Tíminn - 25.11.1967, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 25. nóvember 1967.
5
TÍMINN
Þessi mynid er tekin í Paris,
þann dag, sem Msfcólkin þar
var settur. Margir stúdentar
hSfðu safnazt saman í nám-
•k
Wilson forsætisráðh.erra
Br.etlands. hefur mætt mifcilli
gagnrýni fyrir efnahagsaðgerð
ir s:inar. Áður en gengisfeil-
ingin fcom til _var þetta sagt
um hann. — Ég fer nú að
haldáj að Haroid Wilson hljóti
að vera tvíburar — enginn einn
maður getur gert svona mifcl
ar vitleysur.
Þá er 'einnig sagt frá þvi.
að Wilson hafi flutt ræðu sína
um gengisfellinguna í dag-
skrá BBC sjónvarjxsins V'ar
ræðunni sjónvarpað á mjlli
und'á við Sorbonne til þess að
krefjast betri aðstöðu til náms
iðkana sinna við háskólar.n,
en hann er nú sem áður yfir-
★
sýningar á Vesa.i tgu-r.um. eft-
ir Victor Hugo og rökræðuþætti
um trúmál, sem bar titilinn
Hivar á jörðinni?
Á gríska torginu í Lenin-
grad hefur verið reist heljar-
mdkil bygging með meira en
huindrað berbergjum af , ýms-
um stærðum. Stærsta herberg-
ið er ofctóber-salurinn, sem sr
hringleikahús og hefur sæti
fyrir 3000 manns og svalir með
1000 sætum. Þarna eru þægi-
fuiliur. Lögireglan varð að beita
kylf'um S'ínum til þess að
tvístra hópnum.
legir hægindastólar, og við
hvern stól er símatæki og geta
gestir valið þar um þýðingu á
átta tungumiál þegar ailþjóð-
legar ráðstefnur eru haldnar
þar. Ei'nniig er gert ráð fyrir
að þar verði haldnir tónieikar
og borgarstjórnarfundirj Leik-
sviðið er mj'ög vel útbúið
tæknilega. Auðvelt er að
skipta um leikmyndir, og aufc:
þess eru þar tæki til þess að
sýna allar gerðir af kvifcmynd'
um, og í salnum eru nálægt
fimm þúsund hátalarar.
John iVícBennett, sem ei
fjörutíu og níu ára gamak
bóndi gekk undir magaupp-
skurð fyrir nokkru. Eftir upp-
s/kurðinn sagði hann: Ég er
eins og nýr maður. Matariyst
mín hefur aukizt gtfurlega
sömulieiðis sjónin. Skurðlækn
arnir höfðu fjarlægt við upp-
skurðinn fi.mm nennv ig tve
háifpenni úr maga hans, en
þessa peninga hafði hann
gleyipt, þegar hann var barn.
Rússneski baMettdansar-
inn Rudolf Nuryef hefur hafn
að boði um að fcoma tiil Finn-
lands og dansa þar. Seigist
hann óttast það, að honum
verði rænt og farið með han.n
til Sovétríkjanna. Eins og
menn muna leitaði Nuryef hæl
is sem pólitískur flótitamiaöur
í París 1961 og hefur síðan
dansað víðs vegar um Evrópu
og Ameríiku.
Sakamálaleiikruið Músa-
gildran eftir Agötu Christie
hefur nú verið sýnt í Amfoassa
diors Theatre í fimmtán ár, og
stöð.ugt við feykiloga aðsófcn.
Talsmaður bítlanna lét svo
um mæilt fyrir nokkru, að hin
um mœilt fyrir nokkru, að hin
síðhærðu átrúnaðargoð ungi-
inga víðs vegiar um heiim ítygg-
ist fara til Indlands í janúar
næstkomandi. Frá Bombay ber
ast þær frognir, að bítlarnir
séu væntanlegir þangað 25.
janúar o,g að þeir séu í einka-
erindum og óski eftir því að
vera í friði fyrir blaðamönn-
um og 'IjásmVnaúrum. 'Erindi
þeirra er að .Jæra hugleiðslu
hjá jóganum Mamahirish Hah-
esh og ætla þeir að vera í
þrjá mánuði.
Dr. Barbara Moore, sem nú
er sextíu oig þriiggja ána göm-
ui, var milkið í fréttumium fyr-
ir nokkrum árum fyrir að bafa
gengið yfir þvert Ensrland frá
Land s End til John O’Groots,
er nú aftur lögð af stað í
gönguferð. Nú ætlar hún að
slá fyrra göngumet, en hún
gefck 16ö míilui án þess að
stanza. í þetta sinn ætlar hún
að ganga hundrað sjötíu óg
fimm mílur og í fylgd / með
henni verða menn úr fallhlífa-
sveit Breta. Hér sjáum við
Barhöru ásamt fylgdarliði sínu.
Fjársöfiuin
Á sunnudaginn bemur mun
yngsta fólkið í Hallgrímssöfnuði
í Reykjavík standa fyrir almennri
fjársöfnun til áframhaldandi bygg
ingar Hallgrímskirkju á Skóla-
vörðuhæð.
Söfnun þessari verðiir þannig
hagað, að í nýbyggingu kirkjunn
ar — forkirkjunni — verða Gjafa
bréf Hallgrímskirkju á boðstólum,
en þau eru til í 100, 300, 500, 1000
og 5000 kr. upptoæðum. Ennfrem
ur verða þar fáanlegir Passíusálm
ar sr. Hallgríms Péturssonar í
easfcri þýðingu A. Gook. Bók þessa
gaf HaJlgrímssöfnuður út á s. 1.
ári í tilefni þess að þá voru 300
ár liðin frá fyrstu prentun Pass
íusálmanna. Þetta er valin bók til
að senda enskumælandi vinum er-
lendis nú fyrir jólin, en þessa
dagana er einmitt tímabært að
hugsa fyrir slíkum sendingum.
Loks verða þarna á boðstólum
jólakort Líknarsjóðs Hallgríms ,
kirkju, smekkleg kort og mjög
ódýr. ...
Líkan HaUgrúnskirkju verður
til sýnis þarna í forkirkjunni á
sunnudaginn og hjá því verður
samskotabaukur — opin fyrir gjöf
um, smáum og stórum, til kirkju
byggingarinnar.
Gert er ráð fyrir að fólkið í Hall
grímssöfnuði fjölmenni í Hall-
grímskirkju á sunnudaginn — í
tilefni prestskiosningarinnar — og
gefst þá einnig gott tækifæri til
að skoða og styrkja með framlög
um framkvæmdir við kirkjubygg
inguna.
Um þessar mundir er verið að
steypa neðsta hluta turnspírunn
ar og jafnframt er unnið að upp-
setningu fólkslyftu í turninn, svo
nú fer sá tími væntanlega að nálg
ast, að almenningur geti notið
hins mikla og fagra útsýnis úr
turni Hallgrímskirkju. Húsnæðið
á 1. hæð í nyrðri álmu turnsins
er nú iullinnréttað — eða svo
til —og hefir safnaðarsystirin,
Unnur Halldórsdóttir, haft þar
barnastarf sitt að undanförnu.
Biblíufélagið hefir einnig haft þar
bækistöð sína síðan á s. 1. vori
og á sunnudaginn verður þarna
kjörstaður fyrir prestskosningar i
Hallgrímssöfnuði. Síðan mun hiðj
nýja Safnaðarheimili í Hallgríms
kirkju verða tekið í notkun fyrir
fjölbreytt, kirkjulegt starf, al-
menna safnaðarfundi, æskulýðs-
starf, undirbúning fermingar-
barna, síarfsemi Hallgrímskórsins
og Kvenfélags og Bræðrafélags
Hallgrímskirkju o. fl. auk þess
sem þar verða skrifstofur sóknar
prestanna og safnaðarsystur. Kap
ellan í kórkjallaranum verður enn
um sinn notuð fyrir guðsþjónust
ur Hallgrímssafnaðar eða a.m.k.
þar til lokið er innri frágangi á
suðurálmu 1. hæðar turnsins.
Ánægjulegum áfanga við kirkju
bygginguna er nú náð með til-
komu hins nýja Safnaðarheimilis
— en betur má — því mikið verk
og kostnaðarsamt er framundan
við að fullgera Hallgrímskirkju.
Framhald á bls. 15