Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 13. ágúst 1988 Eftirmeðferðarstöðin á Sogni 19 ára: — segir Sigurður Gunnsteinsson dag- skrárstjóri „Þetta er fyrsta meðferðar- stöðin í einkageiranum sem hefur náð að þróast og verða að allsherjar endurmeðferðar- stöö,“ segir Sigurður Gunn- steinsson, dagskrárstjóri á Sogni i Ölfusi, við Alþýðu- blaðið. Sogn — önnur tveggja eftirmeðferðarstöðva SÁA — á 10 ára starfsafmæli á morgun, sunnudaginn 14. ágúst. Sogn tekur sem sagt viö þegar afvötnun alkóhólista lýkur á Vogi. Afvötnunin tek- ur yfirleitt um tíu daga og á Vogi fá alkóhólistar fyrstu fræðsluna um sjúkdóminn. Haldi menn áfram í eftirmeð- ferð liggur leiðin annaöhvort vestur á Staðarfell í Dala- sýslu eða austur fyrir fjall að Sogni í Ölfusi. En hvernig skyldi þessi staður hafa verið valinn? „Fyrsta eftirmeðferðarstöð SÁÁ var Reykjadalur," segir Sigurður Gunnsteinsson, „og skjótt kom að þvi að samtök- in fóru að svipast um eftir stærra og hentugra húsnæði fyrir skjólstæðinga sína. Á þessum tíma, árið 1978, var enn mikið um utanlandsferðir áfengissjúklinga en eins og menn kannski muna lá loft- brúin til Bandaríkjanna þar sem íslenskir alkóhólistar lögðust svo hundruðum skipti inn á meðferðarstöðina Freeport á Long Island. Heil- brigðisyfirvöld á íslandi höfðu áhuga á því að flytja þekkinguna heim og fækka utanlandsferðum og starfs- leyfið til okkar var einmitt veitt á þeim grundvelli. Fljót- lega eftir að SÁÁ tók til starfa lögðust ferðirnar til Freeport alveg af, og I dag er það nær einsdæmi ef íslend- ingur fer utan til að fá bót við áfengis- eða fíkniefnavanda- málum. Sogn varð fyrir valinu vegna þess að bæði er stað- urinn og húsið fallegt, en einnig vegna þess að staður- inn er stutt frá bænum, húsið og jörðin eru I eigu Náttúru- lækningafélags íslands og höfum við haft staðinn á leigu allt frá 1978, hvað sem síðar verður. Við höfum byggt 150 fermetra eigið hús á lóð- inni til viðbótar til að rýma alla starfsemina. Su viðbótar- bygging reis 1982.“ EKKERT RÚM KÓLNAÐ FRÁ 1978 — Hve margir hafa farið í eftirmeðferð á Sogni þessi tíu ár? „Innritanirnar eru á skrif- aðri stundu 4.120. Þetta segir þó ekki alla sögu um ein- staklingafjöldann, þvi um 10% hafa verið áður hjá okk- ur í meðferð. Fólk sem mis- tekst í glímunni við Bakkus virðist leita aftur til okkar og það er ánægjulegt, því val- kostirnir á eftirmeðferð eða annars konar meðhöndlun eru miklu fleiri þeir en voru fyrir nokkrum árum.“ — Hvað eru margir vist- menn á Sogni að jafnaði? „Á Sogni eru 30 vistmenn alla daga ársins. Það er alltaf fullt hjá okkur og hefur ekk- ert rúm kólnað síðan við opn- uðum 1978.“ STREITULAUST UMHVERFI — Hvað geturðu sagt okk- ur um meðferðina sem fer fram á Sogni? „Meðferðin felst í fræðslu, þjálfun og áætlunargerð. Með fræðslunni skoðar sjúkl- ingurinn sig með tilliti til þeirra upplýsinga sem hann fær. Þjálfunin styrkir hæfni hans til að fást við lífið án áfengis og áætlunargerðin er til þess að sjúklingurinn geti sett niður fyrir sig hvernig hann ætli sér að halda áfram í lifinu án áfengis. Það er enginn vandi að afvatna alkó- hólista. Vandinn er hins veg- ar að fyrirbyggja að alkóhól- istinn fari aftur í fíkniefnið. Við viljum reyna að gefa alkó- hólistanum frelsi til að drekka ekki. Á Sogni höfum við leitast við að skapa einstaklingnum streitulaust umhverfi, kraft- mikinn mat, tóm til að hugsa og hvílast og ekki síst; sam- vistir við aðra alkóhólista. Dagskipanirnar eru fræðslu- erindi um sjúkdóminn, kvenna- og karlagrúppur, AA- fundir, líkamsuppbygging og skrifleg verkefni." í STÖÐUGRI ÞRÓUN — Hafa breytingar átt sér stað í meðferðarprógramm- inu? „Meðferðarprógrammið er í sífelldri þróun. Það hefur enginn fundið endanlega lausn á því hvað er fullkomið meðferðarprógramm. Við þjálfum stöðugt okkar ráð- gjafa, reynslan bætist sífellt við okkur og ný þekking, bæði hérlend og erlend, kem- ur okkur stöðugt að notum. Það er víða leitað til okkar er- lendis frá. Við höfum einnig skipst á upplýsingum við fé- ÁRANGURINN VIÐURKENNINGIN ER RESTA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.