Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 13. ágúst 1988 öðru lagi er það forsjárhyggja i í efnahagsmálum, sem hefur magnað mest verðbólguna í okkar þjóðfélagi. Það þýðir ekki að flengja sjóinn, þegar hann úfnar. Hann stillist ekki við það. En það er ekki þar með sagt að menn byggi ekki hafnir og grafi skipaskurði og leggi drög að farsælum samgöng- um á sjó. í þessu liggur munurinn." — En þaö er eins og öldur hafsins stjórnist líka utan aö? „Já, en það þarf að leggja grundvöll að skipulagi sem stenst tímabundið öldurót. Það er viðleitni Alþýðuflokks- ins í þessari stjórn, og það tel ég grundvöll þess jafnrétt- isþjóðfélags sem við viljum koma á. Við verðum að búa við öfl- ugan efnahag og sæmilegt jafnvægi í efnahagsmálum. Það þarf að vera til þess að Það er bjargföst sannfær- ing mín að við eigum mikið erindi enn I þessari stjórn, ef henni tekst að ná þeirri sam- stöðu, sem er nauðsynleg til að ná tökum á stöðunni. Þaö hefur aldrei veriö mikilvæg- ara en nú, þegar stjórnin hefur setið eitt ár, því að eitt ár er skammur tími í stjórnar- aðgerðum, þó að það sé langur timi í stjórnmálum, eins og stundum er sagt. Óþol almennings er eðlilega mikið eftir árangri, en það er nauðsynlegt að menn átti sig á því að til þess að sjá árang- ur af aðgerðum eins og þeim sem stjórnin hefur beitt sér fyrir og ætlar sér, verða menn að hafa úthald. Það er meira virði nú en oftast nær áður.“ — Er útfærsla ykkar Jónanna á jafnaðarstefnunni einhver nútimaútgáfa? Er gamli kratisminn fyrir bi Þarf að þreyta fiskinn á fœrinu en ekki taka of fast á honum, ef menn vilja landa honum — svo að maður tali líkingamál, sem ég veit að utanríkisráðherra skilur. við komum fram mikilvægum umbótamálum á sviði félags-, dóms- og heilbrigðismála. Ég nefni lifeyrismálin og varan- legri lausnir í húsnæðismál- um. Ég nefni endurskipulagn- ingu heilbrigðisþjónustunnar, þjónustu við aldraða. Við þurfum að búa okkur undir fjölgun fólks á efri árum á næstu áratugum. Þessi verk- efni bíða úrlausnar jafnaðar- manna, en til þess að lausnir verði raunhæfar þurfum við traustari efnahag. Við verðum lika að gera okkur grein fyrir því að við erum að koma út úr ákaflega miklum uppgangi. Vandann sem verður við tímabundinn afturkipp eða stöðnun, þar sem ekki hefur verið búið í haginn fyrir niðursveifluna, verða menn að taka á sig. Við eigum ekki að hika við þetta vegna þess að langtímaverk- efnin eru svo mikilvæg.“ EKKI NÝ STEFNA JÓNANNA — Kemur aö þvi aö jafnaö- armenn geti framfylgt þessu sem er talaö um? „Við erum byrjaðir á þessu. Við erum með I smíðum mikilvægar umbótatillögur, sumar eru reyndar komnar fram. Ég nefni frumvarpið um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds, réttarað- stoð við almenning, húsnæð- istillögur, sem unnið er að hjá félagsmálaráðherra, og lífeyrissjóðsmálið, sem allt - eru stórmál. Þetta er unnið samhliða, en það þarf að halda raunsæi í hagstjórn líðandi stundar til þess að geta komið fram rétt- lætismálum til lengri framtíð- nema hin almenna yfirlýsing um að gæta réttlætis og allir njóti þess aö lifa bærilegu lífi? Utfærsla ykkar er án forsjárhyggjunnar, sem menn kröfðust i gamla daga. Menn bjuggu til almennt trygging- arkerfi, skólakerfi o.s.frv. „Mér finnst þetta fráleit lýsing. Við leggjum einmitt ríka áherslu á hið félagslega tryggingarkerfi og öflugt opinbert heilbrigðis- og menntakerfi. Stefnan er ákaf- lega einföld. Það gildir að halda höfðinu köldu, þótt hjartað sé hlýtt, sem undir slær. Þetta er kjarni málsins og ég minni líka á það að í einkunnarorðum jafnaðar- manna er þrenningin, frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þetta eru ekki innantóm orð. Nú- tímajafnaðarstefna hefur það einkenni að frelsið nær ekki eingöngu til lýðréttinda held- ur höfum við í áranna rás sannfærst æ betur um það að farsælasta leiðin til að auka farsæld þjóðarinnar og gefa færi á að byggja almannatryggingakerfi er frjálsræði í athafnalífi og við- skiptum. Þetta er ekki ný stefna „Jónanna". Þetta er ekki síður stefna sem mætti kenna við Gylfa Þ. Gíslason og Emil Jónsson." ÞAÐ ER ENGINN MATARSKATTUR „Það hefur enginn „matar- skattur" verið lagður á. Með samþykkt þings í fyrra var lagður á almennur söluskatt- ur m.a. á allar neysluvörur heimilanna. Um leið var ákveðið að greiða niður áhrif- in af söiuskattsálagningunni á mikilvægustu matvörurnar, mjólk, kjöt og fisk. Þettavirðist alveg hafa gleymst. Tilgangurinn með breyting- unum er að ná á endanum öruggara innheimtukerfi fyrir óbeina skatta sem breytist í virðisaukaskatt á næsta ári.“ ÍSLENDINGAR ERU VANTRÚAÐIR Á OF STJÓRNSÖM YFIRVÖLD — Framundan er aö ganga frá fjárlögum. Þú talar um að það þurfi að ná jafn- vægi í samfélaginu, en held- uröu aö þaö veröi erfitt aö ganga svo langt sem Alþýöu- flokkurinn vill i fjárlagagerö- inni? „Það verður erfitt en ekki ógerlegt. Það mun reyna á málamiðlanir og undir viss- um kringumstæðum getur reynst nauðsynlegt að fórna tímabundið jafnvægi í ríkis- fjármálum, ef menn sjá fram á öruggan árangur á öðrum sviðum. Það er geysilega mikilvægt fyrir okkur sem þjóðarheild að ná árangri í baráttunni við verðbólguna. Það er verið að raða efnisþáttum saman til undirbúnings fjárlögum og almennri stefnumótun stjórn- arinnar í haust, þar sem fjár- magnsmarkaður og vextir skipta ákaflega miklu máli. Fundurinn með öllum aðilum fjármagnsmarkaðarins í gær var boðaður til að leita leiða til lækkunar raunvaxta, án þess að tefla í tvísýnu sparn- aði í landinu og jafnvægi á lánamarkaði." — Kemur endurskoöun lánskjaravístölunnar hér inn i dæmið? „Ég vil líta á það mál í þessu víða samhengi efna- hagsmálanna í haust. Ég vara hins vegar við því að raska því trausti sem hefur fengist á peningalegan sparnað á undanförnum árum. Of háir vextir í dag lækka t.d. ekki fullnægjandi á einni nóttu. Aðlögunartíminn er tal- inn í misserum en ekki mán- uðum, en ég hef þá trú að hér sé hægt að ná árangri — en með skynsamlegri stjórn og beitingu þeirra tækja sem ríkið ræöur yfir. Við rekum ekki afskiptaleysispólitfk, en hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að of mikil stjórnsemi á þessu sviði eins pg öðrum getur gert illt verra. íslendingar hafa alltaf verið haldnir vantrú á of stjórnsöm yfirvöld. Ofstjórn lendiroft í óstjórn. Þarna þarf að þreyta fisk- inn á færinu en ekki taka of fast á honum, ef menn vilja landa honum — svo að mað- ur tali líkingamál sem ég veit að utanrikisráðherrann skilur. Þetta á sérstaklega við ef um stórfiska er að ræða. Þá er ekki alltaf rétt að taka á af of mikilli stjórnsemi í upphafi, heldur þvert á móti leyfa hon- um að rása nokkuð, en landa honum svo á endanum örugglega. Það þarf að stilla saman strengi í efnahags- stjórninni til að ná árangri. En efnahagsaðgerðir gagnast ekki nema þær hafi skilning fólks og á þeim tíma, þegar markaðsaðstæður eru að komast i réttar skorður. Ég held að það ástand sé að fara að skapast." — Ef fyrirtækin eru aö fara yfirum, myndast þá ekki gamla biðröðin, þar sem beö- ið verður um aö stjórnvöld taki undir meö atvinnuvegun- um? „Það er ekki vafi á því að biðröðin bíður, en í mínum huga er spurningin sú hvort ménn bjargi nokkru, ef reynt er aö bjarga öllu. Ég er ekki viss um það, og ég er viss um það að þá fyrst náum við árangri í aðhaldsstjórn að fram komi betra jafnvægi á launa- og lánamarkaði en nú er. Þá sé rétti tíminn — væntanlega i haust — að fylgja því eftir meó vel völd- um aðgerðum, sem við erum nú að velja.“ LEYFUM ÞORSTEINI AÐ JAFNA SIG EFTIR FLUGFERÐINA — Þú segir aö réttur tími sé i haust en náiö þið þvi? Heimta menn ekki gengisfell- ingu strax — eöa fyrir 21. ágúst? „Ætli sé ekki óhætt að leyfa Þorsteini að jafna sig eftir flugferðina. Við þurfum að taka þann tíma sem þarf. Eins og þeir vísu Færeyingar segja: Það kemur alltaf nógur tími.“ — Tvær gengisfellingar á þessu ári og það hefur staðið í Alþýöuflokksmönnum aö kyngja þeim. Er einhver skyn- semi í gengisfellingunum? „Vandamálið er þetta: Ef við teljum gengiö rangt skráð, er það alltaf í hlutfalli við innlendan kostnað og verölag. Þó þú hækkir eða lækkir gengið, hefurðu alls ekki breytt raungenginu um sama hlutfall, vegna þess að þú verður að vita, hvað gerist með innlenda verðlagið — og mikilvægast hvað gerist með launin innanlands. Fylgja þau á eftir og eyða áhrifunum? Þá er verr af stað farið en heima setið. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þvi að það er alls engin bein samsvörun á milli breytingar á nafngeng- inu, verði á erlendri mynt í ís- lenskum krónum og raun- gengi, hlutfalls milli gengis krónunnar og innlends verð- lags. Þannig að þeir sem telja það skynsamlegt að fella gengið stórkostlega til að ná jafnvægi í búskap at- vinnuveganna og utanríkis- viðskiptunum, verða líka að sýna fram á að því fylgi raun- veruleg breyting i verðhlut- föllunum í kjölfar slíkrar ákvörðunar. Það hefur oft alls ekki reynst niðurstaðan á endanum.1' — En er þaö nokkuð á einni hendi stjórnvalda að ráða þessu? „Þar komum við að því að stjórnvöld geri sér grein fyrir yfir hverju þau geta raunveru- lega ráðið og haft áhrif á, og beiti þeim áhrifum á réttan hátt. Við erum að leita að slíkri samstillingu kraftanna. Við höfum þungar áhyggjur af vaxtabyrðinni fyrir skuldug heimili og við vitum að ýmis fyrirtæki standa höllum fæti, sem er lífsspursmál að gangi fyrir fólk víða um land. En þarna er ekki alltaf rétta svar- ið að hlaupa upp til handa og fóta og segja: Það verður að bjarga þessu, leysa þetta, og tíminn er naumur. Menn verða að hugsa lengra en til næsta útborgunardags. Við Alþýðuflokksmenn viljum ræða þessi mál vandlega við fólk í verkalýðshreyfingunni og sveitarstjórnir áður en kúrsinn er tekinn." — Þú vilt sjá gengisfell- ingu i samhengi við aðrar athafnir. Gætirðu þá séð gengisfellingu, ef hún næði þeim markmiðum sem þú ert að tala um? „Þá komum við að þvf að meta, hvenær kominn er tími til að tengja gengið við stærra myntsvæði. Getur það verið skynsamlegur þáttur í langtíma efnahagsstjórn? í því felst visst afsal á sjálf- stæði og sjálfræði um stjórn peningamála og gengis. Þetta er m.a. eitt af því sem ræða þarf í tengslum við ákvarðanir um besta fyrir- komulag vaxtaákvörðunar og um frjálsræði í viðskiptum með fjármagn milli landa, og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.