Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 21

Alþýðublaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 13. ágúst 1988 TÓNLIST |i Rikharður H. Friðriksson JJ skrifar: HVALASÖNGUR OG TÖLVUTÆKNI Tónleikar UNM í Norrœna húsinu í dag Bryndís Pálsdótfir fiðluleikari og Þórólfur Eiriksson tónskáld verða fulltrúar tæknivæddrar tónlistar á tónleikum UNM i Norræna húsinu i dag. Á laugardaginn, 13. ágúst, klukkan 16 heldur íslands- deild samtakanna Ung Nord- isk Musikfest, eða UNM tón- leika í Norræna húsinu. Þar verða kynnt nokkur þeirra verka sem fara á hátíðina sem í þetta skiptið verður haldin i Osló vikuna 14,—21. ágúst, auk nokkurra annarra. Þessir árlegu tónleikar eru með þeim forvitnilegustu sem boöið er upp á í Reykja- vík, því þarna er á einum eft- irmiðdegi hægt að fá góða innsýn inn i það sem yngsta kynslóð íslenskra tónskálda er að fást við í dag. Til þess aö kynna lesend- um Alþýðublaðsins þessa kynslóð íslenskra tónlistar- manna tók ég tali tvö þeirra ungmenna sem aó tónleikun- um standa, þau Þórólf Eiriks- son tónskáld og Bryndisi Pálsdóttur fiðluleikara. Þórólfur veröur fyrstur fyrir svörum og fræðir okkur aö- eins um uppruna sinn: „Ég var I hinu og þessu hérna heima, læröi svolítið á píanó, flautu og fiölu, en ekk- ert mikið. Svo var ég í popp- inu á tímabili. Eftir það fór ég út í tónsmíðanám til Hollands þar sem ég var í raf- tónsmíðum og hljóðfræði við „Sónológíuna" í Utrecht og Tónlistarháskólann í Haag. Þá var ég líka í „venjulegum" tónsmiðum við Tóniistarhá- skólann í Utrecht." HVALASÖNGUR í VATNSMÝRINNI Á tónleikunum verða flutt eftir hann rafverkið „í geisla- snörunni" og „Mar“ fyrir klarinett og segulband, en það er einmitt seinna verkið sem fer á hátíðina í Osló. „Ég nota þarna nær ein- göngu umhverfishljóð og þá mest hljóð frá hvölum, mjög litið af rafeindahljóðum. Eg hugsa þetta ekkert sérstak- lega sem hvalfriðunarsöng. „Mar“ er fyrst og fremst hugsað sem hljóðríma þar sem hvalirnir fá að tala sínu eigin máli en klarinettið stendur fyrir hljóðheim okkar mannanna. Þetta eru eins og tveir heimar svo til sam- bandslausir hvor við annan, nema að annar er að ausa hinum upp. Ég er þarna að reyna að leiða þá saman í tæpar tíu mínútur.“ Þórólfur var að koma heim frá námi í sumar eftir fimm ára dvöl í Hollandi. Hvað skyldi hann vera að fást við núna? „Ég er núna að vinna músík fyrir sjónvarpsþátt og bara að koma mér fyrir hérna. Svo er ég líka að reyna aó koma mér upp aðstöðu til að geta unnið tónlist hér heima.“ Aðspurður hvort hann hygðist fara út í þá tölvuvinnslu tónlistar sem orðin er svo algeng í dag gaf hann ekki mikið út á það: „Ég byrjaði að nota umhverf- ishljóð og vinna úr þeim á segulböndum og eg mun halda því áfram. Ég vil halda opnum áfram þeim mögu- leika að geta notað hvaða hljóð sem er. Þess vegna nota ég þá tækni sem hentar mér best hverju sinni.“ ERFIÐUR MEÐSPILARI Bryndís Pálsdóttir byrjaði að læra á fiðlu átta ára gömul og lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum i Reykjavík árið 1984. Eftir það hélt hún til framhaldsnáms við hinn virta Juilliard- tónlistarskóla í New York, þaðan sem hún lauk meist- araprófi núna í vor. Framund- an eru einkatímar hjá fræg- um kennara í Amsterdam og hvað síðan verður veit eng- inn. „Ég var í Hamrahliðarkórn- um í mörg ár og fór víða með honum. Þaö var góður skóli, ekkert síðri en tónlistar- námið. Ég hlusta mest á klassík og þá ekkert endilega í fiðlutónlist. Ég hef líka gaman af djassi, sérstaklega Stephane Grappelli og Ellu Fitzgerald. Nei, ég hef ekki spilað djass af neinu viti, gaman væri þó ef ég gæti það einhvern tíma, en ég hef aldrei reynt það af neinni alvöru. Ég hef nú ekki gert mikið af því að spila nútimatónlist hingað til. Það er hins vegar gaman að koma inn í svona andrúmsloft. Maður sér eitt- hvað nýtt i hverju verki.“ Hvernig finnst henni að spila með segulbandi eins og hún gerir í einu verkinu á tón- leikunum? „Það hefur gengið bara ágætlega, nema að stundum er svolitið erfitt að hemja það. Það er óvenjulegt að hafa svona stabilan meðspil- ara sem heldur alltaf takti og gerir aldrei mistök. Þetta er auðveldara í umgengni að þvi leyti hversu taktfast það er. Verra er hins vegar að hafa engin merki frá meðspilurum að fara eftir og verða að treysta alfarið á heyrnina. Jú, jú. Ég og þessi meðspilari minn erum orðin sátt að mestu leyti þó að i vissum köflum slettist aðeins upp á vinskapinn." Gerðuþérmat úrþessu verði: AFKÖST ENDING GÆÐI Fyrir þá sem eru í eldavélarhugleiðingum þá eru þetta góðir tímar. Nú bjóðum við gæða eldavélar frá AEG á aðeins kr. 36.640,- stgr. Vestur-þýsk gæði á þessu verði, - engin spurning! Eldavél firá AEG F640-W •Fjórar hellur, þar af tvær hraðsuðuhellur. •Undir- og yfirhiti. •Blástur. •Grillblástursgrill*) •Skúffa undir ofni til að geyma bökunarplötur o.fl. *)Fáanlegt en ekki með í verði. A E G heimilistæki - þvíþú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! BRÆÐURNIR Lágmúla 9, sími 38820

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.