Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 4
4 mintuiiB Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Umsjónarmaöur helgarblaðs: Blaöamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Þorlákur Helgason Haukur Holm, Ingibjörg Árnadóttir og Ómar Friðriksson. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 80 kr. um helgar. VIGI JAFNAÐAR OG RÉTTLÆTIS FÉLLU ÞÁ FLJÓTLEGA Það hefur ekki farið framhjá neinum að róttækari skatta- breytingaren átt hafasérstað í tíð núverandi ríkisstjórnar hafaekki litið dagsins Ijós um árabil. Fram að þessu hefur einkum verið fengist við tekjuhlið fjárlaga ríkisins. Ein- földun staðgreiðslunnar og stórfelldar hliðargreiðslur til barnafjölskyldna og húsnæðisbætur ásamt auknum niðurgreiðslum á matvöru eiga að rétta hlut þeirra sem ellafæru hallokaí upþstokkun tekna ríkisins. Mætirmenn hafa reynt að finna að kerfinu og reiknað með kúnstum aukna skattbyrði við breytinguna. Á þessu ári greiðir ríkis- sjóður, hvað sem líður útreikningum, 4 milljarða króna í barnabætur, barnabótaauka, sem húsnæðisbætur og vaxtaafslátt í því skyni að lækka útgjöld heimila, einkum þeirra sem hafa lágar tekjur og eiga fyrir mörgum börnum að sjá. w I fyrradag birtir dagblaðið Tíminn undarlega frétt á for- síðu í stríösfréttastíl um „aukna skattbyrði miðlungs- Jóna“. Segir í blaðinu að þorri launþega muni greiða 12— 15% hærri skatt í staðgreiðslu en þeir hefðu þurft að greiða samkvæmt gamla kerfinu. Samanburðurinn milli áraer hins vegarafar villandi, þarsem ekki ertekið tillit til aukningar milli ára nema í tekjum. Er ekki ástæða til að rengja reikninga blaðsins, en samkvæmt þeim ber meðal- tekjumaður 13 þúsund kr. hærri skatt, sem er samkvæmt útreikningi blaðsins 12% aukning milli ára. Á sama tíma höfðu hinsvegaratvinnutekjurhækkað milli áraað meðal- tali um 28% að mati Þjóðhagsstofnunar. Viðkomandi hefur því greitt minni skatt á þessu ári miðað við stað- greiðslu og hækkun launa milli ára. Núerþað svo að tölursegjaí fæstum tilvikum nemahálf- an sannleika. Þaó er auðvelt fyrir ríki að sýna fram á gæsku sína með því einfaldlega að lækka skatta á lands- lýð. Það er þó hætt við að myndi heyrast hljóð úr horni, ef á eftir fylgdi runa af framfaramálum sem féllu út af fram- kvæmdalista ríkisins. Ef ríkið á að draga saman seglin, eins og heyrist, verður að gera sér grein fyrir því að vígi jafnaðar og réttlætis féllu fljótlega í kjölfarið. Dregið yrði úrframlögum til fjárfrekustu málaflokkanna, heiIbrigöis- mála og menntamála. Fjármálaráðherra hefurekki leynt því að staða ríkissjóðs sé varhugaverð og ekki þurfi mikið út af að bera til að myndist mikill halli, sem hefði hvort tveggja í för með sér auknar erlendar lántökur og aukna verðbólgu innanlands. Sérhver fjölskylda greióir í dag sem nemur 100 þúsund krónum á ári í vexti af erlendum lánum. Sú mikla skuld, sem er fyrst og fremst arfur mikilla fjárfestinga undan- genginna ára ásamt alltof hárri verðbólgu, takmarkar svig- rúm fjármálaráðherra og ríkisstjórnar til að afla sér vin- sælda með loforðum um lækkandi skatta. Það er skömm- inni skárra að við greiðum skuldir undangenginna ára í skatti en höldum ekki áfram að auka þær byrðar með ótímabærum halla á ríkissjóði. Skattar ríkisins kunna að þykja háir, en sá fjármálaráðherra sem aflaði sér stundar- vinsælda með því að hlaupa eftir tíðarandanum hverju sinni með því að eyða um efni fram skrifaði upp á meiri skuldir og vísaði ógreiddum reikningum til næstu kyn- slóðar. Laugardagu.r 13. ágúst. 1988 rrri ' t'. r' 1 • "' ■ 'i » ' f' ■■■ ÖNNUR SJÓNARMJÐ FRELSIÐ, ársþriöj ungsrit frjálshyggjumanna, birtir í ný- útkomnu hefti viðamikið við- tal við dr. Arnór Hannibals- son, dósent í heimspeki við Háskóla íslands. Arnór stundaði einna fyrstur íslend- inga nám í Sovétríkjunum á sjötta áratugnum. Hann lauk MA-prófi I heimspeki og sál- arfræði frá Moskvuháskóla. Það er því áhugavert að lesa um sjónarmið Arnórs í heft- inu. Hann segir m.a. um ástandið í landinu: „Sovétríkin eru i gifurlegri kreppu. Við blasir að skapa þjóðfélagsástand sem fólk getur sætt sig við. Gorba- tsjof hefur sagst í ræðum ætla að útrýma húsnæðis- vandanum, breyta fjárfest- ingapólitík, efla vísindi, auka framboð og lækka verð,á neysluvarningi, gera hag- stjórnina skilvirkari, bæta heilsugæslu, menntakerfi, lífskjör, auka náttúruvernd. Allt er þetta svar við kröfum fólks. Gorbatsjof er snjall áróðursmaður. Þar kemst enginn með tærnar sem hann hefur hælana. En þetta risavaxna þjóðfélag lifir ekki á mælskusnilli eins manns. í öllum höfuðatriðum er stefna Sovétríkjanna enn hin sama sem fyrr, bæöi i innan- og utanríkismálum. Gorbatsjof hyggst, eins og Krúsjoff, sýna fram á að þetta kerfi geti gengið. Hag- stjórnin er óbreytt og engin áform uppi um að breyta henni. Forréttindastéttin er logandi hrædd um aö breyt- ingar kippi stoðum undan lifsháttum hennar. En samt er öllum Ijóst að kerfiö gengur ekki upp. Áætlunar- búskapurinn er sem hvalur á þurru landi. Það vita allir að hugmyndafræðin er innan- tóm lygi, framhliö sem menn verða að halda í dauöahaldi, því ekkert annað löghelgar valdið. Leiötogar Sovétríkj- anna, frá Lenín til þessa dags, hafa sífellt hamrað á þvi að draga þurfi úr skrif- finnsku. En skriffinnskan gengur sinn gang. Hún ræður öllu og hinn þungi hrammur hennar léttist ekki nema valdakerfinu sé breytt. Setjum svo að Gorbatsjof sé umhugað um að rikið leggi meira fram til borgara- legrar framleiðslu. Þá á hann ósköp einfalt ráð. Leggja niöur samyrkjuna og gera landið sjálfu sér nægt. Fram- leiða mat fyrir fólkið í land- inu i stað þess að kaupa 45 milljónir tonna af korni frá Bandaríkjunum á ári, auk þess sem keypt er frá Argen- tínu og fleiri löndum. Nota gjaldeyri til kaupa á neyslu- vörum og nýrri framleiðslu- tækni. Á hverjum degi leggja úr höfn i Bandaríkjunum 20—30 fulllestuð 5 þúsund tonna skip með korn til Sovétríkjanna. Skipalestirnar á stríðsárunum verða smá- vægilegar í samanburði við þessa flutninga og án þeirra væri hungursneyð í Sovétríkj- unum. Þegar októberbylting- in braust út var það notað til aö kynda undir eldunum að bakarar hækkuðu verð á brauði. Menn vildu brauð og frið. Sá brauðskortur var lítill samanborið við það sem seinna varð. í opinberum matsölustöðum í Sovétríkjun- um eru áletranir: „Farið vel með brauðið, brauð er auð- æfi ættjarðarinnar." Arnór Hannibalsson heldur því einnig fram, að Gorba- tsjof skírskoti fyrst og fremst til menntamannastéttarinnar með perestrojku sinni: „Jafnvel á glasnosttimum er ekki talað um hvað flutt er inn mikið af korni og hvaðan Dr. Arnór Hannibalsson: Ekki er allt glasnost sem glóir. það kemur. Sovétstjórnin heldur fast við samyrkju. Þaö vofir yfir hungursneyð takist ekki að flytja inn korn. Sovét- stjórnin þorir ekki að leggja í kerfisbreytingar í anda Kín- verja, því ef hún gefur upp á bátinn, þó í litlu sé, kröfu kommúnistaflokksins um al- ræöi, er kerfinu hætt. Allt tal um perestrojku og glasnost skírskotar einkum til mennta- mannastéttarinnar. Leiðtog- inn hefur náð stuðningi hennar. Þaö er vissulega annar bragur á sovésku pressunni nú en var. Sovésk blöð fjalla nú um fjölmörg mál sem bannaö hefur verið að tala um hingað til. Hinar stóru fréttastofur Reuter, UPI og hvað þær allar heita, fylgja þá í kjölfarið. Þær gefa auðsjáanlega fréttariturum fyrirmæli um að haga skrif- um sínum svo að þeir verði ekki reknir úr landi. Því flytja þær mestanpart opinberan áróður. Fréttastofurnar fræða okkur lítt um hið raunveru- lega ástand í landinu. Þegar fréttamennirnir hafa þraukað sinn tima og eru komnir heim skrifa margir þeirra endur- minningar þar sem þeir segja frá því sem raunverulega gerðist og þeir gátu ekki sagt frá.“ Það er ennfremur áhuga- vert að lesa hugleiðingar Arnórs um hugsanlegt fram- hald perestrojkunnar: „Frásagnir sovéskra blaöa af mútuþægni, spilltum dóm- urum, eiturlyfjavandamáli, sem áður var ekki til, og hvers kyns ávirðingum, valda óróa í flokknum sem breiðist upp eftir kerfinu. Hvað gerist, þegar hin fjölmenna mið- stétt, sem kom Gorbatsjof til valda, treystir hvorki þeim sem eru fyrir ofan né neðan í kerfinu? Hræringar á toppn- um undanfarið eru endur- speglun af þessu. Sífellt fleiri áhrifamenn segja beint og óbeint, að það horfi í verri ógöngur en kerfið hefur nokkru sinni lent í. Þarna eru gífurlega sterk öfl á báða bóga. Til eru þeir sem vilja að gripið verði í taumana áður en það veröur of seint. Annars óttast þeir að gripa verði til ógnarstjórnar. Þeir óttast að svo fari sem í Pól- landi. Verkföll breiðist út milli borga og þá verði innan- ríkisherinn að skakka leikinn. Margir segja: Þaö var agi á tímum Stalíns. Þannig á það að vera og í þessu kerfi er ekki önnur leið til.“ Um hinn sovéska mann segir Arnór: „Hvað er það að vera sovéskur maður? Hann er sá, sem á engar rætur, enga trú. Hann vinnur og lætur það yfir sig ganga sem yfir á aö ganga. Innan þessa kerfis sem Stalín kom upp er það áhætta að tjá sig. Sovétborg- arar lifa því tvöföldu lífi, sovétlífi. Menn tala eins og á að tala útávið og lifa lífinu a sinn hátt heima hjá sér. Þarna eru, stundum að minnsta kosti, mjög fáir snertipunktar. Lýsandi for- dæmi Sovétríkjanna er föður- moröingi, Pavlík Morosof. Sagan segir að hann hafi kært fööur sinn, stórbónda, til leynilögreglunnar í sam- yrkjuvæðingunni. Fólkið i þorpinu fyrirleit þennan dreng. Sagt er að hann hafi verið myrtur. Þar með var hann orðinn að pislarvætti sovétvaldsins. Fjölmargar æskulýðshallir um öll Sovét- ríkin heita í höfuðið á Pavlík Morosof. Hann breytti sam- kvæmt því sem Lenín sagði: „Siðgæði er það sem þjónar kommúnismanum." Og í beinu framhaldi af Morosof talar Arnór um þjóö- ernið og hve erfitt sé að upp- ræta það þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sovétstjórnarinnar gegnum tíðina til að þurrka út þjóðerni: „Þessi pólitík var rekin með þaö fyrir augum að það myndi taka nokkrar kynslóðir að þurrka út þjóðernin og þar með yrði friður. En það hefur komið í Ijós að menn skipta ekki um þjóðerni eins og yfir- höfn. Menn skilgreina sjálfa sig eftir tengslum við forfeð- urna, siði, mál og trú þeirra. Menn uppgötva að það er ekki hægt aö svara spurning- unni: Hver er ég?, nema vita eitthvaö um uppruna sinn. Það er hræðilegt fyrir mann að vita, að æðsta stjórn ríkis- ins stefni að því að eyða þjóðerni hans, finna það veðrast upp, verða að engu, og að útlendingar hafi völdin í landinu. Því eru ýmsar hræringar í gangi sem ekkert eftirlitsvald ræður við. Þjóðerni Eista og Letta á í vök að verjast. Riga er orðin rússnesk borg. Þar er rússn- eska yfirgnæfandi. Litiö er gefið út á lettnesku nema þá helst þýdd áróöursrit. Lettn- eskir bændur tala rússn- esku á markaðnum í Riga. Málið týnir smám saman sínu innra lifi. Litháar eru betur settir, því þeir hafa mikið til losnað undan stór- um iðnverum. Rússar sitja fyrir um vinnu í slíkum fyrir- tækjum. Sú regla er viðhöfð að um leið og helmingur ibúa í einu skólahverfí er rússn- eskumælandi fer öll kennsla fram á rússnesku. Slikt er auðvelt að skipu- leggja. Sumir foreldrar senda börn sín í rússneska skóla svo að þau komist áfram.“ Arnór bendir á þá athyglis- verðu staðreynd að það sé auðveldara að hreinsa þjóð- erni úr kristnu fólki en mú- hameðstrúarmönnum: „Það virðist auðveldara að hreinsa þjóöerni úr kristnu fólki en því sem er múham- eðstrúar. í kristnum þjóðfé- lögum skilgreinir stór hluti fólks sig ekki með trúnni. Þannig er það ekki hjá mú- hameðstrúarmönnum. Trú og siðir eru eitt og hið sama. Jafnvel múhameðsmenn, sem ganga af trúnni, halda ósjálfrátt í fjölskyldusiði og uppeldishætti. Sovétvaldinu hefur því illa gengið að ráða niöurlögum múhameðssiöar í Mið-Asíu. Þar voru opnir bar- dagar til 1928 og skæruhern- aður til 1936. Þarna eru persn- eskar, tyrkneskar og mongólskar þjóöir í Tadzhi- kistan, Uzbekistan, Azer- bædzjan og þær líta á Rússa sem yfirdrottnunarþjóð. Alls eru um 50 milljónir múham- eðsmanna í Sovétrikjunum. Þær þjóðir tala allt ýms tungumál. Þær höfðu annað- hvort sjálfstæö ríki eða voru á leiö til þess, þegar klippt var á þá þróun.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.