Tíminn - 22.11.1967, Qupperneq 9

Tíminn - 22.11.1967, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 22. nóvember J')67 Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Kramkvæmdastjóri- Kristján Benediktsson Ritstjórar Pórarmn Þórarinsson (áb> Andrés Kristjánsson .lón Heleason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- rómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimui Gislason Ritstj.skriistofur 1 Eddu- húsinu. simar 18300—18305 Skrifsofur Bankastræti 7 Af- greiðslusími: 12323 Auglýsingasíml- 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kT 105.00 á mán innanlands - t lausasölu kr 7 00 eint. — Prentsmiðjan EDDA n. t Norðurlöndin og fall sterlingspundsins é Það er á margan hátt atnyglisvert fyrir íslendinga að fylgjast með því, hvernig Norðurlandaþjóðirnar hinar hafa brugðizt við fellingu sterlingspundsins. Aðeins em af þessum þjóðum, Danir, hafa ákveðið að láta gjaldmiðil sinn fylgja pundmu, en þó ekki nema til hálfs. Danir fella krónuna um 7,9% Það var fyrst og fremst tillit til landbúnaðanns. sem réði þessari ákvörðun Dana. Rúmur hebningur af útflutningsvörum danska landbúnaðarins ev selaur á brezkum markaði. Til að bæta það tap, sem danski landbúnaðurinn verður fyrir af falli sterlingspundsins, nægir nokkurn veginn 7,9% gengisfelling dönsku krónunnar. þar sem álíka meira fæst nú fyrir þær landbúnaðarvörur, sem seldar eru til þeirra landa, sem ekki fella gengið, og nemur mismun þeim, sem er/á verðfellingu pundsins og dönsku krón- unnar. Landbúnaðurinn danski myndi helzt hafa kosið, að krónan væri alveg látin fylgja oundinu Bæði þjóðbank- inn og verkalýðssamtökin lögðust gegn því, þar sem það myndi leiða til mikillar og sennilega óviðráðanlegrar dýrtíðaröldu. Athyglisvert er, að forsvarsmenn atvinnurekenda — og þó einkum iðnrekenda; — í Danmörku, lögðust gegn fellingu krónunnar. Rök þeirra voru þau, að gengisfelling myndi á margan hátt hækka tramleiðslukostnaðinn og ávinningur fyrir útflutninginn verða minni en enginn á stuttum tíma. I samræmi við þetta hefur danski íhalds- flokkurinn lagzt gegn gengisfeilingunni og talið að bæta ætti landbúnaðinum tjónið með öðrum hætti. íhalds- menn benda jafnframt á,- að gengisfelling rýri sparifé og hækki erlendar skuldir en hvort tveggja sé varhugavert. I Noregi varð það niðurstaf a stjórnarvaldanna að halda gengi norsku krónunnar óbreyttu. Af hálfu út- flytjenda, siglingafélaga og gistihúsa, var þó bent á, að mikilvægt væri fyrir þessar atvinnugreinar, að krónan fylgdi pundinu. Skipafélögin tðiia sig t.d. tapa um einn milljarð norskra króna á fellingu pundsins- Norska stjórn- in taldi hitt þó mikilvægara, að 75% innflutningsins kemur frá löndum, sem ekki brevta genginu, og mikil dýrtíð myndi því hljótast af því ei gengið væri fellt. Sú dýrtíð myndi leiða til kauphækkana og síðan koll af kolli. Gengisfellingin myndi þv ekki bæta stöðu út- flutningsins, þegar til lengdar léti. Svíar komust að líkri niðurstöðu og Norðmenn og felldu því ekki krónuna. Um þnðiungurinn af útflutn- ingi Svíþjóðar fer þó til þeirra landa sem hafa fellt gengið. Svíar óttast nokkuð, að Danir kunni að nota sér gengisfellinguna til að lækka eitthvað verð á landbúnaðar- vörum á sænskum markaði ng pað get; reynzt sænskum landbúnaði erfitt. Haft er við orð, að slíku kunni að verða svarað með einhvers konar innflutningshöftum. Finnar néldu genginu óbreyttu, en þess er að gæta. að þeir hafa fellt það nýlega. Rétt er að geta þess að Jokum, ao aðstaða íslands er önnur en Danmerkur Noregs og Svíþjóðar. t þessum löndum hefur verið abfð st]órn á efnahags- málunum á undanförnum árum Hér hefur hins vegar ríkt stefna nngulreiðai handahots lánsfjárhafta og óða- verðbólgu. Af því verður fyrr en semna að súpa seyðið. Efnahagsstefna Wilsons hefur fullkomlega beðið skipbrot Gengisfellingin mun ekki leysa vandamál Bretlands UM LANGT SKEID heíur brezkur stjóramálamaður ekki beðið stórfelldari ósigur en Har old Wilson, þegar hann varð að fella gengi sterlingspunds- ins síðastl. laugardag. í þeirri akvörðun hans fólst óbeint sú játning, að sú efnahagsstefna, sem sjtórn hans hafði fylgt und anfarin þrjú ár, hefur alger- lega misheppnast. Þótt með verulegum rétti megi segja, að pundið hafi raunverulega verið fallið áður en Wilson kom til valda, mun fall þess verða skrif að á reikning hans vegna þess að hann hefur farið með völd í þrjú ár og baslað við að fylgja stefnu, sem hefur reynzt alger- lega óraunhæf. Hætt er við því, að enn meira verði skrif- að á reikning hans en hann raunverulega ber ábyrgð á EFNAHAGSSTAÐA Bret- latnds var erfið, þegar Wilson kom til valda. Fyrirsjáanlegt var, að miklir erfiðleikar voru frámundan. íhaldsflokkurinn var á vissan hátt heppinn, þeg ar hann tapaði i þingkosningun um 1964. Hann slapp þá undan því að þurfa að gera óvinsælar ráðstafanir, sem hlutu að verða afleiðing þess, að ríkisstjórn ’ hans hafði á margan hátt verið værugjörn og íhaldssöm og framfarir í brezku atvinnuJífi því orðið minni en víðast ann ars 'staðar á áratugnum frá 1950—60. Ef Wilson hefði átt að valda vandanum, hefði hann þurft að hefja merki þróttmikill ar og róttækrar umbótastefru. skera vægðarlaust niður hinn mikLa herkostnað Breta erlend iis og veita því fé, er þar varð hreinn eyðslueyrir, til framfara og framkvæmda innanlands. En Wilson reyndist hvorki róttæk ur né umbótasinnaður. f at- höfnum sínum reyndist hann ."yrst og fremst íhaldssamur hag fræðingur. Hann hugðist fyrst og fremst að mæta erfiðleikun um með íhaldssamri samdrátt arstefnu, kaupbindingu og lánsfjárhöftum, eins og helzt hefði mátt vænta af íhaldssam ari hluta íhaldsflokksins. Ráðstafanir hans flestar voru miðaðar við stuttan tíma, eins og gerðar í traústi þess, að einhvert kraftaverk gerðist á næstunni, er bjargaði öllu sam an. Afleiðingin af þessu varð sú, að Bretland sökk alltaf dýpra og dýpra í efnahagslegt kviksyndi, unz fall sterlings- pundsins varð ekki umflúið um seinustu helgi. Wilson hefur fram að þessu þótt klókur stjórnmálamaður Hann hefur líka mjög notið þess, að hann hefur reynzt and stæðingum sínum ofjarl i um- ræðum í neðri málstofúnmi. En hann skortir þann stórhug, framsýni og róttækni, sem Bret ar hafa nú þörf fyrir Bretar hefðu nú þurft forustumann á borð við Lloyd George. í»að er Wilson vis'sulega ekki. HVORUGUR hinna storu flokka í Bretlandi, virðist fiill- komlega hafa gert sér Ijóst, hver staða Bretlands er orðin Bretland er ekki lengur stór- veldi, sem Iifir að veruiegu leyti á nýlendum. Nýlendurnar eru horfnar sem betur fer. Samt hafa Bretar haldið uppi dýrum herstöðvum víða um heim. Ef Bretar áttu að halda hlut sínum í breyttu umhverfi. þurftu þeir framar öðru að losa sig við öll útgjöldin, sem leiddu af fyrri stöðu þeirra sem heimsveldis, og efla og um- skipuleggja iðnað sinn, svo að hann yrði sem samkeppnishæf astur. Ríkisstjórn íhaldsflokks- ins á árum 1950—60 þráaðist við að gera sór þetta ljóst, og Wilson fylgdi þeirri stefnu á- fram, a. m. k. fyrstu misser in. Þess vegna urðu engin þáttaskil við tilkomu stjórnar hans. Hún markaði engin tíma mót, skapaði ekkert lífgandi umrót, vakti enga nýja tiltrú. Það var hjakkað áfram í sama gamla íhaldsfarinu. Þess vegna varð það ekki umflúið, sem nú er fram komið. Rétt er að geta þess, að stjórn Wilsons hefur verið ó- heppin á margan hátt, einkum að undanfömu Viðskiptabann ið, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt á Rhodesiu, veldur Bretum miklu gjaldeyristapi Lokun Suez-skurðarins innig. Sjómannaverkfallið í fyrra og hafnarmannaverkfallið nú. hafa orsakað verulegar trufl- y anir, sem spillt hafa samkeppn Gestur á Waldorf hótelinu í London horfir á Wilson flytja ávarp til þjóðarinnar á sunnudagskvöldið. isstöðu Breta. Samdrátturinn í Vestur-Þýzkalandi hefur bitnað verulega á brezkum vörum. Fleira mætti telja. Þetta alit hefur vafalaust flýtt fyrir falli sterlingspundsins. FELLING sterlingspundsins getur eitthvað bætt efnahags- lega stöðu Bretlands út á 'úð fyrst um sinn. En gengisfelling er oftast meira sjúkdómsafleið ing en lækning. Svo mim einn ig verða hér. Það er allt annað og meira, sem þarf til þess að Bretar komist á réttan kjöl aft ur. Það þarf fyrst og fremst að endurskipuleggja og efla brezk an iðnað. I stórum hluta hans ríkja enn úrellt tækni og vinnu brögð. Að vissu leyti stafar þetta af rótgróinni íhaidssemi atvinnurekenda og verkaLýðsfé- laga. Hér þarfnast Bretar mark vissrar sóknar. Það eru enn eftir fjögur ár til næstu almennrar þingkosninga. Wil- son og stjórn hans hafa því tækifæri til að láta taka til sín á þessu sviði. En þá verð ur WiLson að taka upp aðra stefnu en hann hefur fylgt tiL þessa. Þá má hann ekki Lengur vera íhaLdssamur hagfræðing- ur, heldur róttækur og djarfur framfaramaður. Að öðru leyti er flokki hans dæmdur vís ósigur i næstu þingkosning- um, þvi að í flokki andstæðinga hans ber orðið í vaxandi mæli á nýjum og raunhæfum skilningi á þessu,m málum Það væri vel, ef sú breyting hjálpaði til að f knýja Wilson og félaga hans til dáða. ÞJ».

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.