætlar hann ekkí aftur fyrr en hann mætir til vinnu þann 1. sept- ember. í mesta lagi að hann aki þar framhjá. „Það er allt í lagi fyrir KR- ing sem ætlar að ganga í Val að keyra framhjá Valsheimil- inu, en hann skiptir ekki um búning og fer ekki á æfingu." En skyldi hann hafa horft meira á Stöð 2 upp á síðkast- ið, eftir að vistaskiptin voru ákveðin? „Nei, ég horfi yfirleitt mjög lítið á sjónvarp," segir Ómar. Og það sem hann horfir á er að mestu fréttatengt efni. Hann hefur hreinlega ekki árin 19 á ríkissjónvarpinu hafi verið góður tími. „Góður mælikvarði á það hvort manni líðurvel í starfi og inni á vinnustað er að hafa ekki nokkurn tíma í 19 ár litið á klukkuna til að vita hvort hún væri að veröa fimm eða átta. I þessi 19 ár hef ég aldrei litið á klukkuna til að bíða eftir að dagurinn væri að líða. Það var alltaf verið að líta á klukkuna út af hinu, að tíminn væri að hlaupa frá rnanni." — Hvað er það sem hefur gert þetta svona áhugavert? „Þetta er spurning sem allir blaðamenn hljóta að spyrja sig sjálfir: af hverju vinn ég á fjölmiðli? Ætli flestir blaðamenn hafi ekki verið áhugasamir um fréttir og þjóðmál. Að minnsta kosti er það staðreyndin með mig. Ég var t.d. um daginn að fletta Öldinni okkar í gamni, og frá því ég var svona sjö ára eru ailar fréttir ennþá í fersku minni. Það segir mér að fréttaáhuginn hafi vaknað snemma, að hann sé bara í eðlinu." Þegar Ómar er spurður um hvað honum finnist eftir- minnilegast af því sem hann gerði öll þessi ár er hann ekki í miklum vafa. „Mér þykir vænst um við- talið við Reyni Pétur. Ekki bara vegna þess að hann er áhugaverð persóna, heldur var viðtalið líka viðleitni til að Það er oft sem maður hefur verið ánægður með að ná stórum löxum, en alltaf samt óánægður með að hafa ekki haft betri tfma til að matreiða þá. En síðan er manni ekki síður minnis- stæður sá stóri sem maður missti." — Hver var það? „Það var áreksturinn milli Týs og breskrar freigátu, sem ég man ekki lengur hvað hét, í apríl 1976. Það var lang- stærsti fiskurinn sem ég missti, vegna þess það lá margra vikna undirbúningur fyrir það að vera yfir staðnum þegar þetta gerðist." Omar hafði komist að því að árekstrar milli íslensku varðskipanna og bresku her- skipanna I þorskastríðinu yrðu alltaf strax á eftir brælu vegna þess að þá byrjuðu bresku togararnir að veiða aftur. „Ég var búinn að fá sam- þykki fréttastjórans og vara- fréttastjórans fyrir því að þegar næsta hlé yrði eftir brælu, færi ég austur, yrði yfir og næði mynd frá þriðja horninu sem náðist aldrei í öllu þorskastríðinu." Og loksins þegar dagurinn rann upp átti Ömar að hafa umsjón með sínum fyrsta Kastljóssþætti sem fastráð- inn fréttamaður sjónvarpsins, og valið stóð á milli þess að fara, og eyðileggja þar með margra daga vinnu, afboða ráðherra og búa jafnvel til eyðu í dagskrána. Yfirmönn- unum leist hins vegar ekki á það, þar sem ekki var hundrað prósent öruggt að mynd næðist af árekstrinum. „Ef ég sé eftir nokkru öll þessi ár, þá sé ég eftir að hafa ekki tekið áhættuna og farið austur, en þá þurfti maður endilega að vera ekki nógu stór karl til að gera það. Þetta varð svo stærsti árekst- urinn, og að mínu áliti hefði þetta sennilega orðið frétta- mynd þessarar aldar. Það verður áreiðanlega bið á því að íslendingar standi í svona styrjaldarátökum." missa þá sem einungis ná gömlu stööinni. „Þó það sé á brattan að sækja finnst mér allt í lagi að taka þátt í þvi. Það er alltaf gaman að sjá eitthvert fjall sem á eftir að klifa. Ég hafði líka fyrir löngu ákveðið að skipta um vettvang áður en ég yrði fimmtugur, og það eru ekki nema tvö ár í það.“ Heldur er Ómar nú fámáll þegar talið berst að því sem hann kemur til með að gera á nýja vinnustaðnum. Hann fæst einungis til að segja að það verði eitthvað svipað þvi sem hann hefur gert á gamla vinnustaðnum undanfarin ár. Hann mun starfa bæði með Páli Magnússyni og frétta- stofu Stöðvarinnar og Birni mar Ragnarsson hefur vistaskipti eftir hálfan mánuð tímatil sjónvarpsgláps. „Ef maður er fréttamaður reynir maður að fylgjast mjög mikið með fréttum. Eftir að þessi fjölmiðlasprenging varð hefur maður ekki undan. í gamla daga gat maður haft það alveg á tæru hvort eitt- hvert málefni hefði komið i þessu eða hinu blaðinu, og hvenær. Nú er það bara ekki fyrir hendi. Þetta þýðir aukna neyslu á fréttasviðinu, og þá verður bara minni timi eftir til að fylgjast með öðru.“ HVAD ER KLUKKAN, ÓMAR? „Jáið“ er mjög innilegt þegar Ómar er spurður hvort ryöja burtu fordómunum gagnvart þessu fólki,“ segir hann. VEIÐISÖGUR En það er ýmislegt fleira, og Ómar Ifkir fréttamönnum við laxveiðimenn, sem alltaf séu með í huganum þá stærstu sem þeir hafi veitt og ekki síður þá stærstu sem þeir hafi misst. Og hver er stærsti fiskur Ómars? „Það var dálítið óvenjulegt þegar við náðum að verða fyrstir allra sjónvarpsstöðva í heiminum til að segja frá morðinu á Olof Palme. Það var gaman að eiga þátt í því, vegna þess að eftir því var tekið erlendis. — Að lokum Ómar, af hverju ertu svona vinsæll? „Eg veit það ekki.“ Eftir smáumhugsun: „Fólk I fjölmiðlum verður einhvern veginn að einum úr fjölskyld- unni. Ætli það sé ekki miklu frekar það. Ég hef sagt það i grini að það sé bara smámál að ég er að fara á milli sjón- varpsstöðva. En kannski hafa einhverjir hrokkið við af þvi að þetta er eins og gömul gardína sem er búin að hanga fyrir einhverjum horn- glugga í 19 ár, og þegar hún er allt í einu farin taka menn eftir því. Þetta er sennilega bara spurningin um það að þú þekkir gardínuna sem þú ert með fyrir augunum alla daga. Það getur verið gardína í einhverju öðru húsi, en þú veist bara ekkert um hana. Áreiðanlega miklu fallegri gardína." — Heldurðu að þú verðir fallegri og betri gardína á nýja staðnum? „Ég veit það ekki.“ Svo hlær hann eins og hann einn hlær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.